Morgunblaðið - 13.06.1989, Page 34
M-
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPri'AIVINNyLÍr ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989
Fyrirtæki
Aðalfandur skipasmíða-
stöðvarinnar Skipavíkur
AÐALFUNDUR skipasmíða-
stöðvarinnar Skipavíkur hf. í
Stykkishólmi var nýlega hald-
inn. Var hann fjölmennur. Ellert
Kristinsson forseti bæjarstjórn-
ar stýrði fundi, skýrslu sljórnar
flutti Sigurður Krisljánsson
stjórnarformaður, en reikninga
skýrði Ólafur Krisljánsson
framkvæmdasljóri. Margt var
IMámskeið
Góð þátttaka
ínámskeiði um
loftstýritækni
NÝLEGA stóð fyrirtækið AVS
Hagtækni fyrir námskeiði á sviði
loftstýritækni sem er stýritækni
fyrir sjálfvirkni ýmiskonar véla
og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt
námskeið er haldið af einkaaðila.
Þátttaka í námskeiðinu var góð
og segir í frétt frá fyrirtækinu
að greinilegt sé að þörfin fyrir
slíka fræðslu sé mikil í atvinnulíf-
inu.
í fréttinni segir að námskeiðið
hafi sótt starfandi fagmenn úti í
atvinnulífinu. Tilgangurinn hafi
verið að auka þekkingu þeirra á
loftstýritækni ásamt því að sýna
þá miklu notkunarmöguleika sem
loftstýringar gefi á sjálfvirkni véla.
Þá segir að fiskiðnaður, umbúðaiðn-
aður, tréiðnaður ásamt öðrum iðn-
aði hafi notað þessa tækni í mörg
ár. í öðrum greinum hafi menn
komist einnig upp á lagið með að
nóta loftstýringar í auknum mæli.
Þetta hafi gefið möguleika á að
auka sjálfvirkni á hagkvæman og
ódýran hátt. AVS Hagtækni hyggst
í framtíðinni bjóða upp á námskeið
af þessu tagi sem skipt er í grunn-
námskeið í loftstýringum og tölvu-
stýrðum loftstýringum.
rætt á fundi þessum og það kom
fram að í júlí sl. tók Skipavík
við rekstri byggingarvörudeild-
ar Kaupfélagsins sem þá var í
höndum Kaupfélags Hvamms-
Qarðar og hafði ekki borið sig.
Þessa 6 mánuði var hún svo
rekin með einhveijum hagnaði.
Eftir að hafa lesið og skýrt
reikninga fyrirtækisins og umræð-
ur höfðu. orðið verulegar, skýrði
forstjórinn frá því að Skipavík
hefði nú fengið það verkefni að
sjá um alla gúmmibátaþjónustu
hér á Snæfellsnesi og þarf því
ekki lengur að sækja hana suður
á bóginn. Er verið að vinna að því
að koma henni fyrir í húsakynnum
félagsins. Eins og áður hefur verið
minnst á í fréttum Morgunblaðsins
er bagalegt að hér í Stykkishólmi
er nú svo til engin viðgerðarþjón-
usta bifreiða, þrátt fyri mikla
fjölgun bíla hér og hefir undanfar-
in ár orðið að sækja þessa þjón-
ustu allt til Reykjavíkur. Var um
það rætt hvort Skipavík gæti ekki
verið í fararbroddi að koma þess-
ari þjónustu á með stofnun félags
og þá myndu nægir fást til að
taka þátt í slíkum rekstri. Auk
þess sem atvinnutækifæri yrðu
fleiri.
Þá sagði forstjórinn að fyrir-
tækið hefði nú fest kaup á sand-
blásturstækjum, til að auka fjöl-
breytni í rekstrinum og bæta þjón-
ustuna fyrir bátaflotann.
Reksturinn hjá Skipavík gekk
sæmilega á árinu, þrátt fyrir ýmsa
erfiðleika. En skuldir viðskiptavina
jukust og er það umhugsunarefni,
því það er staðreynd að útgerð hér
á í vök að veijast.
— Arni
■>HIIIU.Il.hUU
Nýir starfshættir hjá
Gjaldeyriseftirlitinu
NÝIR starfshættir verða teknir upp við eftirlit með útflutningi hjá
Gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Auk venjulegra upplýsinga þurfa
útflytjendur að skrá yfirfærslunúmer en þessar breytingar eru liður
í stærri skipulagsbreytingum i gjaldeyrismálum, sem hafa verið að
eiga sér stað frá árinu 1979,
í tilkynningu frá Gjaldeyriseftir-
litinu segir að vinnuferill við út-
flutningsskýrslur verði hér eftir
þannig að útflutningsskýrsla verður
í fyrsta lagi útfyllt á hefðbundinn
hátt með yfirfærslunúmeri og af-
hent tollyfirvöldum. Varan er síðan
flutt út en með greiðslu erlenda
aðilans skal fylgja yfirfærslunúmer
sendingarinnar. Einnig þarf að gefa
upp hvort um heildar-, hluta- eða
lokagreiðslu sé að ræða og gefa
upp nafn eða kennitölu.
Yfirfærslunúmer þurfa að vera 7
tölustafa númer þar sem aftasti
tölustafurinn er síðasta tala þess
árs sem flutt er út á. Útflytjandinn
býr sjálfur til þessi yfirfærslunúmer
og ræður hann gerð þeirra en í til-
kynningunni segir að áríðandi sé
að hvert yfirfærslunúmer sé aðeins
á einni vörusendingu, en á öll gjald-
eyrisskil af henni sé hún greidd í
mörgu lagi.
Þá segir að þar sem þetta kerfi
snerti marga aðila verði það tekið
upp í nokkrum þrepum til þess að
skapa nægan aðlögunartíma.
SKIPAVIK — Nýlokið er aðalfundi skipasmíðastöðvarinnar
Skipavíkur. Þar kom m.a. fram að verkefni eru næg næstu fjóra
mánuði. Nú starfa hjá félaginu um 30 manns.
Kringlan
Aðalkosturinn að
versla undirþaki
Skoðanakönnun um áhrif yfirbyggingar
verslunarsvæðis
í SKOÐANAKÖNNUN sem gerð var á vegum tímaritsins Arkitektúr
og skipulag og tengdist viðfangsefni blaðsins „Vetrarborgir" kom í ljós,
að 55% aðspurðra töldu aðalkost Kringlunnar vera þann að þar væri
hægt að versla undir þaki og 45% aðspurðra tóku fram að þar væri
hægt að fá allt á sama stað. Varðandi helstu ókosti Kringlunnar fannst
13% aðspurða verslanir vera of dýrar, 10% fundu enga galla og 6%
kvörtuðu um of mikinn hávaða. Tilefni könnunarinnar var að komast
að því, hvaða áhrif yfirbyggðar götur hefðu á íslendinga.
I könnuninni var reynt að hafa
jafna dreifingu milli kynja og aldurs-
hópa og þeir ekki spurðir sem voru
yngri en 20 ára. Markmið könnunar-
innar var aðllega að athuga hvort
fólk fengi innilokunarkennd í svona
rýmni, hvernig því liði þar og hvort
íslendingar séu á réttri braut varð-
andi þessi efni. í ljós kom, að flestir
koma á einkabíl eða 81% og frá
Reykjavík komu 79%. 41% aðspurðra
fannst ytra umhverfi og aðkomu
vera ábótavant, 36% fannst hún vera
sæmileg og 23% svöruðu skemmti-
leg. Þeim sem voru óánægðir fannst
vera mengun af bílum, langt í stræt-
Fjárlagahallinn brúaður með
fyrsta veðrétti íþorskstothinum
eftir Bjama Sigtryggsson
Ýmsir þeir bændur sem hyggjast
bregða búi um þessar mundir verða
fyrir þeirri dapurlegu reynslu að
komast að raun um það að þau
verðmæti, sem þeir hafa talið sig
byggja upp með eign í jarðnæði,
húsum, vélum og bústofni eru lítils
virði. Spamaður ævistarfsins hefur
brunnið upp, rétt eins og spariféð
gerði á dögum óraunvaxtanna.
Þama skipta bókfærðar tölur litlu
máli, jafnvel vandað viðhald. Það
sem skiptir máli er eftirspurn. í dag
er lítil sem engin eftirspurn eftir
bújörðum, nema þeim fylgi sérstök
hlunnindi, eins og til dæmis veiði-
réttur.
Þetta er hinn blákaldi veruleiki,
sem ekki hefði þurft að verða svo
sársaukafullur, ef leiðtogar bænda-
stéttarinnar hefðu ekki fylgt þeirri
stefnu að ofvemda stétt sína gegn
þróun markaðarins. Og margir
bændur vom of lengi hvattir til að
framleiða of mikið og þeim var
tryggt of hátt verð fyrir. Fyrir-
bragðið em of margir þeirra of illa
settir í dag.
Eignir sem hverfa
Það lögmál gildir um allar eign-
ir, framleiðslutækin sem aðra auð-
legð, að þær em aðeins þess virði
sem menn em reiðubúnir að greiða
fyrir. Bóndi sem telur sig eiga 12
milljóna króna verðmæti í jörð sinni
og húsum kann að þurfa að sætta
sig við þriðjung þess við sölu. Ævi-
sparnaðurinn eyðist þegar eftir-
spumin hverfur. Þá skiptir engu
hversu mikið hefur verið í eignina
lagt, né hvað menn trúa að kunni
að gerast í framtíðinni. Þess em
líka mörg dæmi að bændur sem
hafa ráðist í miklar endurbætur
skuldi meira en nemur markaðs-
verði allra eigna þeirra.
Þannig kann að vera komið fyrir
íslenska þjóðarbúinu. Löng erlend
lán íslendinga stefna í það að vera
orðin 135 milljarðar króna. Það
nálgast að vera matsverð alls íbúð-
arhúsnæðis á landinu. Húsbygg-
ingaþjóðin íslendingar hafa því,
þegar öllu er á botninn hvolft, reist
sér kastala fyrir annarra manna fé
og á eftir að endurgreiða það allt
saman.
Raunverulegur
þjóðarauður?
Þjóðarauður íslendinga er nú
talinn nema allt að 700 milljónum
króna, þannig að við skuldum
fimmtung þjóðarauðsins, að frá-
töldum óveiddum fiski, óvirkjaðri
Með síðustu
hallalánum
ríkissjóðs voru
þúsund bújarð-
ir veðsettar til
viðbótar þeim
27 þúsund sem
við skuld-
um . . .
orku og óbeisluðu hugviti. En hvers
kyns eign er það sem við eigum þá
á móti skuldunum?
Líkt og bújörð, hús, vélar og
bústofn bóndáns, þá er hér um að
ræða opinbert mat en ekki raun-
verulegt markaðsverð. Hætt er við
því að raunverulegt verðmæti eigna
okkar fari einkum eftir tvennu;
stofnstyrk nytjafiska og heims-
markaðsverði á orku. Finnist ný,
ódýr orkulind eða komi slys fyrir
fiskistofna okkar, þá er hætt við
að annar þjóðarauður okkar yrði
lítils virði.
Nýlega hefur fjármálaráðuneytið
tekið tvö stór erlend lán, samtals
um fimm milljarða króna, til að
greiða með halla á rekstri ríkis-
sjóðs. Samkvæmt upplýsingum
fasteignasala er algengt markaðs-
verð fyrir bújörð liðlega fimm millj-
ónir króna. Með hallalánunum erum
við því að veðsetja þúsund íslenskar
bújarðir. Fyrir skuldum við andvirði
27 þúsund bújarða. Svo mörg býli
hafa aldrei verið hér á landi, þann-
ig að nú eru allar sveitir landsins
og dijúgur hlúti sjávarþorpanna
komin í hendur veðlánara japanskra
banka.
Landið veðsett - miðin
næst?
A dögunum birti NBC sjónvarps-
stöðin bandaríska frétt um skuldir
Bandarílqamanna við Japani. Til
skýringar á stærð skuldarinnar var
birt kort af Kaliforníufylki, og nefnt
að með erlendum skuldum sínum
væru Bandaríkjamenn raunveru-
lega búnir að veðsetja alla Kali-
forníu en héldu samt áfram að brúa
fjárlagahallann með erlendri
skuldasöfnun. Brátt myndi jap-
anska eignarhaldið ná til fleiri
fylkja.
Hætt er við að íslendingar séu
nú þegar búnir að veðsetja landið
sitt allt og fari brátt að slá út á
miðin.
ísvagn, drungalegt og þröng.
Af niðurstöðum má draga þá
ályktun að fólki líður yfirleitt vel í
almenningsrými Kringlunnar. Helstu
gallar eru þrengsli á annatímum,
hvavaði og skortur á fjölbreytni í
almenningsrýminu.
Utanríkisviðskipti
Viðskipti
Islands og
Tékkóslóvakíu
hafa minnkað
VIÐSKIPTI milli íslands og
mlisTékkóslóvakíu hafa minnk-
að talsvert ef litið er til lengri
tíma. Þannig voru viðskiptin um
2—3% af utanríkisviðskiptum
Islendinga á sjötta áratugnum,
en hafa verið um 0,1% af heild-
arútflutningi og 0,3—0,4% af
heildarinnflutningi á undan-
förnum árum. Arið 1988 nam
verðmæti útfluttrar vöru til
Tékkósióvakíu um 86 milljónum
króna, en verðmæti innfluttrar
vöru þaðan nam um 268 milljón-
um krona.
I sameiginlegri fundargerð sem
undirrituð var í lok viðræðna full-
trúa íslands og Tékkóslóvakíu
kemur fram að báðir aðilar lýsa
yfir áhuga á áframhaldandi og
auknum viðskiptum. Var því sér-
staklega fagnað að útflutningur á
loðnumjöli til Tékkóslóvakíu hefur
hafist að nýju eftir nokkurra ára
hlé. Auk hefðbundinna vara var
lögð áhersla á kaup Tékka á
þorskalýsi, skinnavörum og
lambakjöti. Tékkar lýstu yfir
áhuga á að kaupa nokkurt magn
af fiskimjöli, freðfiski og lagmeti
og auk þess að selja hingað frosið
grænmeti, ávexti og vélar og tæki
vegna byggingar orkuvera og ann-
arra verkefna á Islandi auk hefð-
bundinna vara.
Formaður íslensku viðræðu-
nefndarinnar var Sveinn Björns-
son sendifulltrúi í utaníkisráðu-
neytinu. Ákveðið var að næstu
viðræður færu fram í Prag árið
1990.