Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 1989 51 um og litlu stúlkunni hans heimili og hlýju og friðar, sem veitti skjól og öryggi í amstri daganna. Hennar hlutur er því stór og hann hefur Magnús metið og þakkað að verð- leikum. Og virðing okkar og aðdáun hefur vaxið fyrir þessari hógværu og hjartahlýju konu, sem nú sér að baki eiginmanni og tryggum vini, en hún taldi aldrei eftir sér að gjöra það besta úr öllum hlutum er að gagni máttu koma og í hennar valdi stóðu. Minningin lifir um góðan dreng og við sendum á kveðjustund- inni samúð okkar til ástvina hans, eiginkonu og dóttur, maka hennar og afabarna. Guð blessi þeim minningar sam- verustundanna og gefi þeim styrk í sorg þeirra og söknuði. Guðrún og Ólaftir Öm Mig langar að minnast heiðurs- mannsins Magnúsar Sveinssonar kennara frá Hvítsstöðum á Mýrum með nokkrum orðum. Magnús var fósturbróðir móður minnar, Guðnýjar Kristrúnar Níels- dóttur, og ólust þau upp hjá ömmu minni og afa, Soffíu Hallgríms- dóttur og Níelsi Guðnasyni, að Vals- hamri á Mýrum. Ég man eftir Magnúsi frá því ég var drengur, þá bjó hann ásamt fyrri konu sinni, Guðnýju Margréti Bjömsdóttur, vestur á ísafirði og þau hjónin komu oft á sumrum til Reykjavíkur og bjuggu þá stundum hjá foreldrum mínum, okkur öllum til mikillar gleði. Vorið 1953 lést Guðný kona Magnúsar frá dóttur sinni fjögurra daga gamalli og hlaut hún nafn móður sinnar, Guðný Margrét, við kistulagningu hennar. Eftir lát Guðnýjar, sem varð Magnúsi mikill harmdauði, bjó hann á Isafirði tvo vetur og hélt heimili með ráðskon- um og dótturinni litlu, sem varð gleðigjafi og augasteinn föður síns og hefur verið ætíð síðan. Guðný Margrét sem nú er þekkt myndlistarkona er gift Helga Guð- bergssyni lækni og eiga þau þrjú mannvænleg börn. Tvö fyrstu sumur eftir andlát konu sinnar dvaldi Magnús í Reykjavík með Guðnýju' Margréti yngri á heimili foreldra minna. Á þriðja vetri fékk Magnús leyfi frá störfum og dvaldi þá mikið erlend- is, en Guðný Margrét var í fóstri hjá foreldrum mínum, Stefáni Páls- syni tannlækni og Guðnýju móður minni. Síðan hafa Magnús og Guðný verið mér og systrum mínum mjög kær og eignuðumst við góðan frænda og systur. Magnús var kennari að mennt og starfaði við kennslu alla sína starfsævi, en hann var áræðinn og duglegur við margt fleira og byggði sér íbúð af miklum dugnaði vestur á Hagamel og þar var hann allt í senn, smiður, pípulagningamaður, múrari, málari og dúklagningamað- ur. Samt held ég að Magnús hafi alltaf langað til að verða bóndi, og skil ég það vel, því ég hef alltaf litið til þeirrar stéttar með aðdáun og virðingu. Ekki varð samt af því að sá draumur hans rættist. En hann var alla tíð mikill aðdáandi íslenskrar náttúru og ferðaðist mik- ið um landið, jafnt byggðir sem óbyggðir, og fór oft í Iangferðir fótgangandi. Magnús var mjög einlægur mað- ur og trúr því sem hann tók ást- fóstri við. Þannig var einnig um stjórnmálaskoðanir hans, en þar studdi hann Framsóknarflokkinn alla tíð. Það var oft og einátt mjög fjörug stjórnmálaumræða milli föð- ur míns og Magnúsar og þótti mér mjög gaman á að hlýða fyrst í stað og seinna að taka þátt í slíkum samræðum. Vorið 1957 flutti Magnús í eigin íbúð á Hagamel 41 í Reykjavík og réð til sín ráðskonu, Guðnýju Sveinsdóttur ljósmóður frá Eyvind- ará á Héraði, og varð það þeim feðginum mikið gæfuspor, því Magnús og Guðný giftu sig 12. júní 1958 og var hjónaband þeirra mjög farsælt og lifir Guðný Sveinsdóttir mann sinn. Við Magnús hittumst oft á seinni áruni á laugardags- eða sunnudags- morgnum í kaffisopa í gamla fal- lega húsinu hennar mömmu við Stýrimannastíg, þar sem við kynnt- umst fyrst fyrir 40 árum. Þá var oft ýmislegt spjallað, þar á meðal um landsins gagn og nauðsynjar. Magnús alltaf trúr sínum flokki og hugsjón, ég meira reikandi og dálít- ið í vafa um ágæti landsfeðranna. Ásamt því að vera einstaklega hlýr og einlægur, var Magnús einnig hógvær og sparsamur. Hann hlúði vel að sínu og var ánægður með það. Eiginleikar, sem óskandi væri, að væru meira ríkjandi meðal okkar • dag. Ég kom við hjá mömmu að morgni 4. maí síðastliðinn og þegar Talaðu við obfeur um uppþvottavélar SUNDABORG 1 S. 68 85 88 -68 85 89 við vorum að fá okkur kaffisopa saman spurði ég hana hvort Magn- ús hefði ekkert komið til hennar nýlega. Ég vissi ekki þá, að á þeirri stundu var hann að hlúa að garðin- um sínum í síðasta sinn og að við myndum aldrei framar hittast A Stýrimannastígnum. Þess sakna ég mikið. Hann var heill maður. Páll Stefánsson Talaðu við ofefeur um ofna SUNDABORG 1 S. 68 85 88 -6885 89 Peugeot 405 stórglæsilegur og margverðlaunaður fólksbíll. Varmeðal annars kosinn bíll ársins í Danmörku og Noregi auk þess að vera valinn bíll ársins í Evrópu 1988 með mestu yfir- burðum í sögunni. Peugeot 405 GL 4ra dyra, 5 gíra, 1580 cc. Verð áður VORverð 884.200. 824.200. VORafsláttur Peugeot 405 GR 4ra dyra, 5 gira, 1905 cc. Verð áður VORverð Kr. 60.000.- Kr. 1.030.200. Kr. 960.200. NÝJUNG I BÍIAVIÐSKIPTUIVI! Sól hækkar stöðugt á lofti og allir komnir í VORskap. Og við höldum áfram með VORafslátt og VORgreiðslukjör. VORsalan á Peugeot 205 og 309 hefur fengið frábærar viðtök- urog þarsem við höfumfengið ítrekaðarfyrirspumirum VOR- sölu á Peugeot 405, höfum við nú ákveðið að slá til, en aðeins þessa viku! Allir bílar á TMtéLI eru af árgerð 1989. VORafsláttur Kr. 70.000.- Peugeot 405 GR BREAK (station) 4ra dyra, 5 gira, 1905 cc. Verð áður VORverð Kr. 1.131.000. Kr. 1.061.000. VORafsláttur Kr. 70.000.- Við tökum allar tegundir eldri bila i skiptum en Peugeot er sérstaklega velkominn í skiptum og þá getum við lánað alian mismuninn í allt að átján mánuði. Líttu við og þú sannfærist! JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 ^ ifffi atsti nflTti tiffr ifiSðii JÖFUR- ÞEGAR ÞU KAUPIR BÍL ATHUGIÐ! AÐEINS VIKU. c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.