Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Verðum áfram í samfloti BHMR - segir Lára Sch. Thorsteinsson formaður háskólamenntaðra hjúkrunarfiræðinga „Þessi samningur Hjúkrunarfélags íslands hefur engin áhrif á okkar samningagerð nú. Við erum í samfioti með BHMR-félögum og ætlum okkur að vera það áfram,“ sagði Lára Scheving Thorsteinson, formað- ur Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, i samtali við Morgun- blaðið. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag, hafa samninganefndir Hjúkrunarfélags íslands og ríkisins undirritað nýjan kjarasamning. For- maður HI segir samninginn vera svipuðan þeim samningum, sem gerðir hafa verið að undanfömu. Hann gildir til janúarloka á næsta ári og hækka laun félagsmanna um 10% á samningstímanum. Þá hefur Hjúkrunarfélagið fengið sérmál í gegn sem varða starfsaldurshækkan- ir og nýtt mat fyrir framhaldsmennt- un. Lára sagði að engin fundur innan Félags háskólamenntaðra hjúkr- Samtök fá- mennra skóla stofiiuð SAMTÖK fámennra skóla voru stofnuð á fúndi í Reykja- skóla í Hrútafirði 22. apríl síðastliðinn. Tilgangur sam- takanna er að efla starf litlu skólanna á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum frá grunnskóladeild menntamála- ráðuneytisins eru 56 skólar úti á landi með færri nemend- ur en 40, og 41 skóli með 40-100 nemendur. í fréttatilkynningu um stofn- un sarntakanna segir að aðdrag- andi hennar hafí verið alllangur og undanfarin þrjú ár hafí verið haldin sérstök námskeið á veg- um endurmenntunardeildar Kennaraháskólans um starfs- hætti í fámennum skólum. Síðastliðið vor hafi síðan 30 manna hópur kennara úr litlum skólum víða um land farið í tveggja vikna ferð til Noregs að kynna sér skólahald í dreifðum byggðum Vestur-Noregs, þar sem staðhættir þykja líkir og á íslandi. Noregsfarar héldu vinnufund að Reykjum 21.-22. apríl og varð niðurstaða hans að stofna samtök. unarfræðinga væri fyrirhugaður um kjarasamning Hjúkrunarfélagsins. „Samt sem áður höfum við áhuga á að fylgjast með gangi mála þar enda hafa félögin tvö haft með sér mikla samvinnu. Við erum jú allir hjúk- runarfræðingar og vinnum sömu störfin. Hinsvegar erum við í sam- floti með öðrum BHMR-félögum og stöndum að þeirri sameiginlegu kröfugerð, sem þau hafa sett fram. Tæplega 40 hjúkrunarfræðingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg og eru innan FHH hafa boðað verkfall frá og með 25. maí nk. Félag há- skólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur nýlega fengið samningsumboð fyrir þær, en áður voru þær í Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Flestir þessara hjúkrunarfræðinga starfa á Borgarspítalanum. Hafnarflörður: Börn lentu fyrir bíl SEX ára drengur og sjö ára stúlka urðu fyrir bíl á Lækjar- hvammi í Hafiiarfirði um klukk- an sjö að kvöldi annars dags hvítasunnu. Þau slösuðust ekki alvarlega. Bömin voru að renna sér á hjóla- bretti eftir göngustíg sem liggur niður brekku að Lækjarhvammi og runnu í veg fyrir bíl á leið austur Lækjarhvamm. Stúlkan fótbrotnaði og pilturinn meiddist á fæti og skarst í andliti. Morgunblaðið/Þorkell Undanfarna mánuði hafa staðið yfir umfangsmiklar módelprófanir á Ólafsfjarðarhöfn. Ólafsfjörður: Módelprófanir á höfiiinni Ólafefirði. UNDANFARNA mánuði hafa staðið yfir miklar módelprófanir á ÓlafsQarðarhöfn. Eru prófanir þessar gerðar í kjölfarið á um- fangsmiklum athugunum á öldugangi og sandburði í og við höfii- ina en hafiiarskilyrði eru ny'ög erfið á Olafsfirði. Módelprófanirn- ar eru gerðar í nýrri prófúnarstöð Vita- og hafiiarmálastofiiunar í Kópavogi og í víkinni sýndu þeir Hermann Guðjónsson hafiiar- málastjóri, Gísli Viggósson forstöðumaður tæknideildar Hafiiar- málastofiiunar og Eyþór Elíasson fjármálastjóri bæjarsfjórn Ólaf- sjarðar og þingmönnum árangur prófananna. í prófunarstöðinni var líkan haga framtíðamppbyggingu. Með gert af Ólafsfirði og núverandi hafnarmannvirkjum. Niðurstöður öldumælinga og sandburðarat- hugana voru síðan notaðar með tölvutækni til að framkalla nátt- úrulegar aðstæður og síðan skoð- að hvemig best væri að gera end- urbætur á hafnarmannvirlq'um og í ráðum vom reyndir skipstjómar- menn vanir aðstæðum í Ólafsfirði. Að sögn Gísla Viggóssonar sem yfimmsjón hafði með þessu verki, má með þessum hætti finna lausn- ir sem bæði gefa betri raun og em mun ódýrari. Undir þetta tók Bjarni Grímsson bæjarstjóri í Ól- afsfirði sem sagði rannsóknir af þessu tagi algera forsendu fyrir því að hægt væri að vinna mark- visst að uppbyggingu hafnarinn- ar. Hann benti og á að verðmæti skipastóls Ólafsfirðinga væri um tveir milljarðar króna og í flotan- um væra fjórir skuttogarar, þar af einn yfir þúsund tonn. Þessi öflugi floti ætti ekki nógu ömgga heimahöfn en sýnilegt væri að mun einfaldara væri að bæta úr því en áður var talið. Fór hann viðurkenningarorðum um starfs- menn Hafnamálastofnunar sem hefðu unnið þetta verk af dugnaði og áhuga. - SB Niðurfelling vörugjalds af innlendri ft,amleiðslu: Tekjutap ríkissjóðs 100 milljónir Jón Baldvin til Finnlands JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, og frú Bryndís Schram, fara í opinbera heim- sókn til Finnlands dagana 23.-26. þ.m. í boði Pertti Paasio, utanrik- isráðherra Finnlands. í för sinni mun Jón Baldvin Hannibalsson einnig hitta m.a. Pertti Salolainen, utanríkisvið- skiptaráðherra, Harri Holkeri, for- sætisráðherra, og Mauno Koivisto, forseta Finnlands. Jón Baldin Hannibalsson og föm- neyti hans mun heimsækja Joensuu, sem er vinabær Ísaijarðar, meðan á dvölinni stendur. RÍKISSJÓÐUR verður af um 350 milljóna króna tekjum vegna niðurfellingar 9% vörugjalds á innlendar framleiðsluvörur. Á móti kemur að lagt verður á 5% jöfiiunargjald í stað 3% gjalds og skil- ar sú ráðstöfún 250 milljónum í ríkissjóð, ef áætlanir ganga eftir, að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðiierra. Ríkissjóður mun því verða af 100 milljóna króna tekjum vegna þessa. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segist fagna niðurfellingu gjaldsins. „Menn eru menn að meiri að viðurkenna þessi mistök,“ segir hann. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segist fagna þess- ari breytingu sem fyrsta skrefi í rétta átt. „Breytingin um áramót var hreint slys,“ segir hann. í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar til atvinnurekenda er gefið fyrirheit um að 9% vömgjald verði fellt niður, sem er lagt á framleiðslu- vömr húsgagna-, tijávöm- og málmiðnað og aðföng til þeirra. Ennfremur em gefin fyrirheit um að leggja niður vömgjald sem lagt er á vömr í mikilli samkeppni við innflutning. Það mun, að sögn Jóns Sigurðs- sonar, gerast í tengslum við að virðisaukaskattur verði tekinn upp, væntanlega nálægt næstu áramótum. Jón Sigurðsson segist þegar hafa sett í gang athugun á starfs- skilyrðum iðnaðarins hér á landi, meðal annars á skattlagningu með hliðsjón af skattlagningu á vænt- anlegum sameiginlegum markaði Evrópubandalagsins. Jón segir að álagning þessa vömgjalds síðastliðin áramót hafi verið mistök. „Ég fagna því að menn skuli hafa séð að sér með þessa gjaldtöku á verkstæðisiðn- aðinn," segir hann. „Menn em menn að meiri að viðurkenna þessi mistök.“ Hann segir þetta vera mjög mikilvægan ávinning fyrir iðnaðinn og fyrir einföldun skattkerfisins. „Við hefðum auðvitað viljað að þetta félli niður fyrr, en engu að síður emm við mjög ánægðir með þessa lausn af því að nokkuð hrein- ar línur em nú komnar í þetta,“ segir Þorleifur Jónsson fram- kvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna. Hann segir að þrátt fyrir að reglugerð hafi verið komin um innheimtu vömgjaldsins fyrir nokkra síðan, hafi engu að síður verið hnökrar á framkvæmdinni varðandi niðurfellingu gjaldsins hjá þeim fyrirtækjum sem eiga rétt á. „Það hefur gengið svons og svona að komast í gegn um skriffinnskuna í því dæmi,“ segir hann. Handritin flutt utan í tvennu lagi ÍSLANDSSÝNING stendur nú yfir í „Fjallasafninu" í Tórínó á Italíu. Sýningin er eins konar kynning á sögu, menningu, listum og bókmenntum þjóðarinnar. Ýmsir munir úr Árbæjarsafni og Þjóðminjasafninu eru meðal annars sýndir í Fjallasafhinu, en þar eru að auki nokkur handrit og málverk og fjölda Ijósmynda. Sýningin hófst þann 18. apríl Handritin á sýningunni og við það tækifæri flutti Dr. Jón- as Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar, erindi, en hann flutti handritin utan ásamt einum starfsmanna sinna. Jónas sagði í samtali við Morgunblaðið, að mikið fjöimenni hefði verið við opnun sýningarinn- ar og aðsókn hefði verið góð. em Skarðsbók, safn postulasagna, eitt handrit Jónsbókar og handrit af íslendingabók Ara fróða auk brota úr öðmm handritum. Loks er á sýningunni eitt eintak af Guðbrandsbiblíu. Skarðsbók er mest metin þessara handrita, en hún var keypt á uppboði í Eng- landi fyrir mörgum áram á 35.000 pund. Jónas sagði að handritin sem slík væm bæði ómetanleg og óbætanleg og því takmarkað gagn af því að tryggja þau. Það hefði engu að síður verið gert og væra þau öll tryggð fyrir nokkrar millj- ónir króna. Sigurgeir Steingrímsson, starfsmaður Stofnunar Áma Magnússonar var með Jónasi í förinni og skiptu þeir handritun- um á milli sín. Þeir fóm með þau í handfarangri, hvor með sínu fluginu, til að minnka áhættuna á því að þau glötuðust öll, kæmi eitthvað fyrir. Jónas flutti enn- fremur fyrirlestra í tveimur há- skólum í Mílanó, en þar kemur íslenzka við áögu við kennslu á fomensku og fornþýzku. Fimm íslenzk málverk em á sýningunni og em þau eftir Kjarv- al, Finn Jónsson og Júlíönu Sveinsdóttur. Þá var gefin út mik- il sýningarskrá, hlaðin fróðleik af ýmsu tagi um land og þjóð, grein- um bæði eftir innlenda höfunda og erlenda og prýdd fjölda ljós- mynda, gamalla og nýrra. Seyðisfjörður: Fermt í nýja skólahúsinu Seyðisfírði. VEÐRIÐ setti strik í reikninginn er áformað var að ferma 18 börn frá Seyðisfirði í Egilsstaðakirkju á hvítasunnudag. Aðfaranótt sunnudags gerði hið versta vatnsveður með snjókomu til fjalla þannig að Fjarðarheiði varð ófær. Gripið var á það ráð að ferma börnin í nýja skólahúsinu á Seyðis- firði, en það hefur verið notað til kirkjulegra athafna síðan Seyðis- fjarðarkirkja skemmdist í eldi 19. febrúar sl. Fermingarguðsþjónustan hófst svo klukkan 15 um daginn og var í alla staði hátíðleg og vel heppnuð fyrir börnin. Þegar fólk kom frá kirkju var komið hið besta veður og sólskin um allan bæ. - Bjöm..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.