Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 I EINSTOK UPPSKRIFT AÐ GOLFEFNI Takið línolíu og blandið með trésagi. Bætið leir og krít til mýkingar og korkberki til að auka hlýleikann og fjaður- magnið. Litið með náttúrulegum litarkornum og þurrkið í allt að einn mánuð. Útkoman verður óviðjafnanlegt nátt- úrulegt gólfefni, LINOLEUM. Efni á heimili, skrifstofur og stofnanir. Endingargott og auðvelt í þrifum. Litirnir hafa aldrei verið jafn margir og fallegir. SENDUM BÆKLINGA OG SÝNISHORNABÆKUR Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 A HVERJUM LENDIR ÞUNGIVERKFALLSINS? Verkfall á greiningarstöð — áhyggjuefni foreldra eftir Jóhann Inga Gunnarsson Nú hefur verkfall háskólamanna í ríkisþjónustu staðið á sjöttu viku. Fjölmiðlar flytja okkur fregnir af því að upp úr viðræðum hafi slitn- að, nú sé varla lengur ræðst við. Lausn vinnudeilunnar virðist því ekki í sjónmáli. Ein þeirra stofnana sem orðið hefur að draga mjög úr starfsemi sinni vegna verkafalls sérmenntaðs starfsfólks er Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. Stöðinni er ætl- að að þjóna einstaklingum með hvers kyns fatlanir, aðallega þó bömum og unglingum, en einnig að veita foreidrum þeirra ráðgjöf og stuðning. Segja má að þungi starfsins felist í greiningu og þjálf- un bama á forskólaaldri. Öll athug- un og þjálfun hefur nú lamast i verkfallinu, og bitnar það m.a. á hópi sex ára bama sem þurft hefðu greiningu strax vegna væntanlegr- ar skólagöngu næsta haust. Biðlist- ar stöðvarinnar em langir og lengj- ast nú óhjákvæmilega vegna verk- fallsins. Öll eram við sammála því að böm okkar hljóti uppeldi við hæfi og allir heilbrigðir foreldrar leggja fúslega á sig mikla vinnu til að búa bömum sínum sem best skilyrði. En einn er sá hópur foreldra sem óneitanlega þarf að leggja meira á sig en aðrir, en það era foreldrar fatlaðra barna. Þessi börn þurfa miklu einstaklingsbundnari og markvissari þjálfun til að ná þroska en önnur börn, og mikilvægt er að þjálfun rofni alls ekki, því að ann- ars er hætta á að árangur mikillar vinnu hverfi út í veður og vind. Hver dagur skiptir máli, og þegar vika fellur úr vegna veikinda eða óhappa getur komið afturkippur í þróunina, það sem áunnist hefur á mörgum vikum glatast auðveldlega á einni. Það er því slæmt að missa viku úr. Nú höfum við hins vegar misst úr sex vikur og jafnvel fleiri. Orsökin er ekki veikindi að þessu sinni, heldur óhapp af mannavöld- um. Engum blandast hugur um að framfarir hafa verið miklar á sviði greiningar, þjálfunar og ráðgjafar fyrir börn og foreldra fatlaðra barna undanfarna áratugi. Greiningar- og ráðgjafarstöðin er nokkurs konar hornsteinn allrar starfsemi á þessu sviði hér á landi. Þar fer greining fram og þar eru fyrstu skrefin á þroskabrautinni stigin. Við, foreldrar fatlaðra bama, höfum miklar áhyggjur af þessu verkfalli. Sú röskun sem verður á lífi barnanna bitnar þungt á okkur en þyngst á smáfólkinu sjálfu: börn- um sem þegar hafa orðið fyrir ágjöf í lífinu og eiga á brattan að sækja. Foreldra- og styrktarfélag Grein- ingarstöðvarinnar skorar á deiluað- ila að setjast að samningaborði og semja sem fyrst. Mikilvægt er að starfsmenn séu ánægðir í starfi og að þeir sem mesta þekkingu hafa á meðferð og greiningu barna fáist tii starfa á Greiningar- og ráðgjaf- arstöðinni og þiggi laun í samræmi við menntun. Verkfallsaðgerðir og þrýstingur í þessu máli bitnar á þeim sem síst skyldi, gagnkvæm þrjóska deiluaðila bitnar á lífi sak- lausra barna. Fjármálaráðuneytið er ósveigjaniegt í sinni afstöðu, Jóhann Ingi Gunnarsson „Verkfallsaðgerðir og þrýstingur í þessu máli bitnar á þeim sem síst skyldi, gagnkvæm þrjóska deiluaðila bitn- ar á lífi saklausra barna.“ verkfallsmenn í sinni. En raun- veralegur þungi verkfallsins lendir á litlum herðum sem ekki geta þrýst á neinn. Eini þrýstingurinn sem við getum beitt er að höfða til siðferðis- þroska deiluaðila. Foreldra- og styrktarfélag Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins skorar nú á deiluaðila að taka sjálfa sig siðferðilegu taki og semja strax! ft.’CHr MAZDA 323 EITT MERKI — ÓTAL GERÐIR • Samlitir stuðarar, hlífðarlistar og speglar. • Ný, glæsileg luxusinnrétting. Athugiö sérstaklega: Ný, hagstæðari greiðslukjör en áður hafa þekkst!! Það fást yfir 20 geróir af MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugglega. Til dæmis MAZDA 323 SUPER SPORT: • 1.3 L eða 1.5 L vélar, 5 gíra kassi. • Belti við öll sæti og dag- Ijósabúnaður. • Sérlega hagstætt verð. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99. Höfundur er formaður Foreldra- og styrktarfélags Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. ___________Brids______________ Arnór Ragnarsson Bridgefélag Breiðfírðinga Tveimur kvöldum er lokið í Mitchell- tvímenningskeppni félagsins, sem er jafn- framt síðasta keppnin á spilaárinu. Mikil barátta er um efstu sætin, og hafa Sigrún Jónsdóttir og Ingólfur Lilliendahl nauma forystu þegar einu kvöldi er ólokið. Staða efstu para er þannig: Sigrún Jónsdóttir — Ingólfur Lilliendahl 624 Sigríður Pálsdóttir — Eyvindur V aldimarssdn 612 Helgi M. Gunnarsson — Jóhannes Sigmarsson 605 Magnús Sverrisson — Guðlaugur Sveinsson 605 Páll Valdimarsson — ísak Örn Sigurðsson 603 Eiríkur Hjaltason — Sverrir Ármannsson 577 Sveinn R. Eiríksson — Steingrímur Pétursson 573 Helgi Samúelsson — Jón Þorsteinsson 567 Síðasta spilakvöldið hjá félaginu verður þann 18. maí, og verður þá spilað til um kl. 22.00, en þar á eftir verða kaffiveiting- ar og verðlaunaafhending fyrir keppni vetr- arins. Spilarar sem unnu til verðlauna á spilaárinu, eru hvattir til að koma og taka á mðti verðlaunum slnum. Bridsféiag Kópavogs Síðastliðinn fimmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spilað í einum 16 para riðli. Verðlaunaafhending fyrir keppni seinni hluta tímabilsins fór fram og jafnframt voru veitt verðlaun fyrir brons- stigameistaratitil sem Ragnar Jðnsson hlaut. Efstu pör í keppni kvöldsins voru: 1. Sigurður Siguijónsson — Júlíus Snorrason 263 2. Agnar Kristinsson — OddurJakobsson 239 3. Ármann J. Lárusson — Holgi Viborg 225 4. Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 220 Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 19. maí í Þinghól, Hamraborg 11, kl. 20.30. Félagar eru hvattir til að mæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.