Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 17
M0ÉGUN6LÁÐIÐ FÖSTUÐAGUR 23. FEBRÚAR 1990 17 Frá Sandgerði /1 f ! . !■ Frumvarp um stjórnun fiskveiða: A von á einhverj- um breytingum - segir Halldór Ásgrímsson „EG á von á því að einhverjar breytingar verði á frumvarpinu um stjórnun fiskveiða áður en það verður að lögum. Aðalatriðið er að kostir og hagkvæmni aflamarksins fái að njóta sín,“ segir Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsherra, í Halldór segir að ýmsar breyting- ar á undanförnum árum frá upphaf- legum hugmyndum um kvótakerfið, hafi dregið úr hagkvæmni þess. „Hagsmunir allra aðila eru geysi- miklir og oft öndverðir og því er mjög eðlilegt að tekist sé á um stjórnun fiskveiðanna og margir séu með fyrirvara. Það er erfitt að átta sig á því hver niðurstaðan geti orð- ið, en mjög mikilvægt er að málinu samtali við Morgunblaðið. ljúki á yfirstandandi þingi,“ segir Halldór Ásgrímsson. Borgarráð: Bónus ekki við Boðagranda Atvinnulíf á Suðurnesjum: Stjórnvöld hafa ekki komið okkur til aðstoðar - segir Karl Steinar Guðnason „STJÓRNVÖLD hafa ekki komið okkur til aðstoðar við uppbyggingu atvinnulífsins. Við horfum nú fram á það að í framhaldi af samdrætti í sjávarútvegi komi samdráttur á Keflavíkurflugvelli og í kjölfar þess aukið atvinnuleysi. Þá mun stöðvun mannaráðninga hjá Varnar- liðinu auka mjög vinnuálag hjá þeim sem eftir eru því verkefnin eru þau sömu,“ sagði Karl Steinar Guðnason, alþingismaður og formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, þegar hann var inntur eftir skýringum á mótmælum verkalýðsfélaganna við stöðvun Varnar- liðsins á ráðningum. „Ég hef barist fyrir því að sjávar- útvegur verði aukinn á Suðurnesj- um og stjórnvöld komi okkur til aðstoðar við að byggja upp atvinnu- lífið þannig að menn þurfi ekki að vera háðir veru varnarliðsins," sagði Karl Steinar. „Hver ríkis- stjórnin á fætur annarri hefur heykst á því og við búum því við þá staðreynd að vera háðir þeirri atvinnu sem þar er að finna. Ákvæði um atvinnuuppbyggingu á Suður- nesjum hafa komið inn í stjórnar- sáttmála ríkisstjórna, til dæmis stjórnar Gunnars Thoroddsens, en alvaran á bak við var ekki meiri sen svo að ákvæðið var fellt undir utanríkismálakafla sáttmálans. Við erum þátttakendur í varnar- samstarfi vestrænna lýðræðisþjóða og ég er mjög fylgjandi því. Vera varnarliðsins er hluti af því sam- starfi. Breytingarnar í Evrópu gera það að verkum að margt af þessu er nú til endurskoðunar. Hins vegar hef ég ekki trú á því að miklar VISA ísland: breytingar verði á stöðu Varnarliðs- ins næstu fimm árin því varnarstöð- in okkar er talin vera ein af þeim tíu herstöðvum Bandaríkjamanna sem eru hvað þýðingarmestar. Mér er það engin hugsjón að hafa varn- arlið á íslandi. Mér er það hinsveg- ar hugsjón að vera í bandalagi vest- rænna lýðræðisríkja, bandalagi sem kom í veg fyrir að einræði kommún- mismans yrði komið á í Vestur- Evrópu. Það hefur tryggt öryggi okkar. Ég tel að við íslendingar eigum að taka yfir öll þau störf sem mög- legt er hjá Varnarliðinu. Nú vinna útlendingar mörg störf sem íslend- ingar gætu annast og eigum við að krefjast þess að fá að taka þau yfir. I framtíðinni verður hlutverk þessarar stöðvar meira við eftirlit og við slík störf eiga íslendingar að njóta þess trúnaðar sem eðlilegt er að bandalagsþjóðir sýni okkur.“ Spurður um leiðir til að draga úr mikilvægi vinnunnar fyrir Varn- arliðið hjá Suðurnesjamönnum sagði Karl Steinar: „Á undanförn- urrt árum hafa bátar og skip streymt frá Suðurnesjum vegna þess að fjár- magn hefur skort til að etja kappi við önnur landsvæði. Það hefur einnig verið almennt viðhorf í landinu að ekkert þurfi að hugsa um okkur því við höfum Völlinn. En þegar við leitum eftir aðstoð þeirra fyrirtækja sem hafa mokað gulli héðan af svæðinu er ekki á Kreditkort hf: okkur hlustað. Ég minni á að fjár- festingar íslenskra aðalverktaka hafa einkum verið í Reykjavík og annars staðar á landinu, en ekki á Suðurnesjum, nema á síðasta ári þegar eitt hús var keypt. Þeir fjár- munir sem hafa safnast í gróða af þessari starfsemi varnarliðsins eru geymdir í bönkum í Reykjavík. Ef þeir væru geymdir hér væri hægt að nota þá til útlána til atvinnufyrir- tækja á Suðurnesjum. Hækkun þjónustu- gjalda skorin niður KREDITKORT hf hafa ákveðið að skera niður fyrirhugaða hækkun á þjónustugjaidi vegna Eurocard greiðslukorta. Gjaldið átti að hækka um 20% en eftir viðræður við forystumenn ASÍ, í kjölfar nýgerðra kjarasamninga, var ákveðið að hækkunin yrði aðeins 10% eða 270 krónur á ári. Þessi niðurskurður nær þó ekki til gullkorta og kostnað- ar vegna ítrekunar. Samtals hækkun á venjulegt kort nemur því um 8 prósentuin. Kreditkort hf hafa einnig ákveðið að hætta notkun óútfylltra víxla til tryggingar á úttektarskuldum. Þess í stað verður notast við tryggingar- víxla sem miðast við úttektarheim- ild, innanlands og utan. Tryggingin verður þreföld úttektarheimild inn- anlands og tvöföld utanlands. Sem dæmi má taka einstakling sem hefur 50.000 króna úttektar- heimild innanlands og 2000 dollara heimild utanlands. Hann þyrfti að leggja fram tryggingarvíxil að upp- hæð 400.000 kr. Næstu tólf mánuði verður skipt á óútfylltum víxlum fyrir nýja, um leið og kortin eru endurnýjuð. BORGARRÁÐ hafnaði á fundi sinum á þriðjudag beiðni um að breyta skemmu við Boðagranda í verslunarhúsnæði fyrir verslun- ina Bónus. Á skemmunni eru nú auglýsingar frá versluninni en beiðni um leyfi til að breyta notkun hússins hefur verið hafnað. Borgarráð: Fyrirspurn um launakjör borgarsljóra Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag kom fram fyrir- spurn frá Alfreð Þorsteins- syni Framsóknarflokki um hvernig væri háttað launa- kjörum borgarstjóra og hvaða reglur gildi um hlunn- indi hans. Aifreð óskaði upplýsinga um afnot borgarstjóra af embættis- bifreiðum, hvaða laun hann hafi og laun vegna nefndarstarfa og hvernig þessi hlunnindi hafi ver- ið talin fram. Einnig, hvort sér- reglur giltu um ferðadagpen- inga borgarstjóra eða hvort hann ferðaðist á sömu kjörum og aðrir á vegum borgarinnar. Þá spurði Alfreð hversu háar greiðslur borgarstjóri hafi feng- ið vegna ferðalaga 1989 og hvort borgarstjóri nyti einhverr- ar risnu utan embættisskyldu sinnar, til dæmis vegna veislu í heimahúsum. 1NNLENT Fallið frá hluta af hækkun árgjalda STJÓRN VISA íslands ákvað á iúndi síðastliðinn miðvikudag að falla frá hluta hækkunar árgjalds af almennum greiðslukortum í framhaldi af erindi Alþýðusambands Islands sem mótmælti hækkununum. Ár- gjaldið hafði verið ákveðið 1.750 krónur, en verður 1.600 krónur eftir 1. mars næstkomandi og hækkar úr 1.500 krónum. Þetta er 6,7% hækkun. Önnur þjónustugjöld fyrirtækisins mennu kortin, sem almenningur not- ■standa óbreytt frá ákvörðun um ar, til þess að koma til móts við þau hækkanir, samkvæmt bréfi stjórnar sjónarmið sem liggja að baki nýgerð- VISA íslands til Alþýðusambands- um kjarasamningum. Hins vegar séu ins. Hækkanirnar voru á bilinu gjöldin fyrir Gullkort og Farkort 16,7% til 20%. Árgjöld Gullkorta og ekki hækkuð, enda þar um að ræða Farkorta hækka þó ívið meira, Gull- val um meiri þjónustu. kort úr 5.400 í 6.500 krónur, eða „Þetta er mjög ódýr þjónusta að 20,4% og Farkort úr 2.800 í 3.500 okkar áliti miðað við þau kjör sem krónur, eða 25%. fyklgja,“ sagði Einar í samtali við Einar S. Einarsson framkvæmda- Morgunblaðið. Um 75 þúsund al- stjóri VISA íslands segir að stjórn menn kort eru nú í umferð, 5 þús- fyrirtækisins hafi ákveðið að minnka und Gullkort og um 3 þúsund Far- •hækkun- - þjónustugjaldsins -á - -al- - - -kort; .- - TILBOD A ^Bauknecht (TRA860> HÁ GÆÐAÞURRKURUM VERÐ ÁÐUR 40.900 VERÐ NÚ 34.900 $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 Verð miðast við staðgreiðslu. VIÐ MIKLAGARÐ ÞÚ SPARAR KR. 6.000 STEN DUR AÐEINS í ÖRFÁA DAGA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.