Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1989
Morgunblaðið/Einar Falur
Prófessor Eugene Braunwald lyartasérfræðingur á 12. þingi nor-
rænna hjartalækna í Reykjavík í sl. viku.
irir í
istíflu
3n
þriðjung í Bandaríkjunum frá því
hámarki er varð 1966. Þetta er
rakið til þess hversu rík áhersla
hefur verið lögð á að draga úr
áhættuþáttum meðal almennings
með varnaðarorðum vegna
reykinga, breyttu mataræði og lyfj-
um.“
í erindi sínu fjallaði prófessor
Braunwald um brátt hjartadrep, en
hann hefur mikið rannsakað þann
sjúkdóm í seinni tíð og hyggst gera
það enn frekar.
Brátt hjartadrep er lífshættulegt
sjúkdómSástand í hjartavöðva. í því
felst bráð blóðþurrð í hjartavöðvan-
um, sem leiðir til dauða hluta hans.
Benda má hér á, að hjartavöðvinn
hefur ekki nema afar takmarkaða
möguleika til endurnýjunar. Bráðir
kransæðasjúkdómar í formi skyndi-
dauða og bráðs hjartadreps (auk
fylgikvilla þess í mynd langvinns
blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta) valda
dauða um 20-30% fólks á Vestur-
löndum. Tíðni hjartadreps fylgir
: stigi æðakölkunar og dánartíðni
j vegna þessa nær hámarki í 55-64
ára körlum og konum á áttræðis-
aldri. Körlum er í heild um þrefalt
' hættara við hjartadrepi en konum,
en sexfalt hættara á aldrinum
33-55 ára. Hlutfallið verður hins
vegar 1:1 í hárri elli.
Rétt er að minnast þess, að brátt
hjartadrep tekur fyrst og fremst til
vinstra slegils hjartans, en hann
dælir súrefnisríku blóði um ósæð
til vefja líkamans. Um er að ræða
tvenns konar drep. Annars vegar
er heilþykktardrep, en þá verður
; vefjadauðinn í allri veggþykkt sleg-
ilsins. Hins vegar er undirþelsdrep,
en þá nær skemmdin aðeins að
hluta til niður í hjartavöðvann.
Meingerð hins fyrra er almennt
talin vera blóðtappi, sem myndast
á æðakölkunarskellu kransæða.
Meingerð hins síðara hefur vafist
nokkuð fyrir mönnum og talin vera
fjölþátta.
„Allt frá 3. áratugi þessarar ald-
ar og fram á þann áttunda ríkti
allnokkur ringulreið í læknisfræð-
inni varðandi brátt hjartadrep af
heilþykktargerð þar eð meinafræð-
ingum tókst ekki alltaf að sýna
fram á blóðtappa í kransæð fórnar-
lamba sjúkdómsins. í þekktri grein,
sem birtist í New England Journal
of Medicine árið 1980, var sýnt
fram á, að 88% þeirra, sem rannsak-
aðir voru með hjartaþræðingu innan
4 klst. frá upphafi einkenna, höfðu
blóðtappa í kransæð. Þessi tala lá
hins vegar á bilinu 65-70% ef
hjartaþræðing fór fram 6-12 klst.
frá upphafi einkenna. Þetta sýndi,
að blóðtappi er hér þungamiðjan. Á
milli 4. og 12. klukkustundar leyst-
ist tappinn hreinlega upp. Á hinn
bóginn sást blóðtappi í aðeins um
40% þeirra, sem hafa merki um
undirþelsdrep.
í raun er það svo, að ræða má
um tvo hópa kransæðasjúklinga á
sjúkrahúsum. Annars vegar eru
gamlir einstaklingar með langa
sögu um hjartaöng og lyfjameðferð
vegna langvinns blóðþurrðarsjúk-
dóms í hjarta. Þessir sjúklingar
hafa oft á tíðum aldrei fengið
hjartadrep þrátt fyrir mjög kalkað-
ar og þröngar kransæðar. Hins veg-
ar eru yngri sjúklingar, sem koma
með brátt hjartadrep, en eru oft
án fyrri hjartasögu. Áhættuþættir
geta verið til staðar. Þeir koma á
sjúkrahús með brátt hjartadrep. Við
hjartaþræðingu getur verið um
minniháttar æðaskemmdir að ræða.
Kölkun kransæða er sameiginlegur
grunnur beggja sjúkiingahópanna.
Hins vegar er hinn fyrri með stöð:
ugar og vaxandi æðaskemmdir. í
seinni hópnum er um það að ræða,
að skemmd verður á þeli kransæð-
anna með myndun blóðtappa og
bráða blóðþurrð í kjölfarið. Hér er
um óstöðuga skemmd að ræða.
Hér að ofan kemur skurðaðgerð
með framhjáhlaupi (“bypass“-
aðgerð) að notum hvað snertir ein-
kenni undirliggjandi hjartasjúk-
dóms. Slík aðgerð drægi aftur á
móti ekki úr tíðni hjartadreps. Þá
kann að vera, að unnt sé að nota
magnýl til varnar."
Prófessor Eugene Braunwald
hefur mikið rannsakað gildi sega-
leysandi meðferðar við bráðu
hjartadrepi. Ýmis lyf eru nú þegar
í notkun (m.a. hér á landi) sem eru
þeim kostum prýdd að megna að
leysa upp blóðtappa. Segaleysandi
lyf hafa sannað gildi sitt og eru
mikil framför í meðferð kransæða-
stíflu. „Sennilega er ekki unnt að
einfalda málið með þeim hætti, að
það verði klippt og skorið hveijir
sjúklinga með brátt hjartadrep skuli
settir á segaleysandi meðferð og
hveijir ekki. Hér mun að líkindum
ávallt þurfa að koma til klínisk
reynsla læknis og mat hans á
ástandinu. Hér þarf m.a. að huga
að því hversu langt er um liðið frá
upphafi einkenna. Rætt er um það,
að ekki tjói að gefa segaleysandi
lyf til að opna kransæð á nýjan
leik sé lengra liðið frá upphafi ein-
kenna en 4 klukkustundir. En við
enduropnun verða einnig ákveðnar
skemmdir á hjartavöðva samfara
því að blóðflæði til hans kemst á
að nýju. Hér þarf að koma til stuðn-
ingsmeðferð vegna þessa. Þessa
þætti þarf að rannsaka enn frekar
sem og kosti einstakra segaleysandi
lyfja umfram önnur. Hins vegar er
segaleysandi meðferð nú þegar föst
í sessi. Lyf eins og rt-PA og
streptókínasi hafa sannað gildi sitt.
10-20% sjúklinga, sem fá slíka
meðferð, eiga á hættu að viðkom-
andi æð lokist að nýju á næstu
mánuðum. Mikilvægt er að þróa
einfalda aðferð til að greina þessa
sjúklinga, sem þá væri unnt að
fylgja eftir og jafnvel grípa til rót-
tækari aðgerða til að halda viðkom-
andi kransæð opinni. Ekki þarf að
gera kransæðaþræðingu nema
klínískt mat bendi til þess, að sjúkl-
ingur sé ekki í stöðugu ástandi. Ef
svo er, þá þarf að þræða krans-
æðamar með þann kost í huga, að
víkka þær (gera „angioplasty").
Bærilegt áreynslupróf er forsenda
útskriftar af sjúkrahúsi.“
Ég spurði prófessor Eugene
Braunwald að lokum um gildi lýsis
gegn hjartasjúkdómum, sem hann
vildi lítt tjá sig um og vísaði til
þeirra rannsókna sem í gangi em.
Ég minntist einnig á nokkuð, sem
er okkur íslendingum ofarlega í
huga, nefnilega hjartaígræðslu.
Prófessor Braunwald sagði
mannshjartað vera besta kostinn í
dag. Hugsanlega yrði unnt í fram-
tíðinni að nota hjörtu annarra dýra-
tegunda til ígræðslu. Hins vegar
væri gervidæla, sem sett væri í
sjúkling í nokkum tíma, kostur sem
verið væri að kanna. Væri með því
móti unnt að halda sjúklingi lifandi
meðan leitað væri hjarta, sem sam-
rýmanlegt væri líkama sjúklingsins.
„Enn er verið að rannsaka gervi-
hjörtu, en ekkert gefur til kynna
að þau verði varanleg lausn. Hins
vegar lifa sjúklingar með ígrætt
mannshjarta eðlilegu lífi.-Þeir rísa
upp úr gríðarlegum veikindum og
stíga á ný inn í heim hversdagslífs-
ins. Þeir þarfnast þó stöðugrar
ónæmisbælandi lyfjameðferðar, en
hættan á höfnun er mest fyrstu 3
mánuðina. Um 90% sjúklinga em á
lífi 1 ári frá aðgerðinni þar sem ég
þekki til og 75-80% 3 árum frá
aðgerð. Hins vegar hefur nýr vandi
skotið upp kollinum hjá hjartaþeg-
um 4-5 ámm frá aðgerð, en það
er hjartaáfall. Svo virðist sem höfn-
un á æðaþeli kransæða hins nýja
hjarta valdi þessu. Þá má einnig
geta þess, að sé um hjarta- og
lungnaígræðslu að ræða, þá getur
orðið höfnun á öðm líffærinu en
ekki hinu svo áhættan eykst tölu-
vert.“
- ing.
Nemendur úr Ölduselsskóla læg-
færa örfoka barð.
Á myndinni sést hve landið er illa farið. Unglingarnir eru um alla hlíð að rækta hana upp,