Morgunblaðið - 10.12.1989, Side 30

Morgunblaðið - 10.12.1989, Side 30
'30 € MORGUNBLAÐIÐ MENNIINIGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1989 Eigi skal gráta Evítu - enn 15 leikkonur hafa komió tilgreina íhlutverkið og ekkertgerist enn í rúman áratug hefúr orðrómur verið á kreiki um kvikmyndum einhvers þekktasta söngleiks ver- aldarinnar, „Evitu“, eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Það munaði engu að Oliver Stone gerði hana loksins í vor með Meryl Streep í titilhlut- verkinu en í trilljónasta skiptið í tíu ára píslar- göngu kvikmyndaútgáf- unnar varð ekkert úr neinu. , Aþessum tíma hafa fjög- ur kvikmyndafyrirtæki haft puttana í undirbúnings- vinnunni, sjö leikstjórar hafa komið til álita og a.m.k. 15 leikkonur hafa verið orðaðar við titilhlutverkið. En samt engin mynd. Allt í lagi. Það tók 13 ár að koma Gaukshreiðrinu á filmu svo þetta er ekkert fáheyrt. En það eru sérstök vandkvæði á því að filma stórsöngleiki. Fyrir það fyrsta hefur söngleikjahefð- in næstum horfið úr bíó- myndunum fyrir utan götu- söngleiki eins og „Grease" og Hárið á áttunda áratugn- um. Þeim hefur heldur ekki vegnað vel í miðasölunni („Jesus Christ Superstar", „Godspell“, „A Chorus Line“) auk þess sem rokk- myndbanda-kynslóðin hefur varla þolinmæði fyrir óperu- formið. Nafnarunan í tengslum við myndina er eins og ges- talisti á Óskarshátíð: Franco Zeffirelli átti að leikstýra Diane Keaton í einni útgáf- unni, John Travolta og Oli- via Newton-John komu til greina í annarri með Elton John sem Che Guevara, Betté Midler og Pia Zadora komu til álita sem Eva, Bar- bara Streisand líka með Elli- Evíta og nokkrar sem til greina hafa komið; Diane Keaton, Madonna, Elaine Paige, Barbra Streisand og Meryl Streep. ott Gould sem Juan og Stall- one, Meatloaf og Barry Gibb hafa allir verið líklegir sem Che Guevara. Ken Russell vildi hafa Lizu Minelli með hvíta hár- kollu í hlutverki Evítu, Her- bert Ross, Richard Atten- borough, Alan Pakula og Hector Babenco hafa allir verið orðaðir við leikstjórn- ina. Madonna vildi breyta lögunum i verkinu. Það var svo ekki fyrr en sl. vor að Stone, sem skrifaði líka handrit eftir söngleiknum, og Streep voru næstum farin til Argentínu að filma. Stone talaði við Carlos Saul Men- hem forseta sem ætlaði að sjá honum fyrir 50.000 hóp- leikurum. Allt var tilbúið. En þá vantaði peninga. Handrit Stone gerði ráð fyr- ir 35 milljón dollum og Wein- traub-fyrirtækið, sem sá um fjármögnunina, fékk bak- þanka. Hætt var við Arg- entínu vegna uppþota í landinu, Stone kvaddi og loks Streep. En sögunni er ekki lokið. Litla hafmeyjan; sú besta. Teiknimyndir, span og spól Hún hefúr verið sögð besta Disneyteiknimyndin í 30 ár eða síðan Þyrnirós var gerð árið 1959 og markar afturhvarf Disneyfélagsins til fallegu ævin- týranna. Hún heitir Litla hafmeyjan („The Little Mermaid", og er gerð eftir hinni þekktu sögu H. C. Andersens. Teiknimyndir eru aftur komnar í tísku í Holly- wood þökk sé að miklu leyti mynd Robert Zemeckis, Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? Teiknurum Disneyfélagsins h'efur fjölgað á undanförum árum um tæp fimm hundruð og bíómyndir eins og Ástin, ég smækkaði krakkana og„Dick Tracy“, nýja Warren Beatty-myndin sem frumsýnd verður í sumar, hafa skemmtilega Kalla kanínu-Beibí Her- man teiknimynd á undan til að koma áhorfendum í rétt form. Disney ætlar að fram- leiða a.m.k. eina stóra teiknimynd á ári í framtí- ðinni en við fáum að sjá þá fyrstu í röðinni, Oliver og félagar, sem gerð var í fyrra, í Bíóhöllinni/Bíó- borginni um jólin. ■ NOKKRAR heimsfrum- sýningarhafa verið haldn- ar hér á landi á Banda- rískum myndum og nú bætist „Family Business" eftir Sidney Lumet í þann hóp. Hún verður frumsýnd þann 12. desember í Regn- boganum en ekki fyrr en tveimur dögum seinna í Bandaríkjunum. MÞREMENNINGARN- ÍRJames Ivory, Ismail Merchant og Ruth Praw- er Jhabvala (Herbergi með útsýni) vinna saman að nýrri bíómynd með hjón- unum Paul Newman og Joanne Woodward í aðal- hlutverkunum. Hún heitir „Mr. and Mrs. Bridge“ og er drama um miðaldra hjón sem hægt og bítandi laga það sem aflaga hefur farið í þeirra sambandi. IGRÍNARINN Bill Murray leikstýrir sinni fyrstu mynd þessa dagana. Hún heitir „Quick Change“og er með Murray sjálfum í aðal- hlutverki en aðrir leikarar eru Geena Davis, Randy Quaid, Jason Robards og Philip Bosco. ■ FJÖRUTÍU ogtveim- ur árum eftir útkomu Plág- unnar eftir Albert Camus stefnir hún á hvíta tjaldið. Myndin verður tekin í Arg- entínu næsta sumar en handritshöfundur og leik- stjóri verður Luis Puenzo, sem gert hefur hina nýlegu „Old Gringo" með Greg- ory Peck og Jane Fonda og „La historia oficial“, oskarsverðlaunamynd frá ’85. Verið er að athyga hvort William Hurt sé til- búinn í aðalhlutverkið. IBIO Kvikmyndagerðarmenn á íslandi hafa af því djúpar áhyggjur að gert er ráð fyrir virðisaukaskatti á sýningar á íslenskum bíó- myndum. - Miðaverðið á íslenska mynd er nú sölu- skattlaust en með virðis- aukaskatti munu leggjast 24 prósent oná miðann sem setur hann nánast í óperu- klassa. Eru þverslaufur og •kvöldkjólar það sem koma skal á sýningum íslenskra mynda? íslenskir kvik- myndagerðarmenn tapa unnvörpum á myndum sínum og ekki batnar það. Fyrirtæki hafa hingað til ekki séð ástæðu til að styrkja íslenska kvik- myndagerð. Það gæti breyst því jafnframt er ver- ið að ræða breytingar á skattalögum sem heimila fyrirtækjum að draga frá skatti tvöfalda þá upphæð sem þau setja í innlendar bíómyndir. Er þetta framt- íðin? Flugleiðir og Eim- skipafélag Islands kynna: Land og synir. II. KVIKMYNDIR Eru Korpúlfsstabirgott kvikmyndaverf Verkstæðið fer íklippingu Eina íslenska bíómyndin sem búið er að kvikmynda þessa stundina er Verkstæðið undir leikstjórn Lárus- ar Ýmis Óskarssonar en myndin er gerð eftir leik- riti Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverkstæði Badda. Sagan gerist að mestu á verkstæði sem reist var við Kalmanstjörn sunnan Hafna á Reykjanesi og segir frá fólki Badda verkstæðis- eiganda og ógeðfelldu saka- máli úr fortíðinni, sem kem- ur upp á yfirborðið þegar óvæntan gest ber að garði. Með aðalhlutverkin fara Bessi Bjarnason, Sigurður Sigurjónsson, Egill Ólafs- son, Þórhallur Sigurðsson, og nýliðarnir Stefán Jónsson og Christine Carr, sem leika börn Badda. Umgjörð leikritsins hent- aði mjög vel ódýrri íslenskri framleiðslu að mati Lárusar Ýmis, upphafsmanns mynd- arinnar, en Verkstæðið er fyrsta íslenska bíómyndin hans, kostar 39 milljónir og verður frumsýnd næsta haust. L'árus Ýmir hefur gert bíómyndir í Svíþjóð og tekist mjög vel upp (kvik- myndatökumaður hans þar, Göran Nilsson, tekur Verk- stæðið) en hér heima hefur hann næstum eingöngu fengist við að færa íslensk leikverk (Stalín er ekki hér, Dagur vonar) í sjónvarps- búning með góðum árangri. En af hvetju ekki íslensk bíómynd fyrr? „Líklega er meginástæð- an sú að ég hef aldrei átt neitt til að veðsetja og ég hef ekki hjarta í mér eða aðstöðu til að veðsetja eigur ættingja minna,“ sagði Lár- us Ýmir í stuttu samtali. „En ég hef aldrei farið á veruleg- an bömmer út af peninga- málum því mér bauðst að gera tvær myndir í Svíþjóð." Hann bætti því við að það væri óneitanlega^ gaman að gera bíómynd á íslandi og í því lægi framtíðin. Tökum á Verkstæðinu lauk fyrir rúm- um mánuði eftir sjö vikna skothríð og nú er myndin á leið í klippingu en Lárus Ýmir hyggst klippa hana á myndbandi, sem býður uppá óendanlega meiri möguleika en gamla aðferðin. „Tökur gengu mjög vel og efnið lítur vel út. Að baki liggur mikil og ströng vinna eins og vill verða.“ En hvernig hefur leikritið Leikstjórinn, Lárus Ýmir Óskarsson, í hópi leikara og kvikmyndagerðarmanna við upptökur. sónum.“ Innitökur fóru fram á þeim óvenjulega stað Koip- úlfsstöðum undir nyrstu burstinni en Lárusi Ými finnst tilvalið að þar verði komið upp varanlegri að- stöðu fyrir kvikmyndagerð- armenn.' „Þarna er að vísu kuldi en það þarf ekki mikið til að einangra staðinn fyrir bæði kulda og utanaðkom- andi hljóðum. Korpúlfstaðir hafa skemmtilegan karakt- er, þar er skemmtilegt and- rúmsloft." Úr Verkstæðinu; Sigurður Siguijónsson og Stefán Jónsson takast á. breyst í meðförum kvik- myndagerðarmannanna? „í grófum dráttum má segja að helmingurinn af texta myndarinnar hafi ekki verið í leikritinu. Verkið hefur ver- ið endurbyggt tii að henta kvikmyndinni, sem gefur meiri möguleika en sviðið. Hugmynd Ólafs Hauks þró- aðist áfram þangað til í rauninni var komið allt ann- að verk byggt á sömu grunn- hugmyndinni og sömu per- 11 'X I ft 1 1 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.