Morgunblaðið - 09.11.1989, Page 41

Morgunblaðið - 09.11.1989, Page 41
411 JMÖjtGUNBjABrÐ.FIMMTTjOAGU^g. NÓVEMBER 1989: * Sigurður Sævar As- mundsson — Minning Fæddur 7. október 1935 Dáinn 31. október 1989 Það verða þung spor, sem við göngum, þegar við fylgjum honum Sigurði síðasta spölinn í dag. Hann hafði verið mikið veikur undanfarið, en engu að síður kom fregnin um andlát hans eins og reiðarslag á okkur. Líklega gerðum við okkur ekki grein fyrir því, hversu langt leiddur Sigurður var, því hann var alla tíð svo jákvæður og kátur, þann- ig að hann gerði veikindi sín að aukaatriði. Þar fyrir utan var hann svo harðduglegur að hann lét hvergi bilbug á sér finna, sem gerði það að verkum að við sáum varla þennan veika mann, sem Sigurður var, held- ur ávallt hinn brosmilda og vinalega Sigurð. Sigurður Sævar fæddist 7. októ- ber 1935 í Reykjavík. Hann var son- ur hjónanna Rannveigar Bjarnadótt- ur, f. 15. febrúar 1897 á Geirlandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu, og Ásmundar Svanbergs Jónssonar, f. 27. júní 1884 á Hrauntúni í Þing- vallasveit. Bræður Sigurðar voru þeir Jón Reykjalín, Björn Reykjalín, Reynir Reykjalín og Hilmar Svan- berg. Hann átti einnig tvær hálfsyst- ur frá fyrra hjónabandi föður síns, þær Kristínu og Jónínu, sem báðar eru látnar. Sigurður ólst upp í Reykjavík og lærði rafvirkjun í Iðnskólanum. Hann átti auðvelt með nám og var sérlega handlaginn maður og ná- kvæmur. Sigurður var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Gerður Georgsdóttir og áttu þau tvö börh, Georg og Höllu. Önnur kona Sigurðar var Þorgerður Oddsdóttir og áttu þau son, Guðmund Veigar. Þriðja kona Sigurðar er Anna Kristjánsdóttir en þau áttu son, Sævar Reykjalín, f. 1. mars 1981, auk þess sem Sigurð- ur gekk Eyvindi Gauta, syni Önnu, f. 24. júlí 1977, í föður stað. Árið 1985 stofnaði Sigurður fyrir- tækið Heimildir samtímans á mynd- bandi á Suðurlandsbraut 6, hér í borg. Þar sá Sigurður um allskonar myndbandavinnslu og var m.a. brautryðjandi í myndbandstökum fyrir fólk í heimahúsum. Hin síðari ár áttu myndatökur hug hans allan og í lok ársins 1987 _var hann ráðinn framkvæmdastjóri ísfilm, þar sem hann vann frábært starf. Meðal ann- ars lét hann gera kvikmynd um eld- varnir í heimahúsum, í samvinnu við Bnmavarðaféiag Reykjavíkur, sem hefur t.d. verið sýnd í sjónvarpinu og síðar var afrituð á myndbönd, sem Sigurður og félagar.hans í Kiw- anisklúbbnum Kötlu sáu um að selja og var ágóðanum varið til líknar- mála. Undanfarin þijú ár, hafði Sigurð- ur átt við veikindi að stríða og það var ekki fyrr en í upphafi þessa árs að sjaldgæf tegund krabbameins greindist hjá honum. En þrátt fyrir hin erfiðu veikindi, hélt hann samt hinu létta skapi, sem alltaf ein- kenndi hann og aldrei lét hann deig- an síga. Það er með söknuði, sem við kveðjum hann Sigurð og þakklæti fyrir að hafa átt hann að vini. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson: 16,36 Ljóð) Við sendum ykkur, Anna, Sævar og Gauti, innilegar samúðarkveðjur í sorgum ykkar, en minningin um góðan mann lifir. Ann og Gunnar Kr. í dag er til moldar borinn vinur minn og fjölskyldu minnar Sigurður Sævar Ásmundsson, Strandaseli 1 Reykjavík. Ég'kynntist Sigga um það leyti, sem hann kvæntist vin- konu minnr Önnu Kristjánsdóttur. -Siggi var gjöi'vilegur maður að velli og greindur vel. Gott var til hans að leita og þiggja ráð hans, því liann bjó yfir víðtækri þekkingu á flestum sviðum, ekki síst djúpri mannþekk- ingu. Siggi var með eindæmum lag- inn maður hvað sem hann tók sér fyrir hendur og vel listhneigður. Siggi var félagslyndui' maður og naut sín vel meðal fólks. Hann var virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu og var m.a. valinn atorkumað- ur ársins 1989 innan þess félags- ’ skapar. Þau hjón Siggi og Anna áttu son- inn, Sævar Reykjalín, sem er 8 ára og gekk Siggi syni Önnu, Eyvindi Gauta, 12 ára í föðurstað. Áður hafði Siggi átt þijú börn. Siggi var búinn að heyja langa og harða bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm og stóð Anna kona hans við hlið hans uns yfir lauk. Ég og Ijölskylda mín, vottum eig- inkonu hans, börnum og braéðrum samúð okkar og virðingu og biðjum þeim Guðs blessunar. Ásthildur Thorsteinsson og börn Mig langar til með nokkrum línum að minnast góðs vinar, Sigurðar Sævars Ásmundarsonar, er lést þann 31.10. sl. eftir lánga og erfiða bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Það var fyrir nokkrum árum að kynni okkar hófust er við vorum um tíma bílstjór- ar hjá Bifreiðastöð Steindórs sem þá var. Seinna lágu leiðir okkar sam- an aftur er Sigurður hóf störf hjá fyrirtæki sem ég ók oft fyrir eftir að ég varð sendibílstjóri á eigin bíl. Svo var það að Sigurður sem farið hafði á námskeið í myndbandagerð sagði mér frá þeirri hugmynd sinni að stofna fyrirtæki þar sem þekking hans á myndbandagerð. fengi notið sín. Hann- lét ekki sitja við orðin tóm, heldur stofnaði fyrirtækið Heimildir samtímans á myndbandi. Þar sem ég hafði fylgst með þessu hjá honum bauð hann mér að gerast hluthafi hjá sér í fyrirtækinu sem ég varð. Ekki hafði ég neina þekk- ingu á myndböndum, en aðalatriðið var að aðstoða hann við að koma fyrirtækinu upp og vinna ineð hon- um sem var mjög gott, því hann var dagfarsprúður maður, rólegur og þægilegur. Ekki minnist ég þess að hafa séð hann skipta skapi þann tíma er við vorum saman, en hann gat verið ákveðinn ef því var að skipta, enda góður stjórnandi. Ég tók fljótt eftir því hve sérstaklega handlaginn hann var og vandvirkur. Oft var hann við vinnu sína langt fram á nætur og stundum sárlasinn, en hann kvartaði aldrei, heldur gekk að sinni vinnu eins og ekkert væri að. Ekki grunaði mig þá, hve alvar- leg veikindi hans ættu eftir að verða seinna. Þar kom að honum var boð- in staða framkvæmdastjóra hjá ís- film og fór hann að vinna þar en meðeigandi okkar sá um fyrirtæki okkar. Svo kom að Sigurður seldi honum sinn hluta og ég minn og á hann fyrirtækið nú. Nú fóru veikindi Sigurðar að ágerast og varð hann að fara í erfiðar aðgerðir vegna þess hve alvarlegur sjúkdómurinn var og allt reynt til þess að komst fyrir meinið. Sigurður tók þessu með ein- stöku æðruleysi og dugnaði og stundum er við áttum tal sáman, þá gat hann gert góðlátlegt grín að sér, enda stutt í gamansemina hjá honum eins og svo oft áður. Gott var að leita til hans með góð ráð þegar á þurfti að halda. En nú er hann allur þessi Ijúfi maður sem reyndist mér vel. Nú á ég bara góða minningu um hann eftir. Minningn sem gott er að eiga. Nokkru fyrir andlát hans áttum við tal saman og þá sagðist hann vera aðeins að hress- ast, en það var bara stund milli stríða. Hann var að tala um, að hann þyrfti að skipta um íbúð, fá sér aðra þar sem væri lyfta, en hann var orðinn það þreklítill að hann varð oft að vera í hjólastól. Þannig hafði sjúkdómurinn- leikið þennan stóra og duglega mann. Það var sárt að sjá. Þótt þrekið væri á þrot- um lét hann sig ekki muna um snemma á liðnu sumri að fara út til Hollands með félögum sínum í Kiw- anis. Já, krafturinn var mikill og ekki átti að gefast upp. En svo fór að lokum að sjúkdómurinn hafði betur. Nú er þjáningunni lokið og nú líður honum vel. Það er huggun harmi gegn. Hann var að tala um það við mig, að flytja eins og fyrr var sagt, en nú er hann fluttur þangað sem sjúkdómar eru ekki flötur um fót. Fluttur þangað sem við öll flytjum hvort sem við viljum eða ekki. Með virðingu og þakklæti kveð ég hann nú. Svo þegar að mínum flutningi héðan kemur, tekur hann kannske á móti mér og gefur mér góð ráð eins og svo oft áður. Innileg- ar samúðarkveðjur sendi ég og fjöl- skylda mín, eiginkonu hans, börnum og ástvinum öðrum. Guð gefí ykkur styrk á erfiðum stundum. Guðmundur Þ. Guðmundsson Snemma vors 1987 vorum við félagarnir í Kiwanisklúbbnum Kötlu þeirrar gæfu aðnjótandi að fá gést í klúbbinn okkar. Þessi gestur var Sigurður Ásmundarson. Fljótlega varð hann einn af okkur, þ.e. gekk í klúbbinn og varð strax mjög virkur félagi, með nýjar hugmyndir og það sem þarf þegar nýir félagar koma: að vera strax virkur þátttakandi. Fljótlega eftir að Sigurður var orðinn Kiwanis-maður, færði hann okkur verk að vinna. Verk, sem gæti fært okkur tekjur í styrktarsjóð klúbbsins. Það var fjölföldun og sala á myndbandi um brunavarnir, í sam- vinnu við Brunavarðafélag Reykjavíkur. Alltaf þarf fé til líknar- mála, verkefnin eru mörg ög það er takmarkað hvað einn klúbbur getur hjálpað til í samfélaginu. Að þessu verkefni vann Sigurður ihvað mest sjálfur. Það var sárt að frétta þegar Sig- urður sagði okkur fcá veikindum sínum. Þrátt fyrir þau, dvínaði ekki áhuginn og kraftana notaði hann, sem hann átti til. Er við félagarnir í Kiwanisklúbbnum Kötlu lítum til baka, þá er margs að minnast á stuttri samverustundu. Það var ekki sjaldan, sem Sigurður fékk að skreppa af Landspítalanum á Kiw- anis-fund og ef hann komst ekki, þá spurði hann einhvern félagann daginn eftir, hvað hefði gerst. Eftir eina meðferðina á spítalanum, heim- sótti hann Kiwanisklúbbinn í Fær- eyjum, en sá klúbbur er í íslenska umdæminu og á síðasta sumri fór hann sem fulltrúi Kötlu á Evrópu- þing Kiwanisklúbba í Haag í Hol- landi. Það er minnisstætt þegar full- trúar á umdæmisþingi, sem var hald- ið á Akureyi'i í haust, komu heim. Þá bað Sigurður um að fá að líta á þinggögn, því þó kraftarnir væru ekki miklir hjá honum, þá var hugur- inn við starf Kötlu og Kiwanis- hreyfíngarinnar. Það var ekki erfitt fyrir stjóm Kiwanisklúbbsins Kötlu að velja at- orkumann starfsársins 1988 til 1989, en þann titil átti Sigurður svo sannarlega skilinn. Við félagarnir í Kiwanisklúbbnum Kötlu, sendum Önnu og drengjunum okkar samúðarkveðjui' og Guð styrki þaij og blessi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum.) Kiwanisfélagar í Kötlu, Reykjavík. SIEMENSgæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur I gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.