Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990
Kosningar í Nicaragua:
2.500 sendimenn
við eftirlitsstörf
Nemendur við listadeild háskólans í Aþenu brenndu verk sín í gær í mótmælaskyni við hörku, sem lögreglan
er sögð hafa sýnd við mótmæli stúdenta að undanfömu.
Moskvu. Reuter.
KOSNINGAR fara fram í Nicaragua nk. sunnudag og verða þær
óveivjulegar sakir þess að 2.500 alþjóðlegir eftirlitsmenn munu lylgj-
ast með framgangi þeirra og er Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjafor-
seti, í þeim hópi.
Brenndu listaverkin
Reuter
Sameinuðu þjóðimar senda rúm-
lega 200 manna sendinefnd til að
fylgjast með kosningunum og Sam-
Blóðbaði af-
stýrt í Beirút
Beirút. Reuter.
SAMIR Geagea, leiðtogi herafla
kristinna Líbana, sagði í gær að
tekist hefði að binda enda á bar-
daga sveita hans og liðsmanna
Michels Aouns. Rúmlega 700
manns hafa fallið frá því hersveit-
um kristinna lenti saman þann 31.
fyrra mánaðar.
Geageá lýsti yfir þessu í útvarps-
ávarpi er hann flutti og sagði að
framvegis yrði gert út um deilumál
kristinna manna í Líbanon með við-
ræðum en ekki vopnaskaki. „Við
erum sannfærðir um að takast megi
að leysa öll deilumál okkar setjist
menn niður og ræði saman af skyn-
semi.“
í síðasta mánuði skipaði Michel
Aoun hersveitum Líbana að leggja
niður vopn og gaf Samir Geagea til-
tekinn frest til að leysa sveitir sínar
upp. Þessu vildi Geagea ekki una og
brutust þá út bardagar. Fyrr í vik-
unni sömdu fylkingamar um vopna-
hlé og notuðu þá tækifærið til að
treysta stöðu sína enn frekar en
hörðustu bardagamir hafa verið í
íbúðahverfum í Austur-Beirút og í
fjalllendi í nágrenni borgarinnar.
Fyrr í gærdag óttuðust menn að
vopnahléið yrði rofíð og var talið
sýnt að hörðustu bardagar í sögu
borgarastyrjaldarinnar í landinu
væru yfirvofandi. Þúsundir manna
nýttu tækifærið er vopnahléi var lýst
yfír og flúðu Beirút.
tök Ameríkuríkja (OAS) rúmlega
400. Alls senda rúmiega 50 al-
þjóðasamtök og stofnanir eftirlits-
menn til Nicaragua vegna kosning-
anna. Talið er að aldrei hafi stærri
sveit eftirlitsmanna verið send til
fullvalda ríkis til þess að fylgjast
með því að kosningar færu þar lýð-
ræðislega fram.
Hermt er að niðurstaða Carter-
hópsins muni ráða miklu um hvort
úrslitin verði tekin trúanleg eða
ekki. Hann fylgdist með kosningun-
um í Panama í maí í fyrra og kvað
þá upp þann úrskurð að brögð hefðu
verið höfð í frammi af hálfu Manu-
el Antonio Noriega, hershöfðingja.
Varð það til þess að Panama ein-
angraðist á alþjóðavísu og endaði
með því að bandarískur her setti
hann frá völdum í desember sl.
Cheney boðar fækkun
liði Bandaríkjamanna
Tókíó. Reuter.
DICK Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, skýrði japönsk-
um embættismönnum frá því í gær að áformað væri að kalla hluta
herliðs Bandaríkjamanna í landinu heim fyrir árið 1994. Cheney
lagði á það ríka áherslu að Bandaríkjamenn myndu eftir sem áður
virða varnarskuldbindingar sínar í þessum heimshluta og að ekki
yrði dregið úr umsvifum heraflans á Kyrrahafi.
Juro Matsumoto, forstöðumaður
japsönsku vamarmálastofnunar-
innar, sagði á fundi með blaða-
mönnum að embættismenn í banda-
ríska varnarmálaráðuneytinu
myndu ákveða hversu margir her-
menn yrðu kvaddir heim. Onefndir
bandarískir embætismenn sögðu
fyrr í vikunni að líklegt væri að
5.000 manns yrðu leystir frá
skyldustörfum í Japan. Óstaðfestar
fréttir herma að hugmyndir séu
uppi meðal ráðamanna í varnar-
málaráðuneytinu um 10 til 12 pró-
senta niðurskurð í vamarstöðvum
Bandaríkjamanna við Kyrrahaf en
þar eru nú 120.000 bandarískir
hermenn. Segja heimildarmenn Re-
uters-fréttastofunnar að áætlun
þessi verði lögð fyrir Bandaríkja-
þing þann 1. apríl.
Matsumoto kvaðst hafa hvatt
bandaríska varnarmálaráðherrann
til að sýna bæði varfærni og sveigj-
anleika við framkvæmd þessa
verks. Japanir og aðrir bandamenn
Bandaríkjanna í þessum heimshluta
hafa af því áhyggjur að Bandaríkja-
í her-
íJapan
menn hyggist draga vemlega úr
herstyrk sínum á Kyrrahafi í sam-
ræmi við þá slökun á spennu sem
orðið hefur í Evrópu eftir hrun
kommúnismans í álfunni austan-
verðri.
Cheney fullvissaði viðmælendur
sína um að ekkert slíkt væri á döf-
inni. Fækkunin í heraflanum í Jap-
an væri í samræmi við þriggja ára
áætlun um að draga úr kostnaði
þeim sem samfara væri veru herliðs
Bandaríkjamanna í þar í landi og
víðar.
Líklegt að Gorbatsjov fari
í smiðju til Péturs mikla
- segir Sovétfræðingurinn Christopher N. Donnelly
EINA leiðin fyrir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga til lýðræðis er
að leyfe þjóðum í útjaðri Sovétríkjanna að fara sína leið. Fjölflokka-
kerfi í Sovétrílgunum eins og þau eru nú myndi Ieiða til að upp
sprytti fjöldi þjóðemissinnaðra flokka. Jalh atkvæðisréttur myndi
auk þess leiða til þess innan tveggja áratuga að múslímar réðu öllu
í Sovétríkjunum. Þetta kemur fram í viðtali við Bretann Christop-
her N. Donnelly, sérfræðing Atlantshafsbandalagsins í máleftium
Sovétríkjanna.
Christophei' N. Donnelly lagoi
stund á rússnesku og Sovétfrædi
við háskólann í Manchester. Frá
árinu 1969 hefur hann starfað við
Sandhurst-herskólann í Bretlandi,
síðastliðin tíu ár sem yfirmaður
Sovétrannsóknastofnunarinnar. Á
síðasta ári var hann ráðinn til
tveggja ára sem ráðgjafi í málefn-
um Sovétríkjanna f höfuðstöðvum
Atlantshafsbandalagsins í Brussel.
Donnelly var fyrst spurður um
þá valdabaráttu sem nú á sér stað
í Sovétríkjunum. „Stjómmálaráðið
kaus Gorbatsjov til forystu vorið
1985 til að leysa efnahagsvanda
Sovétríkjanna. Hann hafði ekki
verið lengi við völd þegar hann sá
að efnahagserfíðleikamir áttu sér
stjómmálalegar rætur. Þá byrjaði
hann að hleypa stjórnmálaumbót-
um af stokkunum, andstaða varð
til og valdabaráttan sem enn stend-
ur hófst. Hann lagði til svo skjótar
umbætur að margir héldu að kerf-
ið væri í hættu. Gorbatsjov svaraði
með því að segja að kreppan væri
slík að ef ekkert yrði að gert þá
hryndi ríkið hvort eð er.
Lígatsjov og Jeltsín marka
brautina
Höfuðeinkenni valdaferils Gorb-
atsjovs hefur verið að hann hefur
verið reiðubúinn að taka áhættu. í
öðru lagi hefur hann hingað til allt-
af staðið vörð um þrjú grundvallar-
lögmál marxismans; einingu ríkis-
ins, forræði flokksins og þjóðnýt-
ingu eigna. Hann er trúr marxískri
rökvísi sem segir að utanríkisstefna
og þar með hemaðarstefna ráðist
af því sem er að gerast heima fyr-
ir. í kreppu verður að einblína á
það sem höfuðmáli skiptir, einingu
ríkisins og forræði flokksins. Allt
annað þjónar þessu markmiði.
Gorbatsjov hefur með persónuleika
sínum og geysilegum pólitískum
hæfíleikum reynt að feta meðalveg-
inn. Ef nota má líkingamál þá er
hægt að segja að hann hafí sent
út flugumenn til hægri og vinstri,
þá Boris Jeltsín og Jegor Lígatsjov,
og farið svo bil beggja. Þannig
hefur hann séð hvernig landið ligg-
ur. Það ætti sem sagt ekki að líta
á Lígatsjov og Jeltsín sem hindran-
ir í vegi Gorbatsjovs heldur vegv-
ísa. Því miður þá er nú svo komið
að Gorbatsjov er einn eftir í miðj-
unni.
En á það ber að líta að Gorbatsj-
ov hefur tekist að bijóta á bak
aftur gamla efnahagskerfíð en ekk-
ert er komið í staðinn. Skýringin
er sú í fyrsta lagi að það vantar
þekkingu, í öðru lagi er mikil and-
staða í landinu gegn kapítalisma
vegna 70 ára innrætingar flokksins
sem hefur sett sitt mark á íbúana.
í þriðja lagi eru fáir af nánustu
samstarfsmönnum Gorbatsjovs
raunverulega hæfír.
Rússneska leiðin
Ég held að Gorbatsjov geti ekki
öllu lengur fetað meðalveginn. Nú
blasa þrír kostir við honum. Gamla
kerfíð, vestrænt fjölflokkakerfí og
„rússneska leiðin“ eins og ég vil
kalla hana. Augljóslega vill hann
ekki hverfa til gamalla tíma. Hon-
um fínnst heldur ekki að Sovétrík-
in séu reiðubúin undir fjölflokka-
lýðræði. Slíkt kerfí myndi leiða til
þess að upp sprytti fjöldi þjóðemis-
sinnaðra flokka. Einnig blasir við
að innan tveggja áratuga verða
múslímar í meirihluta í Sovétríkj-
unum og Rússum geðjast því hreint
ekki að lýðræði með jöfnum at-
kvæðisrétti. Þriðja leiðin er sú að
Morgunblaðið/Bjami
Christopher N. Donnelly
Gorbatsjov safni að sér meiri völd-
um í anda Péturs mikla. Bregðist
flokkurinn eins og hingað til þá
hyggst hann notast við stjómkerfíð
til að hrinda umbótum í fram-
kvæmd. Á miðstjómarfundi komm-
únistaflokksins fyrir skemmstu
gerði Gorbatsjov flokknum ljóst að
hann fær eitt tækifæri enn til að
snúa við blaðinu. Gangi það ekki
þá hyggst Gorbatsjov fara eigin
leiðir.
„Rússneska leiðin" er að mínu
mati sú líklegasta og væntanlega
sú eina til að halda Sovétríkjunum
saman í einhverri mynd. Flokkur-
inn er búinn að vera sem aðdráttar-
afl. Reyndar tel ég orðið of seint
að halda Eystrasaltsríkjunum inn-
an Sovétríkjanna án blóðbaðs og
líklega hefur Gorbatsjov gert sér
grein fyrir því. Eina leiðin til lýð-
ræðis er því að Rússland og önnur
slavnesk lýðveldi taki sig saman
og leyfi hinum að segja skilið við
Sovétríkin. Sums staðar þarf að
draga landamæri á ný eins og í
Kazhakstan þar sem Rússamir búa
í norðri en múslímamir í suðri. Að
sjálfsögðu á þetta ekki eftir að
ganga þrautalaust fyrir sig en þetta
er eina ieiðin.
Aukið mikilvægi
norðursins
Gorbatsjov hefur komist svona
langt vegna þess að hingað til hef-
ur ekki boðist annar álitlegur kost-
ur. Hættan sem er fyrir hendi er
sú að upp rísi heiftarleg þjóðemis-
vitund Rússa og farið verði að líta
á slíka þjóðemisstefnu sem betri
kost en Gorbatsjov.
Fari svo að Rússland rísi upp
án múslímalýðveldanna í suðri og
Eystrasaltsríkjanna þá hefur það
miklar afleiðingar fyrir öryggismál
í norðri. Þá verður orðið til hlut-
laust belti frá Finnlandi í norðri,
til Eystrasaltsríkjanna, Austur-
Evrópu og suður að Miðjarðarhafi.
Þá verður eina greiða leið Rússa
að hafí eftir norðurleiðinni. Þess
vegna hljóta þeir að halda áfram
hemaðaruppbyggingu á Kola-
skaga ef svo fer fram sem horfír,"
sagði Christopher Donnelly.
Donnelly heldur fyrirlestur á
sameiginlegum fundi Samtaka um
vestræna samvinnu og Varðbergs
á morgun, laugardaginn 24. febrú-
ar, sem nefnist Hernaðarstefna
Gorbatsjovs með sérstöku tilliti til
Norður-Atlantshafs. Fundurinn
verður haldinn í Átthagasal Hótels
Sögu.