Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 21 Fóstrumenntun á háskólastigi eftir Gyðu Jóhannsdóttur Fyrri hluti Mikið hefur verið rætt um framtíð fóstrumenntunar á íslandi, ýmislegt skrifað í flölmiðlum og menn ekki á eitt sáttir. Mér sýnist þó flestir sammála um að færa fóstrumenntunina á háskólastig, en greinir á um leiðir og í hvaða stofn- un námið eigi að fara fram. Er þar einkum um tvennt að ræða. í fyrsta lagi er talað um að fóstrumenntun eigi að flyljast til Kennaraháskóla Islands, þ.e.a.s. að Fósturskóli íslands hætti starf- semi sinni innan fimm ára eða í síðasta lagi haustið 1993, þá yrði stofnuð fóstrudeild í Kennarahá- skóla íslands. Breyta á lögum um skólann í samræmi við að sameina Fósturskóla íslands og Kennarahá- skóla íslands. Þetta eru tillögur meirihluta nefndar sem átti m.a að endurskoða lög um Fósturskóla ís- lands og skilaði hún áliti til mennta- málaráðherra í desember sl. (sbr. nefndarálit um fóstrumenntun, des. 1988). í öðru lagi hefur undirrituð lagt til að efla Fósturskóla ís- lands sem sjálfstæða stofhun á háskólastigi. Ég dreg ekki dul á þá skoðun mína að ég tel að áður en lögum um Fósturskóla íslands verði breytt í samræmi við tillögur nefndarinn- ar, þá þurfi að velta vandlega fyrir sér ýmsum skilyrðum sem verði að vera fullnægt áður en sú ákvörðun er tekin. Ég mun ræða þessi tvö sjónarmið í tveimur greinum. Fyrri greinin flallar um hvaða skilyrðum þarf að vera fullnægt áður en fóstrumenntunin er flutt til Kenn- araháskóla íslands og síðari greinin um Fósturskóla íslands sem sjálf- stæða stofnun á háskólastigi. Samruni stofnana Með samruna er yfirleitt átt við að eitthvað sé sameinað. í þessu tilviki mætti þá túlka samruna þannig að menn teldu að Fóstur- skólinn byggi yfir nokkurri og dýr- mætri reynslu. Eitthvað af því yrði því flutt inn í Kennaraháskóla ís- lands. Ef það er þetta sem átt er við með samruna er nauðsynlegt að setja skilyrði í sambandi við samruna, td. tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þessarar nýju deildar, kennara, stjómunarfyrirkomulag — það er alltaf hætta á að minni stofn- un verði eins og litli bróðir, þegar hún flyst inn í stærri stofnun. Ég tel mikla hættu á slíku nú, ekki síst af því að þessir skólar hafa starfað lengi á ólíkum skólastigum. Þessir samningar um kennara, fjár- hagslegt sjálfstæði eiga auðvitað fyrst og fremst við ef menn trúa því að Fósturskólinn búi yfir fagleg- um arfi sem megi að einhveiju leyti byggja á og þróa. Ef menn hins vegar trúa ekki á slík verðmæti þá þarf ekki að serr\ja um þessi atriði. Stofnun er einfaldlega lögð niður — og annarri stofnun falið að taka við. Þetta þarf að liggja ljóst fyrir. Fóstrumenntun 4 ár? Annað atriði sem þarf að athuga er að lög um KHÍ eru ný, unnið er að reglugerð. í lögunum er gert ráð fyrir að ákvæði laganna um lengd námsins komi til framkvæmda inn- an sex ára frá gildistöku laganna. — Ef fóstrunámið flyst í KHI, leng- ist þá fóstrunámið í 4 ár? Fóstrunámið sem sérdeild innanKHÍ Ef fóstrunámið flyst upp í KHÍ hvort sem um samruna verður að ræða eða ekki, er líklega um tvo möguleika að ræða varðandi upp: setningu á hinu nýja fóstrunámi. í fyrsta lagi sem sérdeild með 0—6 ára bömum. í öðru lagi gæti verið um raunverulega tengingu að ræða við kennaranámið, en það hefði sennilega í för með sér breytingu á uppbyggingu kennaranámsins eins og hún er nú. Tökum sérdeild- ina fyrst fyrir. Þessi tilhögun er fyrir hendi í J'msum nágrannalönd- um okkar. Ymsir hafa hins vegar tjáð mér að því miður er oft um litla samvinnu að ræða, td. samnýt- ingu á bókasafni, húsnæði eða sam- vinnu kennara. í þessu sambandi er einnig rétt að velta fyrir sér starfsheiti fóstra og launakjömm. Verða laun fóstra sambærileg laun- um kennara? Fær hún sambærileg- an undirbúningstíma fyrir sitt starf? Ef ekki, er þá líklegt að nemendur sem hlotið hafa inngöngu í KHÍ velji sér starfsnám, sem er verr launað en annað starfsnám, sem stofnunin býður upp á. Fóstrunám tengist kennaranámi í öðra lagi gæti fóstranámið raunveralega tengst kennaranám- inu en þá ímynda ég mér að upp- bygging kennaramenntunar breytt: ist frá því sem nú er, þ.e.a.s. KHÍ útskrifar nú kennara sem eiga að starfa með 6—16 ára bömum. Nem- endur eiga kost á miklu vali. Ef fóstranámið yrði hluti af kennara- náminu þá er hugsanlegt, svo eitt- hvað sé nefnt, að kennaramenntun skiptist í þrennt, t.d. kennara 4—8 ára, 9—12 ára og 13—16 ára. Fóstra útskrifast þá sem kennari. Hveijir annast þá yngstu börn- in? Þarna þarf að gæta vandlega að því að umönnun yngstu bam- anna verði ekki látin sitja á hakan- um. Flestir fræðimenn telja fyrstu æviárin mikilvæg og því þarf að vanda menntun þeirra sem annast yngstu börnin. Nauðsynlegt er að menn geri sér ljóst hvers konar uppsetning er æskileg, kostir og gallar, áður en lengra er haldið. Sameiginlegt húsnæði Ein mikilvægasta forsenda sam- rana sem stendur undir nafni er sameiginlegt húsnæði eða land- fræðileg nálægð. Samvinna og sam- nýting á kennuram hlýtur að vera takmörkuð ef skólamir era stað- settir langt frá hvor öðram. Ef af samrana yrði, þyrfti húsnæði að vera fyrir hendi. Svo virðist sem húsnæðisvandi KHÍ sé ærinn fyrir og eitt helsta baráttumál skólans sé aukið húsnæði þannig að Kenn- araháskólinn geti sinnt kennara- menntuninni eins og honum er ætl- að. Ef samrani er ákveðinn þurfa ráðamenn að tryggja KHÍ húsnæði. Ef samrani yrði ákveðinn og fóstramenntunin yrði áfram til húsa í Fósturskóla íslands, þá tel ég að samnýting á kennuram og húsnæði yrði fremur lítil. Samnýting bóka- safna Fósturskólans og KHÍ yrði svipuð og hún er nú, það er allnokk- ur. Nemendur Fósturskóla íslands nota bókasafn KHÍ og öfugt. Form- legt samstarf var hafið sl. haust, en þá var farið fram á að fá tölvuút- skrift á gögnum bókasafns KHÍ og aukna möguleika á millisafnaláni. Fjárhagslegur sparnaður Þegar talað er um samrana og sameiningu stofnana yfirleitt era rökin oft m.a. fjárhagslegur sparn- aður. Gyða Jóhannsdóttir „Ég dreg ekki dul á þá skoðun mína að ég tel að áður en lögum um Fósturskóla Islands verði breytt í samræmi við tillögur nefndarinn- ar, þá þurfi að velta vandlega fyrir sér ýms- um skilyrðum sem verði að vera fullnægt áður en sú ákvörðun er tek- in.“ Þennan spamaðarþátt þarf að reikna sérstaklega hvað varðar sameiningu FÍ og KHÍ. Það er ekki nóg að halda að hann sé einhver. Gat í fósturmenntun. Að lokum. Ef sameining verður ákveðin, þarf einnig að gæta þess að ekki verði um gat að ræða í fóstramenntun- inni, þ.e.a.s. engar fóstrar útskrifist í nokkur ár. Ef stjórnvöld ákveða að leggja Fósturskóla íslands niður haustið 1993 og Kennaraháskóli íslands tekur við menntuninni, þýðir það væntanlega_ að síðustu fóstranem- amir frá FÍ útskrifast vorið 1993, skv. hinni nýju námsskipan hver sem hún verður. Síðustu fóstranem- amir era þá væntanlega innritaðir í FÍ 1990, og nýjar fóstrar ekki brautskráðar fyrr en 1996 eða 1997, allt eftir lengd nýja námsins. Mega börnin á dagvistarheimilun- um við þessu? Ein leið væri að fella námið í Fósturgkóla íslands að hinni nýju línu í KHÍ, þannig að FÍ innritaði nema til 1993 sem smám saman lykju námi í KHÍ á einu—þrem áram. Getur Fósturskólinn það, ef lög um hann hafa ekki verið endurskoð- uð og skólinn ekki færður á há- skólastig? Höfundur er skólastjóri Fóstur- skóla íslands. AUGLYSING Velgengni í Kolaportinu - Laugardagsmarkaðir áætlaðir fram í ágúst Áhugi fólks virðist síst fara minnkandi á almenningsmark- aðnum í Kolaportinu á hverjum laugardegi. Hvítasunnu- helgin virtist þar engin undantekning því lögreglumenn segjast aldrei hafa séð eins mikla umferð um miðbæinn á slíkum degi. Talið er að um 15 þúsund gestir hafi heimsótt Kolaportið á laugardaginn og á annað hundrað söluaðilar virtust ekki þurfa að kvarta undan skorti á viðskipta- vinum. „Fyrirfram hafði ég ekki ,Því hefur oft verið haldið fram að gamli miðbærinn sé á undanhaldi sem mið- punktur borgarinnar í við- skiptalegu sjónarmiði. Svo er þó ekki að sjáundanfarna laugardaga sem Kolaportið hefur verið opið. Hug- myndin um almennings- markað sem flestir íslend- ingar þekkja erlendis frá virðist hafa náð fótfestu í Reykjavík og Kolaportið orðið sannkallaður mið- punktur borgarlífsins á laugardögum. Helga Mogensen veitinga- kona, sem daglega rekur með stöllu sinni matstofuna Á NÆSTU GRÖSUM, er hugmyndasmiður Kola- portsins. hugmynd um hvernig til tækist“, segir Helga, „en þetta hefur þó gengið betur en mig nokkurn tíma dreymdi mig“. „Það hefur valdið mér von- brigðum að sjá í fjölmiðlum og heyra frá fólki að Kola- portinu sé líkt við þá útsölumarkaði sem alltaf hafa verið að skjóta upp kollinum. Kolaportshug- myndin, er allt annars eðlis og í rauninni algjör and- stæða þessara venjulegu markaða. Kolaportið er almennings- markaður þar sem hver sem er getur komið með hvað sem er og boðið til sölu á hvern þann hátt sem hann eða hún kýs. Með samkomulagi við borgaryfirvöld höfum við endurskipulagt fyrirkomu- lagið í Kolapörtinu þannig að nú hefur 34 smærri bás- um verið bætt við. Nýjir og síbreytilegir söluaðilar tryggja okkur þá fjölbreytni sem þarf til að fólk hafi ánægju að koma í Kolaport- ið á hverjum laugardegi. Það finnur að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast, alltaf einhverjir nýjir sölu- básar með eitthvað spenn- andi.“ Tekið er á móti pöntunum á sölubásum á skrifstofu Kolaportsins, Laugavegi 66, alla virka daga kl. 16- 18. Nú er hægt að panta sölubása fyrirfram fyrir hvern laugardag út júlímán- uð en staðfesta verður pöntun með greiðslu leigu- verðs. Upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 621170 og á kvöldin í síma 687063. Allir geta verið með DAINICALL. radiomidun Grandagaröi9-101 Reykjavík • Simi (91) 622639 - 622640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.