Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 47

Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 47
■MORGUXBJLAljlÐ,ÞRH).n;i?AOUR Ig, JÚNÍ-1989 er ég þess fullviss að í tímans rás ná hjörtu okkar að verma hana þann- ig, að eftir lifir björt og hlý minning um góðan vin og frænda. Trausti fæddist á Höfn 5. febrúar 1972 en þá voru foreldrar hans ný- lega flutt þangað austur. Valdís og Hreinn eru einstaklega umhyggjus- amir og góðir foreldrar sem byggðu börnum sínum gott og fallegt heim- ili. Það var tæpt ár mili bræðranna, Péturs og Trausta, en fyrir voni eldri systkinin, Ásmundur og fjóla. í hugann koma minningar frá heimsóknum íjölskyldu minnar aust- ur á Höfn t.d. mynd af þrem litlum drengjum að leik við fallega á, kepp- andi um hver gæti kastað steinum lengst út í strauminn, en eldri systk- inin hafa vaðið yfir á næsta bakka. Þannig mætti minningarnar lengi telja. Síðar fluttu Hreinn og Valdís til Fáskrúðsfjaðar og hafa búið þar síðan. Þrátt fyrir að samverustundum fjölskyldna okkar fækkaði eftir flutn- ingana austur á land, hafa alla tíð verið traust og góð tengsl þar á milli — tengsl vináttu og trúnaðar. Þetta skildu Trausti og Pétur bróðir hans, því þó þeir ættu ekki minning- ar frá heimili sínu í borginni, heil- suðu þeir okkur ætíð sem nánustu vinum. Það var alltaf gaman að hitta Trausta og sjá hans glaða og bjarta bros, sem gat vikið svo fljótt fyrir alvarleik og djúpri íhugun, en var þó alltaf svo stutt undan. Trausti var sérstaklega blíður og barngóður enda er hans sárt saknað af litlu systkina- börnunum sínum, sem spyija um hann og skilja ekki hvers vegna hann er farinn frá þeim. Það skilur eftir góða minningú í huga fuliorðins manns að hafa verið nefndur „Ingi frændi“ af tveim litlum drengjum sér óskyldum. Ég sakna þess að hafa ekki notað betur þau tækifæri sem ég hafði til að kynnast þessum unga manni sem sýnilega hafði svo mikið að gefa. Sú sorg sem fráfall 17 ára pilts vekur hjá fjölskyldu hans er meiri en svo, að færð verði í letur. Elsku Valdís, Hreinn og fjöl- skylda, megi Guð veita ykkur styrk og trú í þessari miklu raun svo ykk- ur auðnist að bera sorg ykkar fram á veg, vona og minninga — minninga um soninn og bróðurinn besta, sem ykkur svo mikið gaf. Ingjaldur Ásvaldsson og Qölskylda. Ég var austur á Selfossi þegar ég heyrði að góður vinur minn, Trausti Geir Hreinsson, væri látinn. Ég trúði þessu varla fyrst en svo smám sam- an áttaði ég mig á því að hann væri dáinn og ég sæi hann aldrei framar. Trausti var skemmtilegur strákur og gat alltaf komið manni í gott skap. Við áttum margar góðar stund- ir smaman; úti á Ítalíu er flölskylda hans og mín fóru sumarið ’84, einn- ig þegar við vorum í sumarbústöðum Landsbankans í Selvík. Það var einn- ig alltaf tilhlökkunarefni að hitta þá Pétur og Trausta á ferðalögum okk- ar frá og til Eskifjarðar meðan við bjuggum þar. Trausti var með skemmtilegri drengjum sem ég hef kynnst og Pétur ekki síðri. Ég, Trausti og Pétur áttum margt sameiginlegt þegar við vorum litlir. Við héldum upp á hljómsveitina Kiss og breska knattspyrnuliðið Liver- pool. Aldrei rifumst við eða slógumst. Ég mun aldrei gleyma Trausta og bið Guð að geyma hann. Ég sam- hryggist innilega foreldrum, systkin- um, ættingjum og vinum. Kalli Sorgin er gríraa gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran). Lífshlaup 17 ára gamals drengs er ekki langt, en lífshlaup Trausta vinar okkar var fagurt. Hér stöndum við eftir og spyrjum okkur sjálf og hvert annað, af hveiju? Af hverju þurfti Trausti að deyja svona ungur? Við erum ráðþrota og leitum svars við lífsgátunni miklu. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera, en hver? Á hugann leita minningar um allar þær góðu stundir sem við áttum með Trausta, því þær voru margar og yndislegar. Þegar við hugsum um hann sjáum við hann alltaf fyrir okk- ur kátan og hressan. Hann var traustur og góður vinur. Þannig mun Trausti lifa í minningunni. Nú kveðj- um við Trausta vin okkar hinsta sinni með söknuði og þakklæti. Og þótt í okkar tið sé margt að muna og margt sé það, sem finnst mér kvöð að skrifa, þín minning bregður tærum hlátri á haustið og hennar vegna er skemmtilegt að lifa. (Matthias Johannessen). Við sendum fjölskyldu Trausta okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að minningin um Ijúfan dreng verði sorginni yfirsterkari. Kidda, Sölvi og Magga Stína. H T T A ARNARocÖRLYGS HANDBÓKIN eftir Þorstein Einarsson Greiningarbókum íslenska fugia. Litmyndir af flestum íslenskum varpfuglum, vetrargestum, far- og flækingsfuglum. Helstu 'einkenni dreg- in fram á einfaldan hátt. ÖRN OG ÖRLYGUR SfÐUMÚLA 11 - SÍMl 84866 LANDIÐ OKKAR TT á það borgar sig að borga miðann strax. Frá 10. til 16. júní drögum við daglega út glæsilegan Peugeot I 205, og það í sjónvarpsútsendingu. Útsendingin V verður alla dagana fjórum mínútum fyrir fréttir í Ríkissjónvarpinu. Þann 18. kemur svo húsið, báturinn, jeppinn, mótorhjólið, hestarnir, sæsleðamir . . . og það sem meira er allur ágóðinn rennur beint til okkar aftur, bamanna okkar og komandi kynslóða. GRÆÐUM ÍSLAND LANDSHAPPDRÆTTI • ÁTAKS I LANDGRÆÐSLU I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.