Morgunblaðið - 24.11.1989, Síða 19
Miðfirði 24. mars 1902 og var því
87 ára er hann lést.
Afi kvæntist ömmu minni, Pálínu
Þorsteinsdóttur frá Stöð í Stöðvar-
firði, árið 1934 og það sama ár
fluttu þau til Akraness þar sem þau
hafa búið síðan. Afi kenndi við
Barnaskóla Akraness í áraraðir og
þótti ætíð vænt um kennarastarfið.
Afi og amma eignuðust 5 börn.
Þau Ormar Þór, Gerði Birnu, Björn
Þorstein, Ásgeir Rafn og Atla Frey.
Barnabörnin eru orðin 15 og barna-
barnabörnin 8.
Afi minn var einstakur maður.
Hann var víðlesinn og mjög fróður.
Glæsilegur á velli og ákaflega
lífsglaður og jákvæður. Hann fylgd-
ist grannt með okkur barnabörnun-
um og öllu því sem við tókum okk-
ur fyrir hendur og nú síðustu árin
urðu barnabarnabörnin honum til
mikillar gleði.
Nú þegar ævi afa míns er á enda
er mér efst í huga þakklæti fyrir
allt það góða sem hann kenndi okk-
ur og alla ástúðina og hlýjuna.
Síðustu vikurnar dvaldi afi á
Sjúkrahúsi Akraness þar sem hann
naut frábærrar umönnunar.
Lífi afa míns hér á þessari jörð
er lokið en minningin um einstakan
mann mun lifa um ókomin ár.
Megi hann hvíla í friði.
Ragnheiður Ásgeirsdóttir
Guðmundur Björnsson kennari á
Akranesi verður jarðsettur í dag frá
Akraneskirkju. Mig langar að
kveðja þennan góða íjölskylduvin
nokkrum orðum. Það var árið 1935
sem ég sá Guðmund Björnsson fyrst
er ég kom á heimili hans og Pálínu
mágkonu minnar, þau voru þá búin
að mynda sér fagurt og hlýlegt
heimili á Akranesi, sem mér fannst
mikið til koma, en Guðmundur var
_þá búinn að vera kennari um nokk-
urt skeið. Mér eru minnisstæð þessi
fallegu hjón og heimilið þeirra og
hlýjan sem stafaði frá þeím þá og
ætíð síðan. Það má vera að það
hafi átt sinn þátt í því að við hjón-
in fluttum á Ákranes tveimur árum
síðar, því Halldór eiginmaður minn
var alltaf mjög hrifinn af Pálínu
systur sinni og þótti gott að vera í
nálægð við hana. Og í 25 ár vorum
við þeim samtíða á Akranesi og til
þeirra ára höfða ég nú er ég skrifa
kveðjuorð til vinar okkar Guðmund-
ar Björnssonar. Ég hef margt þeim
hjónum að þakka frá þessum árum,
það var gott að eiga þau að og
mega leita til þeirra ef með þurfti.
Guðmundur Björnsson var mjög
sterkur persónuleiki, myndarlegur
og mikil reisn yfir honum svo eftir
honum var tekið hvar sem hann
fór. Hann var kennari af lífi og sál
og var vel að því kominn að hljóta
fálkaorðuna fyrir 50 ára farsælt
kennarastarf. Guðmundur var mik-
ill og góður heimilisfaðir og hlúði
að fjölskyldu sinni á allan hátt.
Hann hafði líka mikið barnalán.
Börn þeirra hjóna fimm eru öll mjög
myndarleg og vel gefin á allan hátt.
Það gafst líka gott veganesti frá
slíku heimili til að leggja með út í
lífið.
Það væri margt hægt að rifja
María var einstaklega kær-
leiksrík kona, eins og kom í ljós er
ég missti foreldra mína með stuttu
millibili. Þá kunni hún að hugga
og styrkja. Hún og móðir mín voru
líka mjög samrýndar og svo líkar
að eðlisfari og í tilsvörum að mér
fannst oft sem að móðir mín væri
ennþá hjá mér.
Man'a var einnig greind og oft
svo hnittin í tilsvörum, að hún var
hrókur alls fagnaðar i fjölskyldu-
boðum okkar. Hun var einnig skart-
kona mikil og hafði yndi af að punta
sig. Því var hún einnig augnayndi
hvar sem hún fór á mannamót.
Síðustu árin átti hún margar
ánægjustundir með ijölskyldu
minni, einkum þó um hátíðir og á
tyllidögum, sem ég er henni þakklát
fyrir.
Að lokum votta ég börnum henn-
ar, tengdadóttur, barnabörnum og
barnabarnabörnum mína dýpstu
samúð, og bið góðan Guð að leiða
hana til sinna ástvina, sem farnir
eru á undan henni yfir móðuna
miklu.
Blessuð sé minning hennar.
Halldóra Hansen
nort »■
upp frá þessum góðu árum á Akra-
nesi, en þau eru langt að baki nú
og geymast aðeins í minningunni.
' Guðmundur Björnsson var' mjög
félagslyndur maður og hafði gaman
af mannfagnaði. í gegnum árin
hefir það verið fastur liður á hátíða-
stundum hjá Qölskyldu minni að
Guðmundur Björnsson héldi ræðu
viðkomandi til heilla, væri hann
ekki til staðar fannst manni á
vanta. Hafi hann þökk fyrir allar
þær góðu óskir.
Þær eru líka ótaldar afmælis- og
minningargreinarnar sem hann hef-
ir skrifað eftir vini sína. Fyrir það
skal honum einnig þakkað, hann
var mikill artarmaður alla tíð.
Ég kveð svo þennan aldna höfð-
ingja með þakklæti frá mér og ijöl-
skyldu minni og sendi Pálínu mág-
konu og fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Rut Guðmundsdóttir
Mig langar til að minnast hans
afa míns. Það verður hvorki upp-
talning á afreksverkum athafna-
manns né lýsing á stórbrotinni
manngerð því fyrir mér var hann-
bara afi á Akranesi en þessi lát-
lausi titill gerir hann einstakan svo
enginn mun nokkurn tíma koma í
hans stað.
Mínar fyrstu minningar tengjast
afa og sögunum hans. Aldfei
þreyttumst við barnabörnin á að
heyra ævintýrið um Hlyna kóngs-
son og frásögn afa af Grýlu sem
átti til að setja óþekk börn í poka
var ekki skelfilegri en svo að alltaf
mátti rifja hana upp í fangi afa.
Leiðinlegar ferðir um Hvalfjörðinn
urðu ævintýraferðir ef afi kom með
því þá sagði hann okkur frá Helgu
sem synti með syni sína tvo úr
hólmanúm þegar vondir menn réð-
ust á heimili hennar. Að eiga afa
sem segir sögur er dýrmætara en
nokkurt barnagull.
Afi hvatti okkur barnabörnin
mjög til útivistar og þær eru ótelj-
andi gönguferðirnar með afa þar
sem stafinn mátti aldrei vanta því
virðulegri hlutur var ekki til. Há-
mark alis var þó að fara með afa
á Langasand og í sjóinn.
Afi minn var alltaf að kenna.
Hann brýndi ávallt fyrir mér og
öðrum rétt íslenskt mál og þreyttist
aldrei á að leiðrétta okkur enda fór
svo að ekki háar í loftinu fluttum
við frænkurnar honum stoltar há-
tíðarræðu á fullveldisdegi íslend-
inga þar sem mest áhersla var lögð
á vandað orðafar eins og við höfðum
heyrt afa nota í sínum ræðum. Afi
lagði okkur líka lífsreglurnar, ávallt
að hafa allt í röð og reglu var hann
vanur að segja og leiddi okkur inn
í skrifstofuna þar sem allt var á
sínum stað og við máttum leika
okkur þar bara ef við skiluðum öllu
aftur á sinn stað. Fjölmargar aðrar
lífsreglur kenndi hartn okkur, ailt
fram til síðasta dags var hann að
kenna og þó ég minnist ekki alls
sem hann innrætti okkur er öruggt
að betra veganesti fær ekkert barn
en heilræði góðs afa.
Ég hef vaðið úr einu minningar-
brotinu í annað en minningin um
afa minn er þó heil. Mér þótti vænt
um hann afa minn og ég sakna
hans en það sem hann gerði fyrir
okkur barnabörnin mun lifa og
verður aldrei frá okkur tekið.
Sif Ormarsdóttir
Fleiri greinar um Guðmund
Björnsson birtast í hluðinu næstu
daga.
NÝTT SYKURSKERT MALT
Helmingi Jcerri hitaeiningar
EINNOTA FLÖSKUR MEÐ SKILAGJALDI
Sanitas
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1989