Morgunblaðið - 21.06.1989, Page 1
48 SIÐURB
STOFNAÐ 1913
137. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovéskt farþegaskip rekst á lagnaðarís við Svalbarða:
Skipverjar berjastvið að
halda Maxíni Gorkíj á floti
Rúmlega 600 farþegar heilir á húfi effcir velheppnaðar björgunaraðgerðir
Maxím Gorkíj
rekst á ísjaka
Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgtinblaðsins. Reuter.
SOVÉSKA skemmtiferðaskipinu Maxím Gorkij var haldið á floti við
Svalbarða með dælum í gærkvöldi eftir að hafa rekist á lagnaðarís um
150 sjómílur (280 km) suðvestur af eyjaklasanum aðfaranótt þriðju-
dags. Skipið var í hringferð um Norðurhöf og lagði upp frá Akureyri
á laugardag áleiðis til Svalbarða. Um borð var 379 manna áhöfii og
611 farþegar, flestir rosknir Vestur-Þjóöverjar, sem stigið höfðu um
borð í Hamborg og voru á vegum ferðaskrifstofii sem leigði skipið.
Er neyðarkall barst hófust umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Norska
gæsluskipið Senja kom á staðinn fjórum klukkustundum eftir slysið
og bjargaði öllum farþegunum ásamt hluta áhafnarinnar. Lasburða
fólk var flutt til Longyearbæjar með þyrlu.
r500 km / í? r?'\4/6
•<sf
Edinborg
— 713/6’
fcHamborg 11/6
Slysið varð um hálfeitt-leytið á
aðfaranótt þriðjudags og var Maxím
Gorkíj þá á 17 sjómílna hraða.
Skyggni var slæmt. Hiti var um
frostmark á slysstaðnum, rigning og
þoka, og fólkið yfirleitt lítt klætt,
margir | náttkiæðunum einum.
Flestir urðu að hírast í nokkrar
stundir í björgunarbátum; allmargir
úti á ísnum nokkra hríð, áður en
Norðmennimir komu á vettvang.
Skipverjar á Maxím Gorkíj reyndu
að fylla upp í tvær miklar rifur á
stjórnborðskinnungi skipsins með
steypu og skipstjórinn taldi góðar
horfur á að Maxím Gorkíj yrði bjarg-
að.
„Fyrst héyrðum við skell og sker-
andi ískur , rétt á eftir heyrðum við
í aðvörunarblístrunum," sagði einn
farþeganna, Marianne Finne. Far-
þegum var þegar skipað upp á þilfar
og sagt að setja á sig björgunar-
vesti. Skömmu síðar var þeim sagt
að fara í björgunarbátana enda þá
ljóst að mikill leki var kominn að
skipinu. „Það var mjög kalt, ekki
beinlínis hvasst, en rigning," sagði
Finne. „Skipið hafði slagsíðu á
stjórnborða og bógurinn reis hátt í
loft upp.“ Hún sagði að nokkurs rugl-
ings hefði gætt er ákveða skyldi í
hvaða bát hver skyldi fara en örvænt-
ing hefði ekki gripið um sig. Aldrað-
ur farþegi lýsti því hvemig hann
varð að bíða í björgunarbát, sem
á íslandi
MAXIM Gorkíj kom við á ís-
landi áður en lagt var upp í
siglinguna örlagaríku. Skipið
lá í Sundahöfti sl. föstudag
og hélt síðan til Akureyrar
þar sem höfð var viðdvöl á
17. júní.
Frá Akureyri hélt Maxim
Gorkíj áleiðis til Svalbarða á
laugardagskvöld eftir að nær
500 farþegar höfðu skoðað sig
um á íslandi. Samkvæmt upp-
lýsingum Ólafíu Sveinsdóttur
hjá ferðaskrifstofunni Atlantik
hafa margir íslendingar siglt
með skipinu, einkum í suður-
höfum á veturná.
Sjá nánar um ferð Maxims
Gorkíj til íslands á bls. 21.
Reuter
Norsk björgunarþyrla býr sig undir að bjarga farþegum úr björgunarbátum skemmtiferðaskipsins
Maxíms Gorkíjs sem sjást innan um ísspangirnar.
Bush grípur til refsiað-
gerða gegn Kínverjum
Peking. Reuter, Daily Telegraph.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti batt í gærkvöldi enda á sam-
skipti aeðstu embættismanna Bandaríkjanna við kínversk sljórn-
völd. Aður hafði hann hvatt Kínverja til þess að milda dauðadóma
yfir ellefú kínverskum andófsmönnum og Javier Perez de Cuellar,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi Kínverjum sams
Þyrlur og flugvélar sveima yfir
sovéska skemmtiferðaskipinu
Maxím Gorkíj sem rakst á
ísspöng um 150 sjómílur suðvest-
ur af Svalbarða skömmu eftir
miðnætti á aðfaranótt þriðju-
dags.
hékk utan á skipssíðunni, í tvær
stundir þar sem ísinn við skipið var
svo mikill að ekki var hægt að láta
bátinn síga. Hann gagnrýndi út-
búnaðinn í bátnum og sagði að ekk-
ert drykkjarvatn hefði verið í honum
en nóg af áfengi. Farþegarnir og
norsku björgunarmennimir báru þó
sovésku áhöfninni vel söguna og
sögðu að henni hefði að mestu tekist
að koma í veg fyrir óþarfa hræðslu.
TASS-fréttastofan sovéska sagði
í gærkvöldi að áhöfn skemmtiferða-
skipsins ætti enn í erfiðleikum en
staðan væri „ekki vonlaus." Mjög
hefði bætt úr að fá tvær öflugar
dælur en skipveijar hefðu framan
af aðeins haft eina dælu. Fréttastof-
an sagði sovésk og norsk skip ásamt
þyrjum aðstoða við björgunarstarfið.
Enn er óljóst hvað olli slysinu en
Maxím Gorkíj hefur um árabil farið
í hringferðir til landa við Norður-
Atlantshaf og er áhöfnin því vön að
kljást við ísrek. Skipið er ekki styrkt
sérstaklega til siglinga í ís en tals-
maður skipaeftirlits í Hamborg segir
það auðveldlega eiga að geta þolað
að rekast utan í lagnaðarís sem þarna
er að líkindum 2-3 metra þykkur.
Þær upplýsingar fengust hjá Veður-
stofu Islands að vestan- og suðvest-
anátt hefði verið ríkjandi óvenju lengi
á þessum slóðum og því væru dreifar
af lagnaðarís mjög austarlega miðað
við árstíma.
Sjá ennfremur bls. 21: „Þúsund
manns í sjávarháska ...“
konar askorun.
„Forsetinn gaf í dag fyrirmæli
um að endi yrði bundinn á sam-
skipti æðstu embættismanna
Bandaríkjanna við leiðtoga Al-
þýðulýðveldisins Kína,“ segir í yfir-
lýsingu frá Hvíta húsinu í Wash-
ington. í þessu felst meðal annars
að heimsókn Roberts Mosbachers,
viðskiptaráðherra Bandaríkj anna,
sem átti að heíjast 10. júlí, verður
aflýst.
„Gripið er til þessara aðgerða
til að mótmæla harðneskjulegum
hefndaraðgerðum kínverskra
stjórnvalda gegn þeim sem barist
hafa fyrir lýðræði í Kína,“ segir
ennfremur í yfirlýsingunni. Þar
kemur einnig fram að Bandaríkja-
stjórn hyggst beita sér fyrir því
að alþjóðlegar fjármálastofnanir
fresti ákvörðunum um frekari lán
til Kínveija um óákveðinn tíma.
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjaforseta, hafði áður
skýrt frá því að Bush hefði afhent
kínverska sendiherranum í Banda-
ríkjunura áskorun um að dauða-
dómarnir yfir ellefu kínverskum
andófsmönnum yrðu mildaðir.
Hann sagði að dómarnir gætu „að-
eins ýft upp sár undanfarinna
vikna“. Talsmaður Sameinuðu
þjóðanna sagði að de Cuellar hefði
„af mannúðarástæðum“ einnig
farið þess á leit við kínversk stjórn-
völd að dómarnir yrðu mildaðir.