Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 25 OPIÐ BRÉF - til Emmu og Matta Skjaldar hluta, og yrði þá kostur II eitthvað dýrari en kostur I. Yfirbygging á alla Fossvogsbraut myndi kosta rúmlega milljarð króna. Ef við göngum út frá yfirbyggingu að hluta, þá munar það litlu á kosti I og II, að kostnaðarmunur ræður varla úrslitum. Við samanburð á öðrum þáttum kemur í ljós að kostur I (án Foss- vogsbrautar) er í raun óviðunandi, einkum af eftirfarandi ástæðum: a) U.þ.b. helmingur af austur- vestur umferð vestan Elliðaáa myndi safnast á Miklubraut. Dreifing umferðarálags á stofn- brautakerfið yrði ójöfn og um- ferðarkerfið ósveigjanlegt. Erf- iðleikar gætu skapast vegna beygjustrauma á umferðar- þyngstu gatnamótum stofn- brautakerfisins. Umferðarmag- nið á Miklubraut árið 2004 yrði um 70-80 þúsund bílar á sólar- hring, þ.e. tvöfaldast frá því sem er í dag. Dæmi um svo mikla umferð á einni götu finnast vart nema í milljónaborgum. b) Erfiðleikar yrðu við viðhald og rekstur Miklubrautar. Sama gildir ef alvarlegt umferðarslys verður, því erfitt yrði að beina allri þessari umferð á aðrar göt- ur. c) Frá almannavamasjónarmiði er ekki gott að safna mikilli umferð á eina stofnbraut. d) Meiri gegnakstur yrði um Ný- býlaveg og Bústaðaveg. e) Væntanleg flugstöð á Reykjavíkurflugvelli yrði ekki eins vel tengd við stofnbrauta- kerfið. f) Umferðarhávaði við Miklubraut myndi aukast um 5-10 desibel og verða illbærilegur í Hlíða- hverfi, þar sem íbúðarhús standa nálægt götunni. í stuttu máli má segja að hlut- fallsleg þýðing Fossvogsbrautar sé ekki minni en þýðing Reykjanes- brautar fyrir Garðbæinga. í Garðabæ eru aðeins um 20 þúsund bílar á sólarhring á Hafnarfjarðar- vegi. Þrátt fyrir það lögðu bæjar- yfirvöld í Garðabæ mikla áherslu á iagningu brautarinnar. Umferð á Reykjanesbraut sunnan Vífilsstaða- vegar er vel innan við 10 þúsund bílar á sólarhring, en á Fossvogs- braut er gert ráð fyrir 35-40 þús- und bílum á sólarhring árið 2004. Lokaorð Af ofangreindu má vera ljóst að Fossvogsbraut er ómissandi hlekk- ur í stofnbrautakerfi höfuðborgar- svæðisins. Ef áhrif brautarinnar á umhverfi í Fossvogsdal eru áhyggjuefni, þá liggur beinast við að yfirbyggja hana, a.m.k. að hluta. Það hlýtur að vera unnt að finna málamiðlun milli kostnaðar- og umhverfissjónarmiða, sem allir geta sætt sig við. Hver sem niðurstaða málsins verður, verður að leggja á það höfuðáherslu, að möguleikinn á byggingu Fossvogsbrautar verði aldrei útilokaður. Það má leiða að því sterkar líkur, að í framtíðinni verði þýðing Fossvogsbrautar það mikil, að það borgi sig jafnvel að yfirbyggja hana að öllu leyti. Höfiindur eryGrverkfræðingur umferðardeildar borgarverkfræð■ ings. eftirÁrna Hallgrímsson Endur fýrir löngu — á mennta- skólaárunum! — kynntist ég stúlku og plötuspilara sem léku vart aðra tónlist en í flutningi þeldökkra afrískra „innflytjenda" til Ameríku. Mér, rokkaranum, varð um og ó að ung kona komin af víkingum gerði sálarheill sinni þann óskunda að djöflast daginn út og daginn inn í þessum vægðarlausa andskotans takti, þungum sem niður aldanna. Pungsveittur í sálarkreppunni miklu reyndi greinarhöf., sveim- huginn og skólaskáldið, að fá meyna ofan af þessari brjálsemi — en róðurinn reyndist þungur, þyngri en taktur tónanna, sem og ætlaði bersýnilega að æra óstöðugan. „Tónlistarlega séð“ (með mikilli virðingu fyrir „poppskríbentum" séð) varð að brúa þessa gjá sem myndast hafði milli rokkarans, er hafði tilvitnanir úr textum Bowies og Morrisons á hraðbergi, og þess- arar [ég var kominn á fremsta hlunn með að skrifa frauku] yndis- legu stúlku með einhveijum ráðum. Ég barðist um á hæl og hnakka — braut eina eða tvær plötur eftir skólaball í Sigtúni, eða var það í Klúbbnum — og róðurinn þyngdist, niðurinn varð þyngri, takturinn, takturinn. Hvað var að verða um mig? Það fór um pilt. Mig iangaði ekki að fara einn saman. En.. . ... fram úr rekkanum dró hún albúm með svo hallærislegri mynd að ég þurfti ekki frekar vitnanna við — þetta herfilega albúm (hulst- urslega séð) innihéldi vissulega enn einn hroðann! „The Harder They Come“ var og er enginn hroði í mínum eyrum! Síðan kom Hvalstöðin — og Matti Skjaldar. Við niðurskurð á þessum tignarlegu (þær voru slyttislegar á planinu, ég verð að segja það) og greindu skepnum (aldrei yrtu þær á okkur, mig rekur a.m.k. ekki minni til þess) kom Matti „Flækju- fótur“, enginn indíáni, bara strákur úr Breiðholtinu, og „weird“ var hann og „fílaði“ „rytmann", tak frekar en takt þeirra halanegra frá Jamaíku hverja greinarhöf. hafði barist við inní sér. „The Harder They Come“ syngja þeir í samnefndri mynd sem Sjón- varpið mun sýna föstudaginn 19. maí nk. kl. 22.30 og menntaskóla- ástin mín og Matti munu áreiðan- lega stunda áhorf tónrænum aug- um. Ég? Júú, ætli þa’ki. „„The Harder They Come“ var og er enginn hroði í mínum eyrum!“ P.s. Skyldi kvikmyndin vera jafn hallærisleg kvikmyndalega séð og myndip á albúminu myndlistarlega séð? Höfundur er einn aflestrarhestum Morgunblaðsins. V eraldar til Benidorm Raðgreiðslur Veraldar eru sannanlega ódýrasti greiðslumátinn á sumarleyfisferðinni fyrir þig og getur sparað þér stórfé í ferðakostnað. Þú greiðir ferðina þina einum til fjórum mánuðum fyrir brottför og færð vaxtalausar greiðslur í allt að átta mánuði. Sérstakir samningar okkar tryggja þér þvi ódýrari ferð. Engir vextir og engin aukagjöld. Dæmi um sparnað Verð tveggja vikna ferðar til Benidorm 18. júlí. Gist á Europa Center, fjögurra manna fjölskylda, miðað við 6 afborganir. Verð ferðar: 169.991,- Raðgreiðslur Veraldar: Vextir: 0,- kr. Lántökugjald: 0,- kr. Stimpilgjald: 0,- kr. Samtals: 0,- kr. Heildarverð: 169.991,- Venjulegar raðgreiðslur: Vextir: Lántökugjald: Stimpilgjald: Samtals: 13.685,- 2.040,- 2.550,- 18.275,- Heildarverð: 188.266,- mSÍ 3°- oia/ ujúní 2oJUni fO.juní xjúIí ?? asúst áSúst c°sta dte"*5''* -au sr i að Sol uPpselt , uPpselt ÍS^/aus y'^ilaus 7ss*ilaus uPpselt laus sæti Smtilaus ra r k°r S Sa^ti r br°ttfarIr Sí Íi'mai 3°- Itiaí ujúní 20]Uní f°juní 1 ■ júlí 1. maí i989 Benid0rm 8 8. 15. agúst Úgúst úgúst uPPselt uPPselt uPPselt , j Sætí lau$ r Sasti laus y^ilaus 7sastikus uPpselt FERDAMIflSIÖfllN »*ar f sœt"suS ------st “rottí,,,, Austurstræti 17, sími 622200 FLUGLEIDIR HJÁ VERÖLD FÆRÐU MEIRA FYRIR PEMIMGANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.