Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 43 að komandi gestir auk heima- manna. Þetta voru mjög góðir dag- ar. Flestir gestanna voru komnir um langan veg og margir hikuðu ekki við að fara fótgangandi 20—30 km leið og klífa brött fjöll til að geta verið með. Dagurinn hófst með biblíulestri á morgnana. Síðan var fólki skipt í hópa og sent um landið til að ganga í hús cg segja frá hin- um kristna boðskap. Var gengið sleitulaust til kl. 4—5. Því var alls staðar vel tekið og víða boðið í hús, þar sem því var boðið upp á te. Þegar hóparnir hittust síðdegis, höfðu flestir frá opnu landi og opnu fólki að segja. Á kvöldin voru samkomur. Svo margir komu, að litla skólahúsið varð fljótlega allt of lítið. Heilir þrír kórar voru á staðnum og tveir til viðbótar voru stofnaðir af þátt- takendum. Það var mikið sungið að hætti Afríkumanna af innlifun, þar sem allur líkaminn var með. Inn á milli vitnuðu menn um gildi hinn- ar kristnu trúar fyrir þá og hvernig hún breytti lífi þeirra. Innfæddir prédikarar héldu svo ræður kvölds- ins. Að lokum var sýnd kvikmynd, fyrirbrigði, sem ekki sést á hverjum degi á þessum slóðum. Á fjórða tug manna óskaði eftir hjálp til að geta orðið kristnir. Miðaldra maður bað um fyrirbæn á einni samkomunni. Hann hafði verið kúaræningi í mörg ár. „Biðjið fyrir mér, því að ég hef drepið ijölda manns,“ sagði hann í örvæntingu sinni, þegar hann leit yfir ævi sína. Líf hans var fullt af misgjörðum, en hin kristna trú stóð honum til boða, fyrirgefning alls hins liðna og tækifæri til að hefja lífið upp á nýtt. Hér um slóðir talar enginn um, að kirkjan eigi að láta menn í friði, heldur er hún stöðugt beðin um að reyna að ná víðar, því að boðskapur hennar hefur bara góð áhrif á fólk. Það eru bæði yfirvöld og almenn- ingur, sem kemur með þessar óskir. Ekki er hægt að verða við öllum beiðnum. Útbreiðsluherferðir á íslandi? Fólk í frumkristninni var sér mjög meðvitandi um ábyrgð sína á að útbreiða hinn kristna boðskap. í hvaða stétt, sem menn voru, vitn- uðu þeir um trú sína. Á þann hátt barst hinn nýi boðskapur með mikl- um hraða um allt Rómaveldi. Mann- eskjan hefur ekki breyst hið innra síðan þá, og enn stendur boð Krists um að gera allar þjóðir að lærisvein- um. Þar er einnig átt við hveija nýja kynslóð i kristnum löndum. Fáir meðlimir íslensku kirkjunnar sækja kirkju að staðaldri. Kannski við ættum að hefja útbreiðsluher- ferðir og ónáða fólk meir? Höfundur er kristniboði. Hótel, sjúkrahús, mötuneyti, fisk- og kjötvinnslur o.fl. Hjá RV fáið þið létta vinnuklossa (hvíta eða svarta) og hvít stígvél sem ekki veröa hál. REKSTRARVÖRUR Draghólsi 14-16 • 110 Rvlk • Slmar: 31956 - 685554 hiiiÉBÍ SPORTJAKKAR Höfum fengið í sölu hina þekl<tu sportjakka frá Vestur-þýska fyrirtækinu MeÍMSÉSsK Fjölbreytt ún/al allar stærðir verð frá kr. 5.390.- ÁLAFOSS-ó/ÍJ/h ---------- FATADEILD ------- VESTURGÖTU 2, RVK, SlMI 9I-I3404 - IÐAVELLIR I4B KEFUAVlK SlMI 92-I279I IDE ■hurðirnar frá Bústofni með fræstum „fullningum" prýða heimilið og gefa því virðu- legan blæ. Þær fást gegnheilar eða með „frönskum" gluggum, sem hleypa birtu á milli herbergja. Frönsku hurðirnar eru einnig fram- leiddar tvöfaldar. Hurðirnarfaravel í nýtízku húsakynnum sem og til endurnýjunar í eldri húsum. Þær eru þv( hvarvetna aðlaðandi og hagnýt lausn. Arkitektar og iðnaðarmenn hafa lokið lofs- orði á hurðirnar fyrir vandaða smíði. Tré er lifandi efni, sem rakastig loftsins hefur áhrif á. IDÉ-hurðirnar eru hannaðarog smíðað- ar til að þola 70% sveifluaukningu á rakastigi. • Hurðarfleki samlímdurog karmurúrmassívri furu eða greni með innfræstum spjöldum. • Allir karmar m/þéttilista • Allar hurðir fulljárnaðar með sterkum, sér- smíðuðum lömum. • Allar breiddir fáanlegar af ýmsum gerðum. • Verðið er vitaskuld hagstætt eins og á öllu öðru hjá BÚSTOFNI. Biðjið um bækling.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.