Morgunblaðið - 23.02.1990, Side 21

Morgunblaðið - 23.02.1990, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLA.ÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Havel og fiilltrúar martraðarinnar Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sem hér var um helgina ávarpaði Bandaríkjaþing á miðvikudag. Þar eins og endranær talaði hann af hreinskilni og þeirri andagift, sem honum er gefín sem skáldi og rithöfundi. Hann lagði höfuðáherslu á tvennt. Hann þakkaði Banda- ríkjamönnum og vestrænum þjóðum fyrir það, sem gert hefði verið í þágu frelsisbar- áttu þeirra fyrir austan járn- tjald, er ekki sættu sig við ofríki kommúnista. Hann hvatti til þess að Sovétmönn- um yrði veitt liðsinni „á óhjá- kvæmilegri og einstaklega er- fiðri göngu þeirra til lýðræð- is“. Hér er ástæða til að staldra sérstaklega við fyrri þáttinn. Þegar Havel sté úr bifreið sinni við Hótel Sögu á laugar- dag, stóðu þar tveir hópar manna. Annars vegar Tékkar búsettir á íslandi eða fólk af tékkneskum ættum og hins vegar herstöðvaandstæðingar og þeir sem segjast enn starfa í nafni sósíalismans. Á spjöld- um herstöðvaandstæðinga stóðu gömul og úrelt slagorð þeirra um varnarleysi íslands og úrsögn úr Atlantshafs- bandalaginu (NATO). Blöskr- aði mörgum atbeini þessa fólks og velti fyrir sér, hvaða erindi það teldi sig eiga við Havel. Ræða Havels á Bandaríkja- þingi staðfesti, að herstöðva- andstæðingar voru að viðra sig upp við forseta Tékkóslóv- akíu á alröngum forsendum. Þeir voru þarna að fagna sigri annarra, því að Havel komst meðal annars þannig að orði í ræðu sinni, að breytingarnar í heiminum undanfarið myndu gera mönnum kleift „að losna við úrelta spennutreyju skipt- ingar heimsins í tvennt“, þar sem annar hlutinn hefði staðið vörð um frelsið en hinn verið uppspretta martraða. Og sagði síðan orðrétt við banda- rísku þingmennina: „Fijálsi hlutinn, sem lá að sjó og vildi ekki láta reka sig í hann, neyddist til þess, með ykkar aðstoð, að koma á fót flóknu varnarkerfi sem við getum sennilega þakkað að við erum enn til.“ Þetta varnarkerfi kom til sögunnar rúmu ári eftir að Tékkóslóvakia varð kommún- istum að bráð eða um vorið 1949, þegar Atlantshafs- bandalagið var stofnað og voru íslendingar í hópi þeirra þjóða sem að því stóðu. Voru átök þá svo hörð um málið, að kommúnistar skipulögðu árás á Alþingishúsið í von um að geta hindrað störf þing- manna. Herstöðvaandstæð- ingarnir sem tóku á móti Hav- el við Hótel Sögu og þóttust vera stuðningsmenn hans eru arftakar þeirra, sem stóðu að árásinni á Alþingishúsið 1949. Samkvæmt orðum Havels er það sennilega ekki þessu fólki að þakka að „við erum enn til“. Nú eru vaxandi umræður um að aðild sameinaðs Þýska- lands að Atlantshafsbandalag- inu sé forsenda þess, að víðtæk sátt takist um þetta stærsta skref sem stigið hefur verið í alþjóðastjórnmálum í Evrópu, frá því að síðari heimsstyijöldinni lauk. Eins og fram kemur hér í blaðinu í gær sagði Mikhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi í samtali við Prövdu á miðvikudag, að sam- eining Þýskalands mætti alls ekki raska því hernaðaijafn- vægi í Evrópu sem Varsjár- bandalagið og Atlantshafs- bandalagið hafa tryggt um langa hríð. Öllum er ljóst, að Varsjárbandalagið hefur breytt um svip og Guyla Horn, utanríkisráðherra Ungveija- lands, talar meira að segja um aðild lands síns að Atlants- hafsbandalaginu. Hafa um- mælin verið skýrð á þann veg, að með þessu væri að hann að leitast við að ávinna sér hylli kjósenda vegna þing- kosninganna 25. mars næst- komandi. Það er tímanna tákn um vandræði og tvískinnung þeirra hér á landi sem aðhyll- ast sósíalisma og eru andvígir þátttöku þjóðarinnar í sam- starfi vestrænna þjóða til að tryggja frið með frelsi, að þeir skuli standa og fagna komu manns, sem síðan kennir stefnu og störf þeirra við mar- tröð. Á meðan Alþýðubanda- lagið og áhangendur þess í Samtökum herstöðvaand- stæðinga gera ekki upp fortíð- ina og átta sig á því, hvar eyðimerkurgangan hófst, minnir stjómmálastarf þeirra ekki á annað en martröð. m21 A * Skoðanakönnum SKAIS meðal sjómanna: 26.000 tonnum af þorski hent fyrir borð á flotamim KÖNNUN meðal sjómanna á fiskiskipaflotanum gefiir til kynna að á síðasta ári hafi rúmum 53.000 tonnum af bolfiski verið hent frá borði islenzka flotans. Langmestu af þorski hefur verið hent eða rúmum 26.000 tonnum. Mestu er fleygt af togaraflotanum og segja sjómenn að þar sé aðallega um að ræða undirmálsþorsk og smá- karfa. Slökum netafíski er einnig mikið fleygt,. Skýringuna telja sjó- menn þá, að kvótakerfið selji þeim þröngar skorður og þeim sé í mörgum tilfellum aðeins mögulegar tvær leiðir, að fleygja aflanum eða koma með hann að landi og fá sekt fyrir. Verðmæti þess afla, sem fleygt er fyrir borð, er óljóst þar sem fiskurinn er bæði smár og slakur og að auki lítt nýttar tegundir. Verðmæti upp úr sjó gæti þó numið nálægt einum milljarði króna. Helmingur þess er þorskur- inn og er þá aðeins miðað við að fyrir hann fáist að meðaltali 20 krónur á kíló. I könnuninni kom einnig fram að sjómenn telja fjöl- miðlafólk og alþingismenn hafa takmarkaða þekkingu á málefijm sjávarútvegsins. Könnun þessi er unnin af SKÁÍS fyrir Kristinn Pétursson, alþingismann. Könnunin var gerð í desember á síðasta ári og janúar á þessu. Fyrir áramót var sent út bréf með spurn- ingalista til 900 sjómanna sam- kvæmt ákveðnu úrtaki. 300 voru á togurum, 300 á bátum og jafn- margir á smábátum. Svör bárust fra 591 eða 65,7%. 28% svöruðu ekki og 6,4% voru fluttir eða fund- ust ekki. Hve miklum afla er fleygl? Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum í þeim hluta könnunar- innar, sem fjallar um hve miklu af fiski er hent. í töflum 1.1. og III. 1. er finna niðurstöður könnunarinnar um: fjölda veiðiferða, meðalþyngd afla í veiðiferð/róðri eftir fiskteg- undum, meðalþyngd afla sem er fleygt, hlutfall afia sem er fleygt og meðalþyngd (pr. fisk) þess afla sem er fleygt. Samkvæmt niðurstöðum þessar- ar könnunar er jafnframt reiknað út áætlað heildarmagn þess afla sem var fleygt af ísl. fiskiflotanum árið 1989 og.er þá miðað við bráða- birgðatölur Fiskifélags íslands frá 15. janúar 1990. Skuttogarar Samkvæmt ofangreindum skýrslum Fiskifélagsins voru alls 109 skuttogarar að veiðum árið 1989. Fjöldi veiðiferða var alls 2.560 og meðalfjöldi veiðiferða á skip því 23. í könnuninni bárust svör frá alls 216 sjómönnum um jafn margar veiðiferðir. Af svörum má ráða að samsetn- ing og magn afla er mjög misjafnt. Kemur þar helst til mismunandi stærð skipa, s.s. stórir frystitogarar eða minni skuttogarar. Val sjó- manna á tiltekinni veiðiferð (sem þeir greina frá) er einnig háð ýms- um tilvikum, svo sem árstíma og starfsreynslu. Þá má einnig ætla að sumir sjómenn hafi reynt að velja einskonar meðalveg að því er varðar aflamagn eftir tegundum. Ekki verður lagður dómur á mat sjómanna á því hve miklu magni aflans er fleygt. í allmörgum tilvik- um kemur t.d. fram að engu er fleygt. Ýmislegt sem fram kemur í umsögn sjómanna vekur athygli og skýrir e.t.v. eitt Og annað í niður- stöðum þessarar könnunar. Ætla má að niðurstöður um áætlaða meðalþyngd (pr. fisk) þess afla sem er fleygt sé meiri en raun er vegna þess að allmargir svarend- ur virðast hafa fært inn meðalþyngd af heildarafla en ekki meðalþyngd þess afla sem var fleygt. Þótt ekki sé ljóst hve mikil umrædd skekkja kann að vera er ástæða til að vekja sérstaka athygli á því. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er 9,5% fleygt af þorski, en það svarar til þess að tæpum 17 þúsund tonnum af þorski hafi verið fleygt af afla skuttogara á árinu 1989, eða um 18,5 milljónum smáfiska, miðað við 900 gr. meðal- þyngd. Af ýsu er þetta hlutfall 8,4%, karfa 9,9%, ufsa 6,8%, grálúðu 6,4% og rækju 5,4%. Mest er hins vegar fleygt af öðrum tegundum, eða alls 14,0%. Þar er fyrst og fremst átt við: steinbít, skarkola, löngu, blá- löngu, hlýra og aðrar botnfiskteg- undir. Vélbátar Skráðir vélbátar árið 1989 voru alls 836 skv. skýrslum Fiskifélags- ins. Veiðiferðir voru alls 65.229 og meðalfjöldi veiðiferða á bát því 78 á árinu. í könnuninni bárust svör frá 192 bátasjómönnum um jafn- margar veiðiferðir. Um samsetningu og magn afla má vísa til þess, sem sagt er hér að framan um áætlaðan afla á skut- togurum. Sama gildir um mat sjó- manna á því hve miklu er fleygt af afla og hugsanlega skekkjuvarð- andi meðalþyngd (pr. fisk) þess afla sem er fleygt. AFLA FLEYGT 1989: SAMTALS Heildarafli skv. skýrslum Fleygt Reiknaður Fleygt Fleygt Tegund: Fiskifélagsins skv. könnun heildarafli (tonn) (%) Þorskur 336.392 7,3% 362.778 26.386 49,6% Ýsa 55.132 6,4% 58.908 3.776 7,1% Karfi 84.649 9,9% 93.918 9.269 17,4% Ufsi 74.190 7,5% 80.219 6.029 11,3% Aðrarteg. 91.829 7,8% 99.586 7.757 14.6% Alls: 642.192 965.410 53.219 100,0% Afla fleygt 1989: SKUTTOGARAR Þorskur 158.175 9,5% 174.779 16.604 45,5% Ýsa 26.264 8,4% 28.672 2.408 6,6% Karfi 80.329 9,9% 89.155 8.826 24,2% Ufsi 49.199 6,8% 52,789 3.590 9,8% Aðrarteg. 62.516 7,5% 67.618 5.102 14,0% Alls: 376.483 413.014 36.531 100,0% Afla fleygt 1989: VÉLBÁTAR Þorskur 140.409 5,6% 148.738 8.329 56,9% Ýsa 25.203 4,7% 26.446 1.243 8,5% Karfi 4.320 9,3% 4.763 443 3,0% Ufsi 23.330 8,2% 25.414 2.084 14,2% Aðrarteg. 25.782 9,0% 28.332 2.550 17,4% Alls: 219.044 233.693 14.650 100,0% Afla fleygt 1989: SMÁBÁTAR Þorskur 37.808 3,7% 39.261 1.453 71,3% Ýsa 3.665 3,3% 3.790 125 6,1% Ufsi 1.661 17,6% 2.016 355 17,4% Aðrarteg. 3.531 2,9% 3.636 105 5,2% Alls: 46.665 48.703 2.038 100,0% Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er 5,6% fleygt af þorski, en það svarar til þess að rúmlega 8 þúsund tonnum af þorski hafi verið fleygt af bátafiski árið 1989. Af öðrum fisktegundum er þetta hlutfall sem hér segir: ýsa 4,7%, karfi 9,3%, ufsi 8,2%. Samkvæmt niðurstöðunum er engu fleygt af rækju eða humar. Af öðrum tegund- um er fleygt 9,0% þar er um að ræða steinbít, grálúðu, skarkola, sandkola, löngu, keilu, langlúru og aðrar botnfisktegundir. Opnir vélbátar Fjöldi opinna vélbáta árið 1989 var 1.147 skv. skýrslum Fiskifé- lagsins. Fjöldi róðra á árinu var 39.231 og meðalfjöldi róðra á bát því 34. í könnuninni bárust svör frá 183 sjómönnum um jafnmarga róðra. Almennar athugasemdir hér að framan varðandi skuttogara og vél- báta gilda einnig um opna vélbáta. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar er fleygt 3,7% af þorski, en það svarar til þess að rúmlega 1.400 tonnum af þorski hafí verið fleygt afafla opinna vélbáta árið 1989. Mest er fleygt af ufsa, eða 17,6% aflans, en það svarar til þess að fleygt hafí verið rúmum 300 tonnum af ufsa, sem veiddist á opnum vélbátum á sl. ári. Af ýsu er þetta hlutfall 3,3% og öðrum tegundum aðeins 2,9%. Þar er fyrst og fremst um að ræða steinbít, keilu, skarkola, karfa auk annarra botnfisktegunda. Afstaða sjómanna til einstakra mála Eins og fram kemur í upphafí var heildarfjöldi svara 591, eða 65,7% úrtaksins. Afstaða sjómanna til kvótaskerðingarinnar er mjög afgerandi. Af 55 sjómönnum (93,9%) sem tóku afstöðu töldu 67,0% að kvótaskerðingin myndi leiða til þess að meiri afla yrði fleygt, eða sem nemur 10,6% aukn- ingu. Einungis 4,1% taldi að áhrifin yrðu gagnstæð, að minna yrði fleygt, þ.e. 4,1% minna en áður. Nokkuð stór hluti sjómanna, eða 28,8%, taldi að kvótaskerðingin myndi ekki hafa áhrif til eða frá hvað varðar þann afla sem fleygt er. Tæpur helmingur sjómanna (48,4%) telur að umfjöllun fjölmiðla um sjávarútvegsmál sé léleg eða mjög léleg. Aðeins 13,6% sjómanna telja umfjöllun fjölmiðla góða eða mjöggóða. Þá telja 37,9% sjómanna umfjöllun fjölmiðla um sjávarút- vegsmál sæmilega. Afstöðu tóku 572 (96,8%). Rúmlega helmingur sjómanna ■* (50,8%) telur að þekking stjórn- málamanna og ráðgjafa þeirra í sjávarútvegsmálum sé léleg eða mjög léleg. 19% sjómanna telja að þekking þeirra sé góð eða mjög góð. Þá telja 30,2% sjómanna að þekking stjórnmálamanna og ráð- gjafa þeirra á sjávarútvegsmálum sé sæmileg. Afstöðu tóku 573. Ummæli nokkurra sjómanna í könnuninni: Meiri afla fleygt ef fara á í siglingu MEÐ könnuninni fylgja ummæli fjölmargra sjómanna, sem tóku þátt í henni. Þar kemur fram að margir telja að mestu sé hent fyrir borð á frystitogurum og hjá netabátum. Fisk, sem hent sé firá borði smábáta, telja þeir í flestum tilfellum sleppa lifandi. Hér fara á eftir nokkur ummæli sjómannanna: „Að mínu mati koma frystitog- arar og netabátar af minni gerð til með að fleygja eða velja meira sinn afla. Ég veit af reynslu að ísfisktogarar fleygja meiri afla, ef fara á i siglingu heldur en ef land- að er í heimahöfn." „Aðrar tegundir, sem fleygt er, eru koli, gulllax, langhali og svo framvegis, 30 til 40 tonn í túr.“ „Þekking sjómanna er mjög góð, en fískifræðinga á mörgum sviðum mjög ábótavant. Lít á þing- menn og ráðherra sem hverjar aðrar strengjabrúður.“ „Karfinn sem hent var í þessari veiðiferð veiddist við „Hólfið“ svo- kallaða og var um það bil 50% af aflaá þeim slóðum hent.“ „ísfísktogarar komi með í land afla sem nú er fleygt gegn sann- gjarnri greiðslu. Frystitogari komi skilyrðislaust í land með haus, þunnildi og allan fisk, sem ekki er nýttur og helst allan úrgang.“ „Þar sem ég er á frystitogara horfi ég upp á þá firru að 60% af aflanum er hent og ástæðan fyrir því er meðal annars sú, að þær reglur sem gilda um nýsmíð- ar, eru svo þröngar að þeir frysti- togarar, sem í notkun eru í dag, eru allir að minnsta kosti 500 tonnum of litlir. Jaðrar þessi stefna að mínu áliti við landráð.“ „Kvótinn er mjög óarðbær, Bátaflotinn gerir minna af því að henda afia samkvæmt könnuninni. Togarasjómenn eru sagðir fleygja miklum afla, einkum ef fryst er um borð eða siglt með afiann. bæði fyrir áhöfn og útgerð þar sem maður lendir í því að eyða heilum túrum í að leita að skraptegund- um, sem kannski finnast ekki, á meðan aðrir eru að moka upp þorski, sem við þurfum að forðast vegna kvótaleysis. Kvótann átti að taka af og taka upp heldur hvetjandi kerfi fyrir menn og ekki að leyfa útgerðarmönnum að selja kvóta og fá peninga fyrir ekki neitt. Mikil miðstýring á sjávarút- vegi er til hins verra, þar sem pólitík og klíkuskapur verður alls ráðandi, til dæmis með gámaleyfí. Það virðist ekki sama hver þú ert, þegar sótt er um gámaleyfi. Gefa ætti línu- og færaveiðar fijálsar frá.kvóta allt árið.“ „Skylda ætti alþingismenn og þá sem gegna toppstöðum við stjórnunarmál á vegum ríkisíns til að vinna í eina viku á ári við veið- ar eða vinnslu sjávarfangs." „Þegar skip er á karfaveiðum, henda þeir þorskinum til að treina þorskkvótann.“ „Menn reyna sem þeir geta til að hirða allan afla nú á tímum. Það sem fer í sjóinn aftur er óvinnsluhæf vara eða vannýttar fisktegundir sem ekki er hægt að koma í verð.“ „Hef heyrt um skip, sem fékk 8 tonna hai af karfa, en átti engan karfakvóta svo þeir hentu honum öllum. Það gefur augaleið að á kvótaári, þegar mikill munur er á verði á smáfíski og stórfiski, þá er, að ég tel, miklu hent af smærri fiskinum. (Okkar laun fara eftir verði á tonninu.) Ef verið er að fá mjög stóran fisk, en minni físk- ur slæðist með, er honum hent.“ „Ég tel að stífni núverandi sjáv- arútvegsráðherra komi í veg fyrir að hægt sé að sníða þá vankanta af kvótakerfinu sem komið hafa í ljós. Þar á ég einkum við brask með kvóta, löndun kvótaskylds afla utan kvóta og að verðlitlum afla (vegna gæða og stærðar) er fleygt. Eg tel nauðsynlegt að hafa einhveija stjórnun á veiði, kvóta eða eitthvað álíka, en það má eng- inn ætla að í fyrstu tilraun sé hægt að hafa algott kerfí, sem standa skuli óbreytt um aldir.“ „Banna netaveiðar á opnum bátum. Þeir komast ekki í netin ef eitthvað er af veðri og fiskurinn skemmist við að liggja of lengi í netunum og er því hent. Friða ákveðin svæði fyrir netaveiðum í samráði við heimamenn. Einhvers staðar verður fiskurinn að fá frið til að hrygna. Skipa eftirlitsmann á hverri veiðistöð til að fylgjast með afla bátanna og getur hann látið vita ef eitthvað er athuga- vert.“ „Ég tel fiskifræðinga ekki vita nægilega mikið um fískistofna til að farið sé einvörðungu eftir þeirra tillögum. Ýsuveiðin hefur ekki aukist þrátt fyrir tölur þar um, heldur hefur kvótasvindl með þorsk aukist og þá á ég við gáma- sölur og um borð í frystitogurum." „Ég tel þetta spumingablað sýna augljósa vanþekkingu á við- fangsefninu. Við spurningar 2 og 5 ætti valkosturinn „misjafn" að vera með og jafnvel fleira. Ég tel að þeim peningum sem varið er í þetta á annað borð væri betur varið í eitthvað þarfara úr því ekki tókst að semja spumingar af einhverju viti.“ Stjórnunin bregst en ekki sjómenn - segir Kristinn Pétursson, alþingismaður „MEGINATRIÐIÐ sem þessi könnun sýnir er, að fiskveiði- stjórnunin hefúr brugðizt. Það er ekki sjómönnum að kenna hve miklum físki er hent fyrir borð. Það eru þröngar reglugerðir, sem stilla sjómönnum upp við vegg, þar sem þeir eiga aðeins tvo kosti, henda aflanum eða fá sekt fyrir að koma með hann að landi. Það er hins vegar skylda Alþingis- manna að vanda sig við samningu löggjafar sem þessarar,“ segir Kristinn Pétursson, alþingismað- ur. Það var Kristinn, sem lét SKÁÍS gera meðfylgjandi könnun fyrir sig, og hann segir ennfremur: „Fiskur kemur aldrei í veiðarfæri eftir reglu- gerðum. Undirmálsfisk og gallaðan netafisk ætti tvímælalaust að taka út úr kvóta. Mér virðist að menn séu hreinlega neyddir til að fleygja fiski vegna þröngsýni í reglugerðum. Það sér hver heilvita maður að skip, sem búið er að klára þorskkvóta sinn, en fer til dæmis á karfaveiðar, getur ekki bannað þorski að synda í veiðar- færið. Áhöfnin og útgerðin hafa því einungis tvo kosti, henda þorskinum eða borga sekt, fáist ekki kvóti keyptur. Þetta tel ég vera dæmi um þröng- sýni. Menn eru víða í öngstrætum þröngsýni í núverandi kerfí og ég tel fyrirliggj andi frumvarp um stjórnun fiskveiða vera stórlega gall- að enda ekki von á góðu úr samsuðu hagsmunaárekstra og forsjár- hyggju. Margir staðir á landsbyggð- inni eru til vegna þeirrar stöðu að liggja nálægt fiskimiðum, ef þessari stöðu er breytt með miðstýrðum reglum, er búið að eyðileggja aðstöð- una og lama byggðarlagið. Það gef- ur auga leið að ódýrast er að sækja fiskinn, þar sem fiskimiðin liggja rétt utan við byggðarlögin. Þessi hagkvæmni verður að fá að njóta sín. Eg tel að það vanti mikið af töl- fræðilegum upplýsingum til Alþing- Kristinn Pétursson ismanna áður en hægt er að ákveða nýtt fyrirkomulag um stjórnun fisk- veiða, til dæmis upplýsingar um framleiðni vinnuafls og framleiðni bundins fjár í flotanum síðustu 10 ár, sundurliðað eftir útgerðarflokk- um og skipastærðum. Eins vantar upplýsingar um gjaldeyrisnotkun skipaflokka við að sækja fiskinn. Það verður að byija á því að setja sérstaka löggjöf um útflutning á hráefnum í náinni framtíð. Þessi stefnumörkun er upphafspunktur, sem þræðimir liggja frá. Ekki bara varðandi kvótakerfið, heldur líka samningana við EB og nýtt framtíð- arfyrirkomulag um ákvörðun fisk- verðs hér á landi. Menn greiða aldr- ei flækjur með því að hræra í haugn- um, það verður að byija á ákveðnum stað og greiða flækjuna i þá átt, sem hún liggur. Upphafíð í dag er lög- gjöf, sem stjömvöld eiga að setja um framtíðarstefnumörkun á út- flutningi á hráefnum. Þar sem hér er um að ræða takmörkun á atvinnu- frelsi manna, er þýðingarmesti þátt- ur þess að jafnrétti ríki til athafna samkvæmt stjómarskránni," sagði Kristinn Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.