Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.05.1989, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1989 Hjónaminning: Þorgrímur Marí- usson — Matthea G. Sigurbjörnsdóttir Hinn 22. mars sl. var gerð frá Húsavíkurkirkju útför Þorgríms Maríussonar sjómanns. Með honum er genginn atorkumaður að loknu löngu og farsælu lífshlaupi. Þorgrímur fæddist 4. desember 1904 og var hann því á 85. aldurs- ári er hann lést hinn 12. mars sl. Hann var sonur hjónanna Maríusar Benediktssonar útvegsbónda á Húsavík og Helgu Þorgrímsdóttur konu hans, sem fædd var að Hraun- koti í Aðaldal. Eignuðust þau hjón 5 syni, sem upp komust. Bjuggu þeir allir á Húsavík og voru þekkt- ir að dugnaði og snerpu. Af þeim bræðrum er nú aðeins Gunnar á lífí, en Héðinn bróðir þeir lést í hárri elli á útfarardegi Þorgríms. Þorgrímur ólst upp við sjósókn og smábúskap á Húsavík og varð hvers kyns veiðiskapur hans líf og yndi, en athyglisgáfa og þekking á náttúru lands og sjávar var nánast einstök, enda oft til hans leitað af þeim sem fengist hafa við rann- sóknir á dýralífí norðanlands. Hann var fljótt liðtækur við að afla heim- ili foreldra sinna viðurværis, en á æskuárum hans urðu allir að leggj- ast á eitt um að afla lífsbjargar, enda skorti jafnt aðstöðu í landi sem fullnægjandi veiðitækni á sjó til þess að nýta mætti til fullnustu þá sjávarlífsauðlind sem í Skjálfanda- flóa og nærliggjandi hafsvæðum er fólgin. Á þessum tíma var töluverð selveiði á Húsavík og var þar eink- um um vöðusel að ræða, sem gekk inn í Öxarfjörð og Skjálfandaflóa síðari hluta vetrar og þótti það mikil búbót. Á fyrri tíð fór veiðin að nokkru fram með landnótum, sem lagðar voru út frá ströndinni, þar sem selakjórumar fóru um, en einnig voru selirnir þá skutlaðir af skutlara, sem stóð í stefni á hrað- skreiðum árabátum, en róið var af röskum mönnum í kapp við selina. Á æskudögum Þorgríms vom byss- ur komnar til sögunnar, en sérstak- ur búnaður var notaður til þess að festa í skotnum selum og innbyrða þá. Þorgrími vom selveiðamar eink-' ar hugstæðar og hann var fljótur að tileinka sér það verklag, sem við þær var notað. Af öðm, sem Þor- grímur fékkst við í æsku má nefna, að á vorin var hann stundum send- ur síðla nætur fram að Laxamýri til þess að sækja nýveiddan lax, sem síðan var notaður í beitu fyrir þorsk, þegar sjómenn beittu línu sína snemma morguns. Þorgrímur lauk bamaskólanámi og síðan stundaði hann nám í ungl- ingaskóla Benedikts Bjömssonar. Að því loknu sótti hann svokallað mótoristanámskeið á Akureyri og hlaut starfsréttindi sem vélstjóri. Þegar hann var 17 ára réð hann sig til verslunarstarfa hjá Bjama Benediktssyni kaupmanni á Húsa- vík og Þórdísi konu hans. Vom þau honum góðir húsbændur. Sumarið 1925 fór hann á vegum Bjama til t Hjartkær eiginkona mín, INGRID KRISTJÁNSDÓTTIR, Flyðrugranda 20, varð bráðkvödd laugardaginn 13. maí. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og systra hinn- ar látnu, Jónas Þ. Dagbjartsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR, Hátúni 10b, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 16.30. Ámundi R. Gíslason, Inga L. Guðmundsdóttir, Ingigerður K. Gfsladóttir, Hallgrímur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, amma og langamma, LOVÍSA GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00. Sofffa Sveinbjörnsdóttir, Björn Einarsson, Margrét Árnardóttir, Lúðvík Baldursson, Þórir Aspelund, Ásgeir Baldursson, Grétar Gunnarsson, og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, MAGNÚS SVEINSSON fyrrverandi kennari frá Hvftsstöðum, Laufásvegi 27, sem lóst í Landspítalanum 5. maí verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00. Guðný Sveinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Helgi Guðbergsson. Grímseyjar og starfaði þar við fískmóttöku og fiskverkun fram á haust, en Grímseyingar sóttu þá verslun sína og aðra þjónustu að mestu leyti til Húsavíkur. Það var líf og fjör í Grímsey yfír sumar- tímann, stutt til fískjar og í annan veiðiskap. Aflanum varð að breyta í útflutningsvöru og það var lítið um hvíld fyrir hrausta menn í hinni nóttlausu voraldar veröld þama við heimskautsbauginn. Innlendur og erlendur floti stundaði og síldveiðar skammt undan og sjómennirnir lífguðu upp á mannlífíð í eynni, þegar veður hamlaði veiðum. Skip- sljóri á norskum síldveiðibát var í vinfengi við sóknarprest Grímsey- inga, Matthías Eggertsson, og þeim Þorgrími og Daníel Willard Fiske, syni sr. Matthíasar datt í hug að fá prestinn til að hafa samband við skipstjórann og biðja hann úm að hafa milligöngu að útvega þeim skipspláss á norsku veiðiskipi. Þetta varð úr og í árslokin 1925 héldu þeir til Noregs með ^gufuskipinu Novu. Þeir héldu til Alasunds og voru skráðir skipveijar á veiðiskipi, sem Polaric hét og var gert út frá Brandal. Voru þeir í fyrstu við síldveiðar í reknet, en síðar hélt skipið til selveiða í Hvítahafí, þar sem þeir voru fram á sumar. Þor- grímur hélt dagbók um þessa ferð og skráði þar fallegri rithönd þau ævintýri, sem þeir félagar lentu í innan um seli og hvítabirni, skip- reika selveiðimenn og rússneska ísbrjóta, en alls veiddi áhöfnin 1530 seli í túmum. Síðan var haldið til lands með aflann og fór Þorgrímur nú að ókyrrast í Noregi, enda átti hann festarmey í Grímsey. Þeir fé- lagar fengu fljótlega far með norsku síldveiðiskipi til Seyðisfjarð- ar og komust þaðan til Grímseyjar meðan sól gekk enn eigi til viðar. Þar hóf Þorgrímur sjóróðra á bát, sem hann keypti ásamt Ola Bjamasyni á Sveinsstöðum. Bátur- inn kostaði 105 krónur og fiskuðu þeir félagar fýrir andvirði bátsins í fyrsta róðri. Það er af félaga hans, Daníel Willard Diske, að segja, að hann fórst nokkm síðar í fugla- bjargi í Grímsey, er hann varð fyr- ir gijóthruni. Festarmey Þorgríms var Matthea Guðný Sigurbjörnsdóttir frá Sveins- t Útför mannsins míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, GUÐMUNDAR JÓHANNSSONAR félagsmálaráðunauts, Hringbraut 58, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, fimmtudaginn 18. maí, kl. 13.30. Gíslína S. Þórðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t KRISTRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR frá Sunnudal i Vopnafirði, fyrrum húsfreyja i Vallanesi, Skilmannahreppi, Gnoðarvogi 76, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Þorsteinn Valdimarsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR SAMÚELSSON fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Ellen Eyjólfsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Gunnar Ólason, Eyjólfur Sverrisson, Margrét Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR GÍSLASON bifreiðastjóri frá Hvaleyri, Suðurgötu 62, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (s- lands og Heilavernd. Ingibjörg Bjarnadóttir, Guðfinnur Gísli Þórðarson, Elísabet Makosz Þórðarson, Bjarni Rúnar Þórðarson, Anna Sigriður Karlsdóttir, Hrafnhildur Þórðardóttir, Guðjón Helgi Hafsteinsson og barnabörn. stöðum í Grímsey, en foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjöm Sæ- mundsson og Sigrún Indriðadóttir. Hún fæddist 25. júlí 1903 og var hún næstelst systkina sinna. Þau Þorgrímur voru gefin saman í hjónaband 28. ágúst 1927 og fluttu þau sama ár til Húsavíkur, þar sem þau bjuggu síðan. Þau eignuðust 10 böm. Einn dreng misstu þau nýfæddan, en upp komust 7 dætur og tveir synir. Börnin em í aldursröð: Brynja, Skjöldur, Helga, Sigurbjöm, Guð- rún, María, Jónína og Steinunn. Að ævilokum Þorgríms vom afkom- endur þeirra hjóna 80 talsins. Þorgrímur hóf sjósókn á Húsavík í félagsútgerð við bræður sína, en saman keyptu þeir og gerðu út vél- bátinn Egil. Sá bátur sökk í ofsa- veðri árið 1934. Síðar gerðist Þorgrímur hafnarvörður og gegndi þeim starfa í 15 ár, en jafnframt stundaði hann margs konar veiði- skap til þess að framfleyta sér og sínum. Hann var jafnan snemma á fótum og var oft búinn að afla heim- ilinu fískjar, fugls, hnísu eða sels, þegar bæjarbúar komu til vinnu sinnar neðan við Húsavíkurbakk- ann á morgnana. Og hann var örlát- ur á feng sinn við þá, sem skorti sömu atorku eða aðstöðu til þess að afla sér sjálfír matar af gnægtar- brunni náttúmnnar. Þegar hann hætti störfum hjá Húsavíkurhöfn, hóf Þorgrímur trillubátaútgerð og stundaði hana fram á efri ár — oft með tilstyrk dætra sinna og dóttur- dóttur. Á landi veiddi hann ijúpur og stundum refi og á sjó „grisjaði" hann stofna sjófugla jafnt sem spendýra. Enginn stóð honum á sporði í skotveiði, en hann þekkti líka þau náttúmlegu takmörk, sem öllum veiðum em sett. Hann stuðl- aði ekki að útrýmingu dýra, sem ásamt okkur mönnunum em far- þegar á geimfarinu Jörð. Á heimili þeirra Þorgríms og Mattheu ríkti glaðværð og hlýja. Hjónin vom samhent um rausnar- skap við gesti og gangandi. Þor- grímur var víðlesinn jafnt umbók- menntir sem náttúmfræði og hafði yndi af að ræða um þau mál. Þau vom einhuga um að leggja góðum málum lið, Matthea með starfi sínu í kvenfélagi staðarins, Þorgrímur með þátttöku í stjórnmálastarfi og sönglífí á yngri ámm og með stuðn- ingi við þarfar framkvæmdir eins og t.d. sundlaugarbyggingu síðar. Hann var einstaklega bamgóður og böm og unglingar löðuðust því að „skúrnum“ hans neðan við bakk- ann, þar sem hann kenndi þeim verklag, sem ungt fólk þurfti þá að kunna skil á og skýrði jafnframt fyrir þeim furður náttúmnnar. Matthea lést 28. nóvember 1968 og varð það Þorgrími mikið áfall. Hann hélt áfram heimilishaldi með yngstu dóttur sinni Steinunni, en árið 1975 flutti hann á heimili Guð- rúnar dóttur sinnar og Halldórs Ingólfssonar eiginmanns hennar á Húsavík og bjó þar síðan. Síðustu misserin dvaldist hann svo á Sjúkra- húsi Húsavíkur. Sá sem þessar línur ritar kynnt- ist þeim Þorgrími og Mattheu í barnæsku og átti þar jafnan mikilli velvild og vináttu að mæta. Að leið- arlokum er Ijómi um mynd þeirra hjóna, sem lifðu sístarfandi og kærleiksrík í jafnvægi við náungann og það náttúrulega umhverfi, sem Guð gaf okkur norður við yzta haf. Blessuð sé minning þeirra. Björn Friðfínnsson Kransar, krossar ogkistuskreytingar. C/ Sendum nm allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, ÁJIhcimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.