Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 72
r r
SJOVA-ALMENNAR
Nýtt félag met1 sterkar rætur
MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1989
VERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Vetrarveður fyrir vestan
Vetrarveður var á Vestfjörðum yfir hvítasunnuhátíð-
ina. Á ísafirði skóf í verulega skafla eins og sjá má
á þessum myndum sem teknar voru í gær. Götur í
bænum voru illfærar og sumar jafnvel alveg tepptar
og bíla fennti sums staðar í kaf. Myndirnar eru tekn-
ar við Urðarveg og var hin svokallaða Urðarvegs-
brekka ófær minni bílum.
Sjá frétt um fiærð fyrir vestan bls. 29.
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Spánarferðir Sögu
með áætlunarflugi
Ferðaskrifstofan Saga hefur nú ákveðið að hætta við leiguflug til
Spánar og býður þess í stað upp á ferðir þangað með áætlunarflugi.
Að sögn Arnar Steinsen framkvæmdastjóra Sögu er ástæðan fyrir
þessum breytingum samdráttur í sólarferðum. í stað þess að vera í
samfloti með öðrum ferðaskrifstofúm í leiguflugi var sú ákvörðun tek-
in að bjóða upp á áætlunarferðir, sem hefúr það í för með sér að far-
þegar verða að skipta um flugvél á leiðinni til Spánar.
Örn sagði að ferðir með áætlunar-
fluginu væru á svipuðu verði og með
leiguflugi, jafnvel heldur ódýrari.
Hann sagði að í leiguflugi væri oft
miðað við 75-80% nýtingu vélarinn-
ar. Hinsvegar væri fyrirsjáanlegur
allt að 25% samdráttur í sölu sólar-
ferða í ár og því ljóst að ekki tækist
að nýta leiguflugið sem skyldi. „Með
því að fara yfir í áætlunarflugið,
minnkum við eigin áhættu verulega
og getum auk þess skorið niður í
auglýsingakostnaði. Við bókum ein-
faldlega þau sæti, sem seljast hveiju
sinni, en erum eftir sem áður með
bindandi samninga gagnvart gist-
ingu. Heildarpakkinn skiptir öllu
máli,“ sagði Örn.
Hann sagði að Ferðaskrifstofan
Saga muni skipta bæði við Flugleiðir
og Amarflug og í stað þess að bjóða
upp á átta brottfarir með leiguflug-
inu gefst farþegum nú kostur á að
velja úr fjörtíu brottfarardögum.
Dvölin á sólarströnd er því ekki leng-
ur bundin við vikur heldur getur hún
verið allt frá viku upp í mánuð og
allt þar á milli.
Farið verður frá Keflavík að
morgni og millilent ýmist í London
eða Amsterdam og flogið með
spænska flugfélaginu IBERIA eða
hollenska flugfélaginu KLM til Mala-
ga á Spáni. Þangað koma farþegar
um klukkan fjögur síðdegis.
Samninganefiid BHMR fundaði fram yfír miðnætti:
Breytingatillögur lagðar
fyrir forsætisráðherra í nótt
Samninganefnd Bandalags há-
skólamenntaðra rikisstarfsmanna
sat á fúndi fram yfir miðnættið í
—<!H>tt og þá var ljóst að gengið
yrði á fúnd Steingríms Hermanns-
sonar, forsætisráðherra, í stjórn-
arráðinu og honum gerð grein
fyrir athugasemdum við tilboð
ríkisins, sem nefndin fékk í hendur
í gærmorgun. „Þetta er umræðu-
grundvöllur, en örfá mikilvæg elh-
isatriði þarf að ræða betur. Það
er aldrei kominn samningur fyrr
en búið er að skrifa undir,“ sagði
Wincie Jóhannsdóttir, formaður
HÍK eftir miðnættið. Hún sagði
að viðræðumar við forsætisráð-
herra um helgina hefðu verið
margfalt gagnlegri en fyrri við-
ræður. Gengið hafi verið hreint
til verks og tekist á um hin raun-
.—verulegu ágreiningsatriði. Ellefu
félög BHMR hafa verið í verkfalli
frá 6. apríl eða í sex vikur á mið-
nætti í kvöld og það tólfta bættist
í hópinn þann 11. apríl.
Samninganefnd BHMR skoðaði
tilboð ríkisins eftir hádegið og síðan
var það kynnt samninganefndum
hvers aðildarfélags fyrir sig. Niður-
stöður félaganna voru kynntar á
fundi samninganefndarinnar í gær-
kveldi. Það sem helst er fundið að
tilboði ríkisins samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er að þar sé ekki
að finna nægilega skýr ákvæði um
- hvaða leiðréttingu þurfi til að jafna
mun á kjörum háskólamanna hjá
ríkinu og á almennum markaði. Mik-
il tortryggni ríkir í garð ríkisins eink-
um í röðum kennara í Hinu íslenska
kennarafélagi sem telja sig hafa
slæma reynslu af efndum ríkisins
hvað varðar slík ákvæði. Hins vegar
vilja menn ekki að upp úr viðræðum
-SÍj^ii. Ljóst er að ýmis smærri félög
in.ian BHMR eiga erfitt með að vera
lengur í verkfalli. Forsætisráðherra
hefur lýst því yfir að ekki verði geng-
ið lengra til móts við kröfugerð
BHMR.
Tilboð ríkisins felur í sér samning
til allt að því fímm og hálfs árs eða
til loka árs 1994, en eftir 1. júlí
1991 yrði hann uppsegjanlegur með
mánaðarfyrirvara. Á samningstím-
anum yrði miðað að því að jafna
þann launamun, að aflokinni könnun,
sem reyndist vera á kjörum háskóla-
manna í þjónustu ríkisins og á al-
mennum markaði. Það verkefni yrði
í höndum nefndar, sem jafnframt
myndi þróa nýtt launakerfi, þar sem
aukið tillit yrði tekið til menntunar
og ábyrgðar. Nefndin ætti að skila
fyrstu niðurstöðum 1. mars á næsta
ári og lokaniðurstöðum eigi síðar en
1. júní. Eins til þriggja launaflokka
hækkun kæmi til framkvæmda 1.
júlí ár hvert til þess að jafna þennan
mun, í fyrsta sinn 1990. Bil milli
launaflokka er 3%.
Við undirritun samninga myndu
laun hækka um 3,35% og síðan fjór-
um sinnum um 1,5%, 1. september,
1. nóvember, 1. janúar og 1. maí á
næsta ári. Orlofsuppbót og hækkun
perónuuppbótar í desember yrði sú
sama og hjá BSRB. Hægt er að krefj-
ast endurskoðunar á launalið samn-
ingsins eftir 1. desember og takist
ekki samningar úrskurðar nefnd um
hækkun, skipuð aðilum beggja og
oddamanni. Þá er veitt til starfs-
menntunarsjóðs 1,5% af föstum laun-
um og ákvæði þar að lútandi sem
fyrir eru, standa óbreytt.
Ný vegabréf að
verða ófáanleg
NÝ vegabréf eru að verða ófáan-
leg hjá embætti lögreglustjórans
i Reykjavík, og víða úti á landi
er farið að ganga verulega á
birgðir. Að sögn Hjalta Zóphónias-
sonar skrifstofustjóra í dómsmála-
ráðuneytinu er von á sendingu
nýrra vegabréfa til landsins í byrj-
un næstu viku, en þangað til verð-
ur gripið til þess úrræðis að fram-
lengja gildistíma gamalla vega-
bréfa um eitt ár.
íslensku vegabréfin eru framleidd
hjá bresku fyrirtæki, og sagði Hjalti
að um hálft ár tæki að afgreiða
hveija pöntun. Hann sagði að þegar
ný tegund vegabréfa var tekin i notk-
un hér á landi fyrir tveimur árum
síðan hefðu verið pöntuð 55 þúsund
eintök, en þau væru nú að ganga til
þurrðar talsvert fyrr en áætlað hefði
verið miðað við reynslu fyrri ára.
Helsta ástæða þess væri að margir
hefðu viljað skipta, þó vegabréf
þeirra væru ekki útrunnin, og fá
nýju gerðina í stað þeirrar gömlu.
„Þá hefur einnig orðið nokkur drátt-
ur á afgreiðslu nýrrar pöntunar, en
fyrsti hlutinn af henni er væntanleg-
ur strax eftir næstu helgi. Þangað
til kann að skapast eitthvað vand-
ræðaástand, en með því að fram-
lengja gildistíma gömlu vegabréf-
anna verða vonandi til nægjanlega
mörg eintök fyrir þá sem eru að fá
vegabréf í fyrsta sinn.“
Ríkið vill auka eignarhluta
sinn í Aðalverktökum í 40%
RÍKIÐ íhugar nú að auka eign sína í íslenskum aðalverktökum
sf. úr 25% í 40%. Ríkið myndi þannig kaupa 10% af Sameinuðum
verktökum hf., sem eiga 50% í íslenskum aðalverktökum og 5%
af Regin hf., dótturfyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélaga,
sem á 25%. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Morgunblaðsins
i dag við Thor Ó. Thors, forstjóra íslenskra aðalverktaka. Thor
segist ekkert hafa á móti því að íslenskum aðalverktökum væri
breytt í almenningshlutafélag og nefiiir þann möguleika að allir
þeir sem eigi hlut í félaginu umfram 0,5%, seþ'i þann hlut á al-
mennum markaði.
Thor greinir frá því að Islensk-
ir aðalverktakar hafi verið beittir
pólitískum þrýstingi til að gerast
hluthafar í útgerðarfélaginu Eld-
ey hf., „en við gátum sloppið við
það með því að lána fyrirtækinu
10 milljónir til 5 ára, vaxtalaust,
en verðtryggt og að fullu tryggt,“
segir Thor. Jafnframt hafi félagið
haft milligöngu um að Eldey fékk
40 milljóna króna lán frá Spari-
sjóði Keflavíkur og aðrar 40 mil|j-
ónir frá Verzlunarbankanum.
í samtalinu við Thor kemur
fram að íslenskir aðalverktakar
eigi um þijá milljarða í bankakerf-
inu, ýmist í formi innstæðna eða.
verðbréfa. Thor segir að innstæð-
um íslenskra aðalverktaka sé
stýrt af bankastjórum viðkomandi
bankastofnana, en ekki af ís-
lenskum aðalverktökum.
Thor segir að ef samningum
varðandi einkarétt íslenskra aðal-
verktaka á framkvæmdum fyrir
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
væri breytt í þá veru, að um út-
boð á opnum markaði yrði að
ræða, þýddi það að bjóða yrði út
verkin í öllum NATO-löndunum.
Reglur Mannvirkjasjóðs NATO
kvæðu svo á, og ísland, vegna
smæðar sinnar og sérstöðu væri
eina landið, þar sem allar fram-
kvæmdir væru í höndum eins
verktaka.
Innra virði íslenskra aðalverk-
taka er 2,7 milljarðar króna, sam-
kvæmt upplýsingum Thors. Hann
segir að það væri sú upphæð sem
eigendur félagsins fengju í hend-
ur, ef það væri leyst upp.
Thor segir það vera tímabært
að upplýsa að Bandaríkjamenn
ætlist til þess að íslenskir aðal-
verktakar hafi ágóða af þjón-
ustunni við vamarliðið. Þegar
samningar um framkvæmdir fyrir
varnarliðið hafi tekist sé bætt 10%
við beinan kostnað og sú viðbót
kölluð ágóði. „Það gefur því auga
leið að sé unnið fyrir 50 til 65
milljónir dollara á ári, eins og
gert hefur verið að undanförnu,
þá getur verið um umtalsverðan
ágóða að ræða,“ segir Thor.
Varðandi áform Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
um að setja inn þriðja forstjórann
í íslenska aðalverktaka, pólitískan
kommissar, segist Thor almennt
telja að pólitískar skipanir í
ábyrgðarstöður séu hvorki heppi-
legar né líklegar til að auka mönn-
um yfirsýn við ákvarðanatöku í
áríðandi málum.
Sjá miðopnu: „Allt að því
feimnismál ..."