Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 42

Morgunblaðið - 13.06.1989, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JUNI 1989 Heildarupphæð vinninga 10. júní 1989 var kr. 7.589.643,-. 4 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 1.141.434,-. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 149.466,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 3.754,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 341,-. Sölustaðir loka 15 mínút- um fyrir útdrátt í Sjón- varpinu. Steindór Sendibflar Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu Tímamót „Harambee! Nyayo! Harambee! Nyayo!“ hrópar allur mannfjöldinn. (Vinnum saman, fylgjum forsetan- um!) Það er þjóðhátíðardagur Kenýu og þjóðin minnist þess að þennan dag, 12. desember, eru 25 ár síðan landið fékk sjálfstæði undan yfir- ráðum Breta. 25 ára afmæli er stór- afmæli hér eins og annars staðar. Nú í haust var þess einnig minnst, að forsetinn, Daniel arap Moi, hefur setið við stjórnvölinn í 10 ár, þann- ig að mikið hefur verið um dýrðir undanfarnar vikur. Vegleg minnis- merki hafa verið reist í helstu borg- um landsins, enda er fátt sem þjóð- in þarfnast jafnmikið og að sam- einast. Evrópubúa, sem alinn er upp við lýðræði og tjáningarfrelsi, finnst við fyrstu sýn þjóðarleiðtoganum hampað óeðlilega mikið, svo að það nálgist tilbeiðslu, en hann er mikil- vægasta sameiningartákn hinna rúmlega 40 þjóðflokka landsins, sem margir eru jafn óskyldir og íslendingar og Kínveijar. Á slíkum tímamótum er litið yfir farinn veg og þeirra minnst, sem börðust fyrir frelsi landsins. Meðal þeirra rís hæst Jomo Kenyatta, leið- togi andspyrnunnar og faðir þjóðar- innar. Margt hefur gerst á þeim 25 árum, sem liðin eru. Stjórnarfar hefur verið mjög stöðugt. Það hefur verið grundvöllur efnahagsfram- fara. Landbúnaðurinn er undir- stöðuatvinnuvegur landsmanna og helstu útflutningsvörurnar eru te og kaffi. En fólksfjölgunin er svo ör, að brátt getur landbúnaðurinn ekki tekið við fleira fólki. Talið er, að um ein milljón vinnufærra manna séu atvinnulausir og meira en helmingur þjóðarinnar hefur ekki enn náð 15 ára aldri. Þessi uggvænlega staða veldur ríkis- stjórninni mikium áhyggjum, enda á Kenýa heimsmet í fólksíjölgun eða 4% á ári. Reynt er að draga úr fólksfjölguninni, en illa gengur, enda er það inngróið í trú Afríku- manna, að honum beri að fæða eins mörg börn og hann geti, svo að hann gleymist ekki á landi lifenda. Tilkoma menntunar og efnishyggju kemur með nýtt hugarfar í þessu sambandi, en áhrifin eru enn lítil. Hið ræktanlega land verður sífellt þéttbýlla, og jarðir bænda verða minni og minni. Stjórnvöld líta á iðnað sem helstu lausnina á hinni gífurlegu þörf fyrir ný atvinnutæki- færi framtiðarinnar. Menn, semlok- ið hafa iðnskólanámi, eru hvattir til að nota hugmyndaflugið og hefja sjálfstæðan _ atvinnurekstur í smáum stíi. Ótal smáfyrirtæki hafa verið stofnuð, þar sem húsnæðið var skuggi trés og tækjakosturinn tvær hendur og hamar og oft lítið meir. Margir hafa spjarað sig vel. Á þennan hátt hafa margir fengið atvinnu og möguleika á að fram- fleyta sjálfum sér og fjölskyldum sínum. En þetta er hvergi nærri nóg, og því hefur forsetinn skipað háskólum landsins að undirbúa framleiðslu á kenýönskum bíl. Þetta er djörf hugmynd í þróunarlandi, en myndi skapa mönnum atvinnu auk erlends gjaldeyris. Vegna þess hve þróunarlöndum gengur illa að koma vörum sínum inn á markaði Vesturlanda, hafa ýmis Afríkulönd tekið sig saman og stofnað e.k. efnahagsbandalag, sem hefur það sem markmið að verða e.k. fríversl- unarbandalag er fram líða stundir. Er það von margra, að þetta verði til að örvá iðnað og landbúnaðar- framleiðslu og að afrískar vörur muni smátt og smátt koma f stað evrópskra og japanskra í þessum löndum. Yfir/öld Kenýu hafa beitt sér töluvert mikið fyrir þessu máli, enda er það mikið hagsmunamál fyrir landið, því að það hefur öflugri iðnað en nágrannalöndin og efling hans myndi verða þjóðinni mikil lyftistöng. Eskifjörður: Vetrarstarf eldri borgara EskiOrði. VETRARSTARFI eldri borgara á Eskifirði lauk með giæsilegri sýningu á munum þeim sem unn- ir hafa verið í starfinu á liðnum vetri. Sýningin var haldin í félags- heimilinu Valhöll þann 13.maí sl. jafnframt var sýningargestum selt kaffi og rjómapönnukökur. Hluti af sýningarmunum var til sölu, en á sýningunni fór fram fjár- öflun til að leggja í ferðasjóð. Katrín Guðmundsdóttir hefur veitt starfinu forstöðu og með henni hefur Edda Kristinsdóttir leiðbeint og aðstoðað þátttakendur. í samtali við Katrínu kom fram að þær hefðu verið með opið hús í Valhöll vikulega í vetur þar sem fólk hefði hist, unnið við hannyrðir og rabbað saman, þá var verið tvisv- ar í viku með hannyrðatíma í dval- arheimilinu Hátúni. Það kenndi margra grasa á sýn- ingunni í Valhöll og margir gripirn- ir hreinustu listavérk. Þarna var margskonar handavinna, prjóna- skapur, útsaumur, leirmunavinnsla, svo fátt eitt sé nefnt. Morgunblaðið/Hrafnkell A. Jónsson Vetrarstarfi eldri borgara á Eskifirði lauk með glæsilegri sýningu á munum sem unnir hafa verið í starfinu á liðnum vetri. Katrín Guðmundsdóttir sagði að færi í dagsferð um Fljótsdalshérað. í sumar væri fyrirhugað að hópur- Þá er á döfinni ferð í Skagafjörð inn sem hist hefði í Valhöll í vetur seinna í sumar. - HAJ Ljósmynd/Valdís Magnúsdóttir Einn af þýðendum Biblíunnar á mál Pókotþjóðflokksins var lát- inn lesa úr Nýja testamentinu til að fulivissa viðstadda um, að það væri örugglega á pókotmáli. Ljósmynd/Transition and Continuity in Kenya Forsetar lýðveldisins Kenýu frá upphafi. T.v. Jomo Kenyatta (63—78) og Daniel arap Moi (78- ) t.h. Litið er á Kenyatta sem foður þjóðar- innar. Slagorð hans var „harambee", sem merkir „vinnum saman með samstilltu átaki“. Moi vildi fylgja í fótspor hans og kaus sér „nyayo“ sem yfirskrift. Það merkir „fótspor“, en með því er átt, að hann vilji feta í fótspor Kenyatta og halda áfram, þar sem hann varð frá að hverfa. Pókotmanna. Formaður Biblíufé- lags Kenýu benti á það í hátíðar- ræðu sinni, að Biblían væri grund- völlur kirkjunnar og að hún byndi alla kristna menn saman. Hún vinn- ur því gegn þjóðflokkaríg og óvin- áttu á milli þjóða. Hún er notuð um allan heim, enda er það bara boð- skapur hennar, sem getur gert menn fijálsa. Þess vegna er út- breiðsla og notkun hennar jafn mik- ilvæg og efnalegar framfarir. — Hann vonaðist til að menn gætu hist aftur eftir þrjú ár til að mót- taka Biblíuna í heild sinni, en áætl- að er að þýðing Gamla testamentis- ins verði lokið árið 1991. Að lokum lét hann í ljós þá ósk, að heilög ritn- ing á móðurmálinu yrði mönnum það hjartfólgin, að hún kæmi í stað þýðinga á öðrum málum. Kirkjuleiðtogar vona, að þessi nýja útgáfa verði til að auka mjög biblíulestur. Á kirkjan að ónáða fólk? Fólk hefur yfirgefið lúthersku kirkjuna í Bandaríkjunum svo nem- ur hundruðum þúsunda á síðustu árum. Leiðtogar hafa horft á þessa þróun með ugg. Orsakirnar eru ekki þær, að allur þessi fjöldi hafi gengið af kristinni trú, heldur finnst þeim trú sín ekki hafa fengið næga næringu í lúthersku kirkjunni. Leið- togarnir hyggjast nú snúa vöm í sókn og fara útbreiðsluherferðir til að reyna að snúa þróuninni við. Fyrir skömmu var undirritaður þátttakandi í vikulangri útbreiðslu- herferð. Við vorum rúmlega 70 utan Ljósmynd/Valdís Magnúsdóttir Frá afhendingu Nýja testamentisins á máli Pókotmanna. Einn af kristniboðunum fær aflient eintak sem þakklætisvott fyrir að hafa lagt hönd á plóginn við verkið. Nýja testamentið á pókotmáli En það er ekki bara á sviði efna- hagsmála, sem framfarir eiga sér stað. Hinn 4. desember sl. var mik- ill hátíðisdagur í Pókothéraði, af- skekktri sveit, þar sem íslenskir kristniboðar starfa. Þá kom út end- urskoðuð útgáfa á Nýja testament- inu á máli þessa þjóðflokks, sem er álíka ijölmennur og íslenska þjóðin. Það voru þá liðin 52 ár síðan hafist var handa við að þýða fyrstu rit bókarinnar góðu. Reyndar var Nt gefið út árið 1967, en ritháttur- inn féll illa að málinu og erfitt reyndist að lesa bókina. Nú er hins vegar búið að ráða bót á þessu og allir, sem á annað borð kunna að lesa, geta lesið hana sér til gagns og ánægju. Nýja testamentið var afhent Pók- otmönnum við hátíðlega athöfn í guðsþjónustu í einni af kirkjum héraðsins. Fulltrúar Biblíufélagsins og Hinna sameinuðu biblíufélaga voru til staðar auk fulltrúa kirkna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.