Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ' MIÐVIKUDAGtJR 17. MAÍ Í989 Reuter Carlos Menem fagnar sigri í kosningunum í Argentínu á sunnu- dag með eiginkonu sinni Zulemu. Carlos Menem, sigurvegari í for- setakosningum 1 Argentínu: Gerðist kaþólikki og bauð sig fram Eiginkonan gerir allt til að líkjast Lindu Evans í ÚTLITI minnir leiðtogi perón- ista meira á skallapoppara en miðaldra stjórnrnálamann. Car- los Menem er refGlegur með mikla barta og fyrir ári var sýslumaðurinn í héraðinu La Rioja þekktastur fyrir ást sína á glæsikvendum og hraðskreiðum bílum. Eiginkona hans, Zulema Menem, er múhameðstrúar, forrík og hefúr farið í ótal skurð- aðgerðir til að líkjast Lindu Evans, leikkonu í Ættarveldinu, sem mest. Zulema á sér annað goð sem er Evíta Peron, eigin- kona Juans Perons, örlagavalds- ins í argentínskum stjórnmálum frá lokum seinni heimsstyijaldar til dauðadags árið 1974. Menem, sem er 53 ára gamall, er af sýríensku bergi brotinn og var múhameðstrúar þangað til fyr- ir skemmstu er hann gerðist kaþó- likki til að geta boðið sig fram til forseta. Samkvæmt breska blaðinu Sunday Times eru þau hjónin Car- los og Zulema skilin að borði og sæng en hafa komið fram sameig- inlega í kosningabaráttunni. Carlos Menem heldur því statt og stöðugt fram að örlögin hafi ætlað honum að leiða Argentínu til öndvegis og sameina Suður- Ameríku. Framganga hans í kosn- ingabaráttunni minnti á sjónvarps- prédikara en boðskapurinn var óljós. Honum hafa verið eignaðar ekki færri en sjö ólíkar efnahags- áætlanir og hann hefur jafnvel tal- að um að endurreisa veldi Inkanna. í hita kosningabaráttunnar lýsti Menem því yfir að hann myndi endurheimta Falklandseyjar kæm- ist hann til valda og að sögn banda- ríska vikuritsins Newsweek hefur hann margoft hrósað sandinistum í Nicaragua, Fídel Castro á Kúbu, og Manuel Noriega í Panama. Menem segist vera útvalinn arf- taki Juans Perons. Peron höfðaði fyrst og fremst til alþýðu manna og verkamenn hafa verið flokki perónista hollir alla tíð síðan og Menem sækir fylgi sitt fyrst og fremst til lágstéttanna. Vandinn sem Menem þarf að glíma við í forsetaembætti er gríðarlegur. Ríkisstjóður varð svo að segja gjaldþrota fyrir nokkrum vikum en þá ákvað ríkisstjóm Rauls Alfonsíns að loka bönkum og stöðva launagreiðslur hins opin- bera um tíma. Þetta var náttúrlega vatn á myllu Menems í kosninga- baráttunni. Hvergi banginn lofaði hann að hækka launin og draga úr sköttum. Margir óttast því að dagar eyðslusemi og æsifrétta séu að renna upp líkt og á dögum Ju- ans og Evitu Peron. Sovétríkin: Hyggjast hætta hernað- araðstoð við sandinista Bandaríkjamenn efast um heilindi Sovétstjórnarinnar Washington. Reuter. SOVÉTMENN hafa heitið því að hætta hernaðaraðstoð við stjórn sandinista í Nicaragua, að sögn Marlins Fitzwaters, talsmanns George Bush Bandaríkjaforseta. Talsmaðurinn skýrði frá þessu í gær en hann kvað ráðamenn í Bandaríkjunum efast um heil- lindi Sovétsljórnarinnar í þessu efni og lét að því liggja að hér væri á ferðinni enn eitt áróðurs- bragðið af hálfu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. Fitzwater satðfesti fréttir þess efnis að fulltrúar Sovétstjórnarinn- ar hefðu skýrt bandarískum emb- ættismönnum frá ákvörðun þessari í einkaviðræðum. „Við höfum á hinn bóginn ekki fengið neina staðfest- ingu á því að vopnaflutningar hafi verið stöðvaðir og raunar höfum við sannanir fyrir því að hernaðar- aðstoð hafi verið haldið áfram,“ sagði talsmaðurinn á fundi með blaðamönnum í Washington. Fitz- water staðfesti einnig að Míkhaíl Gorbatsjov hefði fengið James Bak- er, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, bréf til að færa Bush for- seta er utanríkisráðherrann ræddi við sovéska ráðamenn í Moskvu í síðustu viku. Hann vildi hins vegar ekki skýra frá innihaldi bréfsins. Fitzwater kvaðst telja það rétt vera að varfærni einkenndi afstöðu ríkisstjórnar George Bush til Sov- étríkjanna og gagnrýndi nýjustu afvopnunartillögur Sovétstjómar- innar en í síðustu viku kvaðst Gorb- atsjov vera reiðubúinn til að fækka einhliða skammdrægum kjarnorku- eldflaugum í Austur-Evrópu. Sagði Fitzwater að tillögur þessar gæfu ekki tilefni til að ætla að raun- verulegar breytingar hefðu verið gerðar á stefnu Sovétstjómarinnar. Líbanon: Rændu flórum V-Þjóðverjum Sídon. Reuter. VOPNAÐIR menn rændu fjórum vestur-þýskum starfsmönnum hjálparstofnunar í Sidon í Suður- Líbanon í gær. Tíu menn vopnaðir byssum tóku Henrich StrÚbig, Petm Schnitzler, Marcus Quint og einn mann til við- bótar höndum, þegar þau óku í bíl um Sídon. Öll starfa þau á vegum vestur-þýsku hjálparstofnunarinnar Asem Humanitas (AHRA) í Líbanon. Mannránið var framið einum degi áður en ráðgert var að dómur félli í Frankfurt í máli líbansks shítamú- slims sem ákærður er fyrir að hafa myrt bandarískan ferðalang þegar hann tók þátt í flugráni árið 1985. Skreið yfir eyðimörkina Sydney. Reuter. 47 ARA maður stökk fyrir nokkru út úr lest í Mið-Ástralíu og skreið síðan fótbrotinn 40 km leið yfir eyðimörkina. Verkamenn fundu manninn skammt frá bænum Barton. Hann vær klæddur stuttbuxum og nærbol og hafði haldið í sér lífinu með því að sjúga safa úr jurtum, sem eru þó af skornum skammti í eyðimörkinni. Maðurinn mun hafa stokkið út úr lestinni eftir að hafa heyrt að lög- reglumenn væru í lestinni. Lögreglu- maður sagði að hann hefði einn síns liðs efnt til mótmæla við bandaríska sendiráðið í Canberra af óþekktum ástæðum og hann væri sjúklega hræddur við lögregluna. Gengið á Norðurheimskautið ÁTTA ævintýramenn, þar á meðal fyrsti maðurinn sem bæði hefur gengið á Norður- og Suðurpólinn, héldu á mánudag heimleiðis eftir 56 daga ferðalag til Norðurheimskautsins. Hópurinn ferðaðist á skíðum um 1.000 km leið frá Ellesmere-eyju og bar hver maður 68 kílóa poka á bakinu. Stjórnandi ferðarinnar, Bretinn Robert Swan, sem myndin er af, gekk 1.400 km leið á Suðurheimskautið árið 1986 og var það lengsta ganga sögunnar. Með honum i ferðinni til Norð- urpólsins voru bresk kona, Bandaríkjamaður, Ástrali, Sovétmaður, Vestur-Þjóðveiji, kanadiskur eskimói og Japani. Opinber heimsókn Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga til Kína: Dagskránni ítrekað breytt vegna mótmæla umbótasinna Peking. The Daily Telegraph, Reuter. RÚMLEGA 100.000 manns komu saman á Torgi hins himneska friðar í miðborg Peking í gær til að krefjast frelsis og lýðræðis. Virtist svo sem mótmælin væru einhver hin (jölmennustu frá því kínverskir náms- menn hófii andóf sitt fyrir tæpum mánuði. „Komið út leiðtogar, komið út,“ hrópaði fólkið í kór fyrir utan höfuðstöðvar kínverska kommúnista- flokksins en ein helsta krafa námsmanna er sú að ráðamenn taki upp viðræður við kínverska umbótasinna. Um leið og mótmælin fóru fram ræddi Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, við kínverska ráðamenn en mótmælin hafa sett mark sitt á heimsókn Gor- batsjovs til Kína. Nauðsynlegt hefúr reynst að breyta dagskránni veru- lega sökum þeirra. Þannig var fúndi Sovétleiðtogans og Yangs Shang- kuns, forseta Kina, firestað um tvær klukkstundir á mánudag en áður hafði verið hætt við móttökuathöfii á torginu. Að lokum fór svo að Gorbatsjov og eiginkonu hans, Raísu Maxímovnu, var hleypt bakdyra- megin inn í Alþýðuhöllina á fúnd forsetans en fyrir utan hrópuðu menn slagorð og héldu fánum á lofti á milli þess sem sveitir sjálf- boðaliða huguðu að námsmönnum verið hafa í hungurverkfalli á torg- inu frá því í síðustu viku. Ákveðið hafði verið að móttökuat- höfnin á mánudag færi fram á Torgi hins himneska fnðar þar sem Mao Tse-tung lýsti yfir stofnun Alþýðu- lýðveldisins Kína fyrir 40 árum. Þeg- ar Ijóst varð að ekki yrði unnt að koma þúsundum manna sem þar höfðu safnast saman á brott með friðsamlegum hætti var afráðið að móttökuathöfnin færi fram á Pek- ing-flugvelli. Fallbyssuhvellir kváðu við en móttakan þótti látlaus saman- borið borið við þá hátíðlegu athöfn sem skipulögð hafði verið á torginu. Breyta þurfti akstursleið bílalestar Gorbatsjovs og sovésku sendinefnd- arinnar en gert hafði verið ráð fyrir því að hún æki löturhægt meðfram múrum Borgarinnar forboðnu að tog- inu. Loks var bifreið Sovétleiðtogans beint að bakdyrum Alþýðuhallarinn- ar en þúsundir hermanna sáu til þess að mótmælendumir kæmust ekki kallfæri við Gorbatsjov. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram og er ástandinu á torginu eink- um líkt við kjötkveðjuhátíð. k mánu- dag bar nokkuð á spjöldum með myndum af Gorbatsjov þar sem sagði: „Við fögnum þér, boðberi lýð- ræðisins. Á miðju torginu þar sem fánar Kína og Sovétríkjanna hefðu að öllu óbreyttu átt að blakta við hún gaf að líta fána og borða með helstu slagorðum námsmanna. Þúsundir námsmanna frá öðrum kínverskum borgum voru komin til höfuðborgar- innar til að taka þátt í andófínu en óbreytt alþýðufólk hafði safnast meðfram torginu til að sýna sam- stöðu með málstað umbótasinna. Tæplega 100 námsmenn voru fluttir í sjúkrahús og í sjúkratjöld sem komið hefur verið fyrir á Torgi hins himneska friðar. Um 1.000 námsmenn hafa verið í mótmæla- svelti frá því í síðustu viku og höfðu margir þeirra fallið í yfírlið á mánu- dag en aðrir þurftu á aðhlynningu lækna að halda sökum magakrampa. „Okkur hungrar og þyrstir í lýð- ræði,“ sagði á einum borðanum þar sem fólk var hvatt til þess að taka þátt í aðgerðum þessum til að þrýsta enn frekar á stjómvöld um að ganga til viðræðna við umbótasinna. Þetta er í fyrsta skipti í samtímasögu Kína sem stjómarandstæðingar efna til hungurverkfalls en að sögn frétta- manna í Peking verður ljósara með degi hveijum að hér er á ferðinni alvarlegt pólitískt andóf sem rakið er til efnhagsstefnu stjómvalda, auk- innar verðbólgu, spillingar og versn- andi afkomu alþýðu manna. Raunar þótti þetta kom skýrt í ljós í gær er um 100.000 manns úr öllum stéttum gengu undir borðum og fánum að Torgi hins himneska friðar. Kennarar, blaðamenn verka- menn og fulltrúar hinnar opinberu verkalýðshreyfingar fjölmenntu í gönguna og skeyti frá ýmsum opin- berum samtökum voru lesin upp í gegnum hátalarakerfi sem komið hefur verið upp á torginu. Að sögrl fréttamanna Reuters-fréttastofunn- ar líktist samkundan frekar hátíðis- degi en skipulögðum mótmælum. Ekki kom til átaka og lögreglumenn drukku te og tóku í spil. Míkhaíl Gorbatsjov lét stöðva bif- reið sína á leið til gestabústaðarins í vesturhluta Peking-borgar í gær eftir að hafa átt viðræður við Deng Xiaoping, hinn eiginlega leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins. Gorbatsjov og Raísa Maxímovna tóku menn tali og tjáðu þau viðstödd- um að vinátta einkenndi nú sam- skipti Sovétríkjanna og Kína en þetta er í fyrsta skipti í 30 ár sem leið- togar ríkjanna tveggja ræðast við. Var þessari yfirlýsingu Gorbatsjovs ákaft fagnað en Sovétleiðtoginn og raunar öll sovéska sendinefndin hef- ur gætt þess að víkja ekki talinu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.