Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 |Hinsr0miní»Ial>l Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁmiJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Gæðakröfur sjávar- vörumarkaðanna Lífríki sjávar gerir ísland byggilegt. Auðlindir hafs- ins eru öðru fremur undirstaða velferðar og efnahagslegs sjálf- stæðis landsmanna. Þær á að nýta án þess að ganga á stofn- stærð tegundanna. Það á að taka þann afla, sem fiskifræðí- legar niðurstöður standa til, með sem minnstum tilkostnaði og vinna í sem verðmætasta vöru. I því efni þurfum við bet- ur að gera hér eftir en hingað til. Fáar þjóðir flytja á erlendan markað jafn stóran hluta þjóð- arframleiðslu og Islendingar. Þeir flytja og inn hátt hlutfall nauðsynja sinna. Milliríkja- verzlun vegur þvi þyngra í lífskjörum okkar en flestra ann- arra. Milliríkjaverzlun okkar er að langstærstum hluta við V- Evrópu og N-Ameríku. I þess- um heimshlutum fara gæða- og hollustukröfur til hvers kon- ar matvæla mjög vaxandi, en fiskmeti er meginhluti útflutn- ings okkar. Harðnandi sam- keppni ýtir og enn undir verð- og gæðakröfur. Það er mergur- inn málsins, ef grannt er gáð, að íslenzkar sjávarvörur treysti markaðsstöðu sína með ströngu gæðaeftirliti. Það er einkum tvennt í frétt- um liðinnar viku sem beinir hugum landsmanna að þessum efnum: í fyrsta lagi undirbúningur á þingi Bandaríkjanna að nýrri og strangari lögum um gæða- og hollustueftirlit með fiskmeti, bæði að því er varðar þeirra eigin fisk sem og innflutta sjáv- arvöru. A síðasta ári keyptu Bandaríkjamenn fiskmeti frá 140 ríkjum fyrir fjármuni sem svara til 170 milljarða íslenzkra króna. I annan stað sendi heilbrigð- isfulltrúinn í Hull sendiherra Islands í Lundúnum formiega kvörtun vegna íslenzks fersk- fisks. Þar segir að gæðum fisks héðan fari hrakandi sem og til- vikum fjölgandi þar sem hann er dæmdur óhæfur til manneld- is. „Ljóst er að orsök vanda- málsins er ekki loftslag í Bret- landi“, segir í kvörtunarbréfi eftirlitsaðilans í Hull, „heldur meðhöndlun og þrif fisksins og hugsanlega hve gamall hann er settur í skip“. Skýringar kunna að vera fyr- ir hendi á einstökum tilfellum, þegar fiskur héðan var dæmdur óhæfur til manneldis. En það skiptir höfuðmáli að læra af mistökum, sem hér um ræðir, herða gæðakröfur og jafnvel að stýra leyfum til útflutnings í gámum fremur til þeirra sem standa sig_ vel að þessu leyti, eins og LÍU hefur sett fram hugmyndir um. Ef við ætlum að halda stöðu okkar — og helzt styrkja hana — á mikilvægum og kröfuhörð- um sjávarvörumörkuðum V- Evrópu og N-Ameríku verðum við taka fullt tillit til þeirra gæða- og hollustuviðhorfa neytenda, sem munu einkenna þennan markað í æ ríkara mæli með hverju árinu sem líður. Hér er alltof mikið í húfi til að láta skeika að sköpuðu. Borgara- fundur um „ekkna- skatt“ að er sennilega einsdæmi í skattaflóru heimsbyggð- arinnar, þótt þar kenni margra grasa, að missir maka leiði til hækkandi skatttöku ríkisins; að skattþyngd eftirlifandi ekkju eða ekkils geti orðið helmingi hærri af sömu eign; það er sama skattstofni, en meðan hjónin lifðu bæði. Núverandi ríkisstjórn hóf árið 1989 með hækkun heildar- skattheimtu á fólk og fyrirtæki í landinu um sjö milljarða króna. Milljörðunum var meðal annars dreift inn í Verð vöru og þjónustu með tilheyrandi hærra verðlagi en lægri kaup- mætti. En trúlega er furðuleg- asta fyrirbæri skattastefnu stjórnarinnar „ekknaskattur- inn“ svonefndi, sem felur í sér hrópandi misrétti gagnvart ekkjum, ekklum og einstakling- um. Þessi einstæða skattheimta er tilefni borgarafundar, sem efnt verður til að Hótel Borg í kvöld klukkan 20.30 síðdegis. Það segir sitt um þennan skatt, að hann er orðinn að eins konar tákni fyrir ríkisstjórnina, sem enn situr að nafninu til, í andstöðu þriggja af hveijum fjórum aðspurðra í skoðana- könnun, með líf sitt í höndum þingflokks, sem er „horfinn", samkvæmt sömu könnun. Stórstígar framfe meðferð kransæðí Rætt við prófessor Eugene Braunwald hjartalækni frá Bost( Dagana 8. og 9. júní sl. var haldið 12. þing norrænna hjartalækna á Hótel Sögu og i Háskólabíói. Þingið sóttu á 6. hundrað hjarta- lækna, en þetta er í fyrsta sinn sem norrænir hjartalæknar þinga hérlendis. Að þinginu stóð Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna. Til þingsins var boðið fimm heimsþekktum hjartalæknum, sem héldu gestafyrirlestra. Þekktastur er prófessor Eugene Braunwald, hjarta- læknir frá Boston í Bandaríkjunum. Prófessor Braunwald er fyrrum forstöðumaður Bandarísku heilbrigðismálastofiiunarinnar og frum- kvöðull í þróun hjartaþræðinga. Hann'er prófessor í lyflækningum við Iæknaskóla Harvard-háskóla og yfírmaður lyflækningadeilda Brigham and Womens- og Beth Israel-sjúkrahúsanna í Boston. Prófessor Eugene Braunwald er heimsþekktur fyrir víðfemar rann- sóknir sínar og ritgerðasmíðar. Hann er einn af ritstjórum Harri- sons- kennslubókarinnar í lyflækn- ingum og höfundur bókarinnar Heart Disease — A Textbook Of Cardiovascular Medicine. í seinni tíð hefur hann einkum beint sjónum að kransæðasjúkdómum og hjarta- drepi. Til kransæðasjúkdóma teljast fjórir hjartasjúkdómar: hjartaöng, skyndilegur hjartadauði, hjartadrep og langvinnur blóðþurrðarsjúk- dómur hjarta. Grunnur sjúkdóm- anna er misvægi á milli þarfar hjartavöðvans fyrir súrefni og framboðs þess. í flestum tilfellum má rekja slíkt misvægi til ónógs blóðflæðis er hlýst af æðaþrenging- um vegna kölkunar kransæða hjart- ans. Hversu hratt skerðing verður á blóðflæði kransæðanna og hversu útbreidd og alvarleg blóðþurrðin verður greinir svo á milli fyrr- nefndra fjögurra hjartasjúkdóma. Hinir þrír fyrsttöldu flokkar krans- æðasjúkdóma eru bráðasjúkdómar og teljast til þess, sem í daglegu •tali er gjaman nefnt hjartaáfall. Æðakölkun er sá grunnur, sem segja má að kransæðasjúkdómar standi á, en hún finnst í einhverri mynd hjá flestum yfir tvítugt. Petta er æðasjúkdómur, sem rekur mikil- vægi sitt til þess hversu gjarn hann er að leggjast á kransæðar hjart- ans, slagæðar heila og ósæðina. Kölkun kransæðanna er rót megin- hjartasjúkdómanna, nefnilega kransæðasjúkdóma. Æðakölkun er algengasta dánarorsök á Vestur- löndum og kransæðasjúkdómar eiga þar stærstan hlut að máli. Árið 1983 dóu 515 íslendingar (31,2% dánarmeina) úr kransæða- sjúkdómum og 161 úr heilablóðfalli (9,7% dánarmeina). Hvort tveggja má rekja til æðakölkunar, eða um 41% dánarmeina. Á sama ári létust 394 úr krabbameini (23,8% dánar- meina) eða nærri helmingi færri. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á áhættuþætti æða- kölkunar og þá um leið kransæða- sjúkdóma. Hinir stærstu eru hátt gildi kólesteróls í blóði, háþrýsting- ur, sígarettureykingar og sykur- sýki. Einnig eru nefndir aðrir veiga- minni þættir s.s. _ hreyfingarleysi, streita og offita. íslendingar hafa löngum neytt fitu- og eggja- hvíturíkrar fæðu og er talið að fita sé um 43% af orkumagnijslenskrar fæðu. Blóðkólesteról íslendinga þykir einnig hátt, en íslendingar munu neyta meiri mettaðrar fitu en flestar aðrar þjóðir, en hlutur hennar er um 19,8% af orkumagni fæðunnar. í gestaerindi prófessor Eugene Braunwald kom fram, að þegar árið 1911 birtu tveir rússneskir fræðimenn greinargerð þar sem hið fyrsta sinni var leitt getum að því, að blóðtappi í kransæðum hjartans væri undanfari hjartadreps og þeirra sjúkdómseinkenna þess, sem menn þekktu frá fyrri tíma. Um var að ræða sjúklinga, sem lifðu í nokkra daga eftir hjartaáfall. „Þýski meinafræðingurinn Rudolf Virchow hafði lýst blóðsega í krans- æðum þegar um 1870, en það var ekki fyrr en síðar að menn áttuðu sig á tengslum þessarar athugunar Virchows við hjartadrep. Síðan var - það á 5. tug aidarinnar, sem far- aldsfræðilegar rannsóknir sýndu fram á samband kransæðasjúk- dóma og ákveðinna áhættuþátta. Veittu menn því þá eftirtekt, að dánartíðni meðal Norðmanna af völdum kransæðasjúkdóma minnk- aði á árum síðari heimsstyijaldar- innar en jókst síðan á ný þegar tveimur árum eftir stríðslok. I kjöl- far þessa urðu ljós áhrif ýmissa fylgifiska velmegunar til aukinnar tíðni kransæðasjúkdóma. Og í dag er það svo, að áhættuþættir krans- æðasjúkdóma hafa fengið fastan sess í læknisfræðinni. Hins vegar er eitt að sýna fram á tengsl sjúk- dóma og áhættuþátta með faralds- fræðilegum aðferðum og annað að sanna að draga megi úr dánartíðni af völdum viðkomandi sjúkdóma með því að draga úr vægi þessara þátta. Rétt er þó að taka hér fram, að dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóma hefur minnkað um nálega Vinnuskóli Reykjavíkur færir út kvíarnar; 180 unglingar græða upp Nesjavelli Um 180 ungmenni vinna nú við landgræðslu á Nesjavöllum á vegum Reykjavíkurborgar. Unglingamir era nemar í Vinnu- skóla Reykjavíkur. Sigurður Lyngdal, „yfirkennari“ Vinnu- skólans eins og hann orðar það sjálfur, sagði í samtali við Morg- unblaðið að helstu verk nemenda sinna væru að sá í uppblásin svæði sem þarna væri nóg af og helst væri það lúpína. Þá skera þau til börð og hreinsa til. „Landið þama er illa farið,“ sagði Sigurður, „og þegar borgin keypti jörðina var ljóst að átak þyrfti að gera. Þetta var eitthvað fyrir Vinnuskólann. Hér eru einkum tveir aldurshópar, nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla. Þeir yngri vinna hálfan daginn en þeir eldri allan daginn, en þetta eru krakkar sem em fæddir 1974 og 1975,“ sagði Sigurður enn fremur. Alls eru um 1750 unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur og eru þeir dreifðir um allar jarðir við hin ýmsu störf. Það em 180 á Nesjavöllum sem fyrr segir, 150 í Heiðmörk og svo eru vinnuhópar um allt sem setja svip sinn á höfuðborgarsvæð- ið. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Lyngdal, yfirkennari, segir einum leiðbeinandanum til.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.