Morgunblaðið - 09.06.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 09.06.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989 25 Morgunblaðið/Þorkell Verðlaun fyrir ostauppskriftir OSTA-og smjörsalan hefur veitt verðlaun fyrir ljúffengustu réttina í ostauppskriftakeppni, sem fyrirtækið efndi til í vetur. Alls bárust 528 uppskriftir í keppnina. Fyrstu verðlaun fyrir hátíðafiskrétt hlaut Hugrún Jóhannsdóttir Onnur verðlaun hlaut Jenetta Bárðardóttir fyrir „Eftirlæti forstjórans" Tvær uppskriftir hlutu þriðju verðlaun, Það voru „Grasæta" að hætti Fríðu Garðarsdóttur og „Fisksprengja“ Bergljótar Óskarsdótt- ur. Á myndinni eru vinningshafamir ásamt Dómhildur Sigfúsdóttur form- anni dómnefndar. Birtingarmenn í Alþýðubandalaginu: Látið verði af yfírlýs- ingum um klofíiing Morgunblaðinu hefiir borizt eftirfarandi yfirlýsing. I tilefni af ályktun stjórnar ABR frá 6. júní sl. og vegna ummæla í fjölmiðlum undanfarið, — allt þess efnis að hópur félaga í Alþýðu- bandalaginu hafi eða sé í þann veginn að kjúfa flokkinn teljum við nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Árið 1985 var lögum Alþýðu- bandalagsins breytt á þann veg að rýmkaðar voru til muna heimildir til að stofna félög innan flokksins, jafnt svæðisbundin félög sem félög bundin tilteknum viðfangsefnum. Fyrirmyndin að þessu skipulagi var m.a. sótt til franska sósíalista- flokksins og fleiri evrópskra vinstriflokkka. Einnig var heimilað að óflokksbundið fólk gæti átt að- ild að málefnafélögunum, en flokksbundnir félagar hefðu að sjálfsögðu einir þau réttindi innan flokksins sem fylgja formlegri flokksaðild. Þá má geta þess að samkvæmt lögum flokksins getur sami einstaklingur verið í fleiri en einu aðildarfélagi flokksins, þó þannig að við kjör fulltrúa á lands- fund og við kjör til kjördæmisráðs nýtist atkvæði hans aðeins á einum stað. Hópur félaga í Alþýðubanda- laginu hefur nú ákveðið, í samvinnu við ýmsa óflokksbundna vinstri menn, að stofna málefnafélagið Birtingu þann 18. júní nk. í drögum að lögum fyrir félagið sem nú liggja fyrir, segir m.a. að Birting sé félag jafnaðar- og lýðræðissinna og sé aðildarfélag að Alþýðubandalag- inu, — markmið félagsins sé að efla hreyfingu vinstri manna og stuðla að umræðu um framtíðar- verkefni og samstarf þeirra. í ljósi þessa er það von okkar, sem nú undirbúum stofnun hins nýja félags, að menn láti af yfirlýs- ingum um klofning flokksins og taki höndum saman um að efla hreyfíngu íslenskra vinstri manna til áhrifa í framtíðinni. Með bjartri kveðju! Árni Páll Árnason, Birna Bjamadóttir, Helgi Hjörvar, Hrafn Jökulsson, Kjartan Val- garðsson og Vigfús Geirdal. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 8. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðai- Magn Heildar- verft verft verft (lestir) verð (kr.) Þorskur 56,50 49,00 54,73 5,903 323.034 Þorskur(smár) 23,00 23,00 23,00 0,087 1.990 Ýsa 90,00 35,00 66,30 1,163 77.112 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,025 368 Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,275 11.000 Lúða 350,00 70,00 128,48 0,593 76.160 Koli 55,00 55,00 55,00 0,109 5.969 Samtals 60,79 8,153 495.633 í dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 2 tonn af ýsu, 5 tonn af karfa, 3 tonn af kola, 2 tonn af skötusel, óákveðið magn af lúðu og fleiri tegundum úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 65,00 41,00 59,11 17,322 1.023.843 Þorskur(smár) 23,00 23,00 23,00 0.017 391 Ýsa 94,00 20,00 72,86 2,730 198.895 Ýsa(umál) 39,00 39,00 39,00 0,119 4.641 Karfi 40,00 38,00 38,69 2,480 95.960 Ufsi 37,00 35,00 36,92 5,461 201.611 Steinbítur 54,00 40,00 46,75 0,193 9.022 Hlýri 25,00 25,00 25,00 0,103 2.575 Blálanga 31,00 26,00 27,64 0,894 24.714 Lúða 210,00 60,00 187,14 1,247 233.365 Grálúða 53,50 53,50 53,50 0,388 20.758 Skarkoli 53,00 9,00 41,97 1,184 49.693 Keila 23,00 23,00 23,00 0,154 3.542 Skata 74,00 74,00 74,00 0,028 2.072 Skötuselur 82,00 82,00 82,00 0,016 . 1.312 Skötuselsh. 210,00 210,00 210,00 0,027 5.565 ■Rauðmagi 62,00 62,00 62,00 0,049 3.038 Samtals 58,05 31,880 1.850.585 Selt var úr Ólafi Bjarnasyni SH og bátum. l’ dag verða meðal annars seld 12 tonn af þorski, 12 tonn af ýsu, 4 tonn af karfa og 4 tonn af ufsa úr Freyju RE, Farsæli SH FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. og bátum. Þorskur 61,50 29,00 55,83 2,997 167.320 Ýsa 97,00 53,00 65,59 1,563 102.522 Karfi 39,00 15,00 34,69 2,590 89.848 Ufsi 34,50 25,00 32,37 2,372 76.770 Steinbítur 33,50 30,50 30,97 0,203 6.271 Hlýri+steinb. 30,50 30,50 30,50 0,117 3.569 Langa 31,00 30,50 30,75 0,218 6.689 Lúða 210,00 105,00 171,71 0,076 13.050 Skarkoli 43,00 43,00 43,00 0,582 25.026 Skata 40,00 40,00 40,00 0,005 200 Skötuselur 225,00 60,00 148,44 0,081 11.979 Háfur 7,00 7,00 7,00 0,024 168 Öfugkjafta 5,00 5,00 5,00 0,940 4.700 Samtals 43,18 11,767 508.112 Selt var aöallega úr Hörpu GK og Ósk GK. í dag verður selt óákveðiö magn af blönduðum afla úr bátum. Skógrækt- arskátamót við Úlfljóts- vatn Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Markmið félags- ins er gróðurvernd, uppgræðsla og skógrækt í landi skáta við Úlfljótsvatn. Sl. tvö ár hefur fé- lagið staðið fyrir gróðursetningu á um 15 þúsund skógarplöntum auk þess sem unnið hefur verið að uppgræðslu örfoka svæða með lúpínu, grasfræi og áburð- argjöf. Um næstu helgi, dagana 10.-11. júní, ætlar félagið að standa fyrir skógarskátamóti við Úlfljótsvatn. Dagskrá hefst klukkan 14 á laug- ardegi með fræðslu um skógrækt og síðan verður unnið við gróður- setningu og farið í stutta göngu- ferð. Fyrirhugað er að bjóða bömum í bátsferð og halda grillveislu og kvöldvöku. Dagskrá lýkur klukkan 16 á sunnudag. Allir skógarskátar og velunnarar Úlfljótsvatns eru vel- komnir. Góð aðstaða er fyrir tjald- búa, það má renna fyrir silung í vatninu og náttúran skartar sínu fegursta við Úlfljótsvatn á þessum árstíma. Messað í Viðeyjarkirkju MESSUR verða í Viðeyjarkirkju aðra hveija helgi í sumar. Mess- urnar verða að jafnaði kl. 14. Fyrsta messa sumarsins verður næstkomandi sunnudag, 11. júní. Þá messar sr. Hjalti Guðmundsson dómkirlquprestur kl. 14. Viðeyjar- feijan Maríusúð fer sérstaka ferð út í eyju með messugesti kl. 13.30. Önnur messan verður á Jóns- messu, laugardaginn 24. júní kl. 14. Þá er jafnframt hátíð Viðey- ingafélagsins. Sr. Þórir Stephen- sen, staðarhaldari í Viðey, messar. Gunnarshólmi: Nikkur þandar í gríð og erg Sumarfagnaður Harmonikkufé- lags Rangæinga verður haldinn í Gunnarshólma að kvöldi 10. júní n.k. og hefst hann með því að gömlu góðu lögin verða tekin með tilþrifum. Nikkur verða í tonnatali á staðnum og er reikn- að með söng eftir því fram eftir nóttu með tilheyrandi sveiflu. Rósa Ingólfs- dóttir sýnir í Slunkaríki RÓSA Ingólfs- dóttir opnar sýningu á grafikmyndum laugardaginn 10. júní \ Slunk- aríki á ísafirði. Rósa útskrif- aðist frá auglýs- ingadeild MHÍ 1968 og nam einnig leiklist og söng á árunum 1969-1971. Hún hefur starfað sem teiknari hjá ríkissjónvarpinu síðan 1978 og einnig á fyrstu árum þess. Ýmsar stofnanir og fyrirtæki eiga verk eftir Rósu þ. á m. Seðla- bankinn, Reykjavikurborg, Land- læknisembættið, Krabbameinsfé- lagið, Fjármálaráðuneytið, sjón- varpið, Landsbankinn, Fjárfesting- arfélagið og fl. Á sýningunni í Slunkaríki verða nokkrar myndraðir sem hún hefur unnið fyrir sjónvarp og eru þær allar til sölu. Þetta er önnur einkasýning lista- konunnar en hún hélt sögusýningu á myndröð í Viðeyjarnausti í Viðey sl. sumar er ijallar um miðaldasögu Viðeyjar og sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Sýningin í Slunkaríki stendur yfir til sunnudagsins 25. júní og er opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 16.-18. Sýningin er styrkt af menntamálaráðuneytinu. Vitni vantar Slysarannsóknadeild lögregl- unnar lýsir eftir vitnum að um- ferðaróhappi á Klappaprstíg rétt ofan Laugavegar fimmtu- daginn 11. mai, síðastliðinn um klukkan 17.50. Ekið var aftan á svarta Ford Escort bifreið og skemmdist hún nokkuð. Tjónvaldurinn fór af staðn- um áður en þess að segja til sín eða ræða við tjónþola. Númerabreyt- ing- á 95-svæði AÐFARANÓTT fimmtudagsins 8. júní var númerum í eftirtöld- um símstöðvum breytt: Brú, Hólmavík, Hvammstanga, Reykjum, Trékyllisvík. Aðfaranótt laugardagsins 10. júní breytast númer í þessum símstöðvum: Blönduósi, Bólstaðarhlíð, Hofsósi, Sauðárkróki, Skagaströnd og Varmahlíð. Breytingin er þannig að hjá meirihluta notenda bætist einn stafur fyrir framan númerið, hjá öðrum koma tveir stafir fyrir fram- an þrjá síðustu sem eru óbreyttir. Lissyarkórinn syngurá Húsavík Húsavík. KVENNAKÓRINN Lissy, sem skipaður er um 60 konum víðsvegar úr Þingeyjarsýslu, hélt tónleika í Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 1. júní við góða aðsókn og undirtektir. Stjómandi kórsins er Margrét Bóasdóttir, einsöngvari Hólmfríður S. Benediktsdóttir sópran, og und- irleikari Björn Steinar Sólbergsson. Á efnisskrá voru kórlög, m.a. eftir Pál ísólfsson, Áma Thor- steinsson, Mozart og Hándel. Kór- inn hyggst syngja víðar á Norður- landi nú á næstunni. - Fréttaritari Eyrarbakki: Elfar Guðni framlengir málverkasýn- ingu Elfar Guðni Þórðarson listmálari í Sjólyst á Stokkseyri hefur fram- lengt mál- verkasýn- ingu sína i Samkomu- húsinu Stað á Eyrarbakka um eina viku , eða til sunnudagskvöldsins 11. júní. Elfar Guðni sýnir 60 myndir á sýn- ingunni, og hefur aðsókn verið mjög góð, eða um 500 manns. Sýningin er opin til kl.22 á kvöldin. Hilmar og Anna í Dans- húsinu Hljómsveit Hilmars Sverrissonar mun skemmta gestum Dans- hússins í Glæsibæ ásamt söng- konunni Önnu Vilhjálmsdóttur á föstudags- og laugardagskvöld- um á næstunni. A fimmtudags- og sunnudagskvöldum munu síðan Hilmar og Anna halda uppi Qörinu fyrir gesti Ölvers. I hljómsveit Hilmars, sem sjálfur leikur á hljómborð og syngur, eru Ólafur Kolbeinsson trommuleikari og Sigurður Árnason sem spilar á bassa. Dagana 10., 16. og 17.júníkem- ur svo Einar Júlíusson fram í Dans- húsinu í Glæsibæ en hann og Anna hafa ásamt hljómsveit Hilmars sett saman dagskrá sem spannar allt frá rokktímabilinu til dagsins í dag. Hin góðkunna hljómsveit Finns Eydals mun aftur skemmta gestum Danshússins í Glæsibæ helgina 23. og 24. júní. (Fréttatilkynning) Tónleikar Smekkleysu SMEKKLEYSA sm h/f efiiir til tónleika í Casablanca í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 23. Hljómsveitimar Daisy Hill Puppy Farm og Mental Hackers skemmta. Hljómsveitin Mental Hackers er frá Svíþjóð og er Christ- ian Falk, uptökustjóri Bubba Mort- hens meðal meðlima. Húsið opnar klukkan 22. Miðar kosta 800 krónur. Atriði úr myndinni „Hið bláa volduga". Bíóborgin sýnir „Hið bláa volduga“ BÍÓBORGIN hefur tekið til sýninga myndina „Hið bláa volduga“ Með aðalhlutverk fara Rosanna Arquette og Jean-Marc Barr. Leik- stjóri er Luc Besson. Jacques Mayol og Enzo Molinari hafa stundað dýfingar og köfun frá æsku og eru fremstu menn í því efni, enda eiga báðir heima við Miðjarðarhaf, þar sem skilyrði em ákjósanleg til að stunda íþrótt þessa. Þeir hafa verið keppinautar árum og saman og heims/neistarar til skiptis m.a. í því, hve lengi þeir geti haldið í sér andanum í kafi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.