Morgunblaðið - 21.06.1989, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989
13
Keflavíkurflugvöllur:
Verðmætum tækjum
var stolið úr gámi
Keflavik.
BROTIST var inn í 40 feta vöru-
flutningagám sem stóð fyrir utan
verslun Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli aðfaranótt fimmtudags
í síðustu viku og úr honum stolið
hljómflutningstækjum og mynd-
bandsupptökuvélum. Ekki er ljóst
um hversu mikið magn var að
ræða en talið er að andvirði þýfis-
ins sé á bilinu 2-300 þúsund krón-
ur.
Starfsmaður verslunarinnar hafði
unnið við að losa úr gámnum, sem
var fullur af ýmis konar rafmagns-
og gjafavöru, fyrr um daginn. Um
kvöldið var gámnum, sem stóð við
eina af aðalgötum vallarins, læst en
morguninn eftir uppgötvaðist þjófn-
aðurinn. Lögreglumenn á Keflavík-
urflugvelli hafa unnið að rannsókn
málsins og hafa þeir tekið fingraför
af fy'ölda manns í leit sinni að þjófn-
um eða þjófunum en þeir hafa ekki
fundist. B.B
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Laugardaginn 24. júní verður þess minnst, að 100 ár eru liðin síðan fyrsti nemandinn kom í Hvanneyr-
arskóla.
Bændaskólinn á Hvanneyri 100 ára
Hvannatúni í Andakíl.
Næstkomandi laugardag, 24. júní, verður þess minnst, að 100 ár eru
liðin síðan fyrsti nemandinn kom í Hvanneyrarskóla. Hátíðarhöld verða
allan þann dag og ætla gamlir Hvanneyringar að hittast þá helgi og
samfagna aldaraftnæli skólans. Um kl. 13.30 hefst hátíðarsamkoman
og verður aftnælisins minnst. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, verður heiðursgestur hátíðarsamkomunnar. Frá kl. 16 til 18 verða
bornar fram veitingar í boði skólans og á sama tíma er opið hús og
starfsemi skólans kynnt eins og hún er í dag. Um kl. 17 munu tamninga-
menn, sem allir eru gamlir nemendur Bændaskólans, standa fyrir
skrautreiðsýningu.
Morgunblaðið/Bjöm Björnsson.
Aðalheiður Arnórsdóttir tekur
við embætti forseta bæjarstjórn-
ar af Þorbirni Arnasyni.
Forseti íslands mun gróðursetja
nokkrar tijáplöntur og öðrum göml-
um Hvanneyringum gefst tækifæri
til að minnast afmælisins með því
að gróðursetja plöntur í sérstakan
afmælislund og skjólbelti. Að und-
anförnu hefur undirbúningur aldar-
afmælisins mikið beinst að því að
fegra staðinn með plöntun skjólbelta.
Um kl. 20.30 hefst kvöldvaka og
Aðalheiður Amórsdóttir forseti
bæj arstj órnar Sauðárkróks
Sauðárkróki.
Á FUNDI bæjarstjórnar Sauðár-
króks þann 13. júní fóru fram,
samkvæmt reglugerð, kosningar
sem eru árlegar til hinna ýmsu
trúnaðarstarfa á vegum Sauðár-
krókskaupstaðar. Þá eru einnig
kjörnir forseti og varaforseti bæj-
arstjómar. Þorbjörn Árnason lét
af störfum sem forseti bæjar-
sljórnar, en í hans stað var kjörinn
annar maður af D-lista, Aðalheið-
ur Arnórsdóttir. Mun þetta vera í
fyrsta skipti sem kona gegnir
störfum forseta bæjarstjórnar
Sauðárkróks. Gegnir Aðalheiður
þessu starfi út kjörtímabilið sem
lýkur á næsta ári.
Nokkur átök urðu innan meiri-
hluta bæjarstjórnar, um embætti for-
seta, þar sem fulltrúi K-listans sem
skipað hefur sæti fyrsta varaforseta
gerði tilkall til þess.
Samkvæmt viðtali við Þorbjörn
Árnason var mál þetta leyst á þann
veg að upprunalegur málefnasamn-
ingur var látinn ráða, enda í honum
ekki gert ráð fyrir tilfærslum milli
lista af þessum toga, og einnig hitt
að aðrir fulltrúar K-listans gerðu
ekki kröfu um breytingar á málefna-
samningi. Sagði Þorbjörn að með til-
liti til þess hversu skammt er til
næstu kosninga, og einnig hins að
fyrir liggur að hann gefur ekki kost
á sér til áframhaldandi setu í bæjar-
stjórn á næsta kjörtímabili, væri það
mjög heppilegt að fleiríhcæmu til
trúnaðarstarfa á vegum flokksins.
- BB
munu eldri og yngri Hvanneyringar
standa að henni. Þar flytja m.a. nem-
endur skólans á liðnum vetri sam-
fellda dagskrá með leik og lestri um
sögu skólans.
Margir árgangar búfræðinga hafa
boðað komu sína og er þeim boðin
gisting í heimavist skólans eða á
tjaldstæðum. Þess má geta að rútu-
ferð verður með Sæmundi frá Um-
ferðarmiðstöðinni í Reylqavík kl.
11.00.
Vonast er til að afmælisrit Hvann-
eyrarskólans verði tilbúið fyrir hátí-
ðarhöldin. Bjarni Guðmundsson
kennari sér um útgáfuna.
Fyrsta skref til undirbúnings skóla
á Hvanneyri mun vera átak Björns
Bjarnasonar, síðar bónda í Grafar-
holti, þegar hann keypti jörðina 1882
en honum auðnaðist ekki sjálfum að
hrinda skólastarfi af stað. Suðuram-
tið kaupir síðan jörðina 1889 og inn-
ritast það vor fyrsti nemandi í Búnað-
arskóla Suðuramtsins, eins og skól-
inn hét þá. Hjörtur Hansson, síðar
bóndi á Gijóteyri í Andakíl var eini
nemandinn fyrsta árið. Næstu árin
voru aðeins fáir nemendur í skólan-
um, enda skólinn rekinn nánast sem
einkaframtak skólastjóra. Fyrstur
þeirra var Sveinn Sveinsson en að-
eins átta skólastjórar hafa setið
Hvanneyri þessa öld. Halldór Vil-
hjálmsson var lengst við stjórn, í 29
ár frá 1907 til 1936.
Elsta hús sem stendur enn úr tíð
skólans er „skemman“, reist 1896,
16x12 álnir að stærð. Ekki hefur
tekist að fá fé til endumýjunar á
henni. Bæði gömlu skólahúsin hafa
hins vegar verið færð í upprunalegt
útlit og eru sannkölluð staðarprýði.
Leikfimihús var reist 1911 og mun
Hvanneyrarskóli vera einn sá allra
fyrsti skóli hér á landi, er tekur upp
leikfimikennslu, og hefur hún ávallt
verið iðkuð í því húsi síðan.
Sögu Hvanneyrarskólans má
skipta í 3 kafla: Búnaðarskólinn frá
1889 til 1907, Bændaskólinn eins
og hann heitir síðan 1907 til 1947,
og frá 1947 ásamt búvísindadeild
(fyrst framhaldsdeild). Námið hefur
yfirleitt verið 2 vetur með mislangri
verknámskennslu. Láta mun nærri
að nálægt 3.000 nemendur hafí sótt
Hvanneyrarskóla þessa liðnu öld.
- D.J.
70 ára afmæli Vestmaniiaeyjakaupstaðar:
Saga Vestmanna-
eyja endurútgefin
í TILEFNI af 70 ára afinæli Vestmannaeyjakaupstaðar hefur Fjöl-
sýn forlag endurútgefið Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Jo-
hnsen, rithöfund og fyrrverandi bæjarfógeta í Vestmannaeyjum.
Saga Vestmannaeyja kom fyrst
út árið 1946 en hefur verið ófáan-
leg um margra ára skeið. Að sögn
Þórs Sigfússonar, útgefanda, töldu
ýmsir fræðimenn er bókin kom
fyrst út að þar væri á ferð nýjung
í ritun héraðssagna. Hafi það fyrst
og fremst verið vegna ýtarlegrar
haglýsingar, þjóðlífslýsinga og at-
vinnusögu og annarra frásagna,
sem beindust fremur að almennri
sögu Eyjanna en persónusögu. Þór
sagði að ein ástæða þess að forlag-
ið hefði ráðizt í endurútgáfu sög-
unnar væri sú að eftir hið mikla
umrót, sem orðið hefði í eldgosinu
Saga Vestmannaeyja er endur-
útgefin í tveimur bindum, sem
eru saman í öskju.
á Heimaey, væri ritið merk heimild
um horfínn heim, sem yngsta kyn-
slóð Eyjamanna gæti kynnzt betur.
Meðal annars væru í því margar
myndir frá fyrri tíð, bæði af ýmsu
fólki, sem sett hefði svip á mannlíf-
ið, en einnig af staðháttum, til
dæmis þeim hluta eyjarinnar, sem
hefði farið undir hraun.
í endurútgáfunni hefur verið
bætt við íjölmörgutn myndum, þar
af fjölda litmynda, sem ekki hafa
birzt á prenti áður. Megintexti bók-
arinnar var ljósmyndaður og prent-
aður upp á nýtt með áorðnum leið-
réttingum. Eyjasagan er í tveimur
bindum og alls um 800 blaðsíður.
Formála að ■ endurútgáfunni
skrifar Haraldur Guðnason, fyrr-
verandi skjala- og bókavörður í
Eyjum.
Nýjung í sólarferðum. Dagflug 5 sinn-
um í viku til Costa del Sol. Stórborgar-
stopp á útleið eða heimleið, í London eða
Amsterdam.
Saga hefur einkaumboð fyrir vinsæl-
ustu gististaðina á Costa del Sol.
LAUST Á NÆSTUNNI:
FRÁ 22. JÚNf:
Principito Sol 6 íbúðir
Sunset Beach Club 4 íbúdir
FERÐASKRIFSTOFAN
/
Suöurgötu 7
S.624040