Morgunblaðið - 21.06.1989, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989
Málstofa í Viðey um
skóla, nám og samfélag
EFNT verður til málstofu í Við-
eyjarstofu föstudaginn 23. júní
um rannsóknir og þróunarverk-
efni- í skólastarfi. Málstofan er
lialdin til heiðurs dr. Wolfgang
Edelstein en hann á sextugsaf-
mæli um þessar mundir. í frétt,
sem Morgunblaðinu hefiir bor-
ist, segir að dr. Wolfgang hafi
um 20 ára skeið verið einn af
áhrifamestu skólamönnum þjóð-
arinnar. Frumkvæðið að mál-
stofunni eiga vinir og kunningj-
Arnessýsla:
Tjón af völd-
um flóða
Syðra-Langholt
GEYSIMIKIÐ vatn hefur verið
hér í stærstu ánum að undan-
förnu. Iflá bænum Auðsholti hér
í Hrunamannahreppi hefiir Hvítá
flætt yfir garðlönd og tún.
Vignir Jónsson bóndi í Auðsholti
sagði að erfitt væri að segja til um
hve tjón yrði mikið en m.a. flæddi
áin yfir kartöflugarð þar sem jarð-
vegurinn er hitaður upp með hita-
rörum. Vonast er eftir ágætri upp-
skeru úr þeim garði síðari hiuta
júlímánaðar. Stóra-Laxá er einnig
foráttu mikil en laxveiði á að hefj-
ast í henni 20. júní. Margir neta-
veiðibændur við Hvítá og Ölfusá
geta ekki komið niður netum enda
tilgangslaust meðan þessi hamur
er í vatnsföllunum.
Jón Bjarnason í Auðsholti sem
kominn er á níræðisaldur og er stál-
minnugur, telur að mestu vorflóð á
öldinni hafí verið hér árin 1920,
1934 og 1949. Jón fullyrðir t.d. að
veturinn 1920 hafí verið snjóþyngri
en sl. vetur.
- Sig.Sigm.
ar dr. Wolfgangs sem vilja minn-
ast hins merka framlags hans
til íslenskra skólamála á þessum
timamótum.
í málstofunni fjallar Siguijón
Björnsson um rannsóknir í uppeld-
issálarfræði, Gunnar Finnbogason
uppeldisfræðingur greinir frá at-
hugunum sínum á sögu skólarann-
sóknadeildar menntamálraáðu-
neytisins, Sigþór Magnússon nám-
stjóri ræðir niðurstöður kannana
sem hann hefur gert á kennslu-
háttum og aðstöðu í litlum skólum,
dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir lektor
fjallar um samskiptahæfni skóla-
barna, Halldór Valdimarsson
skólastjóri á Húsavík og Guðrún
Geirsdóttir kennari á Akranesi lýsa
tilraunum með þróunarstarf í skól-
um og Auður Hauksdóttir fram-
haldsskólakennari greinir frá rann-
sóknum sínum á námsmati og
kensluháttum í dönskukennslu.
Loks mun dr. Wolfgang flytja
ávarp. Ráðstefnustjórnar verða
þau Ásgeir Guðmundsson náms-
gagnastjóri og Gerður G. Óskars-
dóttir ráðgjafi menntamálaráð-
herra.
Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, heiðrar málstofuna
með nærveru sinni. í tengslum við
málstofuna efnir Námsgagna-
stofnun til sýningar á nýjum og
gömlum kennslugögnum.
Málstofan hefst með listflutn-
ingi klukkan 9.30 en farið verður
með Viðeyjarfeiju úr Sundahöfn
klukkan 9. Nokkur sæti eru enn
laus. Þeir sem áhuga hafa á þátt-
töku hafi sem allra fyrst samband
við Ingvar Sigurgeirsson lektor í
Kennaraháskóla Islands eða Ólaf
H. Jóhannsson skólasijóra í Æf-
ingaskólanum. Þátttökugjald er
áætlað krónur 2.600 og er innifal-
inn hádegisverður, kaffi, málstofu-
gögn og bátsferð til og frá Viðey.
(Úr fréttatilkynningu)
Nýstúdentar frá Framhaldskólanum í Vestmannaeyjum að útskrift lokinni. Morgunbiaðið/GnmurGísiason.
Framhaldsskólanum í Yest-
mannae^jum slitið í 10. sinn
V estmannaeyjum.
FRAMHALDSSKÓLANUM í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu.
Þar með lauk 10. starfsári skólans sem hefúr nú útskrifað 100 stúd-
enta frá upphafi starfs síns.
Við upphaf skólaslitanna færði
Ágúst Karlsson skólanum að gjöf
ræðupúlt seip prýtt var merki
skólans. Ólafur Hreinn Siguijóns-
son, skólameistari, þakkaði gjöf
þessa og sagði að frá upphafi starfs
skólans hafi Ágúst sýnt honum mik-
inn áhuga og velvilja sem vert væri
að þakka.
Skólameistari hélt síðan skóla-
slitaræðu þar sem hann greindi frá
starfsemi skólans. Hann sagði að
þrátt fyrir verulega röskun á starf-
seminni, vegna 6 vikna verkfalls,
þá hefði tekist með góðri samvinnu
nemenda og kennara að Ijúka starfs-
árinu með sóma. Hann brýndi fyrir
nýstúdentum hversu verðmæt
menntun væri og hvatti þá til þess
að nota menntun sína til góðra verka
í framtíðinni.
210 nemendur hófu nám á haust-
önn við Framhaldsskólann en 190 á
vorönn. Nú voru útskrifaðir 27 nem-
endur af ýmsum brautum. 5 luku
verslunarprófi af viðskiptabraut, 3
luku grunndeild rafiðna, 6 luku vél-
virkjanámi, 1 pípulögn og 2 luku
vélavarðamámi. Þá voru 10 nemend-
ur brautskráðir með stúdentspróf.
Fjöldi viðurkenninga var veittur
fyrir góðan námsárangur og skóla-
meistari veitti 100. stúdentinum sem
nú var útskrifaður frá skólanum gjöf
til minningar um það.
Þröstur Kristjánsson talaði fyrir
Æfði augnskurðað-
gerðir á hænueggjum
Rætt við Robert Machemer, heimsþekktan augnlækni
NORRÆNT augnlæknaþing er nú haldið í Reykjavík og sækja það
nærri 800 erlendir gestir. Prófessor Robert Machemer frá Duke-
háskóla i Bandaríkjunum er heimsþekktur vísindamaður á sviði
augnlækninga og heldur einn af þremur aðalfyrirlestrum þingsins.
Prófessor Machemer er kunnastur fyrir brautryðjendastarf í smár-
sjáraðgerðum á augum vegna sykursýki og áverka. Með tækni hans
er aðgerðin framkvæmd inni í auganu, í stað þess að skera þvert
á augað, opna það og vinna utan frá. Aðferð Machemers er nú
beitt um allan heim, meðal annars hérlendis frá 1984. Prófessorinn
var fenginn til að segja eilítið frá störfúm sínum.
Robert Machemer er Þjóðveiji tækið er nokkurs konar nál eða
en fluttist til Bandaríkjanna að lo-
knu læknisnámi í heimalandi sínu.
Hann starfaði lengi við háskólann
í Miami en hefur í áratug unnið
við Duke-háskólann í Norður-
Karólínu fylki. Þar er augnlækn-
ingamiðsstöð sem sjúklingar sækja
víðs vegar að úr heiminum, en
sjúkrahús í fjölmörgum löndum
beita nú sömu tækni og þar er
notuð.
Machemer kveðst hafa fram-
kvæmt fyrstu aðgerðina í lokuðu
auga árið 1970. Segir hann að
aðferðin sé notuð til að meðhöndla
ýmsa sjúkdóma sem áður voru tald-
ir ólæknandi. Til dæmis blæðingar
inn í augu hjá sykursjúkum, sem
er algengasta orsök blindu hjá
Bandaríkjamönnum á aldrinum 24
til 64 ára, og sjónhimnulos. Bata-
horfur eru misgóðar; tveir af hveij-
um þremur sjúklingum sem orðnir
voru blindir, jafnvel þrír af hveijum
fjórum, öðlast nothæfa sjón aftur.
Áðferð Machemers er einnig beitt
við augnáverkum.
Aðferðin sem Machemer er upp-
hafsmaður að felst að hans sögn í
að farið er með tvö hárfín tæki inn
í augað, sitt frá hvorri hlið. Annað
töng sem unnið er með innan frá,
en hitt sem haldið er á móti hefur
ljós á endanum. Með þessu móti
er unnt að framkvæma flóknar
augnaðgerðir sem áður var útilokað
að gera og hætta á að augað falli
saman er mun minni.
Hér á landi hafa verið skurðaða-
gerðir sem þessar verið fram-
kvæmdar í fímm ár með tæki sem
Oddfellow-klúbburinn Þorsteinn í
Reykjavík gaf Landakoti. Ingólfur
Gíslason, læknir þar, hefur sérhæft
sig í aðgerðunum og nýlega kom
Einar Stefánsson, augnlæknir,
heim frá Bandaríkjunum þar sem
hann starfaði með prófessor Mac-
himer við Duke-háskóla. Einar var
í fyrra skipaður prófessor í augn-
lækningum við Háskóla í íslands.
Þótti aðferðirnar
grimmilegar
„Mér fannst frá upphafi sér-
fræðinámsins grimmilegt og óþarf-
lega áhættusamt að rista augað
upp til að komast að meininu,“
segir Machemer aðspurður um
kveikiuna að aðferð hans. „Þess
vegna vildi ég fínna leið til að lækna
augað innan frá. í staðinn fyrir
skæri og tengur vildi ég nota
fíngerð tæki sem hæfðu augunum
betur. Heppnin var með mér, ég
hitti verkfræðing, Parel að nafni,
sem teiknaði fyrir mig tæki og tól
til að vinna með inni í auganu.
Hann á stóran þátt í nú er hægt
að framkvæma augnaðgerðir í
þennan hátt.“
Töng sem notuð er við augnað-
gerðir sem þessar minnir á áhöld
tannlækna, en er mun fíngerðari.
Með berum augum virðist örfín nál
vera á enda áhaldsins en þegar
horft er á það gegnum smásjá sem
notuð er við augnaðgerðir sést að
jámið endar í hring. Prófessor
Machemer segir það venjast að
beita fíngerðum áhöldum við að-
gerðir þar sem ekkert má útaf
bregða. Þetta sé raunar mikið ná-
kvæmnisverk og oft taki hver að-
gerð margar klukkustundir.
Meðan prófessor Machemer var
enn að þróa aðferðina við aðgerðir
í lokuðu auga æfði hann sig til að
byija með á hænueggjum. „Hrá
eggjahvíta er eins og við vitum
glært hlaup sem svipar til gler-
vökva augans og mér fannst upp-
lagt að reyna að fást við egg áður
en ég sneri mér að aðgerðum á
mönnum. Ég notaði lítinn nafar til
að bora gegnum skurnina og ná
hluta af rauðunni út úr egginu.
Svona byijaði þetta nú,“ segir
Machemer kímileitur.
Aðgerðir á kornabörnum
Tæknin sem notuð er við augn-
aðgerðir er stöðugt að breytast;
Morgunblaðið/Einar Falur
Prófessor Robert Machimer fann
upp aðferð til að framkvæma
augnaðgerðir inni í auganu í stað
þess að opna það upp. Aðferð
Machimers er nú notuð á sjúkra-
húsum viða um heim.
tækin verða fullkomnari og að-
ferðirnar betri. Nú vinnur prófessor
Machemer mikið með nýfædd böm
sem hafa skerta eða enga sjón af
því að fæðast löngu fyrir tímann.
Fyrirlestur hans á augnlæknaþing-
inu fjallaði einmitt um sjónhimnu-
skemmdir á fyrirburum, en æða-
kerfið i augum þeirra virðist oft
ekki þola súrefnið í andrúmsloftinu.
„Þetta eru börn sem vega niður
í fjórar eða sex merkur og fæðást
oft tólf vikum of snemma," segir
Machemer, „en við framkvæmum
ekki aðgerð fyrr en þremur mánuð-
um eftir að þau koma úr móður-
kviði. Þar er sömu grunnreglum
beitt og við aðgerðir á fullorðnu
fólki, munurinn er sá að öll áhöld
eru helmingi minni enda er auga
í ungabarni ekki stórt. Það er erfíð-
ara að lækna sjóndepru í koma-
börnum en fullorðnu fólki, en nú
vinnum við að því að bæta árangur-
inn. Þróunin í læknavísindum held-
ur stöðugt áfram, stundum tekur
hún stór stökk fram á við og það
er vinnunnar virði.“
hönd nýstúdenta og þakkaði starfs-
fólki skólans fyrir gott samstarf á
liðnum ámm.
Skólameistari sleit síðan skólan-
um og óskaði nemdum sínum vel-
famaðar í framtíðinni.
Grímur.
Arbók Ferða-
félags Islands
um Breiða-
Qarðareyjar
Árbók Ferðafélagsins er komin
út í 62. sinn og Qallar að þessu
sinni um Breiðafjarðareyjar.
Landlýsingu eyjanna rita þeir Ámi
Bjömsson þjóðháttafræðingur og
Eysteinn G. Gíslason bóndi í Skáleyj-
um. Eysteinn ritar um Vestureyjar
og Árni um eyjar á suðurhluta
Breiðafjarðar.
Ævar Petersen fuglafræðingur á
Náttúmfræðistofnun íslands ritar
þátt um náttúrafar Breiðaijarðar-
eyja, Ljósmyndir fyrir bókina tóku
þeir Grétar Eiríksson og Jón Karl
Snorrason í leiðöngmm sem famir
vom í fyrrasumar. Aðrir sem eiga
ljósmyndir í bókinni em Ævar Pet-
ersen, Björn Þorsteinsson, Guðmund-
ur P. Ólafsson, Magnús Magnússon
og Trausti Tryggvason, Ib Petersen
og Julia Yoshida. Ennfremur era
birtar gamlar myndir sögulegs eðlis
eftir þá Óskar Gíslason, Sæmund
Guðmundsson, Viktor Guðnason og
Vilhjálm Hjaltalín.
Guðmundur Ó. Ingvarsson land-
fræðingur teiknar 20 staðfræðilega
landsuppdrætti.
Um Breiðafjörð liggja mót þriggja
sýslna og skiptast eyjamar milli
þeirra. í ferðafélagsárbókum hefir
áður verið fjallað nokkuð um Breiða-
ijarðareyjar í samhengi við aðliggj-
andi sýslur: í Barðastrandarsýslubók
eftir Jóhann Skaptason 1959, Dala-
sýslubók Þorsteins Þorsteinssonar
1947 og bók Einars Hauks Kristjáns-
sonar um Snæfellsnes norðan fjalla
1986.