Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Minniiiff: Hafsteinn Júlíusson múrarameistari Fæddur 8. júní 1928 Dáinn 15. febrúar 1990 Hann fæddist í Vestmannaeyjum 8. júní 1928. Foreldrar hans voru hjónin Sigurveig Björnsdóttir og Júlíus Jónsson múrarameistari í Eyjum. Hann ólst þar upp við sjóinn, klifraði í klettum og sprangaði sem eyjasveina er siður og fór snemma til fiskiróðra. Á árinu 1953 fórst vélbáturinn Guðrún VE 163 og þá komust 4 bátsmanna í björgunar- bátinn og var hann einn þeirra, en 5 drukknuðu. Eftir mikla hrakninga rak bátinn að landi við sandana og gengu skipbrotsmennirnir langan veg til byggða, en þetta markaði djúp spor í huga hans. Hann gerð- ist síðan fiskverkandi og stjórnaði síldarsöltun á Seyðisfirði 3 sumur. Hann lærði múrverk hjá föður sínum, tók sveinspróf í greininni og starfaði _ í Vestmannaeyjum í nokkur ár. Árið 1963 fluttist Haf- steinn upp á land, tók meistarapróf í iðn sinni og hóf byggingarstarf- semi, bæði einn og í félagi við aðra þ. á m. Ingimar Haraldsson. Meðal þeirra bygginga er hann stóð að má nefna: Áskirkju, Veðurstofu ís- lands, Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík, hús Lagadeildar háskól- ans, norska sendiráðshúsið auk fjöl- margra annarra bygginga, einbýlis- og raðhúsa og annarra stórbygg- inga. Hann tók mikinn þátt í störf- um Meistarafélags múrara og var þar í stjórn um 11 ára skeið. Haf- steinn kvæntist 16. júní 1951 eftir- lifandi konu sinni, Maríu Björns- dóttur, skipstjóra Sigurðssonar á Siglufirði og konu hans, Eiríksínu Ásgrímsdóttur. Þau bjuggu í fyrstu í Vestmanna- eyjum, en fluttust þaðan og hafa búið í Kópavogi í 27 ár. Þau eignuð- ust 6 mannvænleg börn, sem öll hafa komist vel til manns. Hugur Hafsteins hvarflaði oft til heimahaganna og í verki sýndi hann það með því að taka virkan þátt í atvinnulífí Eyjamanna. Hann átti hlut í vinnslustöð Vestmannaeyja og vélbátinn Unni VE 80. Árið 1985 keypti hann Akurfell hf. og rak það síðan, en fyrirtækið annast innflutning á kælibúnaði fyrir fyrir- tæki. Kynni okkar Hafsteins hófust árið 1972, en þá gekk hann inn í Oddfellowstúkuna nr. 12 Skúla fógeta hér í bæ og gerðist þegar mjög virkur félagi. Auk þess að vera mikill fram- kvæmdamaður á öllum þeim sviðum sem hugur hans stóð til var hann einnig mjög duglegur að vinna að áhugamálum sínum. Hann lagði dijúgan skerf bæði með vinnu og peningagjöfum til mannúðar- og Velferðarmála. Hafsteinn var manna fyndnastur þegar hann var í skapi til þess og kunni ókjörin öll Minningar- og afinælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- stakling. Vilji höfundur vitna í , áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birt. Ef mikill fjöldi greina berst blað- inu um sama einstakling mega höfundar og aðstandendur eiga von á því að greinar verði látn- ar bíða fram á næsta dag eða næstu daga. af skrítlum, gátum og kviðlingúm sem hann flutti af kímni og gáska. Hann var því hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Hann fékk fyrir rúmum hálfum öðrum áratug áhuga fyrir golfíþróttinni, sem átti brátt hug hans allan. Hann stóð fyrir golfmótum í Öndverðamesi, bæði einka- og félagsmótum, og oft og einatt buðu þau hjónin öllum þátt- takendum í veislu í mótslok og minnast þátttakendur þeirra stunda með mikilli ánægju. Hann var með- al stofnenda Landssamtaka eldri kylfinga, var í stjórn þar um tíma og tók fyrir íslands hönd þátt í al- þjóðlegum kappmótum erlendis þ. á m. í Svíþjóð, Portúgal og Sviss með góðum árangri. Stundum fóru þau María til annarra landa með golfáhugafólki og minnist ég sér- staklega samveru okkar { North Berwick í Skotlandi. Hafsteinn var fylginn sér og harður við sjálfan sig og sem dæmi um það vil ég nefna að hann hætti aldrei við hálfnað verk þótt það kynni að gera honum erfitt fyrir á marga lund. Með þessum línum kveð ég góðan vin og félaga og met hans tryggð og trúmennsku að verðleikum. Hann andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir þunga sjúkdóms- legu hinn 15. febrúar 1990. Ég votta eiginkonu hans, Maríu, börn- um þeirra, venslafólki og öðrum ástvinum, fyllstu samúð. Blessuð sé minningin um hann. Bjarni Konráðsson í dag, föstudaginn 23. febrúar, kl 13.30 fer fram útför Hafsteins Júlíussonar múrarameistara. Haf- steinn lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 15. febrúar sl. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan við Hafsteinn, ásamt fjölskyldum okk- ar, fórum norður í land og vorum þar við gleðiathöfn og hvern skyldi hafa grunað þá að hveiju stefndi hjá Hafsteini. Helgina eftir þessa för okkar norður veiktist Hafsteinn af þeim sjúdkómi sem varð honum sterkari en lífsviljinn og sigraði að lokum. Hafsteinn Júlíusson fæddist í Vestmannaeyjum 8. júní 1928. For- eldrar hans voru hjónin Sigurveig Björnsdóttir og Júlíus Jónsson múrarameistari í Vestmannaeyjum, oft kenndur við húsið sitt Stafholt. Hafsteinn ólst upp í Stafholti hjá föður sínum og móður, og síðar stjúpmóður, Gíslínu Einarsdóttur, en móðir hans lést 1934. Við Hafsteinn vorum þremenn- ingar, en leiðir til kunningsskapar lágu ekki saman fyrr en ég kvænt- ist mágkonu hans 1956. Á stundum söknuðar, þegar við minnumst góðra samferðamanna má líka geta skemmtilegra atvika. Hafsteinn og Garðar bróðir hans, sem lést 26. ágúst 1988, voru kvæntir skip- stjóradætrum frá Síglufirði, dætr- um Björns Sigurðssonar, sem lengst var kenndur við Hrönn. Þriðja systirin, Halldóra, er einn-, ig gift Vestmanneyingi. Ég er fæddur í Vestmannaeyjum og tel mig vera Vestmanneying. Mér er sagt að Eiríksína tengdamóðir mín, sem var mikil kjarnakona og vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum, hafi sagt þegar, hún frétti af því að Svava litla henn- ar væri farin að vera með Vest- manneyingi: „O, ekki fjórði Vest- manneyingurinn." Að sjálfsögðu var þetta góðlátlegt grín og ég veit: ekki betur en alla tíð hafi farið velí á með henni og tengdasonum henn-, ar. Hafsteinn lærði múraraiðn hjá föður sínum og vann við þá iðn mestan hluta ævi sinnar. Ásamt þvf að vinna við múrverkið var hann sjómaður á milli, fyrstu árin eða fram til ársins 1955. Hann var há- seti á mb. Guðrúnu, sem þá hafði verið aflahæsti báturinn í Eyjum, og ég held yfir allt landið í nokkrar vetrarvertíðir, þegar hún fórst út af Landeyjasandi 24. febrúar 1953. Af níu manna áhöfn Guðrúnar björguðust fjórir í gúmbjörgunar- bát, sem síðan rak upp í Land- eyjasand. Báturinn lenti á hvolfi í sjónum í fyrstu og segir í fréttum frá þessu slysi að það hafi tekið þá allt að klukkutíma að rétta hann við. Þetta varð mikil lífsreynsla fyr- ir Hafstein, þarna fórst m.a. besti vinur hans, Guðni Rósmundsson. Þessi björgun skipveija á Guðrúnu með gúmbjörgunarbáti var með því fyrsta, eða jafnvel fyrsta björgunin hér við land, þar sem gúmbjörgun- arbátar sýndu ágæti sitt og hvað þeir eru mikið öryggistæki fyrir sjó- menn. Hafsteinn sagði mér seinna að það erfiðasta hjá þeim hafi verið meðan bátinn rak gegnum brim- garðinn upp í fjöruna. Þá fór einn skipsfélaga þeirra útbyrðis og hélt sér í enda bátsins og hreinlega stýrði honum í gegnum brimgarð- inn. Árið 1951 kvæntist Hafsteinn Maríu Stefaníu Björnsdóttur frá Siglufírðil Þau hófu búskap í Vest- mannaeyjum sama ár. Börn þeirra eru: Sigui-veig Helga þroskaþjálfi, gift Bjarna Ragnarssyni rekstrar- tæknifræðingi; Eiríksína Kristbjörg sjúkraþjálfari, gift Óskari Sverris- syni viðskiptafræðingi; Guðný kennari, sambýlismaður hennar er Jóhannes Sveinsson viðskiptafræð- ingur; Sigurður byggingatækni- fræðingur, kvæntur Svövu Aldísi Viggósdóttur; Júlíus Geir trésmið- ur, kvæntur Margréti Guðmunds- dóttur sjúkraliða, og Þröstur blikk- smiður, kvæntur Hrafnhildi Karls- dóttur fóstru. Barnabörn Hafsteins og Maríu eru ellefu. Þau María og Hafsteinn bjuggu fyrstu árin í Vestamannaeyjum, en árið 1963 fluttist fjölskyldan hingað til fastalandsins og settist að í Kópavogi og þar hefur heimili Haf- steins og Maríu verið síðan. Eftir að þau fluttu hingað upp á fasta- landið var Hafsteinn nokkur ár verkstjóri hjá síldarsöltunarfyrir- tækinu Borgum á Seyðisfirði. Haf- steinn varð múrarameistari árið 1967 og átti sæti í stjórn Múrara- meistarafélags Reykjavíkur í mörg ár. Árið 1968 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur, sem verktaki að múrverki í byggingariðnaðinum og tók m.a. þátt í að byggja hús Laga- deildar Háskólans, hús Veðurstofu íslands, Þinghólaskóla í Kópavogi, Æfingaskóla Kennaraskólans, Heyrnleysingjaskólann, íbúðir og verslunarhús við Hamraborg í Kópavogi og fleira og fleira svo eitthvað sé nefnt. Hafsteinn sá um stækkun kerskála Álverksmiðjunn- ar í Straumsvík og annaðist viðhald keranna um nokkur ár. Hafsteinn var hamhleypa til vinnu og fljótur að framkvæma hlutina. í hita leiks- ins gat hann verið nokkuð hijúfur og snöggur í viðmóti, en innan við hijúft yfirborð var heiðarlegur og góður drengur. En Hafsteinn stóð ekki einn. Heimilið var stórt og í mörg horn að líta, og hjá þeim eins og flestum okkar hinna var ekki alltaf úr miklu að spila fyrstu árin, meðan börnin voru enn ung og þurftu mikið. Þá sýndi María og alla tíð síðan hversu traustur samferðamaður hún var. Frá árinu 1985 hefur Hafsteinn átt og rekið heildsölufyrirtæki, sem sér um vörur og þjónustu fyrir frystiiðnaðinn. Hafsteinn unni golfíþróttinni mikið og var virkur kylfingur í GR um margra ára skeið. Hann lét einnig félagsmál í golfinu til sín taka, var m.a. einn af stofnendum Landssambands eldri kylfinga. Hann var einnig mikil drifijöður í Golfklúbbi Öndverðarness en þar er sumarhúsaland múrara. í landi Öndverðarness áttu þau María og Hafsteinn skemmtilegan sumarbú- stað, sem auðvitað heitir Stafholt. Það var oft glatt á hjalla í Staf- holti eftir golfmót í Öndverðarnesi, enda var Hafsteinn höfðingi heim að sækja. Hafsteinn var gleðimaður, þegar svo bar undir og það var engin logn- molla í kringum hann. Hann hafði gaman af að segja sögur og lét oft hátt rómur við þau tækifæri. Hann gat átt það til að sýna samferða- mönnunum smá strákapör, sem alltaf voru þó saklaus. Stundum hringdi hann til kunningjanna og breytti þá gjarnan málrómi. Og þá gat ýmislegt spaugilegt komið upp á, eins og þegar hann hringdi til konunnar minnar og spurði hana hvort við hefðum borgað símahapp- drættismiðann, en vinningur hefði einmitt komið á númerið okkar. Auðvitað höfðum við ekki borgað miðann og konan mín var í öngum sínum yfir því að tapa af vinningn- um, sem var bíll ef ég man rétt. En að sjálfsögðu hafði enginn vinn- ingur komið á númerið okkar, enda hefði Hafsteinn aldrei farið að fylgj- ast með því. En þetta var að sjálf- sögðu gott tækifæri til að gera svo- lítið sprell í fólkinu sínu. Mér þótti þetta ekkert fyndið á sínum tíma, enda ungur þá og viðkvæmur fyrir því að væri verið að gera grín að mér og mínu fólki. En árin liðu og viðhorfin breyttust, við Hafsteinn riijuðum oft upp þetta prakkara- strik hans og hlógum dátt að. Ég ætlaði reyndar alltaf að launa hon- um lambið gráa, en man satt best að segja ejcki hvort ég virkilega gerði það. Ég held ekki að svo hafi verið, enda ekkert markmið í sjálfu sér. En svona var Hafsteinn, svolít- ið stríðinn en mjög raungóður og fljótur til hjálpar ef á þurfti að halda. Að lokum votta ég mágkonu minni, Maríu, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Hrafnkell Guðjónsson Góður vinur og félagi er látinn, Hafsteinn Júlíusson, hann andaðist í Borgarspítalanum 15. febrúar síðastliðinn og langar okkur til að minnast hans með nokkrum fátæk- legum orðum og þakka þátt hans í tilveru okkar. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Hafsteini og konu hans, Maríu, þegar leiðir sonar okk- ar, Bjarna, og dóttur þeirra hjóna, Sigurveigar, lágu saman og varð það gæfustund fyrir okkur öll. Við metum aldrei til fulls, hversu mikils virði hveijum manni er að eignast góðan vin og félaga á lífsleiðinni, vin sem veitir af gleði sinni og orku, kætir og bætir hvern þann mann sem á vegi hans verður. Hafsteinn var svo sannarlega þannig maður, hann var okkur öllum ætíð gleði- gjafi og ætíð gengum við glaðari og betri manneskjur af hans fundi, jafnvel þegar hann var orðinn fár- sjúkur, sló hann á létta strengi og veitti okkur ríkulega af glettni sinni. Hafsteinn var dugandi atorku- maður sem sá vel fyrir fjölskyldu sinni. Saman eignuðust þau hjón sex mannvænleg börn og reyndist hann þeim góður faðir, syni okkar var hann ekki aðeins góður vinur, heldur líka frábær félagi. Stærsta gleði og gæfa hvers manns í lífinu er að eignast góðan lífsförunaut og góð börn og þar var Hafsteinn gæfumaður og kunni að meta það. Við hjónin ætlum ekki að tíunda hér ævi hans né ætterni, en viljum aðeins þakka af alhug liðnar sam- verustundir, allar elskulegar. Elsku María, við vottum þér og börnum þínum okkar innilegustu hluttekningu. Guð blessi minningu Hafsteins, með honum er genginn góður drengur. Steinvör og Ragnar Þorsteinsson Kveðja frá tengdadætrum I ijarska drauma dvala skín dýrlegt, himneskt Ijós. Við loftsins létta svala grær lífsins dýrsta rós. (Jakob Jóhannesson Smári.) Okkur langar að minnast í nokkr- um orðum Hafsteins Júlíussonar, tengdaföður okkar. Við komum all- ar á svipuðum tíma inn í fjöiskyld- una og tengdumst henni fljótt sterk- um böndum. Hafsteinn, með Maríu konu sína sér þétt við hlið, var höfuð fjölskyld- unnar, sem allir báru virðingu fyrir og alltaf var gott að leita til, ekki síst með fjárhagslegar ákvarðanir unga fólksins. Heimili þeirra í Kastalagerði 1 hefur verið miðpunktur fjölskyld- unnar allrar. Það hefur verið föst venja að koma þangað á föstudags- eftirmiðdögum, hittast og spjalla saman. Oft hafa umræðurnar verið Ijörugar og snúist um allt milli him- ins og jarðar. Þá naut frásagnar- gleði Hafsteins sln í frásögnum af ýmsum toga og ekki lá hann á skoð- unum sínum um menn og málefni. Barnabörnin höfðu ekki síður gaman af þessum heimsóknum, því það var ósjaldan sem afi tók þau afsíðis, spilaði þá gjarnan fyrir þau á orgelið, lék við þau og spjallaði. Oft komst hann nálægt hugarheimi barnanna, sagði þeim frá bátunum sem hann sigldi á þegar hann var ungur og sýndi þeim myndir af þeim. Því undir karlmannlegu og svolítið hijúfu yfirborði blundaði barnið í honum. Stoltið hans var stóra seglskútan uppi á skáp í stofunni sem aðeins var tekin niður við sérstök tækifæri. Eitt helsta tómstundagaman Hafsteins nú seinni árin var golf- íþróttin. Hann byijaði að stunda golf um fimmtugt og tók það með trompi eins og alla aðra hluti sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleið- inni. Barnabörnin nutu góðs af þessari kunnáttu afa síns. Þau stóðu ekki út úr hnefa þegar þau fengu golfkylfu í hendurnar og voru farin að taka þátt í púttkeppni á stofugólfinu í Kastalagerðinu. Þar voru alveg sérstakar reglur í heiðri hafðar. Sérstök rós í teppinu í hol- inu var upphafspunkturinn og mjólkurglas í stofunni haft fyrir holu. Þetta voru góðar stundir. Hafsteinn og María eyddu ófáum stundum austur í Öndverðarnesi I sumarbústaðnum, Stafholti, sem þau komu sér upp af sínum alkunna myndarskap. Þar var oft margt um manninn og allir alltaf velkomnir, þar eins og heima. Þá skipti ekki máli hvort það voru „sjö eða seytján manns í mat“, eins og Hafsteinn sagði. María á alltaf auðvelt með að töfra fram veisluborð. Okkur er sériega minnisstætt síðastliðið sumar þegar við vorum öll saman komin í bústaðnum, borð- uðum og kættumst. Hafsteinn fór þá út með barnabörnin og skipu- lagði miktö kapphlaup þar sem allir tóku þátt. Árangurinn var misgóður þar sem börnin vru frá 2ja til 12 ára. Sumir hlupu alla leið en aðrir sneru við á miðri leið, en allir stigu þó á verðlaunapall og þáðu hrós og verðlaunapening um hálsinn frá afa. Svona koma minningarnar upp í hugann hver af annarri. Allar eru þær hlýjar og kærar. Við vitum að yngstu börnin koma til með að muna lítið eftir Hafsteini afa en við munum aldrei þreytast á að segja þeim frá honum og sögurnar sem hann sagði okkur munu ekki gleym- ast. Guð blessi minningu um sannan mann. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hijóðir, að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (Einar Ben.) Svava, Margrét og Hrafnhildur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.