Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989 37 Reykingar kvenna eru áhyg’gjuefiii eítir Almar Grímsson Einhveijum kann að finnast verið að bera í bakkafullan lækinn þegar nú er efnt til alþjóðlegs dags gegn tóbaksnotkun. Ollum er líklega í fersku minni 12. apríl sl. sem helgað- ur var baráttunni gegn tóbaksnotk- un á íslandi. Var mjög myndarlega staðið að verki þann dag af hálfu Tóbaksvarnanefndar í góðri sam- vinnu við fjölmiðla landsins, en aðild að nefndinni eiga fulltrúar frá Krabbameinsfélagi íslands og Hjartavemd, auk fulltrúa Heilbrigð- isráðuneytisins. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur nú riðið á vaðið með mjög ákveðnar aðgerðir og tilmæli til aðildarríkja sinna um tóbaksvarn- ir og hefur meðal annars ákveðið að 31. maí ár hvert verði helgaður baráttunni gegn tóbaksnotkun í heiminum. Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin ákvað í samráði við ráð- gjafanefnd sína um tóbaksvarnir að tileinka daginn að þessu sinni barát- tunni gegn tóbaksnotkun kvenna sem hefur aukist víða um heim, en annars staðar hefur dregið minna úr tóbaksnotkun kvenna en karla. Þannig sýna kannanir hérlendis að þótt reykingar fullorðinna hafi minnkað hafa konur ekki náð sama árangri og karlar. Er nú svo komið að jafnmargar konur og karlar reykja daglega. Þá er ljóst af könn- unum meðal ungmenna að fleiri stúlkur reykja en piltar. Þar við bætist að sígarettureykingar, sem taldar hafa verið skaðlegasta tób- aksneyslan, eru mun algengari hjá konum en körlum á ölium aldri. Segja má þess vegna að reykingar kvenna séu orðnar sérstakt áhyggju- efni sem bregðast þarf við af alefli. Tengsl milli lungnakrabbameins og reykinga voru áþreifanlegá sönn- uð fyrir meira en 25 árum. Eins og áður er getið hefur vissulega margt snúist til hins betra, bæði eru reykingamenn færri en áður og vax- andi tillit er tekið til þeirra sem ekki reykja. Hins vegar er lungnakrabba- mein nú orðið mannskæðasta krabbameinið hér á landi. Er það fyrst og fremst skýrt með auknum sígarettureykingum á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Tölurnar tala sínu máli. Síðustu tvö árin greindust 95 ný lungna- krabbamein að meðaltali á ári, fyrir einum áratug voru þau nær helm- ingi færri eða um 49 á ári og fyrir tveimur áratugum 28 á ári. Talið er að níu af hveijum tíu lungna- krabbameinum séu af völdum reykinga. Krabbameinsfélagið hefur einkum beitt sér á undanfömum ámm að fræðslu í skólum og hefur þar náðst mikill árangur. Með þessu er félagið að reyna að byrgja bmnninn áður en bamið dettur ofan í hann því vissulega er það mikilvægast af öllu að uppvaxandi kynslóðir forðist tób- ak og komist hjá því að nota það. Auðvitað hafa foreldrar einnig vera- leg áhrif á það hvort böm hefja Almar Grímsson „Þannig sýna kannanir hérlendis að þótt reykingar fullorðinna hafi minnkað hafa kon- ur ekki náð sama ár- angri og karlar. Er nú svo komið að jafn- margar konur og karl- ar reykja daglega." reykingar. Þess vegna verður að skírskota mjög eindregið til foreldra, sérstaklega yngri foreldra, að hafa ekki fyrir bömunum þennan ósið og taka fullt tillit til þeirra þannig að þau fái að njóta þess sjálfsagða rétt- ar að lifa í reyklausu umhverfi. í tilefni þessa dags, sem eins og áður segir er helgaður baráttunni gegn tóbaksnotkun kvenna, verður því að skírskota sérstaklega til íslenskra kvenna um að taka sér tak. Þær hafa sýnt samtakamátt sinn í mörgum góðum málum síðustu áratugi. Eg hvet konur til að sýna þennan mátt sinn enn í verki með því að hvetja til reykbindindis á heimilum, vinnustöðum og hvar- vetna til þess að virða rétt þeirra sem hafna reyk og þá einkum rétt bama til reyklauss umhverfis. Að lokura vona ég að tölur um reykingar íslendinga á næstu ámm sýni áfram veralega fækkun tób- aksneytenda og vil ég þá sérstaklega vonast til þess að konur snúi þeirri öfugþróun við sem hér hefur verið getið um. Heimildir: Sigurður Árnason og Jónas Ragnarsson: Lungnakrabbamein orðið mannskæðasUi krabbameinið. Heilbrigð- ismál 3/1985. Sveinn Magnússon: Reykingar kvenna líkjast farsótt. Heil- brigðismál 1/1986. Jónas Ragnarsson og Þorsteinn Blöndal: Reykingavenjur 1985-1988. Heilbrigðisskýrslur, fylgirit 1989 nr. 2. Tóbaksvamanefnd og Land- læknisembættið. Skýrsla 1989. Krabba- meinsfelagið. Höfundur er apótekari í Hafhar- Brði, formaður Krabbameinsfé- lags íslands og formaður ráðgjafa- nefndar um tóbaksvamirá vegum Alþjóða heilbrigðismálastofaunar- innar í Evrópu. Frá samsöng þriggja kóra aldraðra af höfuðborgarsvæðinu í Fella- og Hólakirkju síðastliðinn laugardag. Góð aðsókn að samsöng aldraðra ÞRIR kórar aldraðra af höfuðborgarasvæðinu sungu saman í Fella- og Hólakirkju í Breiðholti síðastliðinn laugardag, og var það í annað sinn sem kórarnir syngja saman. Að loknum sam- söngnum héldu kóramir til Keflavíkur, en þar var efiit til skemmtunar fyrir eldri borgara á Suðumesjum. Kórarnir sem þátt toku í sam- var góð aðsókn að samsöng kó- söngnum era Kór félagsstarfs ranna í Fella- og Hólakirkju, en aldraðra í Kópavogi, stjórnandi efnt var til hans í tilefni af lokum Kristín Fjetursdóttir, Kór félags- ^vetrarstarfs kóranna. „Þettatókst starfs aldraðra í Reykjavík, á allan hátt mjög vel, og stóðu stjórnandi Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir, og Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sijórnandi Kristín Pjetursdóttir. I Söngfélagi FEB er einnig tvöfald- ur kvartett. Að sögn Kristínar Pjetursdóttur kórfélagamir sig með miklum ágætum, en meðalaldur þeirra er 77-78 ár. Þá var skemmtunin í Stapa einnig mjög vel sótt, en hún endaði með sameiginlegum dans- leik. “ GERNI JET TURBO HREINSITÆKI Hreinsun verður leikur einn GERNI JET, ný gerð af háþrýsti- hreinsitæki með Trubo spíss. Mjög handhæg — létt og af- kastamikil. Aðeins 18 kg á þyngd og með allt að 120 BAR þrýsting. Ýmsir fyigihlutir, t.d. fyrir sand- blástur. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET. Skeifan 3h - Sími 82670 Einnig traktorsdrifnar. Rútuferðir Sögu hafa svo sannarlega slegið í gegn - enda þægilegar ferðir með þrautreyndum fararstjóra. Italía 13/6 18 dagar 2 sæti laus Frakkland 6/7 15 dagar 10 sæti laus Austur-Evrópa 76/7 15 dagar 16 ueti laus Austurríki-Ungverialanú 18/8 15 dagar 6 sæti laus Fararstjóri: Árni G. Stefánsson FERDASKRIFSTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.