Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 13

Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 C 13 DAÐAR BÆKUR lifandi efni Birgir Sigurösson segir sögu síldarævintýranna miklu - Stefán Jónsson lýsir lífsgleði á tréfæti - Ljóðabækur - Sígildar barnabækur - Minningar tveggja kvenna - Heimsbókmenntir á íslensku - Sögur eftir Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur og Birgi Sigurðsson Birgir Sigurðsson SVARTUR SJÓR AF SÍLD Síldarævintýrin miklu á sjó og landi Síldarárin eru sveipuð ævintýraljóma. Sfldin var nefnd silfur hafsins, gull íslands. Hún var óútreiknanleg kenjaskepna. Hún gerði menn að milljónerum og beiningamönnum, réð örlögum manna og efnahagslífi þjóðarinnar. Hér eru leiddir fram sfldarspekúlantar, aflakóngar, sfldar- stúlkur, hásetar og verkamenn. Furðulegar uppákomur, stór- skemmtileg og spaugileg atvik, rómantík og fegurð, þrældómur og vonbrigði vefjast saman í lifandi og spennandi frásögn. Sfldarstemmingin sjálf til sjós og lands í öllu sínu veldi. Sigrún Eldjánt KUGGUR, MOSI OG MÆÐGURNAR Þriðja bókin um Kugg og vini hans. Núna bregða þau sér á skauta og vinda sér í kökubakstur með óvæntum afleiðingum. Dag nokkurn er svo friðurinn á Þjóðminjasafn- inu rofinn þegar þau birtast þar í heimsókn. Rúmlega 40 litmyndir eftir höfundinn. Sól Hrafnsdóttir FEITI STRÁKURINN Einu sinni var stór og feitur strákur sem átti litla mömmu og lítinn pabba. Strákurinn var sísvangur og alltaf þurfti mamma hans að vera að búa til mat. En græðgin kann ekki góðri lukku að stýra. Söguna samdi Sól þegar hún var 7 ára. KUGGURjr Stefán Jónsson LÍFSGLEÐI Á TRÉFÆTI MEÐ BYSSU OG STÖNG Ævilangt hefur Stefán skoðað umhverfi sitt augum veiðimanns með Öllu kviku og kyrru - í öllu starfi sínu hefur hann athugað viðfangsefnin af sjónarhóli veiðimannsins og glímt við þau með aðferðum hans. Oðrum þræði er þetta lýsing ástríðunnar að veiða, sem er réttlæting þess að lifa - þrátt fyrir allt. En utan um þá sögu íykst önnur saga af sálarháska ungl- ings sem svipti hann lífsgleðinni um árabil, uns hann fann hana aftur. Þetta er margslungin saga - full af mannviti, hjartahlýju og óborganleg- um húmor. Annabel Craig ■ Cliff Rosney HEIMUR VÍSINDANNA Þessi litríka bók hefur að geyma ógrynni af hagnýt- um fróðleik um heim vísindanna. Hvaðan koma eldingarnar? Hvers vegna renna árnar niður í móti? Geta tölvur hugsað? Fjöldi litmynda gerir flókna hluti svo auðskilda að hvert barn getur notið bókarinnar. Ævintýri barnanna ÖSKUBUSKA - STÍG- VÉLAÐI KÖTTURINN - ALADDÍN OG TÖFRA- LAMPINN Sígild ævintýri sem börn hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Hér eru þau endursögð við hæfi yngstu bamanna. Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi og endursagði. Ólafur Gunnarsson FALLEGI FLUG- HVALURINN Ævintýrið um litla hvalinn sem gat flogið um allan heim. Og þegar sólinni ofbauð vonska heimsins og ákvað að hætta að skína, þá flaug litli flughvalurinn upp til hennar... Sagan kemur samtímis út á íslensku, dönsku, norsku og sænsku. „Frábært ævin- týri“ (Morgunblaðið). FORLAGIÐ ÆGISGÖTU 10, SÍMI 91-25188 A (R H l\A Birgir Svan Símonarson Á F ALL ASKIPTUM Ljóðaunnendum mun þykja fengur að þessari bók sem hefur að geyma úrval ljóða úr átta ljóða- bókum skáldsins frá árunum 1975-1988. Birgir Svan hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð ljóðskálda sinnar kynslóð- ar fyrir skorinorð og listfeng ljóð sín. Jónas Þorbjarnarson í JAÐRI BÆJARINS Fyrsta ljóðabók ungs skálds sem á liðnu ári hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Morgun- blaðsins. Svo glæsilegt byijandaverk sem þetta sætir vissulega tíðindum í íslenskum bókmennta- heimi. í senn fágaður og íhugull skáldskapur. Guðbergur Bergsson ÁSTIR SAMLYNDRA HJÓNA Sígilt skáldverk sem vakti umræður og deilur á sínum tíma. Margir töluðu um umbyltingar- bókmenntir og að með sögum sínum hefði Guðbergur skapað hlut- gengar heimsbókmenntir á íslensku. Endurútgáfa í kilju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.