Morgunblaðið - 16.09.1989, Side 44
DAGURIDYFLINNI
KL. 14.03
RÁS I
l ÚTVARPID
i
Efstir á blaði
FLUGLEIDIR
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Seiðaleiðangur Hafrannsóknar:
Uppskera íslöku meðallagi
Morgunblaðið/Rúnar Þór
BÆNDUR við Eyjafjörð eru almennt bytjaðir að taka upp kartöflur. Sumir hafa þó ekki enn ræst vélarn-
ar vegna þess hve heyskapur er seint á ferðinni. Bændur eru sammála um að uppskeran í ár verði í slöku
meðallagi. Að Gröf í Öngulstaðahreppi voru þau Ingólfur, Gunnbjörn, Pálmi Reyr, Þorsteinn og Ingólfur
að taka upp kartöflur í mildu haustveðri.
Klak þorsksins
hefiir brugðist
Fjórða árið í röð sem viðkoma bregst
VIÐKOMA þorskstofnsins bregst, fjórða árið í röð, ef marka má
árangur af árlegum seiðaleiðangri hafrannsóknaskipanna Bjarna
Sæmundssonar og Árna Friðrikssonar sem komu úr leiðangrinum
2. og 8. þessa mánaðar. Samkvæmt hcimildum Morgunblaðsins
sýna rannsóknir leiðangursins að ekki er von til að 1989 árgangur-
inn styrki þorskstofhinn og eru þess fádæmi að viðkoman hafí
brugðist svo mörg ár í röð.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra var ekki reiðubúinn
til að tjá sig um þessar niðurstöður
Ieiðangursins, þar sem hann hafði
ekki fengið neinar ákveðnar niður-
stöður til skoðunar. „En ég hef
haft af því fregnir að það sé ekk-
ert sérstakt útlit að því er varðar
1989 árganginn. Ef það reynist
rétt, þá er það nánast einsdæmi
að við fáum svo marga, fjóra lé-
lega árganga í röð,“ sagði Halldór
i samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
Verkfall mjólkurfræðinga hefst á þriðjudag:
tonna samdrátt í þorskveiðum á
næsta ári, meðal annars vegna lé-
legrar viðkomu stofnsins undan-
farin ár. Stofnunin leggur til að
leyft verði að veiða 250 þúsund
tonn á næsta ári, en búist er við
að aflinn í ár verði 320 til 340
þúsund tonn.
Endanlegar niðurstöður leiðang-
ursins verða kynntar í næstu viku.
Fljótlega farið að hella
niður mjólk í Flóabúinu
Mjólkurfræðingar hafa ekki unnið yfirvinnu undanfarna viku
Mjólkurfræðingar hafa ekki unnið yfirvinnu undanfarna viku, þrátt
fyrir að boðað yfirvinnubann þeirra hafi ekki hafist fyrr en í gær
og því er gert ráð fyrir að fljótlega eftir að verkfall þeirra hefst á
þriðjudag í Mjólkurbúi Flóamanna þurfi að hella þar niður mjólk.
Þar hafa þeir boðað verkfall á þriðjudag og miðvikudag og í Mjólkur-
stöðinni í Reykjavík á fimmtudag og fóstudag. Síðasta fundi aðila
lauk á íjórða tímanum aðfararnótt fimmtudagsins og hefúr ríkissátta-
semjari ekki boðað aftur til fúndar, en gert er ráð fyrir honum á
mánudag eða þriðjudag.
Hafrannsóknaskipin héldu í leið-
angurinn fyrri hluta ágústmánað-
ar. Bjarni Sæmundsson rannsakaði
seiðaslóðir á Vestíjarða- og Norð-
urmiðum, en Árni Friðriksson fór
suður og austur um land. Athugað
var ástand ýmissa fiskistofna, en
ekki hafa fengist fregnir af við-
komu annarra tegunda en þorsks-
ins. Leiðangursstjórar voru Jytte
E. Magnússon og Viðar Helgason.
Hafrannsóknastofnun kynnti
fyrr í sumar tillögur um 90 þúsund
Hugrún
Linda
í 2. sæti
HUGRÚN Linda Guðmundsdóttir,
fegurðardrottning íslands, varð í
2. sæti í Fegurðarsamkeppni Norð-
urlanda, sem fram fór í Turku í
Finnlandi í gærkvöldi. Fegurðar-
drottning Svíþjóðar sigraði en
finnska stúlkan varð í 3. sæti.
Vinnuveitendur mátu launakröf-
ur mjólkurfræðinga í upphafi samn-
ingaviðræðna um síðustu mánaða-
mót til 30% launahækkunar fyrir
sex mánaða langan samning. Síðan
hafa kröfurnar eitthvað lækkað, að
sögn Ólafs Hjálmarssonar, hag-
fræðings hjá Vinnuveitendasam-
bandi Islands, en ennþá ber mikið
í milli. Búið er að komast að sam-
komulagi um aðra liði en beinar
launakröfur, þar sem um er að
ræða kröfur um stjórnunarálag og
starfsaldurshækkanir. Vinnuveit-
endur telja sig bundna af ASI-
samkomulaginu og þeir hafi teygt
sig eins langt og þeir geti. Þeir vilja
samning til áramóta, en samningur
Alþýðusambandsins gildir einnig til
þess tíma.
Vihelm Andersen, framkvæmda-
stjóri íjármálasviðs Mjólkurstöðv-
arinnar, sagði að í framtíðinni yrðu
vinnveitendur tilbúnir með verk-
bann í svona tilvikum. Það væri
óþolandi að búa við aðgerðir mjólk-
urfræðinga sem breyttust frá degi
til dags, eins og verið hefði undan-
farið. Þá væri betra að hafa hreinar
línur og verkfall, því ómögulegt
væri að skipuleggja rekstur fyrir-
tækisins við þessar aðstæður. Af
220 starfsmönnum mjólkurstöðvar-
innar, auk 30 starfsmanna í brauð-
gerð, eru um 10 mjólkurfræðingar,
en þeir hafa afgerandi áhrif á rekst-
urinn, að sögn Vilhelms. „Svona
vinnubrögð eins og hér eru höfð í
frammi núna eru algjörlega óþol-
andi og við munum gera allt sem
í okkar valdi stendur til þess að það
verði beitt eðlilegum aðferðum og
farið í verkfall. Meðan þetta gengur
fyrir sig svona virðast menn ékki
ræða saman í alvöru. Þetta kemur
svo mismunandi niður á einstaka
rekstrareiningum í iðnaðinum,"
sagði Vilhelm.
Hann tók sem dæmi að ætlunin
væri að pakka og keyra út mjólk í
dag, en tvívegis hefði þurft að
breyta ákvörðun þar að lútandi, þar
sem óljóst var hvort mjólkurfræð-
ingar myndu vinna. Þannig hefði
þurft að tvíboða fólk til vinnu og
láta verslanir fyrst vita að mjólk
yrði keyrð út. Síðan að hún yrði
ekki keyrð út og að lokum aftur
að einhver mjólk yrði keyrð út í þær
verslanir sem hefðu opið.
Kristján Larsen, formaður Mjólk-
urfræðingafélagsins, vildi ekki út-
lista hveijar sérkröfur mjólkurfræð-
inga væru, en sagði að þær væru
bæði mjólkurfræðingum og vinnu-
veitendum þeirra til hagsbóta.
Rúmlega 100 manns eru i félagar
í Mjólkurfræðingafélaginu. Þeir
boðuðu síðast til aðgerða í mars
1986, en á fyrsta degi verkfalls
batt ríkisvaldið enda á það með
bráðabirgðalögum. Mjólkurfræð-
inganám er í flestum tilvikum fjög-
ur ár, þar af tvö í skóla.
Villi Magg
var sleginn
Byggðasjóði
Suðureyri.
Sýslumaðurinn á ísafirði, Pétur
Kr. Hafstein, boðaði til uppboðs á
eignum Bylgjunnar hf. á Suður-
eyri í gær.
Kúfiskveiðiskipið Villi Magg var
slegið Byggðasjóði á 19 milljónir og
hús Bylgjunnar Landsbankanum fyr-
ir 12 milljónir króna. Uppboðið fór
fram í húsi Bylgjunnar á Suðureyri
og var margt um manninn á staðn-
um. Einnig voru boðnir upp lausafj-
ármunir eins og t.d. tölva, prentari,
húsgögn og verkfæri. Þetta var
þriðja og síðasta uppboð á eignum
Bylgjunnar og annað uppboð á Villa
Magg og síðasta. Þess má geta að
allar vélar og vinnslulína hafa verið
tekin út úr uppboðinu að ósk Mjölnis
hf. frá'Bolungarvík.
Þrotabústjóri var Skarphéðinn
Þórisson og sýslumaður Pétur Kr.
Hafstein en með honum var aðalfull-
trúi sýslumanns, Björn Jóhannsson.
Róbert
Bíræfínn bílþjófhaður upplýstur:
Tókst ekki að koma bíl með
stolinni vél 1 gegnum skoðun
ÞRÍR menn á þrítugsaldri hafa játað að hafa stolið BMW-bíl af
bílasölu í Reykjavík fyrir nokkrum vikum, hirt úr honum vél,
gírkassa og flest annað nýtilegt og komið fyrir í öðrum bíl af
sömu gerð. Upp komst um mennina þegar einn þeirra reyndi á
fimmtudag að koma hinum endurbætta bíl sínum í gegmun skoð-
un. Starfsmaður Bifreiðaskoðunar íslands sá á vélarnúmeri bílsins
að þar væri komin vélin úr þeim sem stolið var.
í framhaldi af því voru menn-
irnir handteknir og færðir til yfir-
heyrslu hjá RLR þar sem þeir ját-
uðu á sig verknaðinn. Þeir eru
nú lausir úr haldi. Eigandi bilaða
bílsins hafði farið á bílasölu og
fengið þar lánaðan lykil að hinum
í því skyni að reynsluaka honum.
Síðan skilaði hann röngum Iykli
án þess að sölumenn bílasölunnar
veittu því athygli. Næstu nótt kom
maðurinn á bílasöluna, ók bílnum
á brott og að iðnaðarhúsnæði við
Ártúnshöfða þar sem hann og
félagar hans hirtu það sem þá
vantaði úr bílnum. Síðan skildu
þeir flakið eftir fyrir utan bifreiða-
verkstæði í grenndinni.