Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 43
43
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
Fjalar sigraði í A-flokki gæðinga
Hvitasunnukappreiðar Fáks:
FÁKSMENN héldu sitt árlega hvítasunnumót um helgfina í mjög
svo fjölbreytilegu veðri. Var það allt frá því að vera ágætis vorveð-
ur yfir í snjókomu. Mótið hófst á fimmtudag og lauk á annan í
hvítasunnu og tókst vel í alla staði.
Að venju mætti mikill fjöldi
knapa til leiks með úrval góðra
hesta. I A-flokki gæðinga sigruðu
Fjalar frá Fossvöllum, eigandi hans
er Þórdís Sigurðardóttir en knapi
var Atli Guðmundsson. Snjall frá
Gerðum sigraði í B-flokki gæð-
inga, eigandi er Unn Kroghen en
knapi var Aðalsteinn Aðalsteins-
son. í bamaflokki sigraði Sigurður
V. Matthíasson á Bróður frá
Kirkjubæ en í unglingaflokki sigr-
aði Hjörný Snorradóttir á Þymi frá
Söðulsholti.
I töltkeppninni bar hæstan hlut
Aðalsteinn Aðalsteinsson á Snjalli
frá Gerðum. Góð þátttaka var í
skeiðgreinum kappreiða en hið
sama verður ekki sagt um stökkið
og brokkið. í 150 metra skeiði sigr-
aði Símon frá Hofstöðum, eigandi
og knapi Sigurbjörn Bárðarson, á
15,7 sekúndum.
Vani frá Stóru-Laugum, eigandi
og knapi Erling Sigurðsson, sigr-
aði í 250 metra skeiði á 23,6 sek-
úndum.
Fjalar firá Fossvöllum og Atli Guðmundsson höfðu betur í úrslitum
A-flokks gæðinga í jafiiri keppni við Aðalstein Aðalsteinsson og
Dagfara frá Hrogni.
RAÐAUGIÝSINGAR
Aðalsafnaðarfundur
Bústaðasóknar
verður haldinn sunnudaginn 21. maí að lok-
inni messu í Bústaðakirkju kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar.
Sóknarnefndin.
ÝMISLEGT
Innritun fyrir skólaárið
1989-90
Innritað er á skrifstofu skólans alla virka
daga frá kl. 9.00 til 13.00. Við innritun skulu
nýnemar leggja fram vottorð frá því prófi er
þeir luku síðast. Símar á skrifstofu eru 51490
og 53190.
Eftirtalið nám er í boði við skólann:
- Almennt iðnskólanám fyrir samnings-
bundna iðnnema.
- Grunndeild og framhaldsdeild fyrir hár-
greiðslu og hárskurð.
- Grunndeild málmiðna og framhaldsdeild í
iðnvélavirkjun.
- Grunndeild rafiðna og framhaldsdeild í
rafeindavirkjun.
- Grunndeild tréiðrra.
- Fornám með starfsnámsívafi. Námið er
ein önn og ætlað nemendum er þurfa að
bæta árangur í almennum námsgreinum.
Auk almenna námsins fer fram verklegt
nám í vinnustofum skólans og kynning
starfsgreina.
- Tækniteiknun.
- Tækniteiknun með tölvu (CAD). Boðnir
verða áfangar fyrir tækniteiknara og
tæknimenn í notkun AUTOCAD-forrita.
Ennfremurframhaldsáfangar með áherslu
á sérhæfingu á ákveðnum teiknisviðum.
- CNC-tækni (CAM). Áfangar úr námsefni
iðnvélavirkja er fjallar um sjálfvirkni smíða-
véla verða í boði fyrir iðnaðar- og tækni-
menn.
- Meistaraskóli.
Raðhúsalóðir í Vesturbæ
Til sölu eru þrjár raðhúsalóðir á besta stað
í Vesturbæ. Framkvæmdir hafnar, þar með
búið að skipta um jarðveg og byrjað á sökkl-
um, teikningar tilbúnar.
Snöggir framkvæmdamenn, notið tækifærið
og sendið fyrirspurn fyrir 19. maí inn á aug-
lýsingadeild Mbl. merkta: „Raðhúsalóðir -
8053“.
Verslunarmiðstöðtil sölu
Til sölu er verslunarhús í Reykjavík með 10
fyrirtækjum sem leigja fyrir u.þ.b. 17 millj. á
ári. Verð 125-130 millj.
Algjörum trúnaði heitið þeim sem óska eftir
upplýsingum. Fyrirspurnir óskast sendar
auglýsingadeild Mbl. merktar: „Trúnaður -
8115“ fyrir 19. maí.
SJÁLFSTŒDISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Egill FUS, Mýrasýslu
Opinnfundur
Opinn fundur verður haldinn miðvikudaginn 17. maí 1989 kl. 20.30
í Sjálfstæðishúsinu við Brákabraut. Gestur fundarins verður Skúli
Bjarnason, læknir.
Dagskrá:
1. Styrktarmannakerfi. Skúli Bjarnason kynnir kerfið fyrir fundar-
mönnum.
2. Umhverfisverndarátak SUS.
3. SUS-þing á Sauðárkróki.
Félagar, mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.
Sjálfstæðisflokkurinn 60 ára
Kvöldfagnaður
Sjálfstæðisfélögin i Reykjavík halda kvöldverðarfagnað i tilefni 60
ára afmælis Sjálfstæðisflokksins á Hótel íslandi fimmtudaginn 25.
maí nk. kl. 20.00. Húsið opnað kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Hátíöin sett. Áslaug Friðriksdóttir, formaður afmælisnefndar.
2. Borðhald. Hátíðarræða: Davið Oddsson, borgarstjóri.
3. Skemmtiatriði: Þingmenn og borgarfulltrúar flokksins sjá um þann lið.
4. Dans: Hljómsveit Ingimars Eydal.
5. Veislustjóri verður Geir Haarde, alþingismaður.
Kópavogur - Kópavogur
Sjálfstæðiskvennafélagið Edda
I tilefni af 35 ára afmæli félagsins verður haldinn félagsfundur fimmtu-
daginn 18. maí kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1,3. hæð.
Guðrún Magnúsdóttir sýnir silkiblómaskreytingar. Gestur fundarins
verður frú Salóme Þorkelsdóttir.
Eddukonur fjölmennið og takiö með ykkur gesti.
Stjórnin
Selfoss - Árnessýsla
Fundur með Þorsteini Pálssyni verður hald-
inn fimmtudaginn 18. mai 1989 kl. 20.30 í
Inghóli á Selfossi.
Sjálfstæðisfélögin á Selfossi
Sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu.
Sjálfstæðiskonur í 60 ár
Áfangar og markmið
Fundur í Valhöll, Háaleitisbraut 1,17. maí
kl. 17.15.
Dagskrá:
Guðrún Zoega, formaður Hvatar, setur
fundinn.
Ræðumenn:
Björg Einarsdóttir, bókaútgefandi
Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaður
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Sigríður Þórðardóttir, varaformaður LS
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins
Umræður.
Önnur mál:
Kosning fulltrúa Hvatar á 17, landsþing Landssambands sjálfstæðis-
kvenna, sem haldið verður í Viðey 9.-11. júní nk.
Þórunn Gestsdóttir, formaður LS, slítur fundi.
Léttur kvöldveröur verður á boðstólum.
Hvöt,
Landssamband sjálfstæðiskvenna.
Kjhnnsla
Vélritunarkennsla
Vélritunarskólinn, s: 28040.
¥ ÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Auðfarekku Z 200 Kópavogur
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Paul Hansen prédikar.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almennur biblíulestur i kvöld kl.
20.30. Efni: Siðustu tímar - end-
urkoma drottins, Garðar Ragn-
arsson.
Náttúrulækningafélag
Hafnarfjarðar
Aðalfundur
Aðalfundur Náttúrulækningafé-
lags Hafnarfjarðar verður hald-
inn í kvöld, miðvikudag 17. mai,
kl. 20.30 í veitingahúsinu Gaflin-
um.
Venjuleg aðalfundarstörf.
SltftCI auglýsingar
Erindi:
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir:
Heilbrigöismál.
Linda Jóhannsdóttir, grasalækn-
ir, situr fyrir svörum: Grasalækn-
ingar.
Undirbúningsnefnd.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Norsk nasjonalfest i kvöld 17.
mai kl. 20.00. Majór Njáll Djur-
huus talar og barnagospel syng-
ur. Veitingar. Hátiðin fer fram á
norsku. Allir eru velkomnir.
Vakningasamkomur verða
haldnar með majór Njáli Djur-
huus fimmtudags- og föstudags-
kvöld kl. 20.30.
Mikill og fjölbreyttur söngur.
Allir velkomnir.
MJ Útivist
Miðvikudagur 18. maí
kl. 20.
Heiðmörk-Elliðavatn. 2. ferð i
kynningu Útivistar á gönguleiö úr
Bláfjöllum niður i Grófina. Létt
ganga um Heiðmerkurfriðland.
Byrjað við Skógarhliðarkrika.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu.
Þórsmörk 19.-21. maí.
Nú hefjast helgarferðir i Þórs-
mörk og verða um hverja helgi
fram i október. í sumar verða
dagsferðir á sunnudögum og
einnig er boðið upp á orlofs-
dvöl. Góð gisting í Útivistarskál-
unum Básum. Uppl. og farm. á
skrifst. Grófinni 1, símar: 14606
og 23732.
Útivist, ferðafélag
m ÚtÍVÍSt, Giolmni 1
Fimmtudagur 18. maí
Myndakvöld - ferða-
kynning
Siöasta myndakvöld vetrarins
verður i Fóstbræðraheimilinu
Langholtsvegi 109 á fimmtu-
dagskvöld 18. mai kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Myndir úr ferðum siðari hluta
vetrar og i vor m.a. frá Þórs-
mörk, Skaftafelli og jöklaferðum
ásamt myndum frá síðustu
hvitasunnuferð i Öræfasveit.
2. Ferðakynning. Kynntar verða
margar spennandi helgar- og
sumarleyfisferðir sem eru á
ferðaáætlun Útivistar. Af þeim
má nefna Vestfirska sólstöðuferð
21.-25. júni; 8 Hornstrandaferðir
i júli og ágúst; Nýr hálendishring-
ur 22.-29. júli; Gönguferðir frá
Eldgjá í Þórsmörk; Norðaustur-
landsferð 10.-15. ágúst o.fl. Einn-
ig verður minnt á ferðasyrpur i
styttri ferðum.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rými leyfir. Góðar kaffiveitingar
kvennanefndar I hléi. Ferðist inn-
anlands með Útivist í sumar.
Tilvalið tækifæri til að kynnast
Útivist og Útivistarferðum.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag