Morgunblaðið - 21.06.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1989
33
- VIÐGERÐARSTEYPA
- ÞURRSTEYPA
- PERLUSTEYPA
- FLOTSTEYPA
- SÉRSTEYPA
Allar geróir af steypublöndum
í pokum og fötum.
SÍ steinprýði
Stangarhyl 7, simi: 672777.
Tónlistin ákærð
Thord
Steypa
eftir Steinar Berg
Isleifsson
Fyrir nokkrum vikum hafði versl-
unarstjóri í verslun Steina hf. í
Austurstræti 22 samband við mig
og spurði hvort ég hefði frétt af
ákæru vegna tónlistarflutnings í
versluninni. Upplýsingar sínar hafði
hann frá blaðamanni Þjóðviijans
sem hringt hafði til hans til þess
að grafast fyrir um viðbrögð hans
vegna ákæru þessarar, sem hvorki
hann né ég vissi nokkuð um. Viku
síðar birtist svo forsíðufrétt í Þjóð-
viljanum þar sem skýrt var frá
ákæru Sigurðar Baldurssonar á
hendur Steinum hf. vegna tónlistar-
flutnings verslunarinnar í Austur-
stræti 22, sem varpað er út á Aust-
urstræti. í þessari grein kom einnig
fram að samband hafði verið haft
við fulltrúa lögre^lunnar, sem ekki
hafði borist ákæran og höfðu þar
af leiðandi ekki mikið um málið að
segja. ■
Ljóst er að Sigurði Baldurssyni
hefur þótt vænlegt við málatilbún-
ing sinn að nota aðferðir sem æ
algengari verða hjá stjórnmála-
mönnum, þ.e. að hefja málaundir-
búninginn í fjölmiðlum áður en
málsaðilar eða þeir sem um það
áttu að fjalla vissu hvaðan á sig
stóð veðrið. Til þess að krydda
málið enn betur fyrir fjölmiðlana
fylgdi það í fyrrnefndri grein Þjóð-
viljans að Sigurður hefði heimildir
fyrir því að áðurnefndur tónlistar-
flutningur truflaði Forseta íslands,
Vigdísi Finnbogadóttur, við störf
hennar á skrifstofu sinni í Stjórnar-
ráðinu. Með því að „kynda“ málið
fyrst i fjölmiðlum og bendla nafn
forseta Islands á ósmekklegan hátt
við algerlega óstaðfesta sögusögn
telur Sigurður væntanlega að hann
hafi verið að renna traustum stoð-
um undir málflutning sinn. Það
skyldi þó ekki vera að Sigurður sé
boðberi nýrra tíma í meðferð dóms-
mála á íslandi. Tíma, þar sem
ákæra, málsmeðferð og dómur fer
allt fram á sama stað, í fjölmiðlum.
Nú, þar sem málssókn er hafin
í fjölmiðlum fannst mér rétt að fara
nokkrum orðum um tónlistarflutn-
ing þann sem hér er ákærður.
Síðastliðinn 13-14 ár hafa verið
staðsettir litlir bílahátalarar við inn-
gang hússins að Austurstræti 22
þar sem er að finna hljómplötuversl-
Steinar Berg ísleifsson
„í Kvosinni á ekki að
vera skuggi og þögn,
heldur ljós og líf. Sig-
urður, tónarnir ná
þangað sem sólargeisl-
arnir berast ekki,
stígðu fram úr skugg-
anum.“
un Steina hf. ásamt tískuvöruversl-
ununum Garbó og Bógart. Á þess-
um tíma hefur það nokkrum sinnum
gerst að aðilar hafi látið truflast
af ómi þeirrar tónlistar sem úr há-
tölurunum berst, og fundið hjá sér
þörf til að láta skrúfa niður í henni,
með því að heija hnútukast í fjöl-
miðlum. Það hefur meira að segja
átt sér stað einu sinni áður að tón-
listarflutningur þessi hefur verið
kærður. En eins og trúlega allir
Reykvíkingar vita, ómar þessi tón-
list þarna enn alla daga þrátt fyrir
tilraunir önugra manna við að
þagga hana niður. Það má með
sanni segja að eftir þann langa tíma
sem tónlist hefur borist úr þessum
veigalitlu hátölurum, hafi skapast
hefð fyrir flutningi hennar og mörg-
um myndi finnast eitthvað vanta í
Kvosina ef hún hætti skyndilega
að hljóma. Svo mikill hluti af mið-
bæjarstemmningunni er hún orðin.
Tónlistin sem þarna er flutt er af
VEIÐIHJOL OG
STANGIR
Fást í nœstu sportvöruverslun.
hægt að telja í sekúndum. Samt er
það svo skrítið með suma, að þeir
virðast gera í því að láta hluti fara
í taugarnar á sér.
Þar sem meginþorri Reykvíkinga
hefur komið til útlanda er fólki vel
kunnugt um að úr hátölurum versl-
ana við verslunargötur hljómar alls
staðar tónlist. Ástæðan er sú að
verslunareigendur, viðskiptavinir
þeirra og borgarbúar almennt telja
að tónlistarflutningur af þessu tagi
lífgi eilítið uppá lífið og tilveruna.
Steinar hf. hafa nýverið stækkað
verslun sína að Austurstræti 22
verulega og stigið skref í sóknarátt
í því skyni að lífga uppá og bæta
framboð verslana sem eru í Kvos-
inni. En eins og allir vita hefur
hægst verulega um slátt í þessu
hjarta borgarinnar að undanförnu.
Það sem miðbærinn þarf er að sjálf-
sögðu fjölbreyttara og betra úrval
verslana og veitingastaða til þess
að efla streymi fólks til þessa stað-
ar og lífið í miðbænum. Greinilegt
er á málatilbúningi Sigurðar að
honum gengur annað til. I Kvosinni
á ekki að vera skuggi og þögn,
heldur ljós og líf. Sigurður, tónarn-
ir ná þangað sem sólargeislarnir
berast ekki, stígðu fram úr skugg-
anum.
Höfundur erforsljórí Steina hf.
mjög ijölbreyttum toga og endur-
speglar það úrval sem verslunin
hefur uppá að bjóða. Auðvitað er
fyrirferðamest sú tónlist sem
mestra vinsælda nýtur á hveijum
tíma, bæði íslensk og erlend -en auk
þess hljóma líka hinar ýmsu gerðir
tónlistar s.s. jass, kántrý, diskó,
rokk, klassík o.s.frv. Á sumrin, þeg-
ar útimarkaðurinn er starfandi, eru
eilífar beiðnir um að hækka tónlist-
ina og þá vill fólk heyra eitthvað
sem lífgar uppá stemmninguna í
Austurstræti. Áuk þessa er reglu-
lega flutt þjóðleg íslensk tónlist,
sem er í sérstöku uppáhaldi hjá
erlendum ferðamönnum_ sem arka
Austurstræti á sumrin. í desember
óma svo auðvitað jólalögin og skapa
jólastemmningu í Kvosinni. Omögu-
legt er að deila um smekk fólks.
Sumum finnst vafalaust allt, sem
úr þessum litlu hátölurum heyrist,
vera leiðinlegt og óttalegur hávaði,
þó fæstir þeirra láti það trufla sig
á þeim stutta tíma sem þeir eru
innan þess sviðs sem tónlistin nær
til. En sá tími sem það tekur að
ganga í gegnum það svæði sem
tónlistin heyrist er auðveldlega
„ VIÐ KLÁRUÐUM KiXIÐ, MAMMA"
Svona skilaboðum geta mæður á
öllum aldri búist við þegar þær kaupa
Hobnobs súkkulaðikex frá McVitie's.
Ástæðan er ofur einföld; Hobnobs er
svo einstaklega bragðgott. Þar að auki
er uppistaðan í kexinu valsaðir hafrar
og heilhveiti og ofaná er gæðasúkku-
laði, ýmist ljóst eða dökkt.
Hobnobs súkkulaðikex er svo gott
að það gæti verið heimabakað!
Dreifing: Bcrgdal hf ■ Skútuvogi 12 ■ 104 Rcykjavík ■ Sími 91-680888