Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBjAÐIÐ KÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR ,1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú átt einstaklega auðvelt með að koma skoðunum þínum á framfæri núna, en af því að að- stæður eru viðkvæmar gæti risið misklið milli þín og vinar þíns vegna peningamála. Njðttu þess að taka þátt í hópstarfí í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur ánægju af að tala við samstarfsmann í dag, en þér finnst þú mæta óheiðarlegri sam- keppni. Stilltu strengi þína sam- an við strengi samferðarmann- anna. Tviburar (21. maí - 20. júní) Þér finnst þér ganga illa með eitthvert verkefni í vinnunni í dag þó að jTú gleðjist yfir ýmsu sem gerist. Þú hrífur einhvern sem þú hefur skipti við. Krabbi (21. júní - 22. júil) Vertu á varðbergi gagnvart þeim sem gera sér rómantíkina að leik. Hjónum kemur ágætlega saman um hvemig þau eiga að veq'a sameiginlegum sjóðum. Það er fyllilega timabært fyrir þig að ijárfesta núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú gleðst yfir að geta verið sam- vistum við maka þinn í dag, en einhver ættingja þinna er erfiður í taumi. Leitaðu ráða hjá fleiri en einum aðila ef þú ætlar að ráðast í endurbætur heima fyrir. Farðu varlega í fjármálum. Meyja (23. ágúst - 22. septfember) <»■+ Þó að dómgreind þín sé í lagi getur verið að erfitt reynist að ljúka einhveiju verkefni núna. Það eru ekki allir hreinskilnir sem þú hefur samband við í dag. Vog (23. sept. - 22. október) Þú nýtur þess að taka þátt í frístundaviðfangsefni sem örvar þig andlega. Mundu að ekki er allt gull sem glóir. Varaðu þig á skrumurum. Haltu þig víðs fjarri hvers kyns veðmálastarfsemi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Tortryggnin getur orðið þér ijöt- ur um fót í dag. Varastu órök- studdar ásakanir. Viljastyrkur þinn kann að daprast. Rökfestan færir þér ávinning. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú hittir naglann á höfuðið í dag. Leyfðu engum að gera lítið úr starfi þínu. Sinntu mikilvægu símtali, bréfaskriftum og skap- andi verkefnum. Steingeit (22. des. -19. janúar) m Þú ert glöggur á fjármálin í dag. Kaup og sala ganga vel. Kunn- ingjasamband kemur þér að liði á bak við tjöldin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þó að þú sért hrífandi, mælskan holdi klædd og sannfærandi að auki kemstu lítið áleiðis með fólk nú um stundir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) iS* Það er hagstæðara að halda áfram vinnu við verkefni en kynna það fyrir öðrum strax. Þú færð góðar hugmyndir og ein- beiting þín er frábær. AFMÆ LISBARNIÐ er bæði inn- hverft og úthverft. Það á gott með að umgangast annað fólk, en er alltaf öðrum þræði einfari. Það er ævinlega til í að reyna eitt.hvað nýtt, en lærir loks að takamarka sig. Góð menntun kemur því að góðu haldi við að nýta hæfíleika sína sem best. Áhugi þess á öðru fólki kann að laða það að ráðgjafarstörfum. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA EINHVeKÖA GbpA AF5ÖK- . iki cr\voic» Ker <rci l ? f SMÁFÓLK Ábendingar um eldamennsku. When mixing doq food ina bowl.thewater can either be put in first or added last. Þegar blanda á hundamat í skál, er hægt að setja vatnið út í fyrst eða síðast. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Jafnvel þótt skiptingin komi snemma í ljós er ekki auðvelt að koma auga á bestu spila- mennskuna. Austur gefur, allir á hættu. Norður ♦ D1084 V 10543 ♦ Á7 ♦ 864 Vestur Austur 4093 „iiii ♦“ ¥K92 VD87 ♦ 2 ♦ KG109653 ♦ ÁKG1095 ♦ D32 Suður ♦ ÁK7652 ¥ÁG6 ♦ D84 ♦ 7 Vestur Norður Austur Suður — — 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Utspil: laufás. Suður trompar laufkónginn í öðrum slag og leggur niður spaðaás. Tekur tromp tvisvar í viðbót og trompar síðasta lauf blinds. Miðað við að austur eigi sjö tígla fyrir opnun sinni , á hættunni, ætti skipting hans að vera 0-3-7-3. Og þá er það spurningin: hvernig á að verka hjartað? íferðin _er óvenjuleg: lítið hjarta frá ÁGx! Ekki má vestur rjúka upp með kónginn, því þá verður hægt að svína fyrir drottninguna. Hann lætur því lítið og austur drepur tíu blinds með drottningu. Og spilar aftur hjarta. Þá stingur suður upp ás, tekur tígulás og spilar sig út á hjarta. Vestur lendir inni og neyðist til að spila laufi út í tvöfalda eyðu. Þannig hverfur tíguitap- slagurinn úr blindum og síðan má henda einum tígli niður í fríhjarta. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Hastings-mótinu um áramót- in kom þessi staða upp í skák tveggja þekktra stórmeistara. Jonathan Speelman (2.615), Englandi, hafði hvítt og átti leik, en Boris Gulko (2.605), Banda- ríkjunum, svart. Svartur lék síðast 23. - d5-d4, en 24. h6! — gxh6 (24. — dxe3 gekk ekki vegna 25. hxg7+ — Kxg7, 26. Dg2+ - Kh8, 27. Hdgl - De7, 28. Dg8+ - Hxg8, 29. hxg8=D tvískák og mát!) 25. Dg2 — Rb4, 26. Hdgl — Rxd3+, 27. Kbl! og svartur gafst upp, því eftir 27. — De7, 28. Hxh6 á hann enga vörn við hótuninni 29. Dg8+. Urslit í Hastings urðu þessi: 1. Dolmatov, Sovétr., 8'A v. af 14 mögulegum, 2.-3. Spraggett, Kanada, og P. Nikolic, Júgóslaviu, 7‘/z v. 4. Speelman 7 v. 5.-7. Chandler, Englandi, Jusupov, Sov- étr. og Gulko 6 ’/z v. 8. Adams 6 v. í áskorendaflokki sigi’aði enski alþjóðameistarinn Tony Kosten.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.