Morgunblaðið - 31.05.1989, Side 24
24
'iw;!nfófrGÚNBLAÐIÐ ’MÍEÍ^ÍftftjSKÖfeWíðV.0081^1989
Mesta efiiahagskreppa í sögu Argentínu:
Stjómin lýsir yfir neyð-
arástandi vegna óeirða
Buenos Aires. Reuter.
STJÓRN Argentínu lýsti á mánu-
dagskvöld yfir 30 daga neyðar-
ástandi í landinu eftir að óeirðir
höfðu brotist út vegna mestu
efnahagskreppu í sögu landsins.
Að minnsta kosti flórir hafa beð-
ið bana og 41 særst í óeirðunum.
Hafa stjómvöld sakað vinnstri-
sinna um að hafa kynt undir
óeirðunum.
Lögreglan sagði að 800 manns
hefðu verið handteknir fyrir að láta
greipar sópa um matvöruverslanir,
einkum í höfuðborginni, Buenos
Aires, og í Rosario, næststærstu
borg landsins.
ERLENT
Argentínumenn eiga við mikla
efnahagskreppu að stríða; stjórn-
völd hafa misst öll tök á verðbólg-
unni, kaupmáttur launa er nú ein-
ungis þriðjungur kaupmáttarins í _
febrúar og mikill skortur er á nauð-
synjavörum og lyfjum.
Jose Ignacio Lopez, talsmaður
Rauls Alfonsins Argentínuforseta,
sagði að boðað hefði verið til neyð-
arfundar á þinginu, þar sem rætt
yrði hvernig bregðast skuli við
óeirðunum í landinu. Þingið hefur
áður afnumið nokkur lýðréttindi, til
að mynda heimilað stjómvöldum
að láta taka menn höndum án hand-
tökuheimildar og banna fjöldasam-
komur.
Alfonsin hefur boðað fund hjá
þjóðaröryggisráði landsins, sem
komíð var á laggirnar fyrr á árinu
eftir árás vinstrisinnaðra skæruliða
á búðir hermanna. Alfonsin hefur
einnig kynnt neyðarráðstafanir sem
stjóm hans hyggst grípa til vegna
efnahagsástandsins.
Stjómmálaskýrendur segja að
Argentínustjórn njóti ekki lengur
trausts almennings og sé ekki fær
um að grípa til nauðsynlegra efna-
hagsaðgerða. Flokkur Alfonsins,
Róttæki flokkurinn, galt mikið af-
hroð í forsetakosningunum 14. maí
og frambjóðandi peronista, Carlos
Menem, hlaut hreinan meirihluta
atkvæða. Peronistar eiga sam-
kvæmt stjómarskrárlögum að taka
við völdunum eftir nokkra mánuði.
Reuter
Lögreglumenn handtaka nokkra íbúa Rosario, næststærstu borgar
Argentínu, í gær, eftir að hundruð manna höfðu látið greipar sópa
um verslanir borgarinnar. Lýst var yfir neyðarástandi í landinu er
óeirðir brutust út vegna óánægju með efnahagsaðgerðir, sem Arg-
entínusljórn boðaði um helgina.
Aldrei fleiri Danir verið
hlynntir aðild að NATO
STUÐNINGUR Dana við aðild
landsins að Norður-Atlants-
hafsbandalaginu, NATO, hefúr
aldrei verið meiri en nú. Tæp-
Fresta
smíði endur-
vinnslustöðvar
Vestur-þýsku orkufyrirtækin,
sem staðið hafa að smíði end-
urvinnslustöðvar fyrir kjarn-
orkuúrgang í Wackersdorf í
Bæjaralandi, hafa ákveðið að
fresta framkvæmðum við hana
um óákveðinn tíma. Umhverf-
isvemdarmenn hafa fagnað
þessum tíðindum en mikill styr
hefur ávallt staðið um stöðina.
Þessi ákvörðun þýðir hins veg-
ar, að Bretar og Frakkar verða
að hlaupa undir bagga með
Þjóðveijum í endurvinnslunni.
Myndin er af stöðinni í Wac-
kersdorf.
Reuter
lega þrír af hveijum fórum
kjósendum eru fylgjandi aðild-
inni, en aðeins 16% eru henni
andvígir, að því er fram kemur
í frétt í mánudagsblaði Berl-
ingske Tidende um nýlega
skoðanakönnun Gallup-stofh-
unarinnar.
NATO-aðild hefur yfirleitt notið
stuðnings 50-60% danskra kjós-
enda, en fyrir utan niðurstöðurnar
úr nýjustu könnuninni hefur hag-
stæðasta hlutfall stuðningsmanna
bandalagsins í Danmörku mælst
tæp 70%. Það var 1983. í fyrra
var það, samkvæmt skoðanakönn-
un Gallups, 59%.
Athyglisvert þykir, að stuðning-
ur við aðildina hefur ekki minnkað
þrátt fyrir slökun síðustu missera
og afvopnunartillögur Mikhails
Gorbatsjovs Sovétleiötoga, auk
innbyrðis deilna NATO-landanna
um skammdrægar eldflaugar.
„Gorbatsjov hefur síður en svo
dregið úr tiltrú fólks á NATO-
aðild,“ hefur Berlingske Tidende
eftir Asger Schultz, framkvæmda-
stjóra Gallups.
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar leiða eftirfarandi í ljós: Með-
al stuðningsmanna borgaraflokk-
anna nýtur aðildin að NATO 87%
fylgis, en 8% eru henni andvíg.
Meðal jafnaðarmanna eru 75%
meðmæltir, en 14% á móti. Meðal
kjósenda, sem eru til vinstri við
Jafnaðarmannaflokkinn, eru 37%
hlynntir aðild, en 56% á móti.
Noregur;
Hjartans þakkir til allra þeirra, er minntust
mín á 80 ára afmœlinu mínu þann 18. maí
sl. og geröu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Guömundsdóttir,
Víkurbraut 26,
Höfn.
Höföar til
„fólks í öllum
starfsgreinum!
Tölvuþrjótar angra
norsk fyrirtæki
Norinform.
NORSKU lögreglunni tókst á
síðasta ári að afla víðtækra upp-
lýsinga um starfsaðferðir er-
lendra tölvuþijóta. Með aðstoð
háþróaðs aðgangskerfis voru
alls 120.000 upphringingar
skráðar í tölvu sem lögreglan
hafði sett upp. Ljóst þykir að
erlendir tölvuþijótar noti norsk
SKYNDISALA
Um er að ræða ameríska toppvöru á algjöru
botnverði! 4 tegundir sláttuvéla, allar
með Briggs & Stratton motor.
Opið 10-19 í dag.
Greiðslukjör.
Vorleikur'89
hinn eini og sanni
ÁRMÚLA 16 - SÍMI: 686204 & 686337
tölvukerfi til að bijótast inn í
gagnagrunna í öðrum löndum.
í kjölfar innbrots í tölvu norsks
fyrirtækis komu lögreglan og
norska símafélagið Televerket upp
samskonar tölvu og brotist hafði
verið inn í og tengdu hana við
háþróað aðgangskerfi í eigu
norska hersins. Með því móti tókst
lögreglunni að skrá allar tilraunir
tölvuþijótanna til að komast inn í
tölvukerfið og bárust böndin að
tölvuþijótum í Vestur-Þýskalandi,
Frakklandi, Ástralíu og Banda-
ríkjunum.
Tölvuþijótar hafa reynt að bijót-
ast inn í tölvukerfi 11% allra nor-
skra fyrirtækja sem hafa 200
starfsmenn eða fleiri á launaskrá.
Þetta kom fram í könnun sem
Stjórnunarskólinn í Noregi stóð
fyrir. Bankar urðu oftast fyrir
barðinu á tölvuþijótum og er talið
að þeir dragi sér fé í hverri viku
frá stærstu bönkum Noregs.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!