Morgunblaðið - 10.12.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
C 15
LÖGFRÆÐI/ Erþörflagasetningar?
LA GAFRUMVARP
UM GREIÐSLUKORT
NÝLEGA VAR lagt lram á Alþingi frumvarp til laga um greiðslu-
kortastarfsemi. Frumvarpið var samið af nefnd sem starfað heftir
á vegum viðskiptaráðuneytisins um starfsemi á Qármagnsmark-
aði utan viðskiptabanka og sparisjóða. Frumvarpið er um margt
athyglisvert og tekur mið af löggjöf um sama efhi í nágrannalönd-
unum.
Frumvarpið er alls 25 greinar
og skiptist í 8 kafla. I því er
ijallað um skráningu þeirra sem
stunda greiðslukortastarfsemi hér
á landi og eftirlit verðlagsstofnun-
ar með slíkri
starfsemi. Þá er
að finna almenn
ákvæði sem lúta
að samskiptum
kortaútgefenda
og korthafa.
Einnig er að
finna skaðabóta-
reglur vegna
tjóns sem aðilar
eftir Davíð Þór
Björgvinsson
hugsanlegs
kunna að verða fyrir vegna notk-
unar kortsins, reglur um skrán-
ingu og meðferð upplýsinga sem
korthafi lætur í té og að síðustu
reglur um viðurlög og málsmeð-
ferð.
Þýðingarmesti hluti frumvarps-
ins og sá sem á sennilega eftir
að valda mestum deilum eru IV.
og V. kafli. í fyrrnefnda kaflanum
er að finna almenn ákvæði sem
ijalla um samskipti kortaútgef-
anda og korthafa, en í hinum
síðarnefnda reglur um skaðabæt-
ur vegna tjóns sem af notkun
kortsins kann að leiða. Sérstaka
athygli vekur 8. gr. frumvaipsins.
Þar segir í 1. mgr. að útgáfa
greiðslukorts skuli fyrst og fremst
byggjast á viðskiptatrausti um-
sækjanda. Síðan segir í 2. mgr.:
„Aðeins í undantekningartilvikum
er kortaútgefanda heimilt að
krefja korthafa fyrirfram um' að
hann leggi fram tryggingar með
ábyrgð annarra aðila fyrir úttekt
sinni. Ábyrgðaraðili samkvæmt
þessari grein getur hvenær sem
er og án fyrirvara krafist að
greiðslukortasamningur sem
hann er í ábyrgð fyrir sé afturkall-
aður þegar í stað. Um ábyrgð á
úttekt eftir að krafa um afturköll-
un ábyrgðar kemur til kortaútgef-
anda fer þá samkvæmt ákvæðum
V. kafla laga þessara." í greinar-
gerð segir að sérstaða greiðslu-
korta sé sú að þau eru einkum
notuð við greiðslur einstaklinga
vegna einkaneyslu. Af þeirri
ástæðu sé eðlilegt að byggja aðal-
lega á viðskiptatrausti korthafans
sjálfs, en ekki ábyrgðarmanna.
Hins vegar sé í 2. mgr. að finna
undanþágu frá þessu þegar sér-
staklega stendur á. Ljóst er að
þetta ákvæði og raunar fleiri
ákvæði frumvarpsins byggjast í
ríkum mæli á sjónarmiðum um
neytendavernd, þ.e. að vernda
þann sem talinn er standa höllum
fæti í viðskiptunum gegn þeim
aðila sem fyrirfram er gert ráð
fyrir að standi betur að vígi.
Ohætt er að fullyrða að sjónarmið
af þessu tagi hafí átt stærstan
þátt í að móta efni þess. Hér er
þess ekki kostur að ræða ítarlega
efni frumvarpsins. Sú spurning
vaknar þó óhjákvæmilega hvaða
tilgangi lagasetning sem þessi
þjóni, ef af lögum verður. Er þá
einkum átt við ákvæðin sem lúta
að samskiptum korthafa og útgef-
anda kortanna. Hafa menn ekki
verið að nota greiðslukort hér í
áratug og allt gengið ágætlega?
Þessi spurning er eðlileg vegna
þess að öllu jöfnu má gera ráð
fyrir að ekki sé verið að eyða tíma
og fjármunum í að semja lög sem
engin þörf er fyrir. Vissulega hafa
komið upp ágreiningsefni í sam-
skiptum korthafa og kortaútgef-
enda og þau sem hafa farið fyrir
dómstóla hafa verið leyst eftir
almennum reglum kröfu- og
samningaréttar, án þess að sýnt
sé að sérstakra reglna um sam-
skipti korthafa og útgefanda hafi
verið þörf. Þessi spurning verður
Sú spurning vaknar þó óhjá-
kvæmilega hvaða tilgangi laga-
setning sem þessi þjóni, ef af
lögum verður. Er þá einkum
átt við ákvæðin sem lúta að
samskiptum korthafa og útgef-
anda kortanna. Hafa menn ekki
verið að nota greiðslukort hér
í áratug og allt gengið ágæt-
lega? Þessi spurning er eðlileg
vegna þess að öllu jöftiu má
gera ráð fyrir að ekki sé verið
að eyða tíma og fjámiunum í
að semja lög sem engin þörf
er fyrir.
áleitnari þegar greinargerð með
frumvarpinu er lesin. í henpi er
í stuttu máli ekki gerð nein tilraun
til að skilgreina þann vanda sem
umræddum ákvæðum er ætlað að
leysa eða ekki verður leystur með
gildandi réttarreglum. Þeim mun
bagalegri er þetta þar sem frum-
varpið gerir ráð fyrir stórkostlegri
skerðingu á frelsi manna til -að
ráðstafa hagsmunum sínum með
fijálsum samningum. Allt í senn
með því að setja reglur um það
hvemig að slíkum samningum
skuli staðið (t.d. 7. gr. og 9. gr.),
hvers efnis þeir eigi að vera eða
eigi ekki að vera (t.d. 11. gr.) og
um ógildingu eða afturköllun
þeirra (2. mgr. 8. gr.) Þá er að
finna ákvæði sem miða fyrst og
fremst að því að setja starfsemi
greiðslukortafyrirtækja skorður,
m.a. með því að heimila ráðherra
að binda gjaldtöku þeirra fyrir
þjónustu sína við ákveðið hámark
(t.d. 12. gr.). Allt er þetta svo
andsnúið meginreglunni um
samningsfrelsi að með öllu er
óréttlætanlegt nema mjög ríkar
ástæður komi til.
RJATIU OG FIMM ARA
JOLAHLAÐBORÐ
jutunmi
r ' a
A W — . 'i' iHpv-,.ív' .
/ f i\v)
: : Hk Hj
Mmii S
' i1