Morgunblaðið - 10.12.1989, Page 17
C 17
MORGUNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989
MATIJR OG DRYKKUR///vers mega sín síldin ogeplinf
Máttur trúarinmr?
ALLUR desembermánuður einkennist af hamagangi vegna ná-
lægð jólanna. Þeir eru áreiðanlega ekki margir sem gefa sér tíma
til trúarlegra umþenkinga af þessu gefna tilefni sem jólin eru,
nema ef vera skyldi á sviði matar og drykkjar. Um daginn hitti
ég til dæmis konu að austan sem trúir á síld. Hún nelhdi mér
Qölmörg kraftaverk sem síldin hafði gert á sér og sínum. Þannig
hefði sonur hennar fjórtán ára orðið hinn ásjálegasti piltur eftir
að hann hafði borðað eitt kryddsíldarflak daglega í nokkrar vik-
ur — síldin hefði hreinsað allar unglingabólur af andliti hans,
enda sé hún eitthvert besta fegrunarmeðal sem um getur.
eftir Jóhönnu
Sveinsdóttur
Austfirska konan trúir á síld
og ekki að ástæðulausu. Aðr-
ir trúa á ginseng, enn aðrir á
púrrur, epli, sveskjur, súrdeigs-
brauð, lýsi. Þá hafa margir þá
bjargföstu sann-
færingu að örlít-
ill snafs á
fastandi maga
styrki og við-
haldi kröftum
líkamans og
fögru útliti, út-
rými eitruðum
og skaðlegum
vessum. Flestir gera hvort tveggja
í senn: Stunda sjálfstortímingu
leynt eða ljóst með óhollum lifnað-
arháttum og reyna svo að vinna
gegn eðlilegri líkamshrörnun, t.d.
með því að finna upp — alltént
að verða sér úti um — lífselexír
af einhveiju tagi.
Draumurinn er gamall. Gull-
gerðarmenn fortíðar reyndu ekki
aðeins að finna formúluna fyrir
gulli, heldur líka formúlu að
lífselexír sem gæti skotið náttú-
runni ref fyrir rass; yngt þá upp.
Þessi markmið fóru saman hjá
Kínveijum til forna: Þeir trúðu
því að gull það, sem þeir ættu
eftir að sjóða saman úr óæðri
málmum, myndi lengja líf mann-
anna, já, gera þá ódauðlega.
Sá draumur rættist náttúrlega
ekki. Ogerlegt reyndist að sjóða
saman gull og enn deyjum við
drottni okkar í fyllingu tímans,
hvort sem við trúum á síld,
hvítlauk, lýsi eða morgunsnafs.
Aftur á móti fundu alkemistarnir
upp púðrið — sem ekki varð nú
beinlínis til að lengja líf eins eða
neins. En jafnframt ber að minn-
ast þess að út úr eimingartækjum
arabískra alkemista tóku að
streyma býsna lífseigir dropar: al
kohl. Latneska nafnið aqua vitae,
lífsvatn, kemur betur heim og
saman við stefnuskrá gullgerðar-
mannanna.
Löngu fyrir daga epla-
brennivíns gegndu epli hlutverki
lífselexírs meðal norrænna
víkinga, rétt eins og helsta vörn
Ása gegn hrukkum og æðakölkun
voru eplin sem gyðjan Iðunn lét
þeim í té. Ekki út í bláinn. Síðari
tíma tilraunir með hamstra og
síðar menn hafa leitt í ljós að
kólesterólið dvínar í blóði þeirra
sem borða að staðaldri tvö epli á
dag. Þar með ættu vísindin að
hafa staðfest sannleiksgildi enska
máltækisins: „An apple a day
keeps the doctor away.“ Ef marka
má reynslusögur austfirsku kon-
unnar gerir síldin það líka, enda
er ijölómettuð fita 77% af heildar-
fitu.
Jólasíld að hætti
málfræðingsins
Samkvæmt þessum
bollaleggingum ætti
síldarsalat með eplum að
vera sérdeilis hollt og
kem ég því á framfæri
uppskrift að afar ljúf-
fengu síldarsalati, úr fór-
um Jörgens Pind mál-
fræðings. Hún er svo-
hljóðandi:
Skerið í bita 4 maríner-
uð síldarflök, 3 epli, 1-2
paprikur, 1-2 lárperur
(avókadó) eða u.þ.b. 150
g af sveppum, 3-4 harð-
soðin egg og u.þ.b. 100
g af valhnetukjörnum.
Dreifið sítrónusafa yfir
lárperubitana.
Búið til sósu úr 180
ml af sýrðum ijóma, 200
g af majónesi, 1 tsk.
karrýi, 'A tsk. af salti,
'/a tsk. af sinnepi, 1 tsk.
af smátt söxaðum perlu-
lauk, sítrónusafa og súr-
mjólk eftir smekk. Hræ-
rið saman við síldina, epl-
in og allt hitt. Fyrirtak
ofan á maltbrauð.
Geisladiskar
— ryk hefur eng-
in áhrif og
suð af öðrum
orsökum er
útilokað.
TÆKTSOJStafnsn tónlist: Hvers vegnaf
Um geisladiska
(TEKIÐ skal fram að orðið stafrænn notar yfirritaður ekki nema í
neyð. -rænn þýðir -ættar. Er tónlist stafaættar? En því miður er
þetta orð almennt notað, og einnig hér vegna skorts á öðru betra.)
Ageisladiski er nokkurra kíló-
metra löng rák sem nægir til
rúmlega klukkustundar leiktíma.
Allt að fjörutíu þúsund sinnum á
sekúndu les ljósgeisli úr stafamerkj-
um, og það nægir
til að koma til skila
fínustu blæbrigð-
um sem'mannlegt
eyra nemur og
mannlegur heili
túlkar. Talnaröðin
er löng runa taln-
anna núll og einn,
sem lýsa sér í því,
að annaðhvort endurkastast ljósið
á réttan stað eða ekki.
Tónlistin er hljóðrituð í venjulegu
„stúdíói". Þar eru hljóðmerkin þeg-
ar geymd i talnalykli. í siíkum lykli
er tónlistin allsendis ónæm fyrir
alls konar bjögun. Hún er aðeins í
formi upplýsinga, og hana má af-
rita á alls konar minni án þess að
gæðin breytist. Leysir umritar hana
í merki á Ijósnæmri glerplötu. Hvert
0 þýðir að leysirinn sendir frá sér
ljós. Hver 1 þýðir að leysirinn er
óvirkur. Eftir nokkurra þrepa ferli,
sem felst í að festa merkin varan-
lega á viðkomandi plötu, liggur fyr-
ir frumplata sem er notuð til að
prenta aðrar piötur eftir.
Sú plata sem fer á markað er
prentuð í plast eftir frumplötunni,
og á henni er rákin spírallaga eins
og á venjulegri grammófónplötu,
en með dældum fyrir hljóðmerkin
sem eru aðeins um tugþúsundasti
hluti millimetra á dýpt. Ljósgeislinn
les af plötunni með því að hann
endurkastast öðruvísi úr dældunum
en þar sem þær eru ekki fyrir
hendi. Móttökutæki neytandans
þýðir stafamerkin að nýju yfir í
hljóðmerki og enn án bjögunar, og
þessi geymsluaðferð er nær alls-
endis laus við gallana sem einkenna
gömlu plötuaðferðina. Ryk hefur
engin áhrif, og suð af öðrum orsök-
um er útilokað. Erfitt er að hugsa
sér að tæknilega sé hægt að kom-
ast nær þyí að endurspila fullkom-
lega sama hljóð og var fyrir hendi
í hljómleikasalnum eða „stúdíóinu".
eftir Egil
Egilsson
HINN NÝI ÍSLENSKI ÞJÓÐSÖNGUR
SVERRIS
STORMSKERS
Auk titillagsins, Hins nýja íslenska þjóð-
söngs, fyrirfinnast 8 hressileg popplög og
tregablandnar ballöður á þessari nýju
hljómplötu Sverris, sem tvímœlalaust er
hans besta og vandaðasta til þessa, að
sjálfsögðu. Meösöngvarar hans eru öngvir
aukvisar og hlandaular frekar en fyrri
daginn: Richard Scobie, Gildrusöng-
varinn Birgir Haraldsson, Jóhanna
Linnet, en hún syngur á plötu þessari
lagið „Þú leiddir mig í ljós“, síðasta
júróvisjonlag Sverris, og Alda Björk
Ólafsdóttir, sú er söng með Sverri
hið vinsœla lag „Bless“ á síðustu
plötu hans.
Sem sé: Engin skítalykt af mál-
inu. Fáðu þér eintak í einum eit-
urgrœnum.
Dreifing: Steinar hfi