Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1990 Sigríður Sæmunds- dóttir — Kveðjuorð Fædd 18. nóvember 1911 Dáin 6. febrúar 1990 Ég get ekki látið hjá líða, er það reyndar ljúft, að minnast Sigríðar, vinkonu minnar og grannkonu, nokkrum orðum í þakklætisskyni fyrir hvað hún var mér alltaf trygg og góð frá fyrstu kynnum okkar. Finn best núna, þegar frá líður, hve mikið ég sakna hennar og hið sama heyri ég á öðrum nágrönnum henn- ar. Já, það er sannarlega mikill sjón- arsviptir að henni Sigríði minni. Sigríður dáin, horfin af sjónar- sviðinu, sést ekki lengur hlaupa við fót upp eða niður Hvammsgerðið. Heyra hana ekki oftar kalla í útidyr- unum „Ertu heirna?" Koma svo dansandi inn, drekka kaffitár með mér í eldhúsinu með einni „sígó“, tala um landsins gagn og nauðsynj- ar og segja mér fréttir af fólkinu sínu. Þá ljómaði hún öll, sérstaklega þegar fæðst hafði nýr afkomandi. Allir voru góðir í hennar augum og aldrei heyrðist hún hnjóða í nokk- urn mann. Ég bað hana stundum að fara með eitthvað eftir sig, því hún var vel hagmælt, og þá átti hún stund- um til að flytja heilu ljóðin fyrir mig — jafnan eins og þaulvanur ljóðaupplesari. Þetta verður allt að heyra til lið- inni tíð og kemur ekki aftur. Heilsa Sigríðar var ekki sem fyrr og ég held að hún hefði átt bágt með að sætta sig við að geta ekki gert allt eins og áður, en hún var sérstakur dugnaðarforkur. Að lokum bið ég henni Guðs- blessunar í nýjum heimkynnum, sem ég held að hún hafi verið alveg reiðubúin að flytja í. Eins óska ég fólkinu hennar alls góðs á lífsleið- inni. Borghildur ATVINHU AUGi ÝSINGAR Ráðskona í Luxemborg Óskum eftir að ráða nú þegar ráðskonu til íslenskrar fjölskyldu, sem býr í Luxemborg. Ráðningartími er 1 ár. Viðkomandi mun annast heimilisstörf og hafa umsjón með tveimur börnum. Skilyrði er að umsækjendur séu á aldrinum 25-55 ára, traustir, reglusamir og barngóðir. Vinnuveitandi mun leggja til húsnæði og bif- reið. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. VETTVANGUR, Skólavörðustíg 1a, sími 623088. SJÁLFSTJEÐISFLOKKURIHN F É L A G S S T A R F Hafnfirðingar - spilakvöld Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði halda spilakvöld mánudaginn 26. febrúar kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Allirvelkomnir. Nefndin. Vestmannaeyingar: Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins í Vestmannaeyjum Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í vor, verður haldið dagana 24. og 25. febrúar nk. Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla verður bæði í Vestmannaeyjum og Reykjavík og verður hún opin eins og hér segir: Vestmannaeyjar: I Ásgarði við Heimagötu miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 17.00-20.00, laugardag frá kl. 13.00-18.00. Reykjavík: I Valhöll við Háaleitisbraut miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá kl. 13.00-17.00. Ath.: Síminn í Ásgarði, félagsheimili sjálfstæðisfélaganna í Vest- mannaeyjum, er 98-11344. Kjörstjórn. Rangæingar Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Rangæinga verður í Laugafelli á Hellu föstudaginn 23. febrúar kl. 20.00. Efni fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningar. 3. Skipting félags- ins skv. sam- þykkt síðasta aðalfundar. Stofnfundir fyrir ný sjálfstæðisfélög verða sama dag í Laugafelli og að Hvoli kl. 21.00. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Kjartan Gunnarsson, frarnkvæmdastjóri, mæta á fundina. Sjálfstæðisfólk fjölmennið. Stjórnin. Fundur umsam- skipti ríkis og sveitarfélaga SUS heldur fund um samskipti rikis og sveitarfélaga sunnudaginn 25. febrúar á Flughótelinu í Keflavík. Erindi flytja Katrín Fjeldsted um samskiptin með tilliti til heil- brigðismála, Vilhjálmur Egilsson um skatt- lagningu á sveitarfélög með viröisauka- skatti, Halldór Blöndal um orkuskatt á veitufyrirtæki sveitarfélaga og Davíð Odds- son um almenn samskipti ríkis og sveitarfé- laga. Fundarstjóri: Ellert Eiríksson. Allir velkomnir. Samband ungra sjálfstæöismanna. Þorlákshöfn Frá Sjálfstæðiskvenna- félagi Árnessýslu Áður auglýstur fund- ur, sem féll niður vegna veðurs mánu- daginn 12. febrúar sl., verður haldin á Hótel Selfossi mánudaginn 26. febrúar kl. 19.30. Gestir fundarins veröa: Magnús L. Sveins- son, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Bryndís Brynjólfsdóttir, bæj- arfulltrui, Selfossi, og Oddur Már Gunnarsson, iðnráðgjafi Suður- lands. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Stjórnin. Hafnfirðingar Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Strandgötu 29, Hafnarfirði, er opin milli kl. 14.00 og 18.00 mánudag til föstudags fram yfir kosningar. Komið við á Strandgötunni og ræðið málin eða fáið upplýsingar um flokksstarfið. Símar skrifstofunnar eru 50228 og 54159. Starfsmenn. Sjálfstæðisfélagið Ægir boðar til almenns fundar um sveitarstjórna- mál föstudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í veitingahúsinu Duggunni. Allir velkomnir. Stjórnin. Akranes - Bæjarmálefni Fundur verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu, Heiðargerði 20, sunnudaginn 25. febrúar kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæöis- flokksins mæta á fundinn. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Hrafnaþing Hugins: Fundi á Gauki á Stöng frestað! Af óviðráðanlegum orsökum verður að fresta fyrirhuguðum fundi Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, með Guðmundi Magnússyni á Gauki á Stöng í kvöld, föstudagskvöld. Ný dagsetning verður auglýst síðar. Stjórnin. B ÁTAR 4tonna trilla til sölu meö ný ísettri BMW vél. Upplýsingar í síma 20345. Félagslíf I.O.O.F. 1 = 1712238'A = Fl. I.O.O.F. 12 = 1712238V2 = Farfuglar Aðalfundir Farfugladeildar Reykjavikur og Bandalags íslenskra farfugla verða haldnir laugardaginn 24. feb. kl. 14.00 á Sundlaugavegi 34 (nýja Farfuglaheimilið). Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Lagabreytingar. Stjórnirnar. Frá Guöspeki- fólaginu Ingólfsstræti 22. ' Á8kriftar8Ími Ganglera er 39573. I kvöld kl. 21.00 flytur Geir Ágústsson erindi um arkitýpur. Laugardag kl. 15-17 er opið hús. Kl. 15.30 sér Esther Vagnsdóttir um fræðslu og umræður. Bóka- safnið er opið sunnudaga frá kl. 16-18. Allir velkomnir. Bibliulestur í Grensáskirkju á morgun, laugardag, kl. 10.00. Eirný Ásgeirsdóttir fjallar um efnið: „Tungutal - hvernig á að öðlast það og nota." Bænastund kl. 11.15. Allir velkomnir. Aðventkirkjan í Reykjavík Laugardagur 24. febrúar: Bíblíurannsókn kl. 9.45. Guðsþjónusta kl. 11.00. Ræðumaður Steinþór B. Þórðar- son. Efni: „í fyllingu tímans." Allir hjartanlega velkomnir. S-svigsmótið í flokkum 30 ára og eldri verður haldið í Bláfjöllum laugardaginn 24. febrúar kl. 15.00. Þátttökutilkynningar berist til Arnórs í síma 82922. Allir „öld- ungar" 30 ára og eldri eru hvatt- ir til að taka þátt í skemmtilegri keppni. Um kvöldið verður sameiginleg- ur Ifvöldverður [ Lækjarbrekku. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sænski söngvarinn Karl Erik Olivebring syngur og talar á almennri samkomu í kvöld kl. 20.30. Skoðanakönnun, meðal skráðra safnaðarmeðlima vegna for- stöðumannsskipta, fer fram i Fíladelfíu, Hátúni 2, föstudaginn 23. febrúar frá kl. 16.00-22.00 og laugardaginn 24. febrúar frá kl. 13.00- 18.00. Útivist Helgarferðir 23.-25. feb. Tindfjöll Gist í selinu. Gengið á Tindfjalla- jökul á laugardag. Eina ferðin á Tindfjöll í ár. Þórsmörk í vetrarskrúða Ógleymanleg upplifun. Gist í Útivistarskálanum í Básum. Þægilegt gönguskíðaland. Uppl. og miðar á skrifstofu, Gróf- inni 1, slmi/símsvari 14606. Útivist lærir að dansa Námskeið í vikivökum og gömlu dönsunum hefst ( kvöld, fimmtud. 22. feb. á Sundlauga- vegi 34, kl. 19.00. Mætið tíman- lega til skráningar. Sjáumstl Útivist. Samkoma í Bústaðakirkju (kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Ulrich Parzany frá Vestur-Þýskalandi. Mikill söngur, bæn og lofgjörð. Allir velkomnir. KFUK, KFUM, KSF, KSS, SlK, UFMH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.