Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 49
49 verki að gegna en aðeins um tak- markaðan tíma eða eins og ýmsir (Feitletrun mín - JG.) innan EFTA- ríkjanna benda á: Aðild að EFTA getur aldrei komið í staðinn fyrir aðild að Evrópubandalaginu.“ Nauðugur einn kostur, ef ég skil orðin rétt. Forsendur þær, að „væntanlega" muni Austurríki yfir- gefa EFTA bráðlega og Noregur fylgja í kjölfarið síðar, þótt ekki sé það raunar á dagskrá þar í landi í bráð. En ljótt er ef satt er, þykir mér, og hitt verður að minna á einn- ig, að þeir eru einnig ófáir, sem ekki telja EFTA jafnt bráðfeigt og höfundur ofanrakinna orða. Sumar þjóðir meta fullveldi sitt enn ein- hvers, og ýmsir líta á EFTA sem verkfæri, sem vel megi nýta til framdráttar góðum hlutum. Flest hvað mun með annarlegum hætti öðlast eiginleika fljótandi efna þegar innri markaður EB kemst í gagnið, virðist mér. Ekki aðeins fjármagnið, heldur einnig vamingur og vinnuafl; fólk með öðrum orðum. Úr lofgrein um hinn óhefta straum fjármagns tek ég örlitla tilvitnun: „Hætt er við að ísland og önnur þau lönd, sem halda vilja fast í höft í gjaldeyrisviðskiptum og peninga- málum, muni einangrast. Marg- háttuð sérviska okkar kann að samræmast þjóðarrembing (svo) og vera áhugaverð fræðilega séð, en ef hún fer í vaxandi mæli að bitna á lífskjörum þjóðarinnar fer gamanið að káma.“ (Feitletr- un mín - JG.) Þjóðarrembingurinn, já. Það þarf líklega að hyggja að ýmsu, þegar velja skal milli fullveldis og fimm- eyrings. Kannski voru það þá ómerk orð, þegar öllu er á botninn hvolft, þegar Jón Sigurðsson sagði: „ís- lendingar viljum vér allir vera.“ Kannski hann hafi vanmetið hið fijálsa flæði ijármagns; verið skammsýnni maður en okkur hefur verið kennt. (Þó ef til vill enn áhugaverður „fræðilega séð“.) „í EB viljum vér vera,“ segja skoðana- kannanimar okkur nú, þannig að höfundur ofangreindrar tilvitnunar má sæmilega vel við una. Þjóð- remba íslendinga virðist ekki ætla að reynast fjármagnsstreyminu sá Þrándur í Götu, sem hann óttast. Menn ræða vitaskuld mest um fjármuni og markaðsmál, þegar tal berst að EB. En EB er annað og meira en markaðsbandalag eins og áður sagði, miklu meira. Ríki af átjándu aldar gerð er í uppsiglingu. Hyggst þó sinna félagslegum mál- efnum „þegna“ sinna og byggjá upp nýjan menningarheim. Þær hliðar á starfsemi EB eru ekki síst for- vitnilegar. í ofangreindu blaði við- skiptafræðinema er að vísu hvergi vikið að hinum félagslegu skugga- hliðum Evrópubandalagsins, t.d. Honda 89 Civic 3ja dyra 16 ventia Verð frá 715 þúsund, mióaó vióstaógreiósluágcngi l.maí 1989 GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. UHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 atvinnuleysi tugmilljóna og hruni dreifbýlisins í EB; þeim sem í blað- ið skrifa, liggja þungvægari mál á hjarta að líkindum. En um „félags- legu hliðina" er raunar ein einkar hugljúf grein, fjallar um jafnréttis- mál í EB og ætti að vera forvitni- legt lesefni hveijum þeim, sem áhuga hefur á mannréttindabaráttu kvenna. Raunar var vitnað til þeirr- ar greinar hér ofar, er minnst var á, hvernig Danir hafa orðið að sníða sum lög sín að tilskipunum frá Brussel. En þar er fögur lýsing á því, sem sagt er vera í vændum hjá EB. Þróuðustu velferðarríki verða næsta frumstæð í samanburði við þá lýsingu, og þau réttindi, sem kvenna bíða innan EB, taka næst- um fram þeim draumum sem kven- réttindabaráttan hefur gert sér dýr- asta. Og gott, ef allt gengur nú eftir. „Towards a People’s Europe" heitir lítill breskur áróðurspési fyrir EB, sem fyrir' mér varð. Þar eru fyrirheitin jafnfögur; undarlegt að- eins það eitt, að pésinn skuli saminn af yfirlýstum fjandmönnum alls þess, sem velferðarríki vorra daga hafa byggt á. En spumingar vakna engu að síður. Þau EB-ríki, þar sem konum hefur að líkindum orðið best ágengt í baráttu sinni, svo sem Holland og Danmörk telja tæp 6% af íbúum Evrópubandalagsins. Og ein lög munu gilda í EB þegar fram í sæk- ir. „Hvert skyldu þá hugmyndir og viðmiðun verða sóttar?“ spyr fáfróð- ur. Skyldu t.d. grískar konur fá rétt til að eiga sér ættarnafn? Hvað um hið alræmda réttleysi kvenna í Portúgal? Munu þær njóta ávaxt- anna af baráttu kynsystra sinna t.d. í Danmörku? Eða skyldu hlut- imir fremur æxlast á hinn veginn? Hvað t.d. um Austurríki, þar sem vændishús hafa verið rekin af hinu opinbera? Og lög íra um getnaðar- vamir og fóstureyðingar? Hvemig fer fyrir þeim nú á þessum áram, þegar verið er að skapa hinn nýja Evrópumann? Já, hvemig verður samræmt og hvert verður kvarðinn sóttur? En hinn nýi Evrópumaður, já. Það leiðir hugann að menningar- stefnu Evrópubandalagsins og það er sannarlega undarleg stefna. í sköpun er ekki aðeins nýtt ríki, heldur einnig ný þjóð. Einhveiju sinni var það ætlunin í Sovétrílq'un- um að skapa nýja manngerð, hinn „sovéska mann“. Og ekki hefur það nú tekist betur eftir sjö áratuga basl en menn hafa nú getað séð í fréttum undanfarið. En sköpun „Evrópumannsins“ er í raun stóram róttækari hugmynd. Nú hrúgast upp greinar og bækur um annarlegt fyrirbæri: Hina nýju „evrópsku sjálfsímynd“. Fyrst þegar ég las um það fyrirbæri, hélt ég að kímni- gáfa veraldarinnar hefði nú skyndi- lega tekið sjömílnastökk fram á við. En þar kom að ég áttaði mig á því að mönnum er rammasta al- vara. Hér era engir húmoristar á ferð. Nú er brýnt, segja menningar- postular EB okkur, að hrista þær grillur úr EB-þegnum að þeir heyri til einhverri sérstakri þjóð, eða að það skipti máli. Evrópumenn era þeir fyrst og fremst. Grikki skal ekki ganga með þá grillu, að hann sé Grikki; Hollendingur skal ekki gera sér hugaróra um að hann sé Hollendingur o.s.frv. Evrópumenn era þeir fyrst og fremst, allt annað er aukaatriði. Svo sem í lagi að nota þjóðtungur til heimabrúks, kannski. Og vitaskuld fer á sömu lund með okkur mörlanda, ef unga fólkið hér fær þær óskir uppfylltar, sem skoðanakönnunin gaf til kynna. Og nú skal nota skólana í EB til að EB-þegnar fari nú ekki að mis- skilja þetta og halda að þeir séu eitthvað annað en Evrópumenn. Eitt verk, sem vinna skal, og verð- ur naumast auðvelt í framkvæmd, er að samræma alla kennslu í sögu Evrópu í skólum landa Evrópu- bandalagsins. Skólakerfið allt frá barnaskóla og upp úr skal einnig sniðið að einum og sama kvarðan- um. „Hvert verður hann sóttur?“, verður manni að spyija. En þetta merkir að maður með verkfræðipróf frá Grikklandi skal teljast fyllilega gjaldgengur í Danmörku, svo að eitthvert dæmi sé nefnt. Fræðilegir titlar munu öðlast eiginleika hinna fljótandi efna líkt og annað í þessu kynduga risaveldi, ef allt gengur eftir sem spáð er. Fræði, fjármagn, fólk; allt skal þetta á flot. En hitt vofir hins végar yfir, að háskólar EB-ríkja verði ekki aðgengilegir borguram rílqa utan bandalagsins, þótt undarlegt kunni að virðast. Raunar er að sjá, að nokkrir menn séu þegar til, sem líta á sig sem „Evrópumenn" í þessari nýju merkingu orðsins. René Andre, sá sem annast „menningarherferð" Evrópubandalagsins, („Action Culturelle"), átti t.d. viðtal við Ar- beiderbladet í Noregi hinn 29. mars síðastliðinn. Aðspurður um hugsan- legan menningarlegan ávinning Norðmanna af EB-aðild svaraði hann meðal annars: „Við getum til dæmis gefið Norðmönnum kost á að taka þátt í þeirri menningu, sem Evrópa býr yfir. Og á sama hátt gæfist Evrópu kostur á að kynnast menningu Norðmanna ...“ Og taki nú lesandi vel eftir þessu orðalagi, lesi tvisvar og milli lína líka. Trúi hann mér ekki, er þetta viðtal að fínna á síðu 19 í ofangreindu blaði. Það era svona hlutir, sem ég þarf að lesa tvisvar til að átta mig á, hvort um er að ræða gaman eða alvöra. Sama máli gegndi um kjall- aragrein í Politiken ekki alls fyrir löngu. Þar var í fyllstu alvöra rætt um það, til hve mikils baga sér- danskir bókstafir væra; a með hring o.s.frv., og hve mjög þeir væra til vandræða í EB-samskiptum. Hvemig færi nú með broddstafina okkar, þ og ð t.d.? Og hvemig fara blessaðir Grikkimir að í þessum efnum nú, þegar Brassel hyggst kynna þeim þá menningu „sem Evrópa býr yfír“? En „Evrópa þarf að tala með einni og sömu rödd“, hafa EB-stjómmálamenn nú lengi tuggið upp hver eftir öðram. Spum- ingin er, hvert tungumálið verður. Og hvemig hinn nýi Evrópumaður verður. Kyndugt hanastél verður hann. Uppskrift: 3% Belgi, 1,5% Dani, 17% Frakki, 19% Þjóðveiji, 3% Grikki, 1% íri, 17,5% ítali, 0,1% Lúxemborgari, 4,5% Hollendingur, 3% Portúgali, 12% Spánveiji og 17,5% Breti. Hristist vel og geymist á köldum stað. En sem betur fer eram við ekki aðilar að þessum ósköpum enn, getum látið fara um okkur líkt ojy^ áhorfendur í góðu fjölleikahúsi og fylgst með því sem fram vindur. Allir þessir ofantöldu tilburðir til að steypa þjóðir í eitt og sama mótið, — munu þeir bera þann árangur, sem EB- unnendur vænta? Verða EB-þegnar fullfúsir að fram- selja öll lýðréttindi sín í hendur yfír- þjóðlegra stofnana, sem þeir geta engin áhrif haft á, þegar „innri markaðurinn" kemst á? Mín trú er sú, að svo verði ekki. Hitt blasir við, að þessi annarlega ríkismyndun getur valdið ómældum skaða og hefur raunar þegar gert það. „Nei“, hefði ég sagt, hefði félagsvísinda- deild spurt mig. Og hefði að líkind- um lent í góðum félagskap um þá- skoðun. Hinu sama hefði Thomas heitinn Jefferson svarað, hefði hann verið til viðtals. Eins Jón forseti. En eftir stendur, eins og fyrst var nefnt, að meiri hluti aðspurðra taldi aðild íslands að EB æskilega. Og enn spyr ég: Hvers vegna í ósköpun- um? Höfundur erlektor við Háskóla íslands. ER ALLT Á FLOTI? R/ESI- RENNUR TILVALDAR FYRIR BÍLASTÆÐI, VINNUSALI, VÖRUSKEMMUR, GARÐA OG ALLSTAÐAR ÞAR SEM VATNSELGS ER VON. LEITIÐ UPPLÝSINGA ^ VATNSVIRKINN HF. +++ ÁRMIILA 21 SÍMAR 686455 - 685966 555 LYNGHALSI 3 SIMAR 673415 — 673416 MFA TOLVUNAMSKEIÐ MFA í MAÍ OG JÚNÍ í SAMVINNU VIÐ TÖLVUFRÆÐSLUNA HALDIÐ í REYKJAVÍK ZZZZZZZZZZZ^ Tölva er fjárfesting. Hún má ekki standa ónotuð vegna þess að þú kannt ekki að nota hana. MFA ^ i Upplýsingar og skráning hjá MFA í síma 84233 Þessi námskeið eru í boði: Námskeið PC grunnnámskeið Word Perfect WordPerfect Multlplan dBase III + dBase III + klst. Námskeið 12., 13., 14. og 15. júnl kl. 9-12 17., 19., 22., 24. mal kl. 18-22 26., 27., 28,29. júnt kl. 8-12 30. mal, 1., 6., 8. júnl kl. 18-22 29., 31. mal, 5., 7. júnl kl. 18-22 19., 20., 21., 22. júnl kl. 18-22 12 16 16 16 16 16 PlanPerfect Pagemaker Macintosh grunnnámskeið Maclntosh grunnnámskeið 12., 14., 19., 21. júnl kl. 18-22 13., 15., 20., 22. júnl kl. 18-22 23., 25., 30. mal, 1. júnl kl. 20-23 12., 13., 14., 15. júnl kl. 9-12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.