Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990
Þing Norðurlandaráðs:
Umhverfismál og alþjóða-
þróun helstu umræðuefiiin
BÚIST er við að umræður um þróunina í Evrópu, samskipti við
Sovétríkin og samskipti EFTA og Evrópubandalagsins verði áber-
andi í almennum umræðum á 38. þingi Norðurlandaráðs sem hefst
í Háskólabiói á þriðjudag. Að öðru leyti munu umhverfismál setja
sterkan svip á þingið. Páll Pétursson alþingismaður verður á þing-
inu kjörinn forseti Norðurlandaráðs fyrir næsta timabil.
Sigríður Ásgeirsdóttir
Isafjörður:
Sigríður Ás-
geirsdóttir
með sýningu
í Slunkaríki
LAUGARDAGINN 24. febrúar
klukkan 18 opnar Sigríður Ás-
geirsdóttir sýningu á verkum
sínum í Slunkaríki á ísafírði. Á
sýningunni eru grafíkmyndir
sem Sigríður vann í Printmakers
Workshop í Edinborg siðastliðið
sumar og haust.
Sigríður stundaði nám við Edin-
burgh College of Art 1979-1984
og í Þýskalandi 1984. Þetta er
fímmta einkasýning hennar og í
annað skiptið sem hún sýnir í
Slunkaríki. Þess má geta að steint
gler eftir Sigríði er í kapellu sjúkra-
hússins á ísafírði. Verk eftir hana
eru meðal annars í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis, kapellu
Kvennafélagsins í Comton Vale í
Stirling í Skotlandi og í Iðnaðar-
banka íslands við Lækjargötu í
Reykjavík.
Sýningin á ísafírði er haldin í
tengslum við 5 ára afmæli Slunka-
■ríkis og stendur hún til sunnudags-
ins 11. mars.
ísland á sjö fulltrúa á þinginu
auk ráðherra, en 20 fulltrúar eru
frá þjóðþingum_ hinna Norðurlönd-
anna. Fulltrúar íslands em alþingis-
mennimir Ólafur'G. Einarsson, sem
er formaður íslensku nefndarinnar,
Hjörleifur Guttormsson, Hreggvið-
ur Jónsson, Jón Kristjánsson, Páll
Pétursson, Sighvatur Björgvinsson
og Þorsteinn Pálsson, Þeir Páll og
Ólafur sitja í forsætisnefnd ráðsins,
en Páll situr jafnframt í umhverfís-
málanefnd og Ólafur í fjárlaga og
stjómamefnd. Hjörleifur og Þor-
steinn sitja í efnahagsmálanefnd,
Hreggviður situr í samgöngunefnd,
Jón er varaformaður menningar-
málanefndar í íjarveru Valgerðar
Sverrisdóttur, og Sighvatur er for-
maður laganefndar.
íslensku fulltrúarnir héldu blaða-
mannafund á miðvikudag og
kynntu helstu mál sem tekin verða
fyrir á þinginu og snerta ísland.
Þar verður m.a. lögð fram endur-
skoðuð samstarfsáætlun um varnir
gegn mengun sjávar, en það mál
hefur verið ofarlega á baugi Norð-
urlandaráðs síðustu ár. M.a. var
sérstök ráðstefna á vegum ráðsins
um sjávarmengun í fyrra. Þá liggur
fyrir tillaga um að jafna ferðakostn-
að fyrir ellilífeyrisþega, öryrkja og
böm milli Norðurlandanna, tillaga
um að samræma reglur um meðferð
skotvopna og tillaga um að styrkja
hlut íslensku og fínnsku í norrænu
samstarfí svo eitthvað sé nefnt.
Þá má nefna að Hjörleifur Gutt-
ormsson alþingismaður hefur lagt
fram fyrirspurn til ríkissjóma Norð-
urlanda hvort fyrirhugaðri bygg-
ingu endurvinnslustöðvar kjam-
orkuúrgangs á Dounreay á Skotl-
andi verði mótmælt formlega við
bresk yfirvöld.
Sérstök dagskrá verður í Norr-
æna húsinu þingvikuna. Á hádegi
alla daga verða fyrirlestrar um
íslensk málefni og einnig munu
listamenn koma fram. Á mánudags-
kvöld verður sérstök dagskrá með
Tomasi Tranströmer, sem tekur við
bókmenntaverðlaunum Norður-
landaráðs nk. miðvikudag, og
íslenskum þýðendum hans, Jóhanni
Hjálmarssyni og Nirði P. Njarðvík.
Búist er við um 730 gestum á
Norðurlandaráðsþing. Þingfulltrúar
em 87 talsins, en auk þess er búist
við, ráðhermm og embættismönn-
um sem eiga seturétt án atkvæðis-
réttar, og um 180 fréttamönnum.
Ekki er enn ljóst hvort sænskir
stjórnmálamenn komast til þingsins
vegna stjómarkreppu þar í landi.
Þó er von á Ingvari Carlsson forsæt-
isráðherra Svíþjóðar hingað til
lands á þriðjudaginn.
Morgunblaðið/Bjami.
Fulltrúar íslands á 38. þingi Norðurlandaráðs sem hefst í Háskólabíói á þriðjudag. Frá vinstri eru Jón
Krisljánsson, Páll Pétursson, Ólafur G. Einarsson, Sighvatur Björgvinsson og Hjörleifur Guttormsson.
Á myndina vantar Hreggvið Jónsson og Þorstein Pálsson.
Rósa Sigurðar
blinda á norsku
RÓSA, kvæðaflokkur Sigurðar
blinda í Fagradal (á að giska
1470-1545), er kominn út há Solum
Forlag í Osló í norskri þýðingu
Ivars Orglands. Bókin er skreytt
með 20 heilsíðumyndum eftir
Anne-Lise Knoff, en hún hefur
áður myndskreytt Sólarljóð og
Heilaga kirkju eftir Stefán írá
Hvítadal í þýðingu Orglands.
í formála gerir Ivar Orgland grein
fyrir Rósu og höfundi kvæðisins, en
hann telur að Rósa hafi um of fallið
í skugga Lilju Eysteins Ásgrímsson-
ar, enda er margt skylt með kvæðun-
um. Orgland lýsir þeirri skoðun sinni
að kvæði Sigurðar blinda sé raun-
særra en Lilja Eysteins og að hann
leggi meiri áherslu á hið sögulega,
en hjá Eysteini sé meiri trúarhiti.
Orgland telur Sigurð blinda hafa
verið meðal helstu skálda íslendinga,
jafnt í augum samtíðarmanna hans
og þeirra sem síðar hafa um hann
fyallað. Hann vitnar til gamallar vísu:
Það er að segja af Sigurði blind:
samdi hann ljóð um hveija kind,
sá hann hvorki sól né vind,
seggjum þótti hann kveða með hind.
Rósa er í stóru og veglegu broti,
76 blaðsíður. Kvæðið sjálft er 133
erindi.
Ivar Orgland
Leikendur í Vagnadansi sem leikhús Frú Emilíu og leikhópurinn
'Fantasfa "ftTimsýna næstkomandi snnnudag.- ■
Vagnadans
fi*umsýndur
Nýr íslenskur sjónleikur,
Vagnadans — í leit að hjómi,
verður frnmsýndur í leikhúsi Frú
Emilíu, sunnudaginn 25. febrúar.
Þetta er nýr íslenskur sjónleikur
án orða eftir leikhópinn Fantasiu
og Kára Halldór sem jafiiframt
er leiksljóri.
Fantasía er leikhópur áhuga-
manna sem stofnsettur var 1989.
Sama ár sýndi hann leikverkið Ég
býð þér von sem lifir.
Vagnadans lýsir vegferð nútíma-
mannsins, um leið vöxt og þroska
einstaklingsins í samfélaginu. Alls
eru leikendur átta. Leikhús Frú
Emilíu er. til .húsa J. Skeifunnj, 3c.
Neskaupstaður:
Ungfrú Austurland val-
in á laugardagskvöld
Neskaupstað.
UNGFRÚ Austurland verður
valin í Egilsbúð næstkomandi
laugardagskvöld.
Að þessu sinni munu sex stúlk-
ur keppa um titilinn og eru þær
Ásta Halldóra Styff, 18 ára frá
Reyðarfirði, Elín Heiðarsdóttir,
19 ára frá Höfn í Hornafírði,
Hrafnhildur Geirsdóttir, 19 ára
frá Neskaupstað, Hugrún Estar
Sigurðardóttir, 21 árs, frá Egils-
stöðum, Jóhanna Steina Sigur-
jónsdóttir, 18 ára frá Neskaupstað
og Lilja Jóhannesdóttir, 18 ára frá
Norðfirði.
Fimm manna dómnefnd skipuð
bæði Austfirðingum og fulltrúum
frá Fegurðarsamkeppni íslands
velur fegurstu stúlkuna og Oddný
Ragna Sigurðardóttir, núverandi
ungfrú Austurland, krýnir sigur-
vegarann.
- Ágúst
Hugrún Ester Sig-
urðardóttir
Jóhanna Steina
Siguijónsdóttir
Hrafnhildur Geirs-
dóttir
Elín Heiðarsdóttir
Ásta Halldóra
Styff
Lilja Jóhannes-
dóttir