Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 13.06.1989, Qupperneq 58
MÖRGÚSSLaÖIÐ : ÞfilÉijUDÁ'GÚK Í3' -JÚ® í §89 Torfærukeppni á Hellu: Arni Kópsson sigr- aði með yfírburðum ÁRNI Kópsson sigraði torfæru- keppnina á Hellu sl. laugardag með yfirburðum, en hann ók heimasmíðuðu ftirðutæki í flokki sérútbúinna jeppa. Öku- tækið minnti helst á öfluga dráttarvél, en aksturseiginleik- arnir eru þó mun betri og lagði Árni þekkta andstæðinga að velli. Hann hefur nú góða for- ystu í Islandsmeistarakeppninni eftir tvö mót. I flokki óbreyttra jeppa vann Stefán Gunnarsson á Willys og leiðir hann meistara- keppnina í sínum flokki. Rúmlega þrjú þúsund áhorfend- ur fylgdust með tilþrifum öku- mannanna, þrátt fyrir sandrok á keppnissvæðinu. Margir söknuðu margfalds sigurvegara í þessari keppni, Bergþórs Guðjónssonar frá Hvolsvelli. Samkvæmt reglum átti hann að mæta í skoðun íjórum tímum fyrir keppni, en mætti fimm mínútum síðar sökum þess að kerti í vélarsalnum ofhitnuðu á leiðinni. Hann varð því að fylgjast með keppninni sem áhorfandi. i/Gunnlaugur Rögnvaldsson Furðusmíð Árna Kópssonar skilaði sér vel áfram og hann átti hug og hjörtu áhorfenda fyrir tilþrif. Árni hefur nú forystu í íslands- meistarakeppni sérútbúinna jeppa. Árni Kópsson ók vel á leið til sigurs. Heimasmíðuð grind hans virkaði vel í flestum þrautum, en helsti keppinautur hans var Guð- bergur Guðbergsson á Jeepster. Hann var í sinni fyrstu keppni og á örugglega eftir að láta að sér Langt ferðalag frá Höfii í Horna- firði til Hellu endaði með ósköp- um þegar Gunnar P. Pétursson varð að lúta í lægra haldi fyrir þessu barði í flórðu þraut. Willys hans endaði á hvolfi og hann varð að hætta keppni. Barðið reyndist öllum ókleift og mjög varasamt. kveða í sumar. Stefán Gunnarsson vann í flokki óbreyttra jeppa, sem fyrr sagði. Staðan í íslandsmeistarakeppn- inni er nú þessi, í flokki sérút- búinna jeppa: Árni Kópsson er með 640 stig, Haraldur Ásgeirsson á Jeepster með 460 stig, Asmund- ur Guðmarsson á Willys með 440 stig, Gunnar Guðjónsson á Willys með 420 stig og Sturla Jónsson á Wagoneer með 400 stig. I flokki óbreyttra jeppa eru efst- ir Willys-mennirnir Stefán Gunn- arsson með 640 stig, Magnús Ástráðsson með 540 stig og Stefán Sigurðsson með 480 stig. G.R. Tónleikar Mótettu- kórsins MÓTETTUKÓR Hallgríms- kirkju heldur á næstunni til Nice og Marseille í Frakklandi, þar sem kórinn syngur á tónlistar- hátíðum. Á morgun, miðviku- dagskvöld, heldur kórinn tón- leika í Hallgrímskirkju, þar sem flutt verða nokkur þeirra verka sem kórinn syngur Frökkum. Auk þess að syngja á tónlistar- hátíðunum tveimur heldur kórinn sjálfstæða tónleika, í Nice, Mar- seille og víðar í Frakklandi. Varaflugvöllur í Að- aldal: Listar með 454 nöfíium sendir ráðherra Undirskriftasöfnun til stuðn- ings byggingu varaflugvallar í Aðaldal er nú lokið. Starri Hjart- arson, sem stóð að söfnuninni, segir að undirskriftalistum með um 120-130 nöfnum hafi verið stofið úr söluturnum og víðar þar sem þeir lágu frammi. Að öðru leyti er Starri ánægður með útkomuna og listar með 454 nöftium hafa verið sendir ut- anríkisráðherra. „Undirtektimar við þessu máli voru mun betri en ég átti von á í upphafi. Hinsvegar finnst mér hart að nokkrir listar hurfu af þeim stöðum sem þeir lágu frammi,“ segir Starri. Rætt um „mann- úðarsálfí*æði“ FYRIRLESTUR um eðli tilfinn- inga og orku mannsins út frá skilningi „mannúðarsálfræði" verður haldinn í stofu 101 í Odda, félagsvísindadeild Háskól- ans, fimmtudaginn 15. júní. Fyr- irlesari verður Leifiir Leopolds- son. í fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu hefur borist, segir að í fyrirlestrinum verði farið ftjálslega í grunnhugmyndir um upplifun mannsins, þ.e. tilfínningar og orku, gerðar einfaldar æfíngar, hug- myndir Tao-isma um samspil kyn- orku og ástar reyfaðar o.s.frv. Fyr- irlesturinn verður frá 20-22. Áð- gangseyrir er greiddur við inn- ganginn. Þarfír sjúkra barna AÐALFUNDUR Umhyggju, áhugafólks um þarfir sjúkra bama, verður haldinn miðviku- daginn 21. júní klukkan 20.30 í fundarsal Hjúkmnarfélags ís- lands Suðurlandsbraut 22. Á dagskrá fundarins eru venju- leg aðalfundarstörf, kosin verður ný stjórn og gestur fundarins, Birg- ir Jakobsson, doktor í bamalækn- ingum, fjallar um sjúkraþjónustu barna. I frétt frá Umhyggju segir, að allir séu velkomnir á fundinn sem áhuga hafí á velferð sjúkra barna, jafnt innan stofnana sem utan. Þriðj udagstón- leikar í Lista- safíii Sigurjóns NÆSTU þriðjudagstón- leikar í Lista- safni Sigur- jóns Ólafeson- ar verða ljóða- tónleikar, en þá mun Sigríð- ur Gröndal sópransöng- kona flytja þýskt-franskt prógramm við undirleik Önnu Guðnýj- ar Guðmunds- dóttur píanó- leikara. Á efnisskránni eru lög eftir Hugo Wolf við kvæði eftir Eduard Mörike, Goethe og Paul Heyse (úr ítölsku Ijóðabókinni) og lög Schu- berts við hin svonefndu Suleikaljóð, sem hafa verið birt undir nafni Goethe í ljóðaflokknum Westöstlic- her Divan. Löngu seinna kom í ljós að höfundur Suleikaljóðanna var Marianne von Willemer, sem Goet- he hafði kynnst. Ennfremur verða flutt lög eftir Debussy og Henri Duparc við kvæði eftir meðal annarra Paul Verlaine, Mallarmé og Baudelaire. Tónleikamir þriðjudaginn 13. júní hefjast klukkan 20.30 og standa í um það bil klukkustund. Sólskin á Húsafelli, olíumálverk frá 1947. Landslagsmynd- ir í saftii Ásgríms í SAFNI Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti hefiir verið opn- uð sýning á landslagsmyndum eftir Ásgrím. Sýndar eru 24 myndir, bæði olíumálverk og vatnslitamyndir. Þar eru nokkrar eldri vatnslita- mynda Ásgríms svo sem myndin Brenna í Rútsstaðahverfi í Flóa frá 1909, sama ári og Heklumyndin stóra sem nú er sýnd í Listasafni íslands. Flestar.eru myndirnar frá Borgarfirði. Af myndunum úr Borgarfirði má nefna olíumálverkin Sólskin á Húsafelli og Úr Húsafellsskógi. Eiríksjökull lrá 1947 og vatnslita- myndimar Kiðárbotnar og Strútur og Eiríksjökull frá 1948. Sýningin stendur til september- loka og er opin klukkan 13.30 til 16 alla daga nema mánudaga. Leiðsögn í Laug- ardal Iþróttakennarar munu veita leiðsögn í tennis, boltaíþróttum, teygjuæfingum, leikjum ofl. við gervigrasið í Laugardal í júní- mánuði klukkan 12.30-16. Þessi þjónusta er ókeypis og öll- um opin. Einnig geta þeir sem ekki telja sig þurfa leiðbeiningu fengið lánuð áhöld til tennisiðkunar og í fótbolta, blak, teygjuæfingar og minigolf. Hópar sem vilja leika knatt- spyrnu, börn og fullorðnir, geta komið milli klukkan 13 til 16 og em starfsmenn þá tilbúnir til að annast dómgæslu og aðstoða við uppsetningu lítilla móta. (Fréttatilkynning) Þorlákskirkja opin ferðamönn- um UNDANFARIN tvö sumur hefiir sóknarnefiid Þorlákskirkju séð um að kirkjan væri opin ferða- mönnum um helgar og að þar væri staðkunnugt fólk, sem veitt gæti gestum haldgóðar upplýs- ingar um kirkjuna og byggðina í Þorlákshöfn. Ferðamenn virðast hafa kunnað vel að meta þessa þjónustu því að á síðasta sumri skráðu á tíunda hundrað manns nöfn sín í gestabók kirkjunnar. í sumar verður sami háttur hafð- ur á og mánuðina júní, júlí og ágúst verður hún opin á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 15-19. Séu einhveijir sem þessi tími hentar ekki, þurfa þeir ekki annað en hringja í símanúmer sem hengt verður upp við kirkjudymar og þá er hægt að fá að skoða hana hve- nær sem er þessa tvo daga. V estmannaeyj ar: Bjarni seldi allt Vestmannaeyjum. MJÖG góð aðsókn var á mynd- listarsýningu Bjarna Olafs Magnússonar, sem haldin var í Eyjum, um sjómannadagshelg- ina. Bjarni seldi öll verkin og var mjög ánægður með viðtökur þær er hann fékk. Bjarni sagði að tvö verkanna á sýningunni hefðu verið í einkaeign og önnur tvö hefði hann ætlað sér að eiga sjálfur. „Það endaði þó með því að ég lét þessar tvær myndir sem ég ætlaði að eiga því það var gengið hart að mér að láta þær,“ sagði hann. Alls seldi Bjarni því 34 verk og sagði hann að sig hefði ekki órað fyrir því að fá svona góðar við- tökur á fyrstu sýningu sinni. Grímur Morgunblaðið/Grímur Gíslason Bjarni Ólafur Magnússon við eitt verka sinna. Sigríður Anna Guðný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.