Morgunblaðið - 21.06.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JUNrí989
19
M-hátíð
haldin á Fá-
skrúðsfirði
Fáskrúðsfírði.
HALDIN var M-hátíð á Fáskrúðs-
firði dagana 16. til 18. júní. Dag-
skráin var sett á föstudagskvöld
í Skrúð. Félagar í leiklistar- og
tónlistarfélagi Fljótsdalshéraðs
fluttu lög og lásu íjóð. Tveir fé-
lagar í Sögufélagi Fáskrúðsflarð-
ar lásu einnig stutta kafla úr
sögu Fáskrúðsfjarðar.
Þjóðhátíðardaginn 17. júní hófst
hátíðardagskrá með skrúðgöngú
frá Ráðhúsinu kl. 13.30. Gengið var
að leikvellinum við grunnskólahús-
ið. Þar flutti sveitastjóri Búða-
hrepps, Þröstur Sigurðsson, hátíð
arræðu. Félagar í Ungmennafélag-
inu Leikni sáu um leiki og griil
uðu pylsur fyrir alla sem vildu.
Að kvöldi 17. júní voru haldnir
dansleikir i Skrúð. Fyrst fyrir yngri
aldurshópa og síðan tók við almenn-
ur dansleikur fram á nótt. Marg-
menni var og samkoman fór vel
fram. Á sunnudag hófst dagskrá
kl. 14 með sýningu á handmáluðum
postulínsmunum sem hópur kvenna
hafði unnið hér á síðastliðnum vetri.
Auk þess var sýning á munum úr
tómstundastarfí eldra fólks. Var þar
mjög margt fallegra muna. Meðan
á þessu stóð var kvikmyndasýning
í öðrum sal, þar sem sýndar voru
gamlar myndir frá Fáskrúðsfirði.
Um kvöldið hófst samfelld dagskrá
kl. 20.30. Boðið var upp á ljóðalest-
ur, tónlist og gamanmál. Meðal
gesta voru hjónin Kjartan Ólafsson
og Elín Ósk Öskarsdóttir sem sungu
bæði einsöng og dúett við undirleik
Ólafs Vignis Albertssonar. Berglind
Agnarsdóttir söng einnig einsöng
við undirleik Árna ísleifssonar.
Aibert
Sigrún Ólafsdóttir
Aðalsteinn Gíslason
Kristín Bjarnadóttir
Magnús Finnbogason
Bensínlækkunin óréttlát
Nokkrir vegfarendur voru teknir tali í gær og spurðir álits á
þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefúr ákveðið að grípa til, til
að bæta lífskjör almennings. Verð mjólkurlítra var lækkað um 4
krónur og lítra af blýlausu bensíni um 2 krónur, auk þess á að bjóða
sérpakkað lambakjöt með allt að 25% afslætti.
Óréttlát bensínlækkun
Halla Sigurðardóttir, stöðu-
mælavörður, sagði bensínlækkun-
ina óréttláta. „Mér fínnst slæmt
að blýlausa bensínið hafi aðeins
verið lækkað þar sem fleiri nota
98 oktana („súperbensín") bensín
á bílana sína,“ sagði Halla. „Ég
get til dæmis ekki sett blýlaust
bensín á bílinn minn því að það
myndi eyðileggja í honum vélina."
Halla sagðist ef til vill mundu’ nota
sér afslátt á lambakjöti.
Kristínu Bjarnadóttur Iíst vel á
verðlækkanirnar. „Ég hefði þó
frekar viljað að báðar tegundir
bensíns lækkuðu í verði, þótt ég
noti blýlaust bensín sjálf,“ sagði
Kristín.
Kemur sér vel
„Mér líst ágætlega á þessar ráð-
stafanir," sagði Helga Jónsdóttir.
„Þær koma sér vel fyrir mig þar
sem ég er með stórt heimili. Ég
vona bara að áframhaldið verði
eftir þessu hjá ríkisstjórninni.“
„Barátta launafólks hefur verið
erfið að undanförnu," sagði Magn-
ús Finnbogason á útimarkaðnum í
Austurstræti. „Við verðum að vona
að þetta sé meira en augnablikstil-
raun til þess að bæta hag launa-
fólks.“
Vondir bitar með afslætti
„Það verður örugglega búið að
taka alla bestu bitana úr því kjöti
sem selja á með afslætti," sagði
Aðalsteinn Gíslason en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um nýorðnar verð-
breytingar.
Sigrún Ólafsdóttir taldi verð-
breytingarnar vera til bóta. „Hins
vegar ætti að nota útflutnings-
bætur á landbúnaðarafurðir til þess
að greiða niður lambakjöt hér
heima,“ sagði Sigrún.
Ársæll Björgvinsson sagði nýj-
ustu ráðstafanir ríkisstjómarinnar
breyta litlu fýrir sig. „Ég held að
þessar breytingar hafí lítið að
segja,“ sagði Ársæll. „Vonandi
gera þeir betur næst.“
Helga Jónsdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
Halla Sigurðardóttir
Arsæll Björgvinsson
Morgunblaðið/Grímur Gíslason
Þingfiilltrúar taka lagið við setningu 28. landsþings Kvenfélagasambands Islands.
V estmannaeyj ar:
Landsþing Kvenfé-
lagasambandsins
Vestmannaeyjum.
Kvenfélagasamband íslands hélt sitt 28. þing í Eyjum íyrir skömmu.
Um 100 konur úr hinum ýmsu kvenfélögum landsins tóku þátt í þing-
inu sem þóttist takast mjög vel.
Þingið hófst með setningu á
fimmtudagskvöldi, þar sem fluttar
voru ræður, gamanmál og ýmis
erindi. Ekki vom allir þingfulltrúar
við setninguna þar sem ekki viðraði
til flugs og voru því margar kvenn-
anna á leið til Eyja með Heijólfi
er þingsetningin fór fram.
Á föstudag og laugardag fund-
uðu konurnar um hin ýmsu mál,
farið var í skoðunarferðir og síðan
var lagið tekið inn á milli til að
lyfta sér upp í önnum þingsins.
Bæjarstjóm bauð konunum til
kvöldverðar á föstudagskvöldinu en
Kvenfélagið Líkn í Vestmannaeyj-
um sá um kvöldvöku á laugardags-
kvöldinu, þar sem m.a. var minnst
75 ára afmælis félagsins.
Þinginu var síðan slitið í Landa-
kirkju á sunnudeginum og héldu
þá þingfulltrúar hver til síns heima,
ánægðir eftir vel heppnað þing.
Grímur.
Vestnorræna þingmannaráðið:
Norður-Atlantshaf sé
kjarnorkuvopnalaust
Á FIMMTA fúndi Vestnorræna þingmannaráðsins, sem haldinn var
í Stykkishólmi í siðustu viku, var samþykkt yfirlýsins þess eftiis að
Norður-Atlantshafið yrði kjarnorkuvopnalaust svæði. Yfirlýsingin
felur í sér að hrint verði í framkvæmd tillögu um málið sem sam-
þykkt var á fiindi ráðsins í Ilulissat á Grænlandi í fyrra. í henni er
skorað á viðkomandi stjórnvöld að þau geri allt sem í þeirra valdi
stendur til að fá stórveldin að samningaborðinu um þetta mál. Frið-
jón Þórðarson, alþingismaður, tók á fúndinum við formennsku í sam-
tökunum.
„ „ Morgunblaðið/Bjarni
Islenska þingmannanefndin, OIi Þ. Guðbjartsson, Danfríður Skarp-
héðinsdóttir, Friðjón Þórðarson, sem er formaður vest-norrænu þing-
mannasamtakanna, Alexander Stefánsson og Árni Gunnarsson.
Á blaðamannafundi sem íslenska
þingmannanefndin hélt til að kynna
niðurstöður fundarins í Stykkis-
hólmi kom fram að meðal þeirra
tillagna sem samþykktar voru er
að gera árið 1992 að sérstöku vest-
norrænu ári, að auka fjárstyrk til
til ferðamálanefndar „Vestnorden"
og að auka samkipti kennara í lönd-
unum sem eiga aðild að ráðinu en
þau eru Grænland og Færeyjar auk
Islands.
Hugmyndin að uppbyggingu hins
vestnorræna árs er sú að haldnar
verði þijár ráðstefnur, ein í hveiju
landanna. Ráðstefna um jafnrétti á
Islandi, ráðstefna um umhverfismál
á Grænlandi og um æskulýðsmálj.
Færeyjum. Allar tillögur sem fram
komu verða lagðar fram sem þings-
ályktun í haust er Alþingi kemur
saman að nýju.
Fundinn nú sóttu fimm þingmenn
frá íslandi, þau Friðjón Þorðarson
sem var formaður íslensku nefndar-
innar, Alexander Stefánsson, Óli
Þ. Guðbjartsson, Árni Gunnarsson
og Danfríður Skarphéðpinsdóttir.
Ákveðið var að næsti fúndur ráðs-
ins verði haldinn í Færeyjum.
Almennur kenn-
arafundur
Garðaskóla
ALMENNUR kennarafúndur
Garðaskóla, haldinn 31. maí sam-
þykkti eftirfarandi ályktun:
Kennarafundur í Garðaskóla,
haldinn 31. maí 1989 lýsti því yfir
að fyrirhugaður niðurskurður yfir-
valda á kennslustundum hlýtur að
leiða til lakara skólastarfs.
Hann bitnar verst á þeim er síst
skyldi og stefnir jafnvel vissum
þáttum skólastarfsins í hættu.
Fundurinn mótmælir því harð-
lega fyrirhuguðum niðurskurði á
kennslustundafjölda og krefst þess
af stjórnvöldúm að þau leiti skyn-
samlegri leiða til spamaðar í skóla-
kerfinu.
F.h. kennararáðs,
Ársæll Friðriksson,
Elísbet Magnúsdóttir,
Ragnheiður Gunnarsdóttir.