Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 51

Morgunblaðið - 13.06.1989, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1989 NEW YORK Suiigið hjá Sameínuðu þjóðunum Elsa Waage söngkona hélt í síðasta mánuði tónleika' hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, að viðstöddum rúmíega 150 gest- um. Elsu var tekið forkunnar vel og eftir tónléikana var hún sæmd heiðursmerki Síbelíusarféiagsins. Fyrir rúmum tveimur vikum tók hún svo við tvö þúsund dollara styrk frá Skandinavísk-ameríska félaginu í New York. Elsa Waage er altsöngkona og fyrir rúmlega ári iauk hún meistara- prófi hjá Kaþólska háskólanum í Washington í Bandaríkjunum og núna stundar hún nám við óperu- skólann í New Jersey. Hún er dótt- ir Steinars og Klöru Waage. Elsa útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1980, stundaði söngnám hjá Elly Ameling og Dal- ton Baidwin í Reykjavík en hélt síðan til Washington. Á námsárun- um hélt hún nokkra konserta, en sá sem hún hélt hjá Sameinuðu þjóðunum var sá fyrsti eftir að nám- inu lauk í Washington. í New York léku þau John Walt- er og Svava Bernharðsdóttir undir með Elsu, en á efnisskránni voru sönglög eftir Brahms, Richard Strauss, Kurt Weill, Grieg, Jón Þórarinsson, Hallgrím Helgason og Síbelíus. Tónleikarnir voru öðrum þræði haldnir til að kveðja sendi- herrahjónin Ástríði og Hans G. Andersen, en hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Þarna hjá Sameinuðu þjóðunum var staddur Martin Riskin, formað- ur Síbelíusarfélagsins í Banda- ríkjunum. Hann sagði að það væri leitun að færum altsöngkonum og var í sjöunda himni yfir frammi- stöðu Elsu. Hann sagði að hún syngi af mikilli innlifun, hefði góða kímnigáfu en gæti líka tjáð alvöru- þunga þegar það ætti við. Riskin spáði henni glæstri framtíð og sæmdi hana heiðursmedalíu Síbel- íusarfélagsins, en hún er veitt efni- legu, ungu tónlistarfólki sem flytur tónlist frá Norðurlöndum. Fyrir rúmum tveimur vikum voru menningarstyrkir Skandinavísk- ameríska félagsins í New York af- hentir á Waldorf Astoria-hótelinu að viðstöddum 140 félagsmönnum. Þessir styrkir eru árlega veittir listamönnum frá öllum Norðurlönd- um og Bandaríkjunum, en Elsa Waage hlaut íslenska styrkinn í ár. Söngunnendur á íslandi fá að njóta þess að hlýða á þessa ungu og vel metnu altsöngkonu í haust, en hún heldur tónleika í október í Reykjavík. Elsa Waage þakkar fyrir styrk- inn við athöfiiina á Waldorf- Astoria. Þijár blómarósir sem voru í hófi Skandinavísk-ameríska félagsins: Edda Birna Kristjánsdóttir sendiráðsritari, Meg Beaty Ijósmynda- nemi og Fríða Ólafsdóttir fatahönnuður. ^on c°n° KRUMPUGALLAR fyrir herra og dömur Nýsending Útsölustaðir: Akrasport - Akranesi Aþena - Höfn, Hornafirði Bikarinn - Reykjavík Bjólfsbær - Seyðisfirði Borgarsport - Borgarnesi Don Cano búðin - Reykjav. Hverasport - Hveragerði Kaupfél. Þing. - Húsavík Kaupfél. Steingrfj. - Hólmav. Maraþon - Akureyri Músík og sport - Hafnarfirði Nes-sport - Seltjarnarnesi Skógar - Egilsstöðum Sparta - Sauðórkróki Sportbúð Oskars - Keflavík Sportb. Laugav. 97 - Rvík. Sporthlaðan - Isafirði Versl. Ara Jónss. - Patreksfirði Versl. Steina & Stjóna - Vestm. Versl. Vísir - Blönduósi SPORTLAND HF. Álfheimum 74, sími 82966. STJORNIN Þau þágu verðlaun Skandinavísk-ameríska félagsins á Waldorf-Astoria-hótelinu: Peter Aastrom, Mic- hael Halpem, Mary Ann Brown, Virginia Brewer, Eero Richmond, Dorrit Mason og Elsa Waage. LANDSLAGSSVEITIN STJÓRNIN HEFUR NÚ SLEGIÐ í GEGN SVO UM MUNAR. BANDALÖG Stjórnin/Hljómleikar og dansleikir Laugard. 17.júnf Föstud 23-júnf Laugard. 24.júní Föstud 30.júní Laugard. 1-jÚIÍ Föstud 7.júlf Laugard. S.júlí Föstud 14.júlf Laugard. 15.júlí Föstud 21.JÚIÍ Laugard. 22.júlí Föstud 28.júli Laugard. 29.júlf Verslunarmannahelgi? Föstud 11 .ágúst Laugard. 12.ágúst Laugard. 19.ágúst Laugard. 26.ágúst Benidorm - Spánn Sjallinn * Akureyri Sjallinn - Akureyri Krúsin - ísafiröi Krúsin - ísafiröi Sævangur * Hólmavík Bíldudaiur Valaskjálf - Egiisstaöir Freyvangur - EyjafirÖi Sogn hátíö - ölfusi Sogn hátfö - ÖHusi Hótel ísland Hótel Island Sjallinn - Akureyri Sjallinn - Akureyri Breiöablik - Snæfellsnesi Hornafjöröur ER SAFNPLATA SUMARSINS. INNIHALDUR 14 SUMARS- MELLI Þ.Á.M."ÉG FINN ÞAÐ NÚ" OG "ÉG FLÝG" MEÐ STJÓRNINNI ÚTGÁFA 20. JÚNÍ. S T E l N A R PANTAÐU STRAX í PÓSTKRÖFU! SIMAR 11620 OG 18670 SERTILBOÐ 50% afsláttur af þ'vottabjamar'pelsurn (rac FJÁRFESTIÐ í YNDI OG YL LÁTIÐ DRAUMINN RÆTAST FYRIR 17. JÚNÍ Jraccoon) Bjóóum síóa íkomapelsa á aöeins kr. 25.000,- PELSINN KIRKJUHVOLI SÍMI 91-20160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.