Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 16
\h MORGUNBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 “-7 Skil ó staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- f um krónum. i Gerið skll tímanlega I RSK RÍKISSKATTSTJÓRI «*£?«** nrt. b\á #'ð' a'"liss\öös Sk,Saarein^tZ%%%dsalna Sendibréftil Árnesinga: Jógúrt sem ber nafti með rentu I eftir Önnu S. Snorradóttur Það er enginn smáhópur sem ég ávarpa, allir Árnesingar, þótt að sjálfsögðu séu þeir færri, sem ég á erindi við. í raun aðeins þeir, sem standa að Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, en er það fólk ekki um alla sýslu? Það hefði verið alveg óþarfi að skýra nýju jógúrtina ykkar eðaljóg- úrt, því að hún er í raun sú eina, sem ber nafn með rentu. Um langt skeið höfum við haft jógúrt á mark- aðnum, sem undirritaðri hefir aldrei þótt eiga skilið að bera þetta nafn og alltaf fundist það lap vera ein- hvers konar súrmjólk með sultu. Vonandi særi ég engan, því varan er ágæt á sinn hátt. En ég varð aiveg himinlifandi, þegar ég rakst á þessa nýju, og minntist þess þá, að fyrir mörgum árum skrifaði ég svolitla grein þar sem grátbeðið var um slíka jógúrt, en henni hafði ég kynnst í tveim sumarleyfum í Júgó- slavíu og Iíkað fádæma vel. Og nú hafið þið tekið frumkvæðið, og ég spái því að þessi jógúrt eigi eftir að gera stormandi lukku, eins og eitt sinn var sagt. Þið eigið skilið margfaldar þakkir fyrir framtakið. Engan skyldi samt undra, því að löngum hafa Ámesingar verið framfarafólk og margt gott og merkilegt frá þeim komið. Þegar ég keypti fyrstu baukana, eins og sagt var oft fyrir norðan um svona smádósir, sagði búðar- maðurinn við mig, að ég ætti að hræra upp í dósinni, það besta væri á botninum. Er heim kom og skeiðin snerti jógúrtina glaðnaði heldur betur yfir mér en ég ákvað samt strax að njóta þess að borða hana hreina. Þegar ég kom niður á botn rakst ég á sultuna, sem margir landsmenn virðast ekki geta verið án. Það er annars merkilegt fyrirbæri og verðugt rannsóknar- efni. Tengdamóðir mín, sem lengi bjó í Keflavík, sagði frá því, að eitt sinn hefði hún haft mann í fæði, sem bað um sultu með öllum mat, líka steiktum fiski! Jógúrt þarf ekkert skraut Það hefði mátt sleppa sultunni í þessari nýju jógúrt, því það er hæg- ur vandi fyrir þá, sem ekki geta verið án sætinda, að bæta þeim við sjálfir. Hefði ekki mátt spara ögn með því? Sama er að segja um umbúðimar. Þessi marglita og myndskreytta plast-dolla, hlýtur að gera vöruna dýrari en ella. Ekta jógúrt þarf ekkert skraut til að selj- ast, og kannski mætti spara eitt- hvað með því að hafa umbúðirnar í einum lit? Ég hefi lengi unnið við Helen Caldecott eftir Bryndísi Brandsdóttur Einn ötulasti friðarsinni heims, Helen Caldecott, mun dvelja hér dagana 18,—24. júní í boði íslensku kvennasamtakanna sem stóðu að Norræpú kvennaráðstefnunni í Osló síðastliðið sumar. Helen held- ur erindi í Þjóðleikhúsinu á Kvennadaginn 19. júní kl. 20.30. í tengslum við heimsókn hennar verður kvenna-friðarmessa í Lang- holtskirkju á sólstöðum, 21. júní. Helen Caldecott hefur verið nefnd móðir baráttunnar fyrir frystingu kjarnorkuvopna. Hún er fædd í Ástralíu, þriggja barna móðir, og barnalæknir að mennt. Hún átti frumkvæðið að stofnun Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá og var fyrsti forseti samtakanna, en þau fengu friðarverðlaun Nóbels 1985. Hún stofnaði einnig samtök kvenna sem beijast fyrir kjarn- orkuafvopnun, Women’s Action for Nuclear Disarmament. Rödd Helenar Caldecott er rödd boðberans sem opinberar okkur þann hildarleik sem vígbúnaðar- kapphlaupið er um leið og hún hvetur okkur til þess að grípa í taumana áður en það verður um seinan. Við eigum bara eina Jörð, móðuijörð okkar allra. Vígbúnaður kjarnorkuveldanna ógnar öllu jarðlífi. Röksemdir stórveldanna fyrir auknum kjarnorkuvígbúnaði dynja í eyrum okkar daginn út og inn. Fullkomnari flaugar, síðustu ára, hafa þegar leyst af hólmi margar gömlu eidflaugarnar sem nú er verið að taka niður, undir yfirskini afvopnunar. Kjarnorku- veldin eiga í dag nægar birgðir vopna til að eyða öllu lífi á jörð- inni, mörgum sinnum. Svo getur farið að öllu lífi verði eytt vegna bilunar í sjálfvirkum tölvubúnaði, sem stjórnar kjarnorkueldflaugum. Ein slík flaug getur borið margar kjarnorkusprengjur, á mismunandi skotmörk. Hver sprengja er margf- alt öflugri en sú sem eyddi Hiros- hima. Viltu lifa með sprengjunum? Lokaðu augunum og ímyndaðu þér að ein slík sé á leiðinni til þín. Hún lendir á Miðnesheiðinni eftir 10 mínútur. Hvað ætlarðu að gera? Hvert ætlarðu að fara? Hvar eru börnin þín og ástvinir? Hvað gaf lífi þínu gildi? Hugsaðu um fram- tíðina sem þú glatar. Veistu hvern- ig Reykjanesið mun koma til með að líta út eftir að sprengjan fellur? Veistu hvernig dauðdaga þú átt í vændum? Veistu hvert geislavirkn- in berst? Veistu hvað geislavirkni er? Þetta getur gerst. Hvað get- um við gert til að koma í veg fyrir það? Höfundur er félagi í Samtökum islenskra eðlisfræðinga gegn kjamorkuvá. VATNSLEKI ? THORO á svarið við vandræðum vegna vatns- leka. THOROSEALer upplagt til að bera á t.d. sökkla. Það fyllir og lokar steypunni en andar þó til jafns viö steypuna. WATERPLUG þenst út viö hörðnun og rýrnar ekki. Það stöðvar vatns- leka. Kynntu þér kosti THORO — ef nanna og hafðu samband við Steinprýði. Við hjálpum þér. !i steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.