Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 17. MAÍ 1989
Yfírmannaskipti hjá Varnarliðinu:
Sérhyggja kann að spilla fyr-
ir nauðsynlegum endurbótum
- sagði Eric McVadon flotaforingi í kveðjuávarpi sínu
Keflavík.
VFIRMANNASKIPTI urðu hjá
/arnarliðinu á Keflavíkurflug-
/elli í gær. Þá tók Thomas F.
Hall flotaforingi við af Eric A.
iVicVadon flotaforingja sem ver-
ið hefur yfirmaður varnarliðsins
undanfarin tvö og hálft ár. í
kveðjuávarpi sínu sagði McVa-
don m.a. að sérhyggja bæði af
hálfu íslendinga og Bandaríkja-
manna gæti leitt til þess að
varnarmálaráðuneyti Banda-
ríkjanna og Bandaríkjaþing
Húsavík:
Tvö atvinnu-
fyrirtæki
gjaldþrota
Húsavik.
TVÖ atvinnufyrirtæki á
Húsavík sem þjóna sjávarút-
veginum hafa verið Iýst gjald-
þrota.
Naustir hf. sem rekið hefur
dráttarbrautina og viðgerða
báta á Húsavík og víðar af Norð-
urlandi.
Foss hf., véla og bátaviðgerð-
arverkstæði, er gamalt fyrirtæki
sem réðst í miklar byggingar-
framkvæmdir fyrir nokkrum
árum sem telja má að hafi verið
hluti orsaka þessa gjaldþrots.
Bústjóri beggja þrotabúanna
hefur verið skipaður Örlygur
Hnefíll Jónsson, hdl., Húsavík.
- Fréttaritari
samþykkti ekki nauðsynlegar
Qárveitingar til verkefiia sem
koma myndu íslendingum til
góða með beinum eða óbeinum
hætti.
Yfirmannaskiptin fóru fram við
hátíðlega athöfn að viðstöddum
mörgum háttsettum yfírmönnum
og tignum gestum. Eric McVadon
flotaforingi kom víða við í kveðjuá-
varpi sínu en hluta þess flutti hann
á íslensku. Sagði hann að fylgis-
menn veru vamarliðsins hér á
landi yrðu að láta raddir sínar
heyrast jafnoft og af sama krafti
og andstæðingar þess. Hugmyndir
um endurskoðun vamarsamstarfs-
ins þyrftu ef til vill frekar að snú-
ast um skuldbindingar íslendinga
en það hvers væri að vænta af
hálfu Bandaríkjamanna í formi
íjárveitinga m.a. til ýmissa verk-
efna hér á landi sem komið gætu
íslendingum vel. Mikilvægt væri
að samningar milli íslendinga og
vamarliðsins stæðust endurskoð-
un þingnefnda ogjafnvel sérstakra
rannsóknamefnda. Sérhyggja og
ofúráhersla bæði Bandarílq'a-
manna og íslendinga á ýmsa
einkahagsmuni sína gæti orðið til
þess að ekki fengjust nauðsynleg-
ar ijárveitingar til vamarliðsins
hér á landi. Leita þyrfti leiða til
að draga úr kostnaði án þess að
slakað yrði á viðbúnaði vamarliðs-
ins.
McVadon flutti hluta ræðu
sinnar á íslensku og sagði m.a.:
„Lítið á okkur hér á vellinum sem
vamarliðið ykkar, í raun jafnt og
að nafninu til. Heimsækið okkur,
styðjið okkur, ræðið við okkur en
VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í DAG
ÞETTA kort er byggt á veðurspá frá í gær, sent frá Englandi í
gegnum gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun,
Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru-
fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða
lesendur Morgunblaðsins því sjálfir aö spá í veðrið, eins og þeim er
lagið.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Staður hhi veður Staður hiti veður
Akureyri kl. 18 2 slydduél Genf 17
Reykjavíkkl. 18 8 léttskýjað Hamborg
Kalró
Helsinkl 14 Kanarí 22
Kaupmannah. London 20
Narssarssuaq Madrid 26
Nuuk Malaga 20
Osló 14 Mallorca 22
Stokkhólmur Þórshöfn 20 Marseille Moskva París 15 21
Aþena 25
Amsterdam 20 Prag 19
Berlin 21 Róm 18
Belgrad Briissel 18 Varsjá Vín 19 11
Frankfurt 21 Zurich 17
látið ekki eins og við séum ekki
til né verið ósanngjamir eða kom-
ið fram við okkur eins og ókunn-
unga.“
Eric McVadon tók við stöðu
yfírmanns vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli 10. október
1986. Við athöfnina í gær sæmdi
Henry C. Stackpolle III hershöfð-
ingi McVadon orðu fyrir vel unnin
störf á íslandi. Þá þakkaði Þor-
steinn Ingólfsson sendiherra,
skrifstofustjóri vamarmálaskrif-
stofunnar, McVadon fyrir gott
samstarf og bauð hinn nýja yfir-
mann, Thomas F. Hall, velkominn.
BB
Eric A. McVadon flotaforingi og fráfarandi yfirmaður varnarliðsins
til hægn og Thomas F. Hall flotaforingi og nýr yfirmaður vamarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli skera sér sneið af tertu sem gestum var
boðið upp á í tilefni dagsins og notaði McVadon sverð sitt til að
skera tertuna.
Aðalkjarasamningur flugmanna rann út 15. maí:
Viljum álíka launahækk-
anir og* aðrir hafe, fengið
- segir Kristján Egilsson formaður FÍA
KRISTJÁN Egilsson, formaður
Félags íslenskra atvinnuflug-
manna, segir kröfúr félagsins
vegna aðalkjarasamnings við
viðsertyendur verða á svipuðum
nótum og það sem hefúr verið
samið um að undanförnu í þjóð-
félaginu hjá öðmm hópum laun-
þega, en aðalkjarasamningur
flugmanna gekk úr gildi á mánu-
daginn var. Nú er farið að ræða
aðalkjarasamning jafnframt
samningi um vinnufyrirkomulag
á nýjum Boeing flugvélum Flug-
leiða. Fundur stóð í gær hjá
ríkissáttasemjara og annar
fúndur hefúr verið boðaður í
dag.
Með tilkomu nýju flugvélanna,
Boeing 737-400 og 757 fækkar
um einn í stjómklefa, úr þremur í
tvo. Flugmenn hafa gert kröfu um
7% almenna launahækkun vegna
þessa og sagði Kristján aðspurður
um röksemdir að þetta skapaði
aukið vinnuálag. Flugmenn væru
með eitt launakerfi og sömu laun
á hvaða flugvélum sem þeir flygju
óg þess vegna deildist þetta á alla.
Flugmenn hjá Amarflugi væru
með 7% hærri laun en flugmenn
Flugleiða og þess utan mætti bú-
ast við því að innan mjög fárra
ára yrðu aðeins tveir í stjómklefa
flugvéla almennt.
Aldís, hina nýja Boeing flugvél
Flugleiða, hefur ekki verið flogið
í rúma viku vegna deilunnar og
verður ekki fyrr en niðurstaða
fæst, að sögn Kristjáns. Hann
sagði að á samningafundum hefðu
flugmenn ítrekað óskað eftir við-
ræðum um önnur atriði en vinn-
utíma vegna tilkomu nýju vélanna,
en því ætíð verið hafnað. Þessi
launakrafa hefði ekki átt að koma
forsvarsmönnum Flugleiða í opna
skjöldu, hún hafi lengi legið í loft-
inu. Félagið hafi veitt undanþágu
til þjálfunar á vélunum og heim-
flugs og því miður hafi ekki verið
hægt að bíða lengur með að stöðva
vélina úr því að ekki samdist.
Fregnir hafa borist um það að
erlend flugfélög hafi gert fyrir-
spumir til Flugleiða um það hvort
nýja vélin sé til sölu. Um það sagði
Kristján: „Ég er sannfærður um
að tilboð í þessar vélar hefur engin
áhrif á hvort Flugleiðir semja við
okkur eða ekki. Þeir koma til með
að selja þessar vélar, ef þeir telja
sér hag í því umfram það að reka
þær sjálfir. Þetta era miklir reikni-
og viðskiptamenn sem stjóma
þessu fyrirtæki og þar gildir krón-
an og aurinn."
Húsavík:
Tap Fiskiðju-
samlagsins
62 milljónir
Húsavík. “
AÐALFUNDUR Fiskiðjusamlags
Húsavíkur var haldinn fimmtu-
daginn 11. maí og kom þar fram
að tap á rekstri félagsins var um
62 mifijónir króna. Heildarvelta
samlagsins var um 593 miiyónir
og svo til hin sama og árið áður.
Innlagður bolfiskur var 6.100 tonn
og innlögð rækja um 1.000 tonn.
Samdráttur varð í bolfiski um 13%
og rækjuafla um 47%. Háir vextir,
gengistap, lækkandi markaðsverð
erlendis og samdráttur í innlögðum
afla olli þessum verulega hallarekstri
á árinu sem var eins og áður segir
62,3 milíjónir.
Fyrstu Qórir rnánuðir þessa árs
virðast gefa vonir um betri rekstur
á yfírstandandi ári.
- Fréttaritari
Djúpkarfínn á Reykjaneshrygg:
Grálúðuuppbót kemur
fyrir tilraunaveiðarnar
Sjávarútvegsráðuneytið styður útgerðir 5 togara til tilraunaveiða á
djúpkarfa á Reykjaneshrygg utan fiskveiðilögsögunnar. Stuðningurinn
felst í því, að veiðidagar teljast ekki til sóknardaga í sóknarmarki og
afli reiknast hvorki inn í aflamark né aflahámark, enda er hann tek-
inn utan lögsögunnar. Að auki kemur viðbótarkvóti á grálúðu, 10 tonn
á hvem dag, sem veiðarnar em stundaðar eftir fyrstu vikuna, en þó
ekki í fleiri en 14 daga. Frystitogaramir Sjóli og Haraldur Krisljáns-
son hafa báðir notið stuðnings þessa.
Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri ráðuneytið tekið ákvörðun um skipin
í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að ákveð-
ið hefði verið að styðja 5 skip til
þessara tilraunaveiða þar sem þær
gætu skilað okkur mikilvægum upp-
lýsingum um hugsanlega veiði þarna
og aukið með því möguleika flotans
til athafna. Það væri því vissulega
tilvinnandi að stuðla að þessum til-
raunum. Hann gat þess að leitað
hefði verið til LÍU eftir ábendingum
um skip til tilraunaveiðanna og hefði
í kjölfar þess. Fiskifræðingar hefðu
talið heppilegast að veiðisvæðin yrðu
könnuð í apríl og júní og hefðu
frystitogararnir Sjóli og Haraldur
Kristjánsson orðið fyrir valinu í
apríl. Sfðan væri rætt um þrjá nafn-
greinda togara í júní, en endanleg
ákvörðun lægi ekki fyrir. Árni lagði
áherzlu á það, að hér væri ekki um
„opinn víxil“ að ræða. Þessi stuðn-
ingur næði aðeins til skipanna fimm.
Haraldur Kristjánsson var að
þessum veiðum í 15 daga og hlaut
því 80 tonna viðbót við grálúðukvóta
sinn. Karfaafli hans í allt var 50
tonn. Sjóli var að veiðum í 23 daga
og aflaði alls 210 tonna af karfa og
jók við það grálúðukvóta sinn um
140 tonn. Helgi Kristjánsson, út-
gerðarstjóri togaranna, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að sér þætti
þessi stuðningur ekki nægur og ein-
kennileg væri sú ráðstöfun að ekk-
ert kæmi fyrir fyrstu vikuna, sem
væri bæði erfiðust og kostnaðarsö-
must. Hann sagði ennfremur, að
útgerðin hefði fullan hug á fram-
haldi þessara tilraunaveíða, en þá
þyrfti meðal annars að huga betur
að pakkningum og mörkuðum til að
fá nægilegt verð fyrir karfann.