Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1990, Blaðsíða 11
MPRGUNBI^AÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR, 1990 11 Það er ekkí nóg að hafa fallega rödd - segir Basil Coleman leikstjóri hjá Islensku óperunni og persónulegur vinur tónskáldsins Benjamins Brittens í KVÖLD frumsýnir íslenska óperan tvö verk, óperuna Pagliacci eftir Leoncavallo og Carmina Burana eftir Carl Orff. Uppsetningu fyrra verksins stjórnar breskur leikstjóri, Basil Coleman, en hann á að baki langan feril sem leikstjóri í sjónvarpi og leikhúsum jafnt sem óperum. Ferill hans hófst fyrir rúmum fjörutíu árum þegar hinn kunni leikstjóri Tyrone Guthrie bauð honum að gerast aðstoð- armaður sinn við uppfærslu sina á Betlaraóperunni eftir Benjamin Britten. Það var upphafið að frekara samstarfi þeirra Brittens og vináttu sem varaði þar til Britten lést árið 1976. Af hverju Tyrone Guthrie valdi hann til samstarfs við sig í þessari ákveðnu uppfærslu segist Basil Coleman ekki eiga gott með að svara. „Ég lærði leiklist í The Central School of Speech and Drama og síðar í The Old Vic Scho- ol, en Guthrie stjórnaði Vic-leik- húsinu í fjölda mörg ár og af ein- hverjum ástæðum fékk hann dá- læti á mér.“ Basil var búinn að starfa í nokkur ár sem leikari áður en Guthrie veitti honum hans fyrsta tækifæri sem leikstjóri, en hann hafði alltaf vonast til að geta orðið bæði leikari og leikstjóri. „Ég varð sífellt meira taugaóstyrkur á sviðinu sem leikari og vissi að ég myndi hafa meira sjálfstraust sem leikstjóri. Ég varð því feginn þegar útséð varð um að leikstjórnin yrði ofan á. Ég kynntist Benjamin Britten síðan á meðan við vorum að setja upp Betlaraóperuna og einnig vini hans, Peter Pears, sem vann náið með honum. Nokkru síðar hafði Britten svo samband við mig og bað mig um að leikstýra fyrstu uppfærslunni á Búum til óperu á Aldeburugh-hátíðinni og seinna bað hann mig um að setja upp fyrstu sýninguna á Billy Budd í Covent Garden, sem var gríðarlega stórt stökk fram á við fyrir mig.“ Basil hefur leikstýrt fyrstu upp- færslum á alls fjórum óperum Brittens, en hinar tvær eru Glor- iana, sem sýnd var á Gala-hátí- ðinni við krýningu drottningarnnar í Covent Garden og „The Turn of the_ Screw". Ég spyr hann um samstarfið við Britten og hvernig vináttu þeirra hafi verið háttað. „Það var stórkostlegt að vinna með honum og Peter Pears. Þeir voru báðir miklir listamenn og samvinnan við þá mér mikils virði. Þeir voru jafnframt góðir vinir mínir og við áttum saman margar skemmtilegar stundir í vinnunni jafnt sem utan hennar. Eiginlega sakna ég návistar þeirra ennþá, en Peter er einnig látinn. Hann dó fyrir þremur árum.“ Sú ópera Brittens sem Basil hefur oftast sviðsett er Billy Budd, sem hann hefur tvisvar fært upp í London og einu sinni hjá Sarí Francisco Opera, þar sem hann setti einnig upp fyrstu sýninguna á óperu Brittens, Jónsmessunætur- draum'ar, í Bandaríkjunum og síðar í Buenos Aires. „Billy Budd verður líklega seint hluti af fastri efnisskrá óperu- húsanna. Það er of erfitt að sviðs- setja hana. Hún er eingöngu sam- in fyrir karlsöngvara og það eru sjaldnast til staðar nógu margir söngvarar hjá einu óperuhúsi til að það sé hægt. En þetta er stór- fenglegt verk. Mjög fallegt." Basil hefur einnig leikstýrt Billy Budd fyrir BBC-sjónvarpsstöðina, en sú upptaka var talin marka tímamót á upptökum á óperum fyrir sjónvarp og færði Basil BAFTA-verðlaunin. „Það sem gerði þessa upptöku öðruvísi var að við fórum ekki með sjónvarp- stökuvélarnar í leikhúsið og tókum upp sviðsuppfærslu,_ heldur tókum hana upp í stúdíói. Ódýrasta leiðin er að fara með myndavélarnar í leikhúsið og ég er hræddur um að hún sé oftast farin nú orðið því sjónvarpið hefur ekki lengur efni á öðru. En mér finnst það eigi að taka óperur upp í stúdíói rétt eins og annað sjónvarpsefni. Það hent- ar forminu best, og betur en að gera það utanhúss, því það er of raunsætt fyrir það, en óperuformið er í eðli sínu óraunsætt. Með Billy Budd held ég að okkur hafi_ tekist að ná rétta jafnvæginu. Óperan hafði reyndar líka þann kost að hún gerist á 19. aldar orustuskipi og sviðsetningin kom vel út í sjón- varpi.“ Éins og áður sagði hefur Basil fengist við ýmislegt annað en óper- ur, hann hefur leikstýrt í hef- bundnum leikhúsum og óperum og leikritum fyrir sjónvarp, sem og heimildarmyndum. Ég þarf ekki að spyija Basil við hvern af þessum miðlum hann kýs helst að starfa, hann kemur að þeirri spurningu sjálfur. „Fólk spyr mig alltaf að því hvað af þessu mér falli best að starfa við; hvort ég taki leikhús fram yfir sjónvarp, eða öfugt, og hvort ég vilji heldur vinna við leik- rit eða óperur. Ég segi alltaf að mér líki vel við þetta allt. Ég tek ekkert fram yfir annað. Mér finnst þetta allt áhugavert og þetta hjálp- ar hvert öðru.“ Þú segist ekki geta gert upp á milli leikhússins og óperunnar, en þessi tvö listform hljóta þó að krefjast mismunandi starfsaðferða af leikstjóranum? „Að sjálfsögðu. í óperunni koma augnablik þar sem þú getur ekki látið söngvara snúa baki í áhorf- Morgunblaðið/Þorkell Basil Coleman endur, því þá getur hann ekki fylgst með stjórnandanum og fleira slíkt. Það má heldur ekki láta söngvarana hreyfa sig þannig að það verði of áberandi að þeir eru að horfa á hljómsveitarstjórann, en um leið verður maður að gera þeim það mögulegt. Og fleira i þessum dúr. í leikhúsinii er þetta öðruvísi því leikarinn byggir ekki allt sitt á röddinni og má því stund- um snúa baki í áhorfendur." Nú hafa söngvarar ekki alltaf leikhæfileika? „Nei, það hafa þeir ekki.“ Hvað gerirðu við slíka söngvara? „Þú kennir þeim eins vel og þú mögulega getur. Færir leikstjórar fá þá til að líta eins sannfærandi út og hægt er með því að krefjast ekki of mikils af þeim og svo fram- vegis. En það hefur margt breyst í óperunni síðustu árin. Hér áður fyrr áttu söngvarar að nota stórar hreyfingar, en nú eru þær orðnar næstum eins agaðar og hjá hefð- bundnum leikara. Sem betur fer! Um leið hafa söngvarar orðið að gera sér grein fyrir að það er ekki nóg að hafa failega_ rödd, það er krafist miklu meira. Ég held reynd- ar að þar hafi sjónvarpið haft sín áhrif. Söngvarar hafa séð sjálfa sig ofleika á skjánum og gert sér grein fyrir hve fáránlegt það er.“ Þegar ég bið hann um að segja álit sitt á alþjóðlegum söngstjörn- um í óperuheiminum, sem ferðast á milli þekktustu óperuhúsanna svo lítill tími gefst yfirleitt til æf- inga' stynur hann. „Æ, það er hræðilegt. Ég held þó við séum að mestu komin yfir þá tíma þegar óperusöngvarar ferðuðust jafnvel um með eigin búninga, sem vildi til að þeim líkaði, og voru í þeim sama í hvaða uppfærslu þeir voru að syngja. Og þegar einhver kemur á æf- ingu tveimur dögum fyrir sýningu, hvernig á hann að fara að því að falla inn í nýja uppfærslu miðað við þá sem hann söng áður. Ég er ekki hrifinn af þannig óperusýn- ingum því mér finnst að uppfærsla óperu þurfi að vera gerð í sam- vinna allra. Rétt eins og í hefð- bundnu leikhúsi, þar sem allir vinna saman að sköpun sýningar- innar. Ég held það sé ekki svo mikið um það núna að söngvarar ferðist á milli óperuhúsa og vona að það sé að leggjast niður, þó góðir söngvarar verði auðvitað allt- af eftirsóttir." Ég spyr Basil hvað hafi fengið hann til að koma til íslands og hann segir: „Ég var beðinn um að koma! Reyndar var það hljómsveitar- stjórinn, Robin Stapleton, sem bað mig, en hann ætlaði að koma líka en varð að hætta við á síðustu stundu þar sem aðstoðarmaður hans veiktist og hann fékk sig þess vegna ekki lausan frá Covent Garden." Og hvað skyldi hann svo hafa vitað um íslensku óperuna? „Aðeins það sem Robin gat sagt mér; að hér væru mjög góðir söngvarar, að það væri frábært að vinna með fólkinu hérna og að ég ætti eftir að njóta þess að vera hér. Og hann hafði rétt fyrir sér, ég nýt þess.“ Og það er auðheyrt að hann dáist að dugnaði og elju þeirra sem vinna í íslensku óperunni. „Þau vinna svo mörg störf hérna, veistu það! Ópera með meiri fjárráð hefði þrisvar sinnum fleira starfsfólk. En það er líka þetta sem gerir það ánægjulegt að starfa hér. Það snertir mann, og er i raun mikil- vægt, að í kórnum skuli vera fólk sem vinnur allskonar störf á dag- inn, en kemur síðan hingað á kvöldin af því þeim finnst það skemmtilegt. Og það hlýtur að gefa lífi þeirra meiri fullnægju að taka þátt í flutningi svona margra frábærra verka. Ég held það hljóti að gera persónuleika þeirra sér- stakari, að þau eru ekki„bara“ söngvarar." Viðtal: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. hugsunarefni en sýningin sjálf og að manni langi meira til að taka þátt í þeirri umræðu en að fjalla wn myndirnar sjálfar! Ég er þannig fullkomlega sam- mála Elsu Marie Bukdahl er hún segir: „Ófáir ungir myndlistarmenn okkar tíma hafa tekið sem lögeggj- an skjá- og myndveröld níunda ára- tugarins. Nú einbeita þeir sér oft að því að grípa nærveruna, áþreif- anleikann og yfirsýnina, einmitt þau atriði, sem hefur verið drepið á dreif með linnulausum straumi upplýsingaþjóðfélagsins af loft- kenndum myndum og óhlutbundnu merkjamáli og táknum. En þeir hafa einnig fullan hug á að herða reglur um myndgerð og freista þess mjög að skapa nýjar, því að einung- is það listaverk — höggmynd eða málverk — sem er skýrt og marg- slungið, sem grípur sjónina — það listaverk eitt nær fram að ganga í samfélagi, sem þegar er uppfullt af myndum og merkjum. Og ein- vörðungu slíkt listaverk getur skap- að rúm, þar sem vaxa fram nýjar merkingar og viðhorfin skýrast." Það er svo skoðenda sýningarinn- ar, að ákvarða hvort þessi skorin- orði framdráttur gangi upp í verk- unum á sýningunni. Eins og staðið er að framkvæmd- inni er óliklegt að hún nái að vinna sig upp og er því hinn langi sýning- artími hér í fámenninu umhugsun- arefni. Hitt er svo annað mál að jafnan er forvitnilegt að kynnast verkum og hugsunargangi ungs fólks og hefði hér mátt nota tímann til umfangsmeiri kynningar t.d. tveggja sýninga. HINN EINI OG SANNI BIIÐSHOFÐA 10 HÆ- TAKIÐ EFTIR hjá okkur eru rosalega flottar vörur á æóislega gáðu verói. Opnunartími Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl. 10-16 Aöra daga kl. 13-18 Fjöldi fyrirtækja - gíf urlegt vöruúrval STEINAR - Hljómplötur - kassettur ★ SAUMALIST - Alls konar efni ★ KARNABÆR - Tískufatnaður herra og dömu ★ SKÆÐI — Skófatnaður ★ BOGART/GARBO - Tískufatnaður ★ BLÓMALIST - Blóm og gjafavörur ★ HUMMEL - Sportvörur alls konar ★ STÚDÍÓ - Fatnaður ★ SAMBANDIÐ - Fatnaður á alla fjölskylduna ★ MÆRA - Snyrtivörur - skartgripir ★ VINNUFATABÚDIN - Fatnaður ★ THEODÓRA - Kventískufatnaður ★ PARTÝ - Tísku- vörur ★ SPARTA - íþróttavörur ★ BOMBEY - Barnafatnaður ★ Verzl. KAREN - Barna- fatnaður, undirföt o. fl. ★ SMÁSKÓRINN - Barnaskór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.