Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 47 Jómfrúræða Sigrúnar Helgadóttur á Alþingi: Sá höfiiðstóll sem skíptir máli er Jörðin Hér fer á eftir fyrsta þingræða Sigrúnar Helgadóttur, varaþing- manns Kvennalista, flutt 14. febníar sl.: „Eg hóf þingsetu mína fyrir nokkrum dögum með því að hlusta á háttvirta þingmenn skattyrðast um það, hvort við hæfi væri að ráðherra segði að ákveðnir ein- staklingar nöguðu blýanta. Að lok- inni þeirri umræðu var gengið til atkvæða um kjörbréf mitt sem var samþykkt með öllum greiddum at- kvæðum. Þar sem ég er fjórða varaþingkona Kvennalistans taldi virðulegur forseti sameinaðs þings sér skylt að geta þess, að engin störf í þjóðfélaginu væru þess eðlis að annir við þau réttlættu leyfi frá þingstörfum. Þessi orð virðulegs forseta, sem í raun má túlka svo að engin störf í þjóðfélaginu séu merkilegri og mikilvægari en þing- störf, hafa verið mér mjög hugstæð þessa daga sem ég hef setið hér og hlustað og horft, sífellt meira og meira undrandi á vinnubrögðum og orðalagi og ekki síst verðmæta- mati sem endurspeglast mæta vel í allri þessari endalausu efnahags- umræðu. Ég minnist þess, þegar ég rétt rúmlega tvítug stóð fyrir framan heilan bekk af börnum sem voru að koma í fyrsta sinn í skólann sinn. Þetta var í litlu þorpi vestur á fjörðum. Ég horfði framan í 20 lítil eftirvæntingarfull andlit og ég vissi að það var undir mér komið hvort eftirvæntingin yrði þarna áfram og kæmi fram í vinnugleði og árangri, eða hvort glampinn í augunum dofnaði og eftirvæntingin breyttist í kæruleysi og leiðindi. Ég átti að kenna þessum börnum að lesa, leggja grunn að allri þeirra skólamenntun, móta afstöðu þeirra til skóla, menningar og ótal margs annars. Þá fann ég sannarlega til meiri ábyrgðar en ég fann undir orðum virðulegs forseta eftir að hafa hlustað á klukkutimaþras um blýantanag. Ég vissi líka mæta vel að þær þijár konur sem deilt var á vegna þess að þær óskuðu eftir því að fá að halda áfram skyldustörfum sínum úti í þjóðfélaginu frekar en koma til starfa hér í þingsölum í tvær vikur, eru líka allar kennarar. Hver á sínu sviði kenna þær bæði ungu fólki og fullorðnu, ungu fólki sem e.t.v. veitir ekki af styrkri handleiðslu í ólgusjó unglingsár- , anna og fullorðnu fólki sem margt hvert hefur á einhveiju stigi lífs síns dottið út úr skólakerfinu og er nú hikandi og fullt vantrausts á sjálft sig að reyna að fóta sig þar að nýju. Allir vita hversu erfitt og illa borgað kennslustarfið er og það er hreint ekki auðvelt að fá forfalla- kennara til að hlaupa í kennslu í hálfan mánuð og þó svo það hefði tekist þá hefði það án efa komið róti á nemendur og losi á kennsl- una. Kannski hefði þingseta ein- hverra þessara kvenna orðið til þess að einstaklingur úti í þjóð- félaginu hefði fallið út úr námi. Hefði það ekki skipt máli, getur verið að afstaðan hér sé sú að bara sumir einstaklingar skipti máli? Getur verið að börn, unglingar, fólk sem á að einhveiju leyti erfitt, hefur t.d. dottið út úr námi, gamal- menni og e.t.v. stór hluti kvenna skipti ekki máli, eða skipti alla vega miklu minna máli en stjórn- málamenn, hagspekingar, banka- stjórar og útgerðarmenn. Hin ráð- andi umræða hér á þingi bendir sannarlega til þess að svo sé. Hún er einhvern veginn ekki í neinum tengslum við lífið hér fyrir utan, hvorki fólk né umhverfi, hún er jafnvel ekki á tungumáli sem fólk skilur. Hér er endalaust talað um hag fyrirtækjanna en minna um hag heimilanna. Það er þó á heimil- unum sem mesta verðmætasköpun- in fer fram. Þar vinna fyrst og fremst konur við að gera umhverf- ið vistlegt, annast börn og aðra í ijölskyldunni, viðhalda máli, hefð- um og siðum, íslenskri menningu, og mörg fleiri eru þeirra störf, en vegna þess að verðmætin eru ann- aðhvort ekki hlutbundin eða þau eru jafnóðum étin upp, slitin út eða skitin út þá eru þau ekki talin með. En samt er þessi vinna þess eðlis að ef enginn ynni hana, þá væri lífið ekki þess virði að því væri lifað, jafnvel þótt alls staðar væru öflug fyrirtæki sem gæfu af sér mikinn arð í peningum talinn. Hvers virði væru fyrirtækin ef þeir sem þar ynnu ættu ekki góð heim- ili, heilbrigð börn, væru hamingju- samir einstaklingar. En samt er sú vinna sem að þessu miðar ekki tal- in til verðmæta í hagskýrslum, hún hækkar þar hvorki þjóðartekjur né þjóðarframleiðslu. Það gera hins vegar þau störf sem hér eru unnin. Hvað ætli þær kosti allar þessar ræður sem margar hveijar breyta engu og virðast fyrst og fremst vera fluttar til að tefja mál og koma höggi á pólitískan andstæðing. Hvað ætli blýantaumræðan í klukkutima hafi kostað t.d. eftir að lika var búið að sjónvarpa henni í ríkissjónvarpinu um allt land? Hvemig væri að snúa hlutunum við — byija á því sem skiptir mestu máli og vinna út frá því, vinna út frá hagsæld heimilanna, fjölskyldn- anna, bamanna. Því má bæta við, svona til að setja hlutina í samhengi sem menn skilja, að í Danmörku hefur það verið reiknað út, hve miklum tíma er varið í heimilisstörf og hve mik- ið þyrfti að borga fýrir þau, ef fólk á launum væri fengið til að vinna þau. Það er sannarlega fróðleg samantekt, en niðurstaða hennar er, að heimilisstörfin, það em þá auðvitað þessi hlutbundnu sem hægt er að meta til ijár, séu jafn- virði fjörutíu og þriggja prósenta af þjóðarframleiðslu Dana og 50 prósenta þjóðartekna. Búast má við að tölumar séu eitthvað svipaðar hér og spyija má, er eitthvert vit í umræðum um þjóðartekjur og þjóðarframleiðslu, umræðum um hagfræði almennt, ef horft er fram hjá svo stómm þáttum hennar. Þjónusta heimilanna, sem er undir- staða lífshamingju þjóðarinnar, er ekki talin með vegna þess að hún er ókeypis. Það tekur heldur enginn eftir þessum störfum fyrr en þau era ekki ynnt af hendi. Ef svo væri almennt þá þyrfti að borga of fjár fyrir að þau væm unnin samanber dönsku tölumar og hætt er við að eitthvað vantaði á t.d. í umönnunar- og uppeldisþáttinn. Það sem hér hefur verið sagt um þjónustu heimilanna gildir líka um þá þjónustu sem náttúran veit- ir. Sú þjónusta er undirstaða alls lífs að meðtöldu mannlífi, en af því að hún kostar okkur heldur engin ijárútlát þá tökum við hana sem sjálfsagðan hlut. Regnið streymir úr himninum hreint og tært. og kostar ekkert. Fiskur klekst út á hrygningarstöðvum og vex, gengur á fiskimið og kostar ekkert. Sólin skín, úthagi grær, fuglar syngja allt ókeypis, en hve lengi? Ekki mjög lengi, segja margir, svo mjög hefur gengið á þann höfuðstól sem náttúran er. Fiskistofnar ofnýttir og sumir jafnvel nær horfnir og gróðurlendi landsins ekki nema brot af því sem það gæti verið. Á stómm svæðum heimsins streymir regnið ekki lengur hreint og tært heldur blandað mengunarefnum sem gera það súrt og drepa gróður og þess vegna allt líf bæði á landi og í vötnum og sjálfsagt líka í hafí þótt minna sé um það vitað. En hagfræðispekúlantar heimsins láta þessi sannindi sem vind um eyru þjóta. Þeir virðast alls ekki gera sér grein fyrir að öll hagkerfi heimsins hvíla á vistkerfunum, kerfum náttúrunnar og þeim lög- málum sem þar ríkja. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að hrynji vistkerfið þá hrynja líka hag- V/fSSöEpjjBUK TENGSL Í40ÁR f tllefni 40 ára afmælis Sambandslýbveldlsins Þýskalsnds verður haldib málþing é Hótel Sögu, föstudaginn 19. maf kl. 13.00-17.00. Á málþlnginu veröur fjallaö um samsklptl fslands og Sambandslýöveldisins Þýskalands undanfarna fjóra áratugi og framtlö þelrra. 13.00 Setning. Hans Hermann Haferkamp, sendlherra Sambandslýöveldisins Þýskalands é fslandi 13.15 Ávarp Steingrims Hermannssonar, forsætisráöherra 13.30 Erindi: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor Háskóla fslands Prof. Dr. Ulrlch Groenke, frá háskólanum I Köln Dr. Heinrich Pfelffer, Alexander-von-Humboldt-Stiftung, Bonn Dr. Chrlstian Roth, forstjóri ISAL 15.00 Kaffihlé 15.30 Pallborösumræöur 20.00 Kvöldveröur i Vlöey Veislustjórar: Úlfar Þóröarson og Þorvaröur Alfonsson Aögangur aö málþinginu er ókeypls en fyrlr kvöldverö I Viöey greiöast kr. 3.000. ÞÁTTTAKA TILKYNNIST GOETHE-INSTITUT í SlMA 16061 Alexander von Humboldt félagið á fslandi, Botschaft der Bundesrepublik Deutschland, Daad-félagið á íslandi, Germanía og Goethe-lnstitut Sigrún Helgadóttir, varaþing- maður Kvennalistans. kerfin. Þeir tala stöðugt um höfuð- stól peninganna eða verðbréfanna en gera sér ekki grein fyrir að sá höfuðstóll sem skiptir mestu máli er Jörðin sjálf og það líf sem á henni hefur þróast. Sá höfuðstóll hefur takmarkaða stærð og þess vegna ríkir þar lögmálið um tak- markaðan vöxt. Að trúa endalaust á stöðugan vöxt, sífellt aukna þjóð- arframleiðslu og hagvöxt virðist beinlínis heimska, alla vega bendir slíkt tal til skorts á þekkingu og framsýni eða skyldi ástæðan vera kæmleysi, skortur á ábyrgðar- kennd gagnvart komandi kynslóð- um, börnunum? Sú veisla sem ríkt hefur í hinum vestræna heimi að undanförnu og mæld hefur verið í hagvexti, henni verður að ljúka. Hún hefur byggst á aukinni tækni og iðnvæðingu auk þess að gengið hefur verið á höfuðstólinn. Tæknin hefur gert mönnum kleift að sigr- ast á gömlum fjendum, veikindum, hungri og fátækt, en um leið og menn hafa iðnvæðst hafa þeir búið sér til nýja óvini, mengun og auð- lindaþurrð, lífsgæðakapphlaupið er að verða ógn við lífið sjálft. Þannig má rökstyðja að þær ógöngur sem mannkyn er komið í séu afleiðingar vísinda og tækni en einnig er hægt að vona að ein- mitt með vísindum og tækni megi snúa þessari öfugþróun við. En forsendur þess að það verði hægt er þó að menn temji sér önnur gildi. Hætti að líta á náttúmna sem eitthvert fyrirbæri sem endalaust mun veita sína ókeypis þjónustu, óháð því hvernig farið sé með hana. Það verða allir og þá ekki síst stjómmálamenn að temja sér aðra lífssýn, annan lífsstíl sem byggist á þeim skilningi að við verðum að< geta stjórnað, ekki náttúmnni held- ur okkur sjálfum í samræmi við lögmál vistfræðinnar. í dag er hér á þinginu enn og aftur umræða um efnahagsaðgerð- ir, umræðan sem búin er að vera í gangi í allan vetur. Ekki bara í þingsölum, heldur líka á nefndar- fundum, á ráðstefnum, fundum og í íjölmiðlum, alls staðar endalaus umræða um peninga, verðbréf, vexti, lán, skuldir, sjóði og svo framvegis, allt annað hefur meira eða minna orðið að víkja. Það laga- fmmvarp sem nú er til umræðu kom fyrst fram sem bráðabirgðalög og í raun er bráðabirgða- það for- skeyti sem setja mætti framan við ' allar þær ráðstafanir sem ræddar hafa verið og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Þetta era því miður bráðabirgðalausnir á brauð- fótum. Framtíðarlausnir byggjast á skilningi á undirstöðuatriðum. Þau undirstöðuatriði em, að við skiljum og virðum þau náttúmlögmál sem setja okkur takmörk og við sjáum og viðurkennum þau störf serh ráða velferð þjóðarinnar. STEYPT NIÐURFÖLL, RISTAR, KARMAR 0GL0K i Sérsteypum einnig annað eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SÍMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.