Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 59
Æsispennandi lok
deildakeppninnar
Helgi Kjartansson franileiðslustjóri Lindalax við fóðrarana, að baki
honum er stýrisskápurinn.
Vogar:
SjálfVirkt fóðrunar-
kerfi tekið í notkun
____________Skák_______________
Margeir Pétursson
28 SVEITIR frá 15 taflfélögnm
af öllu landinu tóku þátt í deilda-
keppni Skáksambands íslands,
sem lauk á Hótel Loftleiðum um
síðustu helgi. Sveitir Taflfélags
Reykjavíkur í fyrstu deild fengu
ekki eins mikla keppni að þessu
sinni og stundum áður, en börð-
ust þeim mun hatrammar inn-
byrðis. Fyrir siðustu umferð
hafði Norðvestursveitin (fyrir
hana tefla félagsmenn sem búa
vestan og norðan Miklubrautar)
tveggja og hálfs vinnings forskot
á Suðaustursveitina, en missti
það allt niður og Suðaustursveit-
in vann á hálfum vinningi.
í lokaumferðinni naut Suðaustur-
sveitin góðs af því að aðeins helm-
ingur af liði Taflfélags Seltjamar-
ness mætti til leiks, af ástæðum sem
ekki eru fyllilega ljósar. Daginn
áður höfðu skákstjórar úrskurðað
1. borðsmann Seltiminga ólöglegan
ög kann það að hafa leitt til þess-
ara viðbragða. Úrslitin urðu 8-0
Reykvíkingum í vil. Á meðan átti
Suðaustursveitin í miklu basli með
Taflfélag Garðabæjar, sem er mjög
vaxandi sveit. Fyrst gerðu alþjóð-
legu meistararnir Sævar Bjarnason,
TG, og Hannes Hlífar Stefánsson
jafntefli á fyrsta bqrði og síðan
tapaði Ásgeir Þór Árnason fyrir
Magnúsi Sólmundarsyni, TG, og
Þráinn Vigfússon fyrir Stefáni Þ.
Guðmundssyni, TG. TR-menn náðu
að vinna aðrar skákir, nema eina
og ljóst varð að úrslit allrar keppn-
innar myndu ráðast af viðureign
Bjöms Jónssonar, TG, og Sigurðar
Daða Sigfússonar. Birni tókst með
þrautseigju að halda jafntefli með
peði undir, þar sem mislitir biskup-
ar vom á borðinu og sigur Norð-
vestursveitarinnar varð því aðeins
5-3, sem dugði ekki til.
Sennilega er það engin tilviljun
að þau félög utan Reykjavíkur sem
stóðu sig bezt hafa lagt býsna mikla
rækt við starfsemina upp á síðkast-
ið. Það er oft sem það fer saman,
þróttmikil starfsemi taflfélaganna
og góður árangur félagsmannanna.
í fyrra vom t.d. haldin alþjóðleg
skákmót bæði á Akureyri og á
ísafirði. Taflfélag Seltjarnarness
sem löngum hefur verið TR-sveit-
unum skeinuhættast virðist hins
vegar í einhverri lægð og er það
mjög miður. Þrátt fyrir að skák-
deild UMSE hafi ekki staldrað við
nema eitt ár í fyrstu deild er það
huggun harmi gegn fyrir Norðlend-
inga að þeir halda sínum hlut, því
b-sveit SA sigraði mjög ömgglega
í annarrar deildar keppninni.
Fyrir sigursveitina tefldu hvorki
meira né minna en 18 skákmenn:
Jón L.' Árnason, Margeir Pétursson,
Þröstur Þórhallsson, Elvar Guð-
mundsson, Bragi Kristjánsson,
Björn Þorsteinsson, Andri Áss Grét-
arsson, Þröstur Ámason, Jóhannes
Gísli Jónsson, Snorri Bergsson, Jón
Þorsteinsson, Jóhann Örn Sigur-
jónsson, Jón G. Briem, Héðinn
Steingrímsson, Jón Þ. Þór, Gunnar
Björnsson, Jón Þorvaldsson og
Ómar Jónsson.
1. deild
1. Taflfélag Reykjavíkur, SA-sveit
41 v. af 56 mögulegum.
2. Taflfélag Reykjavíkur, NV-sveit
40 v.
3. Skáksamband Vestfjarða 28 v.
4. Skákfélag Akureyrar 27 v.
5. Skákfélag Hafnaríjarðar 25 v.
6. Taflfélag Garðabæjar 24 v.
7. Taflfélag Seltjarnarness 23 v.
8. Ungmennasamb. Eyfirðinga 14
v.
2. deild
1. Skákfélag Akureyrar, B-sveit
30 v. af 42 mögulegum.
2. Skákfélag Hafnarfjarðar, B-sveit
24 v.
3. Taflfélag Reylqavíkur, C-sveit
24 v.
4. Taflfélag Kópavogs 22 v.
5. Ums. Austur Húnvetninga 21 v.
6. Taflfélag Reykjavíkur, D-sveit
19 v.
7. Skáksamband Austurlands 18 v.
8. Taflfélag Seltjarnarness, B-sveit
9 v.
3. deild, A-riðiIl
1. Skákfélag Keflavíkur 24 v. af
30 mögulegum
2. Skákfélag Sauðárkróks 21 v.
3. Taflfélag Akraness 20 v.
4. Skákfélag Akureyrar, C-sveit 14
5. Taflfélag Reykjavíkur, F-sveit 9
6. Taflfélag Homafjarðar 6 v.
3. deild, B-riðiIl
1. Skáksamband Vestfjarða, B-
sveit 20 v. af 30 mögulegum
2. Taflfélag Vestmannaeyja 15 v.
3. Taflfélag Garðabæjar 14 v.
4. Taflfélag Reykjavíkur, E-sveit
14 v.
5. Skákfélag Hafnarfjarðar, C-sveit
14 v.
6. Ums. Austur-Húnvetninga, B-
sveit 12 v.
Sveit Skákfélags Keflavíkur og
B-sveit Vestfjarða tefldu til úrslita
á laugardagskvöldið um sæti í ann-
arri deild og sigmðu Keflvíkingarn-
ir örugglega með fimm og hálfum
vinningi gegn hálfum. Af þessum
ömgga sigri þeirra í þriðju deildinni
að dæma kæmi ekki á óvart þótt
þeir ynnu sig upp í fyrstu deild
næsta ár.
Hér fylgir ein af þeim skákum
sem skipti sköpum fyrir úrslit
keppninnar. Hvítur fær mun betra
út úr byrjuninni, en svartur reynir
af alefli að flækja taflið og tekst
að lokum að þyrla ryki í augu hvíts
sem eyðileggur stöðuna með einum
leik. Eftir það fær svartur mjög
hættuleg færi sem hann nýtir sér
út í ystu æsar.
Hvítt: Þráinn Vigfiísson (TR,
Suðaustursveit)
Svart: Stefán Þormar Guðmunds-
son (Tf. Garðabæjar)
Slavnesk vörn
1. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 -
c6 4. cxd5 — cxd5 5. Rf3 — f5?!
Slík gijótgarðsuppbygging þykir
ekki góð þegar c-línan hefur verið
opnuð og hvítur hefur ekki lokað
svartreitabiskup sinn inni með e2-
e3. Afleiðing þessa hraustlega leiks
verður sú að hvítur fær óskomð
yfirráð yfir e5-reitnum, án þess að
svartur fái nokkur færi á móti á
kóngsvæng eða miðborði
6. Bf4 - a6 7. e3 - Rf6 8. Re5
- Be7 9. Bd3 - 0-0 10. h4!? -
Rc6 11. Hcl - Bd7 12. h5 -
Rxe5 13. Bxe5 - Hc8 14. f3 -
De8 15. Hc2 - Hxc3!?
Þannig léttir svartur töluvert á
stöðu sinni með uppskiptum. Slæmt
var 15. — Rxh5? sem hvítur .hefur
greinilega ætlað að svara með 16.
g4! og fær þá sterka sókn.
16. bxc3 - Ba4 17. Dbl - Bxc2
18. Dxc2 - Dc6 19. g4! - Rd7!?
Svartur reynir að flækja taflið,
því 19. — fxg4 er svarað með 20.
h6! og hvíta sóknin er óstöðvandi.
20. gxf5 — Rxe5 21. dxe5 — d4!
22. e4??
Fram að þessu hefur hvítur tekið
vel á móti kraftataflmennsku
svarts, en með því að loka skálínu
eigin biskups eyðileggur hann stöð-
una. Rétt var 22. Ke2!, sem hótar
óþyrmilega 23. h6 og endataflið
eftir 23. — Dxc3 24. Dxc3 — dxc3
25. dxe6 er mjög óhagstætt á svart.
22. - dxc3 23. h6 - Hd8 24. f6?
Til jafnteflis hefði leitt 24. hxg7!
— Bb4 (24. — Hxd3? 25. Dh2! geng-
ur ekki) 25. Hxh7 - Kxh7 26.
Dh2+ - Kxg7 27. f6+ - Kg6! 28.
Dg3+ - Kh5 29. Dg4+ - Kh6 30.
Dg7+ og hvítur þráskákar.
24. - Bb4 25. hxg7
25. - Dc5!
Það gekk hins vegar alls ekki
að leika 25. — Hxd3??, sem svarað
yrði með 26. Hxh7! og það er svart-
ur sem er vamarlaus. Nú getur
hvítur ekki varist innrás svarts eft-
ir svörtu reitunum. Þótt mislitir
biskupar létti vörn í endatafli gera
þeir hvíti nú lífið óbærilegt.
26. Ke2 - Dd4! 27. Hcl - Bc5
28. Dxc3 — De3+ 29. Kfl og
hvítur gafst upp um leið, því svart-
ur mátar auðvitað á f2.
Vogfum.
SJÁLFVIRKT fóðrunarkerfi hef-
ur verið tekið í notkun í laxeldis-
stöð Lindalax við Vatnsleysu í
Vatnsleysustrandarhreppi.
Helgi Kjartansson framleiðslu-
stjóri Lindalax sagði í samtali við
fréttaritara Morgunblaðsins að
fóðrunarkerfið væri loftknúið. Loft-
ið sem er undir þrýstingi er þurrkað
í sérstöku tæki til að fá raka úr því.
Það er tölva sem stýrir fóðurkerf-
inu. Hún stjórnar sniglum er flytja
fóðrið úr sílóum í fóðrara, þaðan
sem fóðrið fer eftir 24 rásum út í
eldiskerin.
Það em 4 rásir sem flytja fóðrið
í stærstu kerin, en í minnstu kerin
er 1 ráð sem skiptist í tvennt. Rás-
irnar em hengdar í brýr á eldiskeij-
unum og út frá brúnunum koma
angar sem dreifa fóðrinu um kerin.
Tölvan skammtar fóður í kerin og
ákveður hve langt er milli fóðranna
og getur valið á milli þriggja koma-
stærða fóðurs, eftir því hvað á við
hveiju sinni og fóðmn getur farið
fram þó enginn starfsmaður sé í
stöðinni. Skammturinn, sem laxinn
fær af fóðri á dag, er 1 tonn.
- EG.
Við óskum ungfrú íslandi
Hugrúnu Lindu Guðmundsdóttur,
til hamingju með titilinn.