Morgunblaðið - 23.02.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 23.02.1990, Síða 1
56 SIÐUR B/C 45. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 23. FEBRUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Svlþjóð: Carlsson ætlar að mynda ríkisst^órn Stokkhólmi. Frá Claes von Hofsten, fréttaritara Morgunblaösins. Reuter. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra í bráðabirgðastjórn sænskra jafhaðarmanna, ákvað í gær að verða við formlegum til- mælum forseta þingsins um að mynda nýja stjórn. Þykir víst, að þingmenn kommúnista muni styðja stjórnina gegn því, að num- * Iran-kontramálið: Reagan skip- aði fyrir um vopnasöluna Washington. Reuter. BIRTUR var í gær vitnisburður Ronalds Reagans, íyrrum Banda- ríkjaforseta, sem tekinn var upp á myndband um helgina fyrir rétt- arhöldin yfir John Poindexter, fyrrum ráðgjafa hans í öryggis- málum. Þar segir forsetinn fyrr- verandi meðal annars, að Iran- kontramálið hafi verið leynileg aðgerð, sem hann hafi fyrirskip- að. „Já, þetta var leynileg aðgerð, sem gripið var til samkvæmt fyrir- mælum mínum,“ sagði Reagan en kvaðst þó ekki hafa fyrirskipað, að ágóðanum af vopnasölunni til Irans yrði veitt til kontra-liðanna. Hann hefði „tekið skýrt fram að fara ætti að lögum“, en bandaríska þingið hafði bannað opinbera aðstoð við skæruliðana. Reagan hefur ávallt haldið því fram til þessa að hann hafi ekki vitað um íran-kontramálið. Veijendur Poindexters hafa sagt, að Reagan sé mikilvægasta vitnið í réttarhöldunum því Poindexter hafi ekki haft neina ástæðu til bijóta lög þar sem forsetinn fyrrverandi hafí vitað um málið og lagt blessun sína yfir aðgerðina. ið verði brott úr efnahagstillögun- um, sem þingið felldi, ákvæði um bann við verkföllum og launa- stöðvun. Carlsson skilaði í gær af sér um- boði til stjórnarmyndunar en þegar þingforseti, Thage G. Peterson, hafði rætt við leiðtoga hinna þingflokk- anna tilkynnti hann, að hann ætlaði að leggja fyrir þingið á morgun til- lögu um, að Carlsson yrði nýr for- sætisráðherra. Ætlar Carlsson að leggja fram nú fyrir hádegi nýjar tillögur í efnahagsmálum og er vafa- laust, að um þær hefur náðst sam- komulag við kommúnista. Lars Werner, formaður kommúnista- flokksins, sagði líka berum orðum eftir fund með Carlsson í gær, að hann vildi sjá hann áfram í forsætis- ráðherrastól. Hægriflokkurinn og Þjóðarflokk- urinn ætla að greiða atkvæði gegn nýrri stjórn jafnaðarmanna og vilja kosningar en athygli hefur vakið vinsamleg afstaða miðflokksmanna til núverandi stjórnar. Austur-Þýskaland: Reuter Austur-þýskir jafnaðarmenn halda nú sitt fyrsta flokksþing í Leipzig en þeim er spáð góðu gengi í kosningunum 18. mars og jafhvel hreinum meirihluta. Ibrahim Böhme, formaður flokksins, sagði í gær, að verðleysi austur-þýska marksins væri að ríða efnahagslífinu á slig og því nauðsynlegt að taka upp það vestur-þýska. Sagði hann, að það mætti ekki dragast lengur en til 1. júlí næstkomandi. Tillaga tini eimi þýskan her o g einkavæðinffu atvinnulífsins Austur-Berlín. Reuter. THEODOR Hofiman, varnarmálaráðherra Austur-Þýskalands, hvatti í gær til, að ríkissljórnir þýsku ríkjanna hæfii viðræður um stofnun eins hers í sameinuðu Þýskalandi. Austur-þýska sljórnin samþykkti í gær að leggja fyrir þingið ný lög, sem heimiluðu öllum að stofna fyrirtæki og kvæðu ennfremur á um einkavæðingu fyrirtækja, sem áður hefðu verið þjóðnýtt. Theodor Hoffmann, aðmíráll og varnarmálaráðherra í austur-þýsku stjórninni, sagði í gær, að nýi, þýski herinn eða Bundesheer ætti að vera skipaður 150-200.000 mönnum, létt.vopnuðum landher og hreyfan- legu landamæraliði. Kvaðst hann búast við viðræðum um þetta mál við vestur-þýska varnarmálaráð- herrann að loknum kosningunum í Austur-Þýskalandi 18. mars nk. en lagði áherslu á, að Vestur- og Aust- ur-Þýskaland yrðu hvort í sínu Pólland: Erfíðleikar og samdráttur eru fylgifiskar eftiahagsumbótanna - en óðaverðbólgan er horfín og lögmál markaðarins farin að njóta sín Varnjá. Kcuter. GÓÐU fréttirnar fyrir Pólverja eru þær, að nú er nóg af matvælum í búðunum, lögmál hins frjálsa markaðar eru farin að lyóta sín í fyrsta sinn eftir síðari heimsstyijöld og svo virðist jafnvel, að tek- ist hafi að kveða niður óðaverðbólguna. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær, að nokkrum vikum eftir að Samstöðustjórnin beitti sér fyrir róttækum uppskurði á eftiahagslífinu hafa fæstir efni á mikl- um innkaupum. Pólveijar hafa hafist handa við að endurreisa efnahagslífið úr rústum kommúnismans en fyrstu áhrifin eru samdráttur, sem líkist engu öðru en kreppunni á fjórða áratug aldarinnar. Viðskipti og framleiðsla hafa minnkað, verk- smiðjum og litlum fyrirtækjum hef- ur verið lokað og atvinnuleysi hefur skotið upp kollinum. Einkabíllinn stendur heima við hús af því að fólk hefur ekki efni á að kaupa bensín. Stjórnvöld benda aftur á móti á, að verðbólgan, sem var 1.080% í janúar, hafi hjaðnað að mestu þegar niðurgreiðslur voru afnumd- ar að miklu leyti, orkuverð tjórfald- að og strangt aðhald tekið upp í launa- og lánamálum. í janúar hækkaði verð á matvælum um 80% en Marek Dabrowski aðstoðarfjár- málaráðherra segir, að frá því í siðustu viku janúar hafi það síðan lækkað vikulega um 1,2-2,4%. „í fyrsta sinn í áratugi er hægt að tala um eiginlegar markaðsaðstæð- ur hér á landi,“ sagði Dabrowski og Wladyslaw Baka seðlabanka- stjóri segir, að gjaldmiðillinn, zloty, hafi í sjö vikur staðið fyrir sínu gagnvart dollaranum. „Hann er nú sterkari og eftirsóttari en nokkru sinni eftir stríð," sagði Baka. „Við höfum fengið smjörþefinn af eðli- legu peningakerfi." Pólveijar verða að greiða um- bæturnar dýru verði og sem dæmi má nefna, að almennar launatekjur minnkuðu um 43,3% í janúar ein- um. Framleiðsla dróst saman um 10% og um miðjan febrúar voru skráðir 107.000 atvinnulausir. Er um það deilt hvort þeir verði orðn- ir 400.000 eða fjórar milljónir þeg- ar líður á árið. Samstaða sjálf og önnur verkalýðsfélög hafa sakað stjórnvöld um að ganga of langt en Leszek Balcerowicz fjármála- ráðherra, sem nýtur þess, að nýleg skoðanakönnun sýnir yfirgnæfandi stuðning við stjórnina þrátt fyrir erfiðleikana, segir, að ekkert verði slegið af. „Samdrátturinn verður að renna sitt skeið,“ segir hann og leggur áherslu á, að framleiðsla og lífskjör muni ekki rétta úr kútnum fyrr en búið sé að koma vestrænu fyrirkomulagi á efnahagslífið. varnarbandalaginu fyrst um sinn. Hoffmann vísaði á bug hugmynd- um um, að sameinað Þýskaland yrði í Atlantshafsbandalaginu og sagði, að í stað bandalaganna, NATO og Varsjárbandalagsins, ætti að koma samevrópskur örygg- issáttmáli. Er það ekki fjarri hug- myndum Míkhaíls Gorbatsjovs, for- seta Sovétríkjanna, um hlutlaust Þýskaland en á Vesturlöndum telja margir, að Stór-Þýskaland verði svo öflugt, að varasamt sé að hafa það hlutlaust. í vestur-þýska hernum eru nú 450.000 manns og í þeim austur-þýska 173.000 manns. Austur-þýska ríkisstjórnin hefur samþykkt að leyfa öllum að stofna fyrirtæki og ákvað jafnframt að einkavæða meira en 10.000 fyrir- tæki, sem voru þjóðnýtt á valdatíma kommúnista. Verður frumvarp þessa efnis lagt fyrir þingið í næsta mánuði. Þá verður einstaklingum einnig heimilað að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum í eigu ríkisins. Gunter Halm, ráðherra léttaiðnaðarins, sagði í gær, að nú lægju fyrir um 1.200 umsóknir frá einstaklingum, sem vildu endurheimta fyrri eigur og fyrirtæki, sem af þeim hefðu verið tekin. Tadeusz Mazowiecki, forsætis- ráðherra Póllands, hvatti í fyrradag til, að þýsku ríkin bæði semdu til bráðabirgða við Pólland um núver- andi landamæri ríkjanna og yrði samningurinn síðan staðfestur af sameinuðu Þýskalandi. Vestur-þýsk stjómvöld hafa tekið þessari áskor- un fálega og sagði talsmaður þeirra í gær, að ekki væri hægt að semja um slíkt fyrr en að lokinni samein- ingunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.