Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 EB-aðild - hví í ósköpunum? eftir Jón Gunnarsson Kyndugar tölur gat að líta í ^Morgunblaðinu laugardaginn 6. maí. Félagsvísindastofnun hafði kannað hug 1.500 íslendinga til Evrópubandalagsins, og niðurstöð- umar komu sannarlega á óvart. 54% þeirra, sem afstöðu tóku, reyndust beinlínis hlynntir aðild íslands að EB; töldu að rétt væri að sækja nú bara um umsókn sem fyrst. Ekki vakti það minni furðu hjá mér, að það var einkum yngsta fólkið, sem nú virðist bráðliggja á að ganga í Evrópubandalagið. Þetta þurfti ég nú að lesa tvisvar. Hringdi svo í kunningja minn, borgara í einu EB-ríkjanna, og sagði tíðindi. Oldungis varð maðurinn orðlaus, áttaði sig þó á því, að það var ekki -.1. apríl, og gat sér þess svo til, að líklega væri ég bara svona hrað- lyginn. „Nú, kauptu Moggann og lestu þetta sjálfur, ef þú trúir mér ekki,“ sagði ég og það gerði hann raunar. Hálftíma síðar talaði hann svo aftur við mig, röddin því líkust sem hann hefði verið að lesa and- látsfregn: „Hvernig í ósköpunum stendur á þessu?“. Heldur varð mér svarafátt. Og spurningarnar dundu á mér: „Líst þessu unga fólki svona vel á atvinnuleysið hjá okkur? Vill það sökkva sér í sama fenið og við emm að drukkna í? Er það orðið leitt á sjálfstæði landsins? Hefur ekki ísland þolað erlend yfirráð nógu lengi? Langar ykkur að fylla allt hér af erlendum fyrirtælq'um og farandverkamönnum? Viljið þið leggja niður lýðveldið og íslensk lög? Já, og menninguna og mál- ið?...“ Virði menn mér til vorkunnar þótt fátt yrði um svör; ég gat lítið sagt löndum mínum til afsökunar annað en það, að þetta væri nú ungt fólk og ekki ýkja lífsreynt, eins hefðu menn hér skelfing þoku- kenndar hugmyndir um EB, héldu líkast til flestir að þetta væru ein- hvers konar samtök góðhjartaðra kaupsýslumanna, sem öllum vildu vel, og gott að komast í notalegan selskap grannþjóða. Líklega teldu menn að hér væri um að ræða áþekkt fyrirbæri og samvinnu Norðurlanda. En langan fyrirlestur fékk ég um EB, auk nokkurra mið- ur prenthæfra orða um gáfnafar íslendinga, áður en samtalinu lauk. „Hvemig stendur á þessu?“ spurði maðurinn. „Og hvers vegna einmitt unga fólkið?" Ég spyr sjálf- an mig hins sama og þau fara held- ur í þurrð, svörin. Hvers vegna unga fólkið? „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd...“, kvað skáldið, en það er nú orðið nokkuð langt síðan það kvæði var ort. Töl- urnar virðast hins vegar tala nokk- uð skýru mali. Mönnum líst þá svona vel á Evrópubandalagið, ekki síst ungviðinu. Og hvað skyldi það nú vera sem laðar og lokkar svo? Eftir nokkrar vangaveltur kom mér einkum tvennt í hug: 1. Fávísi æsk- unnar. Hana má svo sem fyrirgefa, það kemur fyrir að menn vitkist með aldrinum. 2. Sú sáralitla um- ræða, sem hér hefur farið fram um EB, eðli þess fyrirbæris, ástandið í ríkjum Evrópubandalagsins og þá skipan allra mála, sem þar er nú verið að koma á. Menn virðast ekki átta sig á því, að þar er að mynd- ast annað og meira en venjulegt markaðsbandalag. Þar er ríki í smíðum, nýtt risaveldi, sem sumir vilja nefna Bandaríki Evrópu en aðrir Fjórða ríkið. Menn tala yfir- leitt um þann „innri markað" EB, sem komið skal á árið 1992. Verra rangnefni hef ég naumast heyrt. Þá segja hin heitin tvö þó öllu sann- ari sögu. Þessi síðari ályktun mín hygg ég að sé ekki fjarri lagi, þ.e. að hér- lendis sé almenningur helst til fá- fróður um eðli og þróun EB. Og úr því þarf að bæta. Þá eru líkur á að niðurstöðutölur næstu skoð- anakannana kunni að verða með nokkuð öðru móti. En nú hef ég fremur efasemdir um réttinæti fyrri ályktunar minnar, þ.e. að áhuga ungviðis landsins á EB sé rétt að skrifa einvörðungu á reikning æsku og skorts á lífsreynslu. Hér er einn- ig til fullorðið fólk, lífsreynt, há- menntað jafnvel og hefur þó áhuga að sækja beinlínis um aðild að EB. Þar er hvorki æska né fáfræði til afsökunar. Og ég spyr þá enn: “Hvað sjá þeir íslendingar við EB?“ Líklega sjá þeir glytta í peninga, flestir hveijir. Peninga handa sum- um, peninga handa sárafáum í raun, ef nánar er að gáð. Allgott yfirlit yfir sjónarmið hérlendra holl- ustumanna EB var að finna í blaði, sem Félag viðskiptafræðir.ema við Háskólann gaf út nú fyrir skemmstu. Þar er vert að grípa upp nokkrar tilvitnanir, sem gætu orðið til að skýra ýmis atriði nánar. (Af tillitsemi við höfunda læt ég nafna þeirra ógetið.) En hvernig líst mönnum til dæmis á málsgrein á borð við þetta: „Tilskipanir banda- lagsins eru bindandi gagnvart aðildarríkjunum og þeim ber skylda til að sjá til þess að lands- lög séu í samræmi við þær. (Feit- letrun mín — JG.) Þannig voru jafn- launalög Dana t.d. ekki talin vera í samræmi við rétt Evrópubanda- lagsins og var þeim breytt eftir dóm dómstóls bandalagsins." (Skjótum því hér að, að Danir eru u.þ.b. 1,5% af þjóðum Evrópubandalagsins og vægi þeirra eftir því; værum við aðilar, mundum við ekki ná einu prómille og yrðum eftir því léttir á metaskálunum). En ofangreind til- vitnun er af lögfræðingi samin, og ekki að sjá að höfundur sjái nokk- urn skapaðan hlut athugaverðan við það, að ríki afsali sér sjálfs- ákvörðunarrétti til ytri aðila með þessum hætti. Og sérfræðingar um evrópsk lög telja, að áður en áratug- ur líður, verði á að giska 70% laga innan EB sett af valdhöfum í Bruss- el; einstök þjóðríki verða þá sam- kvæmt því að endurskoða lög sín eftir því hvaðan vindar blása í Brussel hveiju sinni. Hyggi menn Jón Gunnarsson „Tölurnar virðast hins vegar tala nokkuð skýru máli. Mönnum líst þá svona vel á Evr- ópubandalagið, ekki síst ungviðinu. einnig að því, hvernig ofannefndar tilskipanir verða til. Ekki á löggjaf- arþingum með lýðræðislegu að- haldi, eins og menn eiga að venjast í réttarríkjum. Þær verða til með töluvert öðrum hætti, sem á skelf- ing lítið skylt við það lýðræði, sem við höfum átt að venjast. Annars vegar er um að ræða ákvarðanir Ráðherraráðs EB, og samkvæmt upplýsingabæklingum Alþingis um ísland og EB þarfnast þær „í sum- um málum afgreiðslu réttra yfir- valda í hveiju aðildarríki, en í mörgum tilvikum hafa þær laga- gildi gagnvart stofnunum eða þegnum í einstökum bandalags- löndum án sérstakrar staðfest- ingar.“ (Feitletrun mín - JG.) „Ráð- herraráðið tekur einungis ákvarð- anir á grundvelli tillagna sem fram- kvæmdastjórnin leggur fyrir.“ Og Framkvæmdastjórn EB telur 17 manns, þótt aðildarríkin séu ein- ungis 12 ennþá. „Framkvæmda- stjórnarmenn eru tilnefndir af bandalagsríkjunum, 1 eða 2 af hveiju eftir stærð ríkja, til 4 ára í senn, en eru óháðir fyrirmælum frá heimaríkjum sínurn." (Feit- letrun mín - JG.) Og ekki er dóm- stóll EB í Lúxembúrg valdalítil stofnun heldur: „Dómstóllinn getur fellt úr gildi stjórnvaldsákvarðanir og jafnvel lög einstakra aðildarríkja, ef þau ganga gegn reglum bandalagsins, og dóm- stólar hvers aðildarríkis eru bundn- ir af túlkun Dómstóls Evrópubanda- lagsins á reglum þess.“ Illa trúi ég því að Thomas heitinn Jefferson hefði nokkru sinni sam- þykkt hugmyndir sem þessar forð- um daga, þegar Bandaríki Ameríku voru stofnuð. Lærdómsríkt að bera saman, hvernig þar var leitast við að tryggja lýðræði og tök hvers einstaklings á því að njóta mann- réttinda sinna á alla lund. Þá var rætt af skynsemi og skarpri hugsun — fyrir opnum tjöldum — um það, að hve miklu marki og hvenær einn maður skyldi ráða ráðum annars. Hve mikil völd væri veijandi að fá miðstjórn ríkis í hendur. En til „Bandaríkja Evrópu“ virðist hafa verið stofnað með giska ólíkum hætti. Og einhveiju sinni þóttu það slæm býti hér á landi að nema úr gildi lög þjóðveldisins forna og lúta síðar lögum Danakonungs, en tímamir breytast og mennirnir með, eins lögfræðingar. (En eitt- hvað hlýtur þetta nú að kosta allt saman. Hver borgar? Jú, „Evrópu- bandalagið fær hlutdeild í virðis- aukaskatti hvers aðildarríkis, og það nýtur tekna af hinum sameigin- legu ytri tollum bandalagsins." Manni verður vitaskuld hugsað til tíundanna á tímum kaþólsku kirkj- unnar.) Önnur tilvitnun úr feigðarspá yfir EFTA-samtökunum: „Eftir 1992 verður orðið of seint að laga sig að þessum breytingum og þá verður hvert einstakt EFTA-ríki að ákveða hvernig því verður best borgið. EFTA á því mikilvægu hlut- verði ykkur aó góðui f u De Dietrich Frönsku gæða heimilistækin frá | De Dietrich fást hjá okkur. Við höfum fyrirliggjandi I m.a. bakarofna, helluborð og uppþvottavélar. Skoðaðu tækin hjá okkur áður en þú ákveður annað. Vidurkennd varahluta- og viðgerðarþjónusta. 1SUÐARVOGI 3-5, SÍMI 687700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.