Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 16
16
ÉG
BORGA
RAFMAGNIÐ
ALLTAF Á
RÉTTUM
TÍMA
LATTU
RAFMAGNS-
REIKNINGINN
HAFA
FORGANG!
^ i
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVIKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SfMI 68 62 22
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989
Kindarlegir krataráðherrar
eftirGeirH.
Haarde
Að undanförnu hefur verið til
meðferðar á Alþingi stjómarfrum-
varp um tekjustofna sveitarfélaga.
Frumvarp þetta er flutt í tengslum
við breytta verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, sem lengi hefur verið
í undirbúningi og víðtæk samstaða
er um.
623444
Viö Miklatún
2ja herb. íb. á 4. hæð í fjölbhúsi ásamt
herb. í risi. Frábært útsýni. Ákv. sala.
Álftahólar
2ja herb. 65 fm góð íb. á 5. hæð í lyftuh.
Mikið útsýni. Laus 15. júlí nk.
Miðbær
2ja herb. 68 fm nýstandsett mjög falleg
íb. í nýuppg. húsi. Ákv. sala.
Háteigsvegur — 4ra herb.
4ra herb. 105 fm björt kjíb. í þríbhúsi.
Sérinng. Sérþvottah. íb. er laus.
Kleppsvegur
120 fm góð íb. á 3. hæð í lyftuhúsi.
Stórar stofur. Mikið útsýni. Ákv. sala.
Hlíðarnar
120 fm efri hæð í fiórbhúsi. 2 saml.
stofur. 3 svefnherb. íb. er laus. Þarfn-
ast standsetningar.
Stórholt hæð og ris
Hæð og ris í þríbhúsi auk 50 fm bílsk.
Eignin er mikið endurn. Ákv. sala.
Asparfell — þakhæð
160 fm glæsil. „penthouse" sem
skiptist m.a. í 2 saml. stofur
m/arni, 4 svefnherb., sérþvottah.
Stórar svalir. Ný eldhinnr. Nýtt
parket á öllu. Bílsk. Glæsil. út-
sýni. Laust.
Seljahverfi
150 fm fallegt hús á tveimur hæðum.
Vandaðar innr. 4 svefnherb. Bílskýli.
Bein sala.
Hraunberg m/atvhúsnæði
Mjög skemmtil. timburhús sem er 112
fm að grunnfl. Kj., hæð og ris. Einnig
atvhúsnæði 90 fm að grunnfl. sem er
kj. og hæð. í því er tvöf. bílsk. og 40
fm gott skrifsthúsn.
Þorlákshöfn
136 fm gott einbhús á einni hæð við
Skálholtsbraut. 40 fm bílsk. Laust 15.
ágúst nk.
IMGILEIFUR EINARSSON
löggiltur fasteignasali,
Borgartúni 33
Frumvarpið er flutt af félags-
málaráðherra. Þegar það kom fyrst
fyrir í efri deild þingsins var í því
gert ráð fyrir þeirri almennu reglu
að allur atvinnurekstur greiddi að-
stöðugjald til sveitarfélaga og und-
anþágur einstakra atvinnugreina
eins og kjöt- og mjólkurvinnslu yrðu
afnumdar.
Efri deild þingsins afréð hins
vegar að breyta þessu ákvæði og
undanþiggja sláturhús og mjólk-
urbú greiðslu aðstöðugjalda. Við
aðra umræðu um frumvarpið í neðri
deild flutti ég þá breytingartillögu
að frumvarpið yrði fært í upphaf-
legt horf þannig að sláturhús og
mjólkurbú greiddu aðstöðugjöld
eins og önnur fyrirtæki.
Tillagan var studd þeim rökum
að óeðlilegt væri að gera með þess-
um hætti upp á milli fyrirtækja
eftir atvinnugreinum, en fyrirtæki
t.d. í sjávarútvegi og iðnaði verða
að greiða aðstöðugjald óháð afkomu
þeirra. Auk þess væri með undan-
þágunni verið að gera tiltölulega
fáum og yfirleitt smáum sveitarfé-
lögum að standa undir opinberum
stuðningi við þessa starfsemi en
öðrum ekki. Hvort tveggja er óeðli-
leg mismunun sem gengur gegn
grundvallarsjónarmiðum um jafn-
ræði í skattlagningu fyrirtækja og
tekjuöflun sveitarfélaga.
Hins vegar er ljóst að álagning
aðstöðugjalda hefur einhver smá-
vægileg áhrif til hækkunar á verði
þeirra afurða, sem hér er um að
ræða. Svo er auðvitað um alla að-
stöðugjaldsskylda framleiðslu. Vilji
ríkisvaldið halda verðinu niðri um
sem nemur aðstöðugjaldinu er eðli-
legast að það sé gert með venju-
bundnum niðurgreiðslum en ekki
með því að binda í lög að sveitarfé-
lög, þar sem þessi starfsemi fer
fram, skuli undir því standa. Hafi
einhver sveitarfélög bolmagn til að
taka á sig slíka tekjuskerðingu er
réttast að þau taki um það ákvörð-
un hvert fyrir sig.
Þegar atkvæði voru greidd um
breytingartillögu mína fóru leikar
svo að tillagan var felld með 16
atkvæðum gegn 17. Meðal þeirra
sem greiddu atkvæði með tillögunni
voru þeir Jón Sigurðsson viðskipta-
ráðherra og Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra, en þeir hafa
sem kunnugt er haft sig nokkuð í
Fossháls 27-29
Til sölu fjögur ca 270 fm fullbúin rými á götuhæð. Fern-
ar innkeyrsludyr. Lofthæð 4,3 metrar. Malbikuð bíla-
stæði. Hentarfyrir heildverslanir, annan verslunarrekst-
ur o.fl. Selst í einu lagi eða hlutum. Lán allt að 65%
af kaupverði. Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
EIGNAMIDLUMIV
2 77 11
Þ I NGHOLTSSTRÆTI 3
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
fyrir atkvæði sínu þar sem undir
sjónarmið mín var tekið.
Hins vegar brá svo við að Jó-
hanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra, sem flutti frumvarpið
upphaflega í þeirri mynd sem ég
var að leggja til, sagði nei, eins og
allir framsóknarmennirnir í neðri
deild og ýmsir aðrir þingmenn úr
öllum fiokkum.
Við þriðju umræðu flutti ég
breytta tillögu um að undanþágan
næði aðeins til sláturhúsa, en mjólk-
urbúin sætu við sama borð og önn-
ur fyrirtæki. Sú tillaga var sam-
þykkt með 21 atkvæði gegn 17 og
þannig breytt fór frumvarpið á ný
til efri deildar og bíður þar af-
greiðslu. Við þessa atkvæðagreiðslu
gerðist það að ýmsir sem lagst
höfðu gegn fyrri tillögu minni
studdu nú hina breyttu tillögu,
þ. á m. þingmenn Kvennalistans og
einn af þingmönnum Alþýðuflokks-
ins. En félagsmálaráðherra sat fast
við sinn keip og greiddi á ný at-
kvæði gegn því að flytja frum-
varpið nær þeim búningi, sem hún
hafði sjálf gert tillögu um upphaf-
lega.
Mesta athygli vakti hinsvegar að
viðskiptaráðherra og utanríkisráð-
herra létu sig hverfa úr þingsalnum
í þann mund sem atkvæðagreiðslan
var að hefjast, væntanlega til að
þurfa ekki að greiða atkvæði í sam-
ræmi við fyrri afstöðu gegn vilja
félagsmálaráðherra.
Var á orði haft að nokkuð væri
það kindarlegt að ráðherrar Al-
þýðuflokksins greiddu ýmist at-
kvæði gegn því að jafnræði verði
með vinnslustöðvum í landbúnaði
og öðrum fyrirtækjum eða hliðruðu
sér hjá því að taka afstöðu með því
að ganga á dyr.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjnvík.
FISKUR OG
FJAÐURHAMUR
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Galleríi Gijót fremst á Skóla-
vörðustíg sýnir Ófeigur Björns-
son nokkra skúlptúra gerða í
stál og kopar.
Ófeigur, sem er silfursmiður
að mennt, hefur einnig lagt fyrir
sig mótunarlist hvers konar, eða
allt frá módelsmíðuðum skart-
gripum og í hreina myndlist.
Öfeigur stílar beint á frum-
leíkann, og hann hefur þannig á
stundum komið á óvart með
notkun fáséðra efna í skúlptúra
sína.
En einhvern veginn er það nú
ávallt svo, að hinn hönnunarlegi
bakgrunnur kemur greinilega
fram í verkum hans þrátt fyrir
fágaða óg menningarlega út-
færslu eða kannski einmitt
vegna hennar.
Það má hafa ánægju af mynd-
verkum sem slíkum, en hér
skortir nokkuð á hina opnu, jarð-
tengdu og formrænu skólun, sem
er svo mikilvæg í allri frjálsri
mótunarlist, og næst ekki nema
við áralanga þjálfun.
Viljann og tilfinninguna hefur
Ófeigur vissulega, en án þessa
sérstaka bakgrunns er hætta á,
að verk viðkomandi fái á sig
yfirbragð tilbúinna hluta, frekar
en að þau séu afrakstur úrsker-
andi átaka við efniviðinn.
Það er einkum, er greinilega
sést móta fyrir hlutlægum form-
um í myndum Ófeigs, að hönnun-
arlegi bakgrunnurinn skýtur upp
Ófeigur Björnsson við eitt
verka sinna.
kollinum, en í þeim verkum, sem
eru svo til alveg óhlutlæg, koma
fram meiri og upprunalegri
formræn átök.
Mér býður svo hugur, að
Ófeigur hefði mjög gott af auk-
inni skólun í grunnatriðum
hreinnar mótunarlistar svo sem
teikningu og vinnu í leir og þá
einkum, hvað sígildu hliðina
snertir.
Geir H. Haarde
„Mesta athygli vakti
hinsvegar að viðskipta-
ráðherra og utanríkis-
ráðherra létu sig hverfa
úr þingsalnum í þann
mund sem atkvæða-
greiðslan var að he§-
ast, væntanlega til að
þurfa ekki að greiða
atkvæði í samræmi við
fyrri afstöðu gegn vilja
félagsmálaráðherra.“
frammi til stuðnings þeim sjónar-
miðum að skattar eigi ekki að vera
sértækir heldur almennir og með
sem fæstum undanþágum. Afstaða
þeirra kom því ekki á óvart og gerði
utanríkisráðherra sérstaka grein