Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 22

Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 Hefur Guð brugðist? eftirJóhann Guðmundsson Senn eru liðin þúsund ár frá kristnitöku íslendinga. Enginn atburður í sögu þjóðar- innar hefur haft meiri og dýpri áhrif. í gegn um aldimar hefur fólkið sótt þrek og mátt til þess að lifa, starfa og deyja í trú á Drottin Guð. Kærleika, manngildi, menntun og listir flutti trúin með sér. Rætur íslenskrar tungu sóttu vöxt sinn og styrk í Guðs orð á tímum þrenginga, fátæktar og oft að því er virtist óyfírstíganlegra erfíðieika, en aldrei var Guð yfirgef- inn. Enginn getur sagt um hve mikil áhrif Passíusálmar sr. Hallgríms höfðu á íslenskt þjóðlíf, trú þjóðar- innar og styrk og hafa enn í dag. Vissulega gjöf Guðs, eitt dýrasta djásn þjóðarinnar. Þjóðsöngur okk- ar er sunginn undir þeir áhrifum sem 90. Davíðs sálmur hafði á sr. Matthías en upphaf hans hefst með þessum orðum: „Drottinn, þú hefur verið oss athvarf fá kyni til kyns.“ Ekki er vafí á því að þær þjóð- félagslegu breytingar sem orðið hafa s.l. 50—100 ár hafa haft mik- il áhrif á trú og trúarlíf íslensku þjóðarinnar, aldrei hefur verið sótt eins fast og kerfísbundið að því að bijóta niður þá trú, sem þjóðin hef- ur átt frá upphafi kristnitöku og verður að eiga ef vel á að fara. Holskefiur ríða yfir, austurlensk dultrú í mörgum myndum, Búdda- trú, Baháíar, Mormónar, Anada Marga, Vottar Jehova, sem afneita jólunum, þríeinum Guði og banna blóðgjafir, þrátt fýrir að um líf eða dauða sé að tefla. Miðlar, huglækningar, eldganga, stjömuspeki, sjálfsdáleiðsla, skyggnilýsingar, innhverf íhugun, dulvitundarlækningar og margt fleira. Námskeið í hinu og þessu sem varðar andlega iðkun, ásamt kennslugjaldi. Af hveiju ber allt þetta að, hefur Guð brugðist, er það sem hér var upptalið einhvers virði dauðlegum mönnum? Hvað segir Guðs orð um það sem hér er að ske? „Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn Guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirð- ingar þessara þjóða. Eigi skal nokk- ur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eld- inn, eða sá er fari með galdur eða spár eða flölkynngi eða töframaður eða gjömingamaður eða særinga- maður eða spásagnamaður eða sá er leiti frétta af framliðnum, því að hver sá er slíkt gjörir er Drottni andstyggilegur og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drottinn Guð „Enginn getur sagt um hve mikil áhrif Passíu- sálmar sr. Hallgríms höfðu á íslenskt þjóðlíf, trú þjóðarinnar og styrk og hafa enn í dag. Vissulega gjöf Guðs, eitt dýrasta djásn þjóð- arinnar. Þjóðsöngur okkar er sunginn undir þeir áhrifum sem 90. Davíðs sálmur hafði á sr. Matthías en upphaf hans hefst með þessum orðum: „Drottinn, þú hefur verið oss athvarf fá kyni til kyns.“ þinn þá burt undan þér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni Guði þínum.“ (5. Mósebók 18 k. 9-13 v.) Trúin er traust, traust til Drott- ins, það að leggja líf sitt í hans hendi og fela honum forsjá allra hluta, „Jesús, er vegurinn, sannleik- urinn og lífið.“ (Jóh. 14-6.) „Hver sem ekki er með mér er á móti mér.“ (Matt. 12.30.) Megi Guð varðveita kristna trú í þjóðarsál okkar íslendinga og megi hver einstaklingur eignast lif- andi trú, sem Jesús einn gefur þeim sem til hans leita. Hættum að tilbiðja okkur sjálf, okkur sem vitum ekki hvort við lif- um þennan dag. Nýlega las ég frásögn um móður sem var að hátta dóttur sína, þá bað bamið mömmu sína um að vera hjá sér meðan hún sofnaði. Móðirin átti margt ógert, en hikaði við að skilja dóttur sna eftir í rökkrinu, vissi hvað hún var hrædd við að vera ein. Hún settist á stól við rúm- ið, tók í hönd dóttur sinnar sem var þá fljót að sofna. Meðan hún sat við rúmið hneigði hún höfuð sitt og bað þessa bæn: „Drottinn, þegar kvelda tekur í mínu lífí, mætti ég þá segja með trú bamsins, Faðir taktu í hönd mína, vertu hjá mér meðan ég sofna, varðveittu mig í gegn um dal dauðans og megir þú vera það sem augu mn fyrst nema handan hans. Megi ég vakna aftur í dýrð þinni.“ Guð er kærleikur. Hann þráir að þú komir með syndir þínar til frels- ara þíns, Jesú, iðrist og hijótir fyrir- gefningu, Jesús segir: „Þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ „Hjarta yðar -skelfist ekki, trúið á Guð, trúið á mig.“ (Jóh. 14.1.) Guð hefur ekki brugð- ist og mun aldrei bregðast, en get- ur verið að þú og ég höfum bmgð- ist honum? Ó, að þér í dag vilduð heyra raust hans.“ (Sálm. 95.7.) WIKA Jóhann Guðmundsson Höfundur er starfsmaður við Háskóla íslands. Kvennakórinn Lissy: Tónleikar 1 Reykja- hlíðarkirkju Mývatnssveit. Kvennakórinn Lissy söng í Reykjahlíðarkirkju mánudagskvöldið 6. júní. Mikið fjölmenni sótti þessa söngskemmtun og voru undir- tektir viðstaddra frábærar. Söngstjóri var Margrét Bóas- dóttir. Einsöngvarar vora Hildur Tiyggvadóttir og Hólmfríður Benediktsdóttir. Undirleikari var Bjöm Steinar Sólbergsson. Á söng- skránni vora 18 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Kvennakórinn Lissy skipa á milli 50 og 60 konur úr Þingeyjarsýslu. Var hann á sínum tíma stofnaður til minningar um hina vinsælu söngkonu Lissy frá Halldórsstöð- um í Laxárdal. Sem kunnugt er flutti hún þangað frá Skotlandi ung að áram og átti síðan heima í Laxárdal til æviloka. 4 » Kristján Allar stæröir og geröir SölLOilflaWLtlSDWB1 <£t Vetturgötu .16, tími 13280 Dolmatov sigraði á opna stór- meistaramótinu í Moskvu Skák Margeir Pétursson Annað opna mót stórmeist- arasambandsins fór fram í Moskvu í lok maí og er vafa- laust jainsterkasta opið mót sem haldið hefúr verið. Skilyrði fyrir þátttöku í mótinu voru mjög ströng og af 128 þátttak- endum voru 85 stórmeistarar. Það var Gary Kasparov, heims- meistari í skák og forseti stór- meistarasambandsins, sem hafði veg og vanda af skipu- lagningu mótsins, sem fór mjög vel fram. Aðbúnaður keppenda mun aldrei áður hafa verið jaih- góður í Sovétríkjunum og á þessu móti. Sovétmenn áttu góðan meiri- hluta þátttakenda, 76, og af 50 stigahæstu keppendunum vora tveir þriðju hlutar sovéskir. Það fór því eins og búist var við, heimamenn vora mjög sigursælir og hinn þrítugi stórmeistari frá Moskvu, Sergei Dolmatov, vann verðskuldaðan sigur. Hann kom hingað til íslands í fyrra og tefldi á tveimur mótum, en náði ekki sérlega góðum árangri. Skákstíll hans er mjög traustur og minnir nokkuð á Ánatoly Karpov, fyrram heimsmeistara, þótt Dolmatov hafí reyndar aðstoðað Gary Ka- sparov í síðasta einvígi hans við Karpov. Röð efstu manna á mót- inu varð þessi: 1. Dolmatov (Sovétríkjunum) 7 v. af 9 mögulegum. 2.-7. deFirm- ian (Bandaríkjunum), Akopjan, Vladimirov, Gavrikov, Halifman og Timoshenko (allir Sovétríkjun- um) 6,5 v. 8.-10. Pigusov, Chem- in og Vyzmanavin (allir Sovétríkj- unum) 6 v. 11.-40. Margeir Pét- ursson, Curt Hansen (Danmörku), Cvitan og Popovic (Júgóslavíu), Azmaparasvhvili, Dorfman, Tukmakov, Dreev, Tunik, . Ubilava, Bareev, Kaidanov, Rash- kovsky, Goldin, Tivjakov, Piskov, Dautov, Romanishin, Sveshnikov, Jurtaev, Gelfand, Smagin, Mina- sjan, Timoshchenko, Vaiser, Jud- asin, Lemer, Razuvajev, Anasta- sjan og Shirov (allir Sovétríkjun- um) 5,5 v. 41.-50. Smejkal (Tékkóslóvakíu), Lobron (V- Þýzkalandi), Panno (Argentínu), Dlugy og Lein (Bandarílq'unum), Psakhis, G. Kuzmin, Haritonov, Titov og Makariehev 5 v. Helgi og Hannes Hlífar vora á meðal þeirra sem hlutu 4,5 vinn- ing og urðu í 51.-77. sæti. Sjö efstu menn komast áfram í úrslitamót fyrir heimsbikar- keppnina 1991-92. Reyndar átti að tefla um átta sæti, en Pigusov hafði einnig náð að komast áfram í Belgrad og samkvæmt reglum keppninnar geta aðeins átta efstu komist áfram úr hveiju móti. Eini Vesturlandabúinn sem komst áfram var Bandaríkjamaðurinn Nick deFirmian. Margir þeirra sem komu frá .Vesturlöndum á mótið voru brottfluttir Sovét- menn, má þar á meðal nefna þá Dmitri Gurevich, Lein, Murey, Dlugy, Shamkovich og Gutman. Þeir áttu auðvitað erfitt með að einbeita sér að skákinni undir þessum kringumstæðum, orkan hjá sumum fór meira í að hitta vini og ættingja sem þeir höfðu ekki séð í mörg ár. Við Helgi Ólafsson náðum ekki okkar bezta á þessu móti, en Hannes Hlífar var í banastuði framan af mótinu. Hann vann stórmeistarana Oleg Romanishin, Sovétríkjunum, Eric Lobron, V- Þýzkalandi og Istvan Csom, Ung- veijalandi, hina tvo síðastnefndu á mjög sannfærandi hátt, en skák- in við Romanishin var mjög um- töluð í Moskvu. í henni náði Hann- es fyrst að byggja upp yfírburða- stöðu auk þess sem Sovétmaður- inn hafði eytt næstum öllum tíma sínum. En á síðustu mínútu Ro- manishins lék Hannes öllu af sér og var heilum hrók undir í enda- tafli þegar Sovétmaðurinn féll á tíma í 38. leik. Þegar tvær um- ferðir vora eftir nægði Hannesi einn vinningur til að ná áfanga að stórmeistaratitli, en þá tapaði hann fyrst fyrir Vyzmanavin. 1 síðustu umferð lagði hann allt undir gegn sovézka stórmeistar- anum Lemer og hafði um tíma unna stöðu, en með seiglu tókst Lemer að snúa taflinu við og vinna. Eins og áður sagði var aðstaða á mótinu mjög góð, einu gallarnir vora töluverður hávaði af fjöl- margum áhorfendum í þeim sal þar sem obbi þátttakenda tefldi og það að teflt var frá tólf á há- degi til sex að staðartíma, sem er allt of snemmt, sérstaklega fyrir þá sem koma frá V-Evrópu. Fyrir okkur Islendinga þýðir þetta taflmennsku frá kl. átta fyrir há- degi til tvö e.h. að íslenskum tíma, þegar heilastarfsemi skákmanna er í algjöru lágmarki. Þessi óhent- ugi tími þýddi að um undirbúning okkar fyrir skákir var vart að ræða, því um andstæðing í hverri umferð var ekki vitað fyrr en kl. níu að morgni samdægurs. Við skulum nú líta á mjög sann- færandi sigur Hannesar yfír næst- sterkasta skákmanni V-Þjóðveija um þessar mundir. Hannes beitir skandinavísku vörninni, sjald- gæfri byijun sem .hann og félagi hans, Þröstur Þórhallsson, hafa oft notað til að slá sprenglærða erlenda andstæðinga út af laginu: Hvítt: Lobron (V-Þýzkalandi) Svart: Hannes Hlífar Stefáns- son Skandinavísk vöm 1. e4 — d5 2. exd5 — Rffi 3. d4 Lobron reynir ekki að halda í peðið með 3. c4, en þá hefði hann fengið á sig „íslandsbragðið“ 3. - e6!? -feitt 3. - Rxd5 4. Be2 - g6 5. Rf3 - Bg7 6. 0-0 - 0-0 7. Hel — c5 8. dxc5 — Ra6 9. Bxa6 — bxa6 10. c3?! Betra var 10. Re5! og hvítur stendur betur, en þannig lék Dol- matov gegn Jóni G. Viðarssyni á alþjóðlega mótinu á Akureyri 1988. 10. - Bb7 11. Rd4 - Dc7 12. c6 - Bc8! 13. Df3 - Hd8 14. Rd2 - e5 15. Rc2 - Dxc6 16. c4? - Re7 17. Dxc6 - Rxc6 18. Re4 - f5 19. Rc5 - Bf8 20. Ra4 - f4! 21. Rc3 - Bf5 22. Re4? Eftir þessi mistök í erfiðri stöðu tapar hvítur liði. 22. — Bxe4 23. Hxe4 - Rb4! 24. Rel - Hdl-i- 25. Kfl — Rd3 26. Ke2 - Hxcl 27. Hxcl - Rxcl 28. Kd2 - Rxa2 29. He5 - Hd8 30. Kc2 - Rb4 31. Kb3 - Hb8 32. He4 - Rd3 33. Kc2 — Rxb2 og nú loks gafst hvítur upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.