Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR fHstodagúh 28. FEBkÚAR 1990 FOLK ■ LEJKNIR í Breiðholti, sem leikur í 4. deild í knattspymu, hefur fengið liðsstyrk. Þorvaldur Óskarsson, markvörður úr ÍR, Sig- urður Sigurþórsson, Snæfelli og Þórarinn Guðnason, Selfossi, hafa gengið til liðs við Leikni. ■ GUNNAR Örn Gunnarsson hefur verið endurráðinn þjálfari Leiknis og mun hann einnig leika með félaginu. ■ KÖLN hefur tryggt sér Arg- entínumann fyrir næsta keppn- istímabil. Það er hinn 21 árs fram- herji Daniel Decond, sem Köln borgaði 26,6 millj. FráJóni ísl. kr. Decond Halldóri verður þá sjötti Garðarssyni Argentínumaður- / V-Þyskalandi inlfsem leikur f V- Þýskalandi. ■ BLAÐIÐ Kicker sagði frá því á mánudaginn að dýrustu knatt- spymudómarararnir í Evrópu væru á Ítalíu. En þeir sam fá minnst. laun fyrir starf sitt væru dómarar á íslandi. ■ BLAU Weiss Berlút hefur fangið sovéska knattspymumann- inn Viktor Losew til liðs við sig. Hann var fyrirliði Dynamo Moskva. ■ RÓMA er tilbúið að kaupa Olaf Thon frá Bayern Miinchen á 8,6 milljón mörk. ■ SOVÉSKI knattspymukappinn Igor Belanow hefur verið fundinn sekur um að hafa stolið vamingi úr búðum í Diisseldorf og ná- grannaborgum fyrir 266 þús. ísl. kr. Leðuijakkar, jakkar, pelsar, myndbönd og annar vamingur fannst heima hjá Belanow. Hann fær þijár vikur til að ganga fá máiinu. Mál þetta hefur vakið mikla athygli, því að Belanow hefur góð laun hjá félagi sínu Mönchenglad- bach. ■ AC Mílanó er tilbúið að kaupa Karlheinz Riedle, sóknarleikmann Bremen, á 380 millj. ísl. kr. Hann vera til taks að taka stöðu Rudi Gullit, sem hefur verið meiddur. ■ SEPP Piontek hefur verið ráð- inn landsliðsþjálfari Tyrklands. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning. Árslaun hans eru um ell- efu millj. ísl. kr. og þá fær hann ýmis hlunnindi, eins og hús og bíl. ■ BAYERN Miinchen er tilbúið að kaupa Andreas Miiller frá Dortmund, ef Frankfúrt hættir við að kaupa hann. ■ FRAKKLAND og V-Þýska- land leika vináttulandsleik í knatt- spymu í Montpellier 28. febrúar. ■ MANCHESTER City er tilbúið að borga Tottenham 500 þús. pund fyrir Paul Stewart, en Tottenham keypti hann frá City fyrir eina milljón punda. LYFJAMAL 30 lyfjapróf fyrirhuguð hér á landi á þessu ári ÞRJÁTÍU lyfjapróf verða fram- kvæmd á íslenskum íþrótta- mönnum á þessu ári af hálfu lyfjaeftirlitsnefndar íþrótta- sambands íslands (ÍSÍ) en nefndin hefur ekki fjármagn til fleiri prófa, að því er kom fram hjá Jóni Erlendssyni, framkvæmdastjóra nefndar- innar á fundi, sem laganefnd Frjáls iþróttasambandsins gekkst nýverið fyrir um lyfja- mál. Að sögn Jóns voru tekin lyfja- próf á 38 íþróttamönnum hér á landi í fyrra, þar af 31 á íslensk- um íþróttamönnum en sjö á keppnismönnúm frá hinum Norð- urlöndunum vegna Norðurlanda- móta í júdó og lyftingum. Flest próf voru tekin á fijálsíþrótta- mönnum eða 12, en einnig voru júdómenn, lyftingamenn og hand- knattleiksmenn prófaðir. Var Fijálsíþróttasambandið eina sér- sambandið innan ÍSÍ sem óskaði eftir lyfjaprófi á sínum keppend- um í fyrra, að sögn Jóns. Kom auk þess fram á fundinum að Sundsambándið hefði óskað eftir því að fá nefndarmenn til um- ræðna við sundlandsliðsmenn í æfingabúðum þeirra. Að öðru leyti virtist sem sérsamböndin sinntu ekki lyfjamálum. Langflest voru próf lyfjaeftir- litsnefndarinnar á ólympíuárinu, 1988, eða 56. Árið 1987 voru 47 íþróttamenn teknir í próf og 36 árið 1986. Sýnin hafa venjulega verið send tii rannsóknar þjá rannsóknarstofu Huddinge- sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hún er ein af um 20 rannsóknar- stofum sem Alþjóðaólympíu- nefndin (IOC) hefur viðurkennt til þeirra hluta. Hefur lyfjaeftir- litsnefnd ÍSÍ samið við stofuna um að rannsaka allt að 100 sýni á ári og nýtur hún sömu kjara og sama afgreiðsluhraða og sænska íþróttahreyfingin. Með samningnum við Huddinge-stof- una hefur sá möguleiki verið ræddur að hún setji hér upp rann- sóknarstofu tímabundið vegna heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik 1995, að sögn Jóns Er- lendssonar. Að sögn Hannesar Þ. Sigurðs- sonar, formanns lyfjaeftirlits- nefndarinnar, beinast kraftar - ■ r hennar að upplýsingastarfi og fyrirbyggjandi aðgerðum. í því sambandi er í vinnslu vasabrots- bæklingur sem dreyft verður til íþróttamanna. Þar fá þeir á einu bretti greinargóðar upplýsingar um reglur um lyfjaeftirlit og fram- kvæmd lyfjaprófa, lista yfir lyfja- flokka og lyf sem bannað er að nota, ennfremur leiðarvísir um lyf sem talið er óhætt að nota vegna meiðsla eða veikinda í tengslum við alþjóðlega íþróttastarfsemi. Á fundinum flutti Birgir Guð- jónsson, fonnaður laganefndar FRÍ, fyrirlestur um lyfjamál íþróttamanna sem komust í há- mæli eftir fall kanadíska sprett- hlauparans Bens Johnsons á ólympíuleikunum í Seoul. FELAGSSTARF / SELFOSS Umgmannafélag Selfoss: Kona kjörinn for- maður í fyrsla sinn KONA var í fyrsta sinn kjörin formaður Ungmennafélags Selfoss þegar Elínborg Gunn- arsdóttir tók við formennsku í félaginu af Birni I. Gíslasyni sem verið hef ur formaður und- anfarin sex ár. Aðaifundur fé- lagsins var haldinn 14. febrúar síðastiiðinn. Hjá Ungmennafélaginu eru um 100 manns í stjórnarstörfum, í aðalstjóm og íþróttadeildum. Heildarvelta félagsins er rúmar 20 milljónir króna og stöðugur vöxtur í íþróttastarfinu en mikill íþróttaáhugi er á staðnum. íþróttahús gagnfræðaskólans er fullnýtt og þörf á viðbótarhúsnæði. Björn I. Gíslason, fráfarandi for- maður, sagði nauðsynlegt að ráðinn yrði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi til starfa hjá bæjarféiaginu til þess að greiða götu þess mikla frístunda- starfs sem unnið er hjá ungmenna- félaginu og öðrum félögum sem Frá Siguröi Jónssyni á Selfossi KORFUKNATTLEIKUR / KONUR Björg skoraði 32 stig Björn Hafsteinsdóttir átti stór- iíimmmhm ■■■■éí leik þegar Keflavík Njarðvík, 69:44, í 1. deild kvenna. Björg skoraði 32 stig í leiknum, sem fór fram í Njarðvík á þriðjudagskvöldið. Keflavíkurstúlk- umar byijuðu með mikium krafti og skoruðu fimmtán, 0:15, fyrstu stig leiksins, en Njarðvíkurstúlkurnar Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar náðu að minnka muninn í fimm stig fyrir leikshlé, 26:31. Keflavík- urstúlkurnar gerðu út um leikinn í seinni hálfleik og skoruðu þær Björg og Anna María Sveinsdóttir öll stig IBK í seinni hálfleik - nema fjögur. Björg skoraði 32 stig í leiknum, en Anna María 19. María Jóhannes- dóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík. Firmakeppni Skaliapríms í innanhússknattspyrnu fer fram dagana 2. og 3. mars. Upplýsingar gefa Þór Dan ísíma 93-71200 (MSB), heimasími 93-71193 og Skarphéðinn í síma 93-71200 (kjötvinnsla), heimasími 93-71990. Þátttaka tilkynnist fyrir 27. febrúar Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Elínborg Gunnarsdóttir formaður Ungmennafélags Selfoss. Félagið hafði forgöngu um að sett var á laggimar nefnd sem hafði það verkefni að kanna möguleika á byggingu nýs íþróttahúss. í nefnd- inni eiga sæti fulltrúar frá skóla- nefnd Fjölbrautaskólsns og frá bæjarstjórn auk fulltrúa félagsins. Nefndin hefur gert uppdrátt að íþróttahúsi og samkvæmt honum verður unnið áfram að málinu. Hugmyndin er að íþróttahúsið nýja þjóni einnig íþróttavellinum varð- andi búningsaðstöðu og að þar verði góð aðstaða til almenningsíþrótta. Meðal ályktana sem aðalfundur- inn sendi frá sér var ályktun um að bæjarfélagið standi myndarlega að eflingu íþróttaaðstöðu í bænum. Á fundinum var kosið í fram- kvæmdastjóm félagsins. Formaður var kosin Elínborg Gunnarsdóttir, gjaldkeri María Gústafsdóttir, með- stjórnendur Ingunn Guðmundsdótt- ir og Þórður G. Árnason. í vara- stjórn em Gísli Á. Jónsson og Einar Jónsson. Aðalstjórn félagsins er síðan, auk framkvæmdastjórnar, skipuð formönnum allra íþrótta- deilda félagsins. GETRAUNIR Spámaðurvikunnar: Teitur Þórðarson TEITUR Þórðarson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspymu og nú þjálfari Brann í Noregi, spáir í leikina á getraunaseðli vikunnar. Hann fylgist vel með ensku knatt- spymuniíi og hefur gert lengi. „Ég missti að vísu alveg úr nokkur ár á meðan ég lék í Frakklandi, en eftir að kom aftur þaðan tók ég upp þráðinn á ný.“ Hann á sér uppáhaldslið, eins og svo margir aðrir. „Já, já — stórliðið West Ham. Það hefur að vísu verið hálfgert vesen hjá þeim greyjunum undan- farið, en liðið kemur örugglega upp aftur,“ sagði Teitur. Enginn náði tólf réttum í get- raunum í síðustu viku, og vérðúr Mm FOLK ■ ADRIAN Heath hefur gengið til liðs við Manchester City. Félag- ið keypti hann frá Aston Villa fyr- ir 300 þús. pund. Howard Kend- ■•^■1 all er framkvæmda- FráBob stjóri City, en hann Hennessy Var „stjóri" hjá / Englandi Everton þegar Heath lék þar. ■ COLIN Bell, fyrrum leikmaður með Manchester City og enska landsliðsins, er orðinn starfsmaður hjá City. Hann þjálfar varaliðið. ■ QPR gekk frá kaupum á Dom- inic Iorfa, landsliðsmiðheija Níkeríu, í gær. Iorfa, sem er 22 ára, leikur með Antverpen í Belgíu. QPR borgaði 120 þús. pund fyrir Iorfa, sem mun ekki byija að leika með QPR fyrri en hann fær atvinnuleyfi í Englandi. Það verður ekki fyrr en næsta keppnistímabil. ■ NORMAN Whiteside, miðvall- arleikmaður Everton var rekinn af velli í leiknum gegn Oldham í fyrra- kvöld. ■ NORMAN Hunter, fyrrum leikmaður Leeds, hefur verið rek- inn sem þjálfari Bradford. Fyrrum félagi hans hjá Leeds, Terry Yor- ath, framkvæmdastjóri félagsins, lét hann fara. „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef framkvæmt," sagði Yorath, en það var einmitt hann sem fékk Hunter til félagsins. potturinn því tvöfaldur á morgun. Fyrsti vinnur síðast var 641.130 kr. og leggst sú upphæð beint við fyrsta vinning þessarar vikur. Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, spámaður síðustu viku, hafði sex leiki rétta. Leikir 24. febrúar 1 Aston Villa — Wimbledon 1 X Chelsea — Man. Utd. 1 X Crystal Palace — Sheff. Wedn. 1 X Derby — Tottenham 2 Luton — Southampton 1 Man. City — Charlton 1...2 Miiiwaíí - QPR 1 Leeds - WBA X Oxford — Middlesbro X 2 Portsmouth — Swindon 1 Sheff. Utd. — Newcastle 1 X Wolves — Watford Teitur Þóröarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.